Liverpool 4 – Bayer Leverkusen 0 (Skýrsla uppfærð)

Liverpool tóku á móti Bayer Leverkusen eins og höfðingjar í kvöld, en voru þó ekki gestrisnari en það að skora fjögur mörk á þá þýsku og ekki hleypa einu marki inn. Öruggur og góður sigur í höfn og Liverpool sitja einir á toppi bæði ensku og Meistaradeildarinnar.

Mörkin

Diaz – ’61
Gakpo – ’63
Diaz –  ’83
Diaz – ’92

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Fyrri hálfleikur var ein löng og falleg vögguvísa. Það er ekki svo að segja að Liverpool hafi verið að spila hrikalega illa, en liðið var ekki að spila mjög vel, tenging milli manna lítil og sókn og miðja virtust í sitthvorum taktinum. Á sama tíma voru gestirnir að spila þétta og góða vörn og náðu tvisvar að koma með storma inn í vítateig Liverpool og búa til fín færi.

Í annað sinn í vikunni var eins og endurnýtt lið kæmi inn eftir hálfleik. Fyrsta korterið í hálfleiknum unnu okkar menn sig inn í leikinn og byrjuðu að skapa sér betri og betri stöður. Tilfinningin var þó þannig að þjóðverjararnir væru vel fókuseraðir og gætu mögulega haldið þetta út.

En þeir misstu einbeitingu í andartak. Curtis Jones var hins vegar vel vakandi og þræddi nálarauga með boltanum inn á sjóðheitan Luis Diaz. Maður leiksins lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og vippaði boltanum smekklega yfir markmanninn, staðinn 1-0.

Í næstum hálfa mínútu eftir markið virtust Leverkusen ætla að svara þessu af krafti. En sóknin endaði í að Konate vann boltann og hóf skyndisókn. Salah endaði með boltann úti á kanti sem sendi guðdómnlega sendigu á kollinn á Cody Gakpo, sem þakkaði pent fyrir sig og tvöfaldaði forystu Liverpool. Það þurfti langa VAR stund til að staðfesta að Hollendingurinn hefði verið réttstæður.

Eftir það virtust Liverpool ekki líklegir til að fá á sig mark. Þjóðverjarnir sóttu að krafti, en eftir að Duiz bætti við öðru marki á áttugustu mínútu var aldrei í vafa hvar stiginn þrjú myndu enda. Leverkusen náði reyndar nokkrum frábærum sóknum á þessum ruslmínútum. En Liverpool náði oft að snúa þessum sóknum í skyndisóknir og það var úr slíkri sem Diaz fullkomnaði þrennuna. Nunez bar boltann upp, með þrjá púllara með sér. Hann var gráðugur og kaus að skjóta, boltinn varinn en Diaz náði frákastinu og skoraði. Fullkominn hálfleikur og myndi ég þyggja með þökkum að Liverpool prófaði að spila svona hálfleik fyrir hálfleik.

Hvað réði úrslitum?

Elja Liverpool í upphafi seinni hálfleiks. Það hefði verið létt að missa móðinn á móti þessari sterku vörn en um leið og Diaz braut ísinn opnaðist allt.

Hverjir stóðu sig vel?

Curtis Jones verður að fá stórt hrós fyrir sinn leik, sérstaklega í stoðsendingunni fyrir fyrsta markið. Allir framherjarnir okkar voru flottir í kvöld, Kelleher varði nokkrum sinnum frábærlega undir lok leiks. Í raunar mætti telja upp alla leikmenn liðsins í seinni hálfleik.

Ég ætla líka að setja stórt hrós á Slot. Vissulega er það vandamál að liðið er hægt af stað í leik eftir leik, en hann er aftur og aftur er hann að breyta leikjum í hálfleik, hvort sem hann er að gera það með litlu skipulagsbreytingum eða eldræðum.

Hvað hefði mátt betur fara?

Okkar menn hefðu virkilega mátt koma betur stilltir inn í fyrri hálfeik. Þetta var alls ekki jafn slæmt og um helgina, en miðjan og sóknin voru alls ekki að tengja nógu vel og menn virkuðu eins og þeir vissu ekki alveg hvað hinir væru að gera. Einnig langar mig að skjóta létt á Trent. Kannski er það vegna skipulagsbreytingu hjá nýjum stjóra eða hann er að venjast breyttu hluverki, en hann má spila miklu betur en hann gerði í kvöld.

Umræðan eftir leik

Liverpool er á toppnum í ensku og toppnum í Meistaradeildinni. Þó það séu allskonar hlutir sem má bæta í spilamennsku liðsins þá er ekki hægt að horfa framhjá að byrjun tímabilsins hefur verið gjörsamlega stórfengleg. Megi Arne Slot halda áfram þessu geggjaða starfi.

 

Hvað er framundan?

Aston Villa á laugardagskvöldið þar sem hundrað fulltrúar Kop.is verða í rífandi stuði!

18 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þvílíkur leikur og hvaða sturlun er í gangi hjá Diaz algjörlega magnaður vá.

    Top of …everything !
    YNWA!

    9
  2. Nei ég held að skýrslan sé í 8 liða úrslitum í deildarbikarnum.

    Gæti svosem verið á öðrumhvorum toppnum líka.

    4
  3. ÞVÍLÍK ÚRSLIT! ÞVÍLÍKT LIÐ!

    Og ég sem hélt að þetta lull framan af myndi hreinlega enda 0-0. Hvað veit ég? Ekkert!

    TOP OF EVERYTHING!

    4
  4. Frábær leikur, frábær frammistaða og frábær afmælisgjöf. Diaz að springa út algjört villidýr.

    8
  5. Hvað er að frétta????

    Þvílíkur leikur! þvílíkur seinni hálfleikur!

    Þvílík gæfa að Alonso skyldi ekki taka við liðinu okkar!!!

    Þessi Slot… stöndum upp úr sófanum og klöppum fyrir manninum!

    7
  6. Diaz verður ekkert sendur neitt í Húsasmiðjuna næst, þeir þurfa að koma til hans og svara þessu yfirtökutilboði.

    6
  7. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Ingimar. Mér fannst Liverpool hafa allt vald á leiknum í fyrri þó ekki hafi mikið verið að gerast. Macca var ansi mistækur fannst mér en TAA fannst mér með betri leikmönnum Liverpool í fyrri hálfleik. VvD og Konate átu reyndar allt sem kom nálægt markinu en TAA bjargaði þó frá sóknartröllinu Bonaface einu sinni ansi vel.. Hvernig liðið tók svo leikinn yfir í seinni var ótrúlega skemmtilegt og flott. Skiptingar gríðarlega góðar og allir sem komu inn á stóðu sig með prýði. Mér sýnist að Slot sé að verða einn af bestu stjórum heims og þó víðar væri leitað.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  8. His name is Lucho,
    He came from Porto,
    He came to score, came to score
    Came to score, score, score
    La, la, la, la-la!
    La, la, la, la-la!
    La, la, la, la!
    La, la, la!
    La, la, la, la, la!

    Luis Diaz!
    He’s from Barrancas!
    And he plays for Liverpool!

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Leverkusen