Deildarbikarinn: liðið í fyrri leiknum gegn Spurs

Liðið klárt, og það á bara að keyra á svo gott sem sterkasta liðið:

Bekkur: Kelleher, Konate, Trent, Robbo, Endo, Elliott, Nunez, Díaz, Chiesa

Trent, Konate og Robbo á bekknum, helsta veikingin er kannski í því að Quansah skuli spila, en Konate er jú nýkominn úr meiðslum og spilaði 90 mínútur um helgina. Vonandi er þetta leikurinn þar sem Quansah spilar sig aftur inn í plönin hjá Slot.

Aukaleikarar fá svo sviðið um helgina, en í kvöld er greinilega planið að hámarka líkurnar á því að komast í úrslitaleikinn.

Allt nema tap væri ásættanlegt í kvöld, en mikilvægt að menn komi heilir út úr þessum leik.

KOMA SVO!!!!!

35 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Szoboszlai er víst ennþá veikur og því ekki í hóp. Samt ansi sterkur bekkur. Aðal málið að hann verði kominn til baka gegn Forest eftir viku.

    5
  2. Hörku sterkt lið hjá Slot sem dugar okkur til jafnteflis á útivelli 2-2 og Salah með bæði fyrir okkur.

  3. Hvaða vitleysis sendingar eru þetta hjá Tsimikas frá kantinum inn í okkar eigið box eða inn á miðjuna fyrir framan boxið?? Er maðurinn að spila fyrir Spurs??

    3
  4. Vona að Slot fái inn ódýran reynslubolta í miðvörðinn núna í jan.
    Það er ekki hægt að ætlast til þess að Cpt Van Dijk spili alla leiki í vetur en með Gomez, Konate og Quansah reglulega á meiðslalistanum þá neyðist hann til þess og það gæti orðið okkur dýrkeypt.

    10
    • Hárrétt, við værum í djúpum skít ef fyrirliðinn myndi meiðast og frá í einhvern tíma!! Skelfing þegar maður hugsar til þess tíma þegar þurfti að færa Henderson og Fabinho í miðverðina vegna meiðslavandræða í vörninni!

      5
  5. Dómaraskandall enn eina ferðina á þessum velli! Maðurinn sem skoraði átti að vera búinn að fá sitt annað gula fyrir að strauja Tsimikas niður!!

    8
  6. Er nú þreyta farinn að segja til sín og þetta lið sprungið, því miður virðist það vera og þetta er sama skíta og á móti Utd og ekki eigum við auðveld lið eftir þannig að næstu vikur verða erfiðar.

    8
  7. Dómgæslan heldur áfram að vera par excellance,algjörir trúðar,viku eftir viku.

    En þetta hefur verið frekar þurrt brauð að þessu sinni.

    3
  8. Svo hryllilega þreytandi að alltaf þurfa dómarar á Englandi að vera í sviðsljósinu af röngum ástæðum hvernig stendur á að dómari getur verið svo hryllilega mikil gunga að gefa ekki spjald á þetta hörmungar dómgæslu.

    5
  9. Bergvall hinn sænski sem skoraði markið átti að fá seinna gula spjald fyrir brotið grikkjanum okkar, það er ekki verra en vant er á þessum helvítis velli.

    6
  10. Gæti ekki verið meira sama um þessi úrslit. Deildin í forgangi og dómarinn fékk smávægilega heilatognun, sem er ekkert nýtt á þessum velli.

    3
  11. Liðið var lélegt, slappar sendingar og snertingar en þessi dómgæsla á Bergvall var enn verri. Þvílíka skitan. Rassskellum þá á Anfield.

    6
  12. Ég get alveg tekið undir það að Bergvall hefði átt að vera farinn út af … en mér fannst Liverpool í kvöld bara agalega lélegt og lítið skilið að fá eitthvað út úr þessum leik. Annar tapleikur Slots og vonandi vakna menn til lífsins. Áfram gakk!!

    6
  13. Mikið óskaplega væri gott að hafa Szobozlay í staðin fyrir Curtis Jones. Sá er búinn að vera slakur í hans fjarveru.

    6
  14. Þetta er nú bara hálfleikur ,svo ekki ástæða til að fara a taugum. En janúar er oft mánuðurinn sem segir manni hvernig fer í vor og því er ekki gott að byrja að gefa eftir strax eftir áramót eins og okkar menn eru að gera..

    4
  15. Þá er það ljóst. Tottenham getur ekki unnið okkur nema með hjálp dómara. Frammistaðan var hins vegar ekki góð hjá okkar mönnum, þreyta í mannskapnum.

    1
  16. Bergvall átti alls ekki að fá gult á fyrra brotið. Við vorum heppnir að VAR bjargaði okkur þegar Solanke skoraði og þegar Allison datt í trúðinn. Fannst þetta heilt yfir mjög lélegt því miður gegn vel lemstruðu Tottenham liði. Innkoma Konate mjög slæm. Man eiginlega bara eftir einu færi sem Nunez fékk og auðvitað skaut hann beint í markmanninn. Vona botninn sé ekki að detta úr þessu hjá Liverpool. Mér finnst vanta 1-2 leikmenn í hópinn. Fengum einn fyrir tímabilið sem virðist ekki vera hægt að nota (Chiesa). Nú þarf að hlaða batteríin næsti 10 daga og setja B liðið í FA cup

    5
    • Það var bjargað frá Trent á línu líka en okkar menn voru ekki uppá sitt besta í kvöld á móti vængbrotnu liði Tottenham.

      1
  17. Vissulega dómaraskandall. Engu að síður slöpp frammistaða núna tvo leiki í röð.

    Skil ekki af hverju okkar bestu menn eru látnir þræla í þessari keppni. Deildin á að vera í algjörum forgangi og þessir leikmenn eru augljóslega þreyttir.

    Samningamenn eru svo enn með allt niðrum sig og sú blauta tuska liggur áfram yfir liðinu og þyngist með hverjum deginum.

    Liðið er í smá lægð og er það núna á næstu misserum sem við fáum að sjá úr hverju Arne Slot er gerður.

    Áfram Liverpool!

    7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Upphitun: Undanúrslit í deildarbikar

Spurs 1 – 0 Liverpool