Byrjunarlið gegn Brentford: Engin Jota sjáanlegur

Það er komið af hressandi þrjú leik gegn Brentford og Arne Slot hefur ákveðið hverjir hefja leikinn. Áhugaverðast finnst mér að Tsimikas er komin í byrjunarliðið fyrir Robbo og Nunez fær sér sæti á bekknum eftir leikbannið sem hann var í síðasta leik. Því miður virðast fréttir þess efnis að Jota sé (einu sinni en) meiddur réttar. Gaman að sjá að Chiesa er allavega á bekknum, vonandi fáum við að sjá hann í nokkrar mínútur í dag, helst í stöðunni 3-0.

 

 

Hjá býflugunum er byrjunarliðið svona:

 

 

Hvernig eruð þið stemmd fyrir þessu? Okkar menn eiga auðvitað alltaf að vinna Brentford en frammistaða síðustu leikja veldur smá áhyggjum. Koma svo Púllarar!

68 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Tsimikas formlega orðinn byrjunarliðsmaður í Liverpool. Sá beið þolinmóður og ég verð að viðurkenna ég átti ekki von á það mundi nokkurn tímann gerast. En þetta er sterkt byrjunar lið. Verður áhugavert að fylgjast með Trent eftir nýjustu fréttir frá Spáni og svo verður gaman að sjá Nunez koma inn á tryggja sigurinn.

    Áfram Liverpool!!!

    10
  2. Brentford tapaði heima bæði fyrir Forest 0 – 2 og fyrir Arsenal 1 – 3, sé tekið mið af liðum sem í baráttunni við okkur um titilinn. Er ekki óhætt að gera kröfu um sigur okkar manna í dag??

    Það var “púað” á mig fyrir 1 – 1 spá í síðasta leik :O) þannig að ég spái 1 – 2 sigri í dag!

    YNWA

    8
  3. Flott lið og flottur bekkur. Geri ekki miklar kröfur á okkar ástsælu……bara öruggan sigur 3-0 og Nunez með tvö á 77 mín og 88 mín. Það væri nú bara frábært 🙂
    YNWA

    2
  4. Enn og aftur er töluverður skjálfti í varnarlínunni. Van Dijk strax farinn að senda logandi hornauga í allar áttir. Varnir vinna titla.

    4
  5. Þetta teikniborð er gott út af fyrir sig. Okkar menn halda meira og minna boltanum í kringum miðju. Þar verður einhver hollensk umhugsun, eins og yfirvegaður fundur. Hvað ætli Dijk hafi verið margar mínútur samtals í kyrrsttöðu á miðjupunkti að líta í kringum sig, óáréttur, af því að það stafar engin ógn af þessu? Aðferð Slots hefur skilað okkur í efsta sætið en núna væri maður alveg til í að liðið sýndi smá ástríðu og vilja til að vinna. Þetta er mjög hægt. Stjörnuleikmennirnir okkar eru að dala af því þeir eru fastir í einhverju kerfi. Smá meiri Klopp í Slot. Við eigum ekki að vera fyrir dómstólnum í Haag.

    3
  6. Þeir eru eins og gömul dráttarvél … lengi að komast í gang en vonandi næst skriðþunginn þegar vélin fer að malla.

    Herfilegur varnarleikur þegar þeir sendu boltann fyrir okkar mark og leikmaður þeirra kiksaði. Ægileg afgreiðsla hjá Diaz einn f. framan markið. Jota hefði skorað sofandi úr þessu færi

    Þurfum að fara að fægja kutana. Þetta gengur ekki.

    Og þessi Mbueme er leikmaður sem ég vildi sjá í okkar liði

    4
  7. Hræðilega leiðinlegur fótbolti sem Liverpool eru að spila núna. Virka þungir og áhugalausir. En vonandi skeður eitthvað í seinni hálfleik eins og vanalega.

    3
  8. Þurfum við ekki alvöru þjálfara í föstum leikatriðum sem kennir liðinu að skora úr hornspyrnum. Búnir að fá 7 hornspyrnur og ekkert ógnað með þeim.

    5
  9. Meiri kraftur eftir því sem líður á fyrri hálfleikinn. Macca góður og Szobo er að sækja í sig veðrið.

    En … átta horn og það eina sem kemur úr þeim er skyndisókn röndóttra.

    2
    • Það virkar svo sjálfgefið að bæta úr þessu. Arsenal hafa Gabriel og ef ekki væri fyrir hann og þennan horsnpyrnuþjálfara þá væru þeir um miðja deild. Ráðum hornspyrnuþjálfara! Úti á vellinum eru Liverpool talsvert betri. Sá stóri skrokkur Konaté sýndi hvað hann er hraður þegar hann tók fjóra metra af sóknarmanni Brentford og át hann. Manni finnst núna eins og menn séu bara að vanda sig aðeins of mikið. Gott og vel að gera ekki mistök en það þarf líka að taka af skarið og búa til töfrana. Ef það tekur ekki við núna má búast við mörgum jafnteflum. Liðið er solid en það vantar pönkið sem skilaði óteljandi mörkum fyrir minna en mánuði síðan. Koma strákar, við erum orðin leið á janúar-slömpi.

      1
      • Eina markið á móti Forrest kom úr hornspyrnu… Just saying.

        1
  10. Ef að ekki er hægt að skora úr opnu færi eins og Gapo fékk þá eru við aldrei að fara skora neitt í þessum leik.

    5
  11. Haha dóminerum leikinn en fáum spjöldin.

    kunnuglegt stef.

    Miðjan hefur staðið sig. Vantar alvöru slútt.

    1
  12. Mikið rosalega er þetta hægt. Soboszlai arfaslakur , hvenær sáum við síðast góðan leik hjá honum? Menn hræddur við að fara í návígi. Þarf meira power í þetta.

    3
  13. Eins og ég sagði í síðasta leik… mikið rosalega eigum við slaka skotmenn… 15 af þessum 16 tilraunum algjör hörmung

    6
  14. Mér finnst það alveg þess virði að skoða að ráða inn “set piece” þjálfara, þessi horn okkar eru ekki að skila nógu miklu.
    Og af hverju er liðið ekki búið að kaupa vinstri bakvörð ? Grikkinn er ekki nógu góður og Andy því miður alveg á hælunum þetta tímabilið.

    4
  15. Vorum mikið betra liðið en þurfum að nýta þessi horn betur þetta er alveg komið gott.
    Keyrum á þessa pönkass í seinni og skorum þessi mörk !
    Þeir meiga svo munda skótfótinn eins og Sly gerði þarna í skotinu áðan það var alvöru.

    4
  16. Jæja fá Darwin og Chiesa inn á 60 mín klára þetta svo 0-2 vantar ekki færin og töluvert betri samt alltaf stress þegar þeir fara í sókn

    5
  17. Þeir hljóta koma boltanum í markið í seinni hálfleik, algjörir yfirburðir Gula spjaldið á Sobo fáránlegt, þetta er gult en ekki strauið í Tottenham leiknum. .

    2
  18. Dómarinn gefur óþarfa spjald á Szobo….gerir honum erfiðara fyrir í seinni. Mér er sama hvað hver segir svona dómgæsla hefur áhrif og það var ekkert í þessu broti. Annars þarf að gefa okkar leikmönnum smá lýsi í skotfótinn man varla eftir svona mörgum lausum skotum á mark í einum leik. En annars bara fínn hálfleikur að mestu leyti og menn voru að vaxa inn í leikinn. Koma svo mínir menn 🙂
    YNWA

    2
  19. Mjög góðar síðustu 15 mín. Markið liggur í loftinu. Með þessu áframhaldi skora Liverpool. Ósammála Szoboszlai sé arfaslakur. Mikið í boltanum og hætta af honum.

    Ég er ennþá á því að ef Ryan Gravenberch meiðist þá er þetta lið í rugli. Hann er búinn að vera rosalegur a þessu tímabili og stór ástæða þess liðið er á toppi deildarinnar.

    Gakpo búinn að vera að koma sér í færi og Diaz þokkalegur. Nunez a bekknum mun koma sér vel á eftir.

    5
  20. Mjög erfitt að eiga við Brentford. Allir leikmenn þeirra við eða inn i teig og ekkert pláss. Nákvæmlega svona spilaði Nott. Forest og því miður virkar þetta hjá liðunum því við erum strand gegn svona varnarliðum.

    1
  21. Sælir félagar

    Liverpool menn ótrúlega linir í fyrri hálfleik. Brentford lætur þá hafa hornspyrnur í röðum vitandi að turnarnir í Liverpool liðinu eru svo linir að þeir ógna markinu aldrei. Með endalausa yfirburði á vellinum en sú tölfræði skilar engu þegar liðið er svona lint og hrætt í öllum sínum aðgerðum. Erum ótrúlega heppnir að vera ekki undir eftir fyrstu mínútur leiksins. Menn verða að sýna ákefð og hjarta í -leik sínum gegn þessu liði ef leikurinn á að vinnast. Okkur vantar Kerkes sárlega í þennan leik (skoraði í sigrinum á Newcastle) og FSG verður einfaldlega að fara að sýna eitthvað annað en eymd og nísku í samninga- og leikmanna málum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  22. Normaður skrifar undir 10 ára samning með svakalegar launaupphæðir en FSG, getur ekki klárað samninginn við þremenningana né tímir ekki að kaupa leikmenn til að styrkja hópinn. Sennilega mun þetta kosta okkur titla, því miður.

    5
  23. Framlínan er alveg geld, skjótiði hættið að reyna labba boltanum inn…. Óþolandi

    2
  24. Ef það er ekki hægt að nota Nunes í svona leikjum þá er ekkert annað að gera en selja hann.

    1
  25. Það er hrikalega erfitt að sækja gegn 11 mönnum í vörn. Mætir Nunez. Líkurnar á að hann skori?

    1/100?

    Gæti gert usla. Bið ekki um meira.

    Salah verður að stíga upp.

    2
  26. Gott að fá Robertson í sóknarleikinn. Og Darwin auðvitað jafn liklegur og Diaz. Góð skipting.

    2
  27. Finnst alveg ótrúlegt hvað Liverpool virðast alveg steingeldir í föstum leikatriðum og ég skil bara ekki hvers vegna þetta er ekki algert forgansatriði að æfa þetta meira.

    1
  28. Rosalegt. Að hafa þessa yfirburði en ná ekkki að pota honum í markið.

    Diaz, Gakpo og Nunez hefðu mátt gera betur.

    1
  29. Eiginlega ótrúlegt að Liverpool sé ekki búnir að skora.
    Um að gera að koma með smá spennu í deildina 😉

    YNWA! – áfram gakk

    1
  30. Auglýsi eftir Salah, búinn að vera algjörlega ósýnilegur, ef allt væri eðlilegt hefði hann verið tekinn útaf en ekki Gakpo.

    3
  31. “Verður áhugavert að fylgjast með Trent eftir nýjustu fréttir frá Spáni og svo verður gaman að sjá Nunez koma inn á tryggja sigurinn”

    Comment nr.1

    12
  32. DJUFULL var þetta gott ahhhhhh 50 horn og 50 skot loksins tók Nunez sig til takk Darwin !

    5
  33. Aldrei missa trúna! Þvílíkt mikilvægur sigur! Og Elliot með eina stoðsendingu og eina forstoðsendingu. Sýnir að hann á skilið miklu meiri tíma á vellinum.

    Eina sem hægt er að setja út á er að nýta ekki þennan urmul hornspyrna sem liðið fékk.

    YNWA

    3
  34. Ut með efarsemdarfolk, Nunez skorar, með þetta um allan skrokk, bara samhæfa. Frabært, frabær sigur, gamla lumman, erum ennþa efstir alls staðar.

    YNWA

    2
  35. Ólíkindatólið Darwin. Magnaður í lokin.

    Ég er sko alls enginn galdrakall og því síður skynugur, en fimmtán sekúndum fyrir fyrra markið greip mig einhver fullvissa: Þeir skora. Svo gerðist það bara. Mig langaði að öskra í stofunni og fékk að gera það. Leyfði mér það. Þetta var svo skrýtið. Ég var búinn að undirbúa öskrið með fimmtán sekúndna fyrirvara.

    Skynsemin sem er augljós hjá Slot núna, að tapa ekki, verður þó að víkja fyrir örlítið kröftuguri sóknarleik. Semja við þessa toppleikmenn okkar, eða að minnsta kosti koma stöðunni á hreint. Virgill er sá eini af þeim sem enn spilar af toppgetu. Svona óvissa hefur áhrif á allt liðið. En þetta var yndislegur endir á leiknum. Bara alveg frábær.

    YNWA

    3
  36. Maður var að bilast á því hversu slappt þetta var og hversu margir leikmenn voru með brúnt í brók. En frábært að ná þessum 3 stigum. Gott að halda hreinu. Vonandi fer að kvikna á mönnum aftur því svona spilamennska mun ekki duga til að vinna titla.

    3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Stelpurnar mæta Brighton

Brentford 0 – Liverpool 2