Liverpool 4, Accrington Stanley 0 (Skýrsla uppfærð)

Mörkin

Jota ’29
Trent ’45
Danns ’76
Chiesa ’90

Hvað gerðist helst markvert?

Þegar bikarleikir þar sem heilu deildirnar eru á milli liðanna eru upp á sitt besta, er það venjulega af því að stóra liðið á lélegan dag, litla liðið fær trú á verkefninu og það nær að hleypa leiknum upp í hasar og læti. Svo gerðist ekki í daga. Megnið af leiknum var fremur hægur, þar sem leikmenn Liverpool voru afar duglegir að láta boltann ganga, oft löturhægt og nýttu sér þær glufur sem mynduðust í skipulagi gestanna til að skapa fínar stöður.

Eftir svæfandi upphaf leiksins fengu Accrington Stanley aukaspyrnu á vænlegum stað. Það fór þá þannig að sextán sekúndum eftir að aukaspyrnan var tekin var boltinn komin í net gestanna, eftir klassíska Liverpool skyndisókn, sem endaði á að Darwin Nunez gaf á Jota, sem skoraði af miklu öryggi.

Undir lok seinni hálfleiks fékk Trent boltann rétt fyrir utan teig Stanley manna. Bakvörðuinn hafði þó nokkra metra til að athafna sig og skaut hárnákvæmu skoti í átt að fjær stönginni, skoti sem þræddi nálarauga milli varnarmanna og markmanns og söng í netinu. Staðan 2-0 í hálfleik, fagmannlega afgreitt hjá okkar mönnum hingað til.

Chiesa kom inn á hálfleik og minnkaði ekkert spennu manns fyrir að sjá hann í stærra hlutverki. Þó hann sé augljóslega ryðgaður þá er alltaf eitthvað að gerast hjá honum og hann tengir greinilega vel við liðsfélaga sína. Fyrri hluti seinni hálfleiks var besti kafli gestanna, einkum eftir að Liverpool gerði tvöfalda skiptingu þegar klukkutími var liðin af leiknum. Þeir virtust fá eilitla trú á verkefninu á meðan Liverpool var alls ekki takt. Á einum tímapunkti var staðan 5-1 í hornspyrnum í seinni, fyrir gestunum.

Þegar korter var eftir að leiknum gerði Danns útum um allar vonir gestanna (og hlutlausra). Hann var nýbúinn inná þegar hann vann boltann á miðjunni og tók af stað í átt að Kop stúkunni. Hann gaf á Chiesa og markmaðurinn varði óþarflega vel frá Ítalanum, en Danns hélt hlaupinu áfram og skoraði úr frákastinu. Markanefið hjá honum er svo sannarlega öflugt.

Eftir þetta róaðist leikurinn og gestirnir virtust sætta sig við úrslitinn. Liverpool náði að skapa nokkur álitleg færi en það var þó ekki fyrr en á nítugust mínútu sem Chiesa rak smiðshöggið með sínu fyrsta Liverpool marki, 4-0 niðurstaðan.

Hverjir stóðu sig vel?

Manni hættir til að horfa bara á yngri leikmenn í svona leik. Rio Ngumhoa varð í daga yngsti leikmaðurinn til að spila með Liverpool og stóð sig með prýðum miðað við aldur og reynslu. Eins var geggjað að sjá Danns aftur, vonandi að hann fái nóg á mínútum í minni keppnunum í ár því hæfileikarnir og marknefið eru augljóslega til staðar. Tyler Morton átti líka fínasta leik, ögn skrýtið að sjá hann fara útaf eftir klukkutíma því hann á varla séns á að spila á þriðjudaginn. Sá leikmaður sem tók líklega mest gott með sér úr þessum leik er Chiesa, ég veit ekki hvort hann fái margar mínútur í vetur en hann gæti verið stórfenglegur ef hann kemur sér í stand.

Hvað hefði mátt betur fara?

Þrátt fyrir öruggan sigur hefði maður vilja sjá meiri ákefð hjá liðinu, þá sérstaklega hjá mönnum eins og Nunez og Harvey Elliot. Kannski var það upplegg hjá Slot að drepa tempóið í leiknum en allt má ofgera.

Umræðan eftir leik

Þó nokkrir leikmenn fengu tækifæri til að sanna fyrir Slot, ég spyr ykkur hvort einhver þeirra eigi að fá stærra hlutverk eftir þennan leik? Er ég þá sérstaklega að hugsa um Danns, sem er með ótrúlegt nef fyrir framan markið.

 

Næsta verkefni

Nottingham Forest á þriðjudaginn, sem ótrúlegt en satt er einfaldlega toppslagur! Ef við misstígum okkur illa í þeim leik geta Forest komið sér í annað sæti, ekki nema þremur stigum frá toppnum. Okkar menn verða að spila frábærlega til að klára það verkefni.

4 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Forest hvílir allt byrjunarliðið í dag. Fókusinn greinilega á deildina í Sherwood.

    2
  2. Smá leiðrétting: Jerome Sinclair er enn yngsti leikmaðurinn til að hafa spilað fyrir Liverpool (16 ára og 6 daga gamall), en hann kom inná í leik gegn West Brom í september 2012. Sjá betur hér: https://www.lfchistory.net/Stats/DebutGameAges

    Rio Ngumoha er hinsvegar núna sá yngsti sem hefur byrjað leik fyrir félagið.

    3
  3. ???????? ?????? ??????? ? ??????? ?????? ? ??????? ???????????? ???????! ????????????? ???? ?????????? – ?? ???????????? ?? ?????? ???????????. ?????? ????????? ?? ?????? ????? ? ?????? ???? ???????????? ?? ?????? ???? – ??????? ?? ??????????? ???? ??????, ????? ????? ???????????, ? ?????????? ????????? ? ????? ?????????????. ???????????? ?? ??? ???? ?????????? ?? ?? ?????? ?? ????????? ? ????????? ?? ????? ??? ??????? ????????. ? ?????? ??? ?? ?????????? ???????? ?? ??????? ?? ? ?????? ? ?????? ???????? ?? ?????? ?? ??????? ??????? ???????????!

    • Mér fannst þetta ekki góður leikur hjá Liverpool og hraðinn var nánast enginn og Nunez virðist einfaldlega hafa gefist upp á verkefninu sinu og hraðinn sem var hans einkenni er líka farinn. En mér fannst markið hjá Trent æðislegt og fögnuðurinn hjá honum var einlægur svo ég er ekki viss um að hann sé búinn að ákveða sig um að fara eitt eða neitt.
      En besta frétt dagsins er að David Moyes sé kominn aftur til Everton,ég man nefnilega ekki eftir að hann hafi nokkur tímann unnið Liverpool og því er ekki amalegt að eiga eftir að mæta honum tvisvar í vor .

      1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Byrjunarlið og leikþráður gegn Accrington Stanley: Stór dagur hjá Rio Nghumoha