Byrjunarliðið í dag er komið og það er fátt sem kemur á óvart. Agger varð eftir í Liverpoolborg til að taka á móti barni sínu með konu sinni í dag og Albert Riera er einnig ekki í hóp. Byrjunarliðið er sem hér segir:
Reina
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Bekkur: Cavalieri, Hyypiä, Insúa, Dossena, Degen, Babel, Ngog.
Gaman að sjá Philipp Degen loksins mæta til starfa í Úrvalsdeildinni. Kannski fær hann nokkrar mínútur í dag.
Áfram Liverpool!
Spái því að Degen meiðist í upphitun.
skrýtinn bekkur, 4 varnarmenn á bekknum, Agger og Riera ekki í liðinu. En mjög sterkt lið inná, tökum þetta, vona að gerrard sé búinn að stilla skotið frá síðasta leik, þá ætti hann að setjan.
Ég verð alltaf pínu stressaður við að mæta Lucas Neal, hann er fantur.
0-2 Liverpool 🙂
sorry að ég skuli koma með þessa beiðni, en ég er í vandræðum með að horfa á leikinn á netinu í Mac. Er einhver tölvufróður með basic leiðbeiningar um hvað ég þarf til að stream´a leikinn frá myp2p?
byrjar vel 🙂
bjammi, ja farðu a myp2p.eu og veldu live sports og finndu leikinn. Veldu svo veetle og þá færðu upplýsingar um að dl því, það eru 3 einföld skref…
tekur ekki meira en 5 mín.
(annars getur ýtt á media player og þú átt líka að geta spilað það, en hitt er betra stream)
lattu vita ef ekki virkar
1-2, verður mjög töff leikur.
Hammararnir alltaf erfiðir heim að sækja. Vonandi fær maður að sjá eitt skallamark frá Hyypia í restina.
takk fyrir. prufa þetta
Bjammi, geturðu ekki notað sopcast í mac?
Ég vil svo benda mönnum á aðra góða síðu sem ég mæli með að menn bookmark-i. http://www.asiaplatetv.com
Hrikalega erum við eitthvað slappir…
sey sey já 0-2 .)
Ef Boa Morte verður ekki skipt útaf í hálfleik er nánast öruggt að við verðum manni fleiri áður en flautað verður til leiksloka 🙂
Það er alveg sorglegt að hugsa til þess hvað við værum í góðum málum ef þetta væri ekki bara 12 leikurinn sem Gerrard og Torres spila saman í deildinni.
ætli Benitez hafi verið dónalegur og “krossað” hendur eftir mark nr.2 🙂
Trelleley!!!!!! 0-3 🙂