Eftir meira en mánaðarhlé er loksins komið að leik hjá kvennaliðinu okkar. Jólafríið átti ekki að vera alveg svona langt, því það var planaður bikarleikur gegn West Ham um síðustu helgi, en völlurinn var frosinn og því var leiknum frestað.
Þessi pása hefur haft í för með sér að liðið er að fá einhverja leikmenn til baka úr meiðslum. Marie Höbinger er þannig á bekk í kvöld, og Lucy Parry er í byrjunarliði, en þær voru báðar frá síðast þegar liðið spilaði. Sophie Roman Haug er alveg á mörkum þess að verða leikfær, og við gætum séð hana um næstu helgi. Þá er Faye Kirby komin aftur til æfinga en er ekki í hóp.
Liðinu hefur svo borist liðsauki núna í janúarglugganum, en Sam Kerr og Julia Bartel eru komnar til félagsins. Báðar eru þær reyndar á láni: Kerr kemur frá Bayern München, og Bartel kemur frá Chelsea. Það er rétt að taka fram að téð Sam Kerr er EKKI sú sama og er á mála hjá Chelsea, þær eru alnöfnur en sú sem nú spilar fyrir Liverpool kemur frá Skotlandi á meðan sú hjá Chelsea er áströlsk.
Andstæðingarnir í kvöld koma frá Brighton, sem má segja að sé spútniklið tímabilsins. Þær hafa verið í toppbaráttunni alveg frá byrjun, kannski ekki líklegar til að slá Chelsea eða City við, en gætu alveg endað þar rétt fyrir neðan. Enda sóttu þær nokkra sterka leikmenn í sumarglugganum: Fran Kirby kom frá Chelsea, Nikita Parris kom frá United sem og María Þórisdóttir, svo nokkrar séu nefndar.
Liðið sem byrjaði leikinn núna kl. 19 lítur svona út:
Fisk – Silcock – Evans
Parry – Kerr – Nagano – Holland – Hinds
Smith – Kapocs
Bekkur: Laws, Bonner, Clark, Höbinger, Bartel, Shaw, Daniels, Kiernan, Enderby
Eins og venjulega má finna leikinn á Youtube rás deildarinnar.
KOMA SVO!!!!!