Mörkin
C. Gakpo
Mohamed Salah
D. Szoboszlai
V. van Dijk
Hvað gerðist markvert í leiknum
Fyrsta korterið eða svo af þessu leik stefndi í að þetta yrði hádramatískur hitaleikur. Það var gífurlegur hrað báðum megin, ákveðið gerpi náði að vinna sannkallaðan leiksigur eftir brot Van Dijk, höfuð skullu saman svo úr blæddi í vítateig Spurs og Son tók meira segja smá tíma í að laga míkrafóninn í horninu hjá Kop stúku, nokkuð sem ég man ekki eftir að hafa séð áður.
Svo kæfðu Liverpool Spurs. Eins og anakonda sem nær utan um sært dýr tóku okkar menn utan um hitt liðið, leyfðu þeim ekki að hreyfa sig og kaffærðu þeim.
Það er erfitt að koma orðum að hversu miklir yfirburðir okkar manna voru í þessum leik. Í fyrri hálfleik var xG Tottenham 0.02, á einum tímapunkti um miðbik hálfleiks voru okkar menn búnir að vera 75% með boltann og þeim punkti var staðan 7-0 í skotum. Í ruslmínútunum í lok leiks náði Spurs smá að sparka frá sér og eiga ágætis skot, en þetta var aldrei í hættu eftir að Salah tvöfaldaði forystuna í byrjun seinni hálfleiks, gestirnir enduðu með xG upp á 0.19
Svo virtist sem Ange hafi komið til Anfield til að verja forystuna. Gallinn frá hans sjónarhorni var að hann er með sundurtættan hóp vegna meiðsla og pressan hefur sjaldan verið betri hjá Liverpool í vetur. Niðurstaðan var að leikurinn fór meira eða minna fram í varnarþriðjungi Spurs, þar sem okkar menn sendu boltann af Slot þolinmæði fram og til baka þangað til þeir náðu að skapa glufur.
Okkar menn gerðu bara sitt, fagmannlega, skipulega og með smá snafs af einstaklingsgæðum. Héldu algjörri stjórn á leiknum og sigldu síst til of stórum sigri heim.
Hverjir stóðu sig vel?
Hér má telja upp nær alla leikmenn Liverpool. Salah var flottur, Nunez síhættulegur, miðjan okkar hafði algjöra yfirburði, bakverðirnir voru á milljón allan leikinn og Gakpo skoraði frábært mark. En fyrirliðinn var klárlega bestur, leiddi sýna menn eins og kóngur og stoppaði allt sem nálægt honum kom.
Hvað hefði mátt betur fara?
Ætla að nefna eitt og bara eitt: Í fyrri hálfleik enduðu ef við töldum rétt FJÓRAR hornspyrnur hjá Kelleher. Fjóar hornspyrnur sem Liverpool tóku hinum megin á vellinum! Það er ótrúlegt hversu daprir við erum alla jafnan í föstum leikatriðum (í sókn), þegar það virðist vera svo einfalt að láta geggjaða spyrnumenn senda boltann á Van Dijk, Konate, Jota eða Nunez.
Umræðan eftir leik
Liverpool eru komnir í dauðafæri til að verja dolluna frá því í fyrra og því ber að fagna.
Á sama tíma þýðir þetta tilfærslur á leikjum. Frá og með næsta miðvikudegi spilar liðið fimm deildarleiki á 15 dögum: Everton (a) Wolves (h) Villa (a) City (a) Newcastle (h).
Að lokum eitt skondið sem ég rakst á á meðan leik stóð:
2014 – Mohamed Salah's assist tonight was his first in the League Cup since October 2014, when he assisted Didier Drogba for Chelsea away at Shrewsbury Town. Throwback. pic.twitter.com/zD8XBfcuWy
— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2025
Næstu verkefni
Áður en að þessu kemur er leikur gegn botnliði B-deildarinnar um helgina í FA bikarnum. Svo er það þessi rosalega törn.
Já, það er ekki hægt að kvarta. Með leikinn fullkomlega í okkar höndum, komnir yfir og þá er skipting. Inn trítla: Diaz, Jota, Macca og Elliott. Haha talandi um yfirburði!
Allir frábærir. Tottenham voru nokkurn veginn eins góðir og við leyfðum þeim – sumsé skelfilegir, náðu ekki skoti á markið.
Þá er það Wembeeeeeley (og ef höfundur vill þá er það ,,að bíða” eftir Liverpool með ,,í” en ef einhver ,,býður mér” björ þá er það með ý)
*Horfir sakleysislega út í loftið og lagar þetta*
Ekki jafn vandræðalegt og innsláttarvillan í heitinu á Karolina Fundinum mínum í fyrra, en það tók sem betur fer engin eftir henni 😀
Frábær umfjöllun um snilldarleik!
Þetta Liverpool lið er rosalegt. Djöfull hlýtur að vera leiðinlegt að horfa á leiki og halda með hinu liðinu.
Svei mér þá ef þetta var ekki heilsteyptasta frammistaða tímabilsins. Hömungar sáu aldrei til sólar í þessum leik. Maður getur sannarlega fundið til með þeim í þessari meiðslahrinu, hafandi reynt það sama með þeim rauðklæddu. En þetta var aldrei spurning, fagmennska frá fyrstu mínútu.
Tottenham hefur fengið á sig tólf mörk í síðustu þremur heimsóknum á Anfield, ef ég heyrði rétt í enska þulnum. Fjögur mörk í hverjum leik.
Og Salah kominn í 50 leiki þar sem hann hefur bæði skorað og gefið stoðsendingu. Fimmtíu stykki! Gerrard er næstur með 27. Mo Salah, Mo Salah, Mo Salah, running down the wing!
Þú verður varla bannfærður eftir þetta innlegg.
* glott
Það aldrei að vita. Daníel er harður eins og 18. aldar sýslumaður. Vandarhögg og fjörbaugsgarður fyrir brotlega.
Elska þetta lið!!
Krakkar, eigið þið hlekk á góða síðu sem sýnir þessa vetrartölfræði (Salah (og fleiri auðvitað)) í samanburði í aðra? Gott ef það er Liverpool útlistun, enn betra ef það er borið saman við England, UK, Evrópu.
Eg held felagar, við erum að lifa ansi merkilega tima i sogu LFC. Eirhvað sem aðrir(kannski sumir af okkur hafi seð), hafi ekki lifað aður. Eg vil segja það af fullri einlægni, a dauða minum atti eg von, en ekki þessu gengi liðs okkar i upphafi leiktiðar. þessu liði eru engin takmork sett. Frabær sigur.
YNWA
EKKI FLÓKIÐ.
jú jú alltílæ leikur en þetta var bara deildarbikarinn.
Sjálfur var ég meira að pæla í samningamálum. Ég meina komma svo Hughes og Edwards, mæta í fokkin vinnuna.
Svo eru það auðvitað leikmannakaupin. Ég meina hvað eru þessir trúðar að gera? Af hverju var enginn keyptur, mig langar í leikmann, mig langar í nýtt dót.
Hafa menn virkilega trú á svona þunnum hóp? Hverjir komu inn af bekknum í kvöld? Hvað ætla menn að gera í vor þegar allir verða meiddir og við þurfum að notast við unglingana?
Það góða er þó að þegar allt fer í vaskinn í vor þá getum við kennt Hughes, Edwards og FSG um ófarirnar.
Vonandi svarar Indriði þér….
ha, á ég að gera það?
Sammála þetta var hrikalega lélegur bekkur hjá okkur í kvöld það voru aðeins þessir strákar á bekknum alveg blautir bak við eyrun og með nánast enga reynslu í fótbolta, bara einhverjir landsliðsmenn og fyrirliðarlandsliða og allavega einn heimsmeistari í fótbolta en okkar hundlélegi varamannabekkur innihélt bara þessa kauða.
Wataru Endo
Luis Fernando Díaz Marulanda
Alexis Mac Allister
Federico Chiesa
Harvey Elliot
Diogo José Teixeira da Silva
Konstantinos Tsimikas
Vít?zslav Jaroš
Jarell Quan.
Eins og þú sérð þá megum við ýlla við því að missa menn í meiðsli með svo þunnskipaðan bekk en ef þú lætur það ekki fara lengra þá held ég að flest ef ekki öll lið í ensku deildinni öfundi okkur af svona varamannabekk.
Hvað var samningsmál þremenningana þá þarf að vera vilji hjá báðum aðilum um að semja, ég held og vona að Van Dijk og Salah kroti undir nýjan samning en ég held að það verði vonlaust að semja við Trent þótt honum verði boðið allt heimsins gull hann er búinn að ákveða að fara í solina því miður.
Þetta er eitt það klikkaðasta sem ég hef lesið lengi! Hverjum er ekki sama um leikmannakaup þegar við erum augljóslega besta lið í evrópu. Samningamál og leikmannakaup skýrast í vor. Reyndu bara að njóta þess sem er í gangi. Eigum við þá að fara að henda einhverjum út og vona að sá sem komi sé betri?
Við erum eins og smurð vél! fáir meiddir og klikkuð breidd. Fótbolti snýst um liðsheild en ekki einstaklinga.
Þetta var sturlaður leikur og Tottenham litu út eins og B deildar lið.
Glæsileg framistaða hjá okkar mönnum í kvöld.
En að öðru ef það er einhver sem á það skilið að fá olnbogaskot ,,alveg óvart” beint í trýnið þá er það gerpið, mikið óskaplega þótti mér væntu um fyrirliðann okkar þá.
Ég er reyndar alveg hissa á því að hann hafi aldrei rekist svona óvart í hitt gerpið sem spilar í markinu hjá Everton sá ætti það nú skilið eftir líkamsárásina á Van Dijk um árið.
spurning hvor er meira gerpi Pickford eða Richarlison.
Ekki frá því að Rich sé verri en það er kannski vegna þess að hann var að spila í kvöld.
Við skulum ekki gleyma því að markvörðurinn hjá Everton (sem ég nenni aldrei að muna nafnið á), sótti um og fékk fullan styrk frá Karma-samfélaginu, þegar hann setti VVD á meiðslalista.
Eftir það fór Everton bara neðar og neðar … (og jafnvel enn neðar).
… nEverton hafa sigið hægt og rólega niður og niður töfluna undanfarin ár eftir þetta. Þeir sprikla eitthvað örlítið þessa dagana, en það er vissuleg ofan siðsamrelgra marka eins og allir vita.
Rassskelltir ?
Gleðileg og gæfurík umræða. Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum. Einstaka sinnum ratar inn hér einhver banter manna á milli og þótt banterinn sé brunnur gamans þá spyr maður sig einstaka sinnum hvort ekki væri bara næs að hætta tuði og skylmingum og gleðjast yfir því að liðið er að spila sinn besta fótbolta síðan flest okkar byrjuðu að fylgjast með því? Btw þá held ekki með neinum í því að munnhöggvast. Bara miklu skemmtilegra að lesa jákvæð komment hér sem ærna innistæðu eiga fyrir.
Frábær frammistaða!
Vonandi fá flestir varamennirnir mínútur á móti Plymouth sem og Morton, McConnell og Nyoni. Spurning hvort að Gomez geti tekið einhver þátt í þeim leik.
Morton verður því miður ekki með þar sem hann meiddist á öxl og verður frá í einhverjar vikur hið minnsta, jafnvel lengur.
Það er kannski ekki marktækt að miða við þennan leik en hvaða stöðu eigum við helst að styrkja ? Hvar eru veikleikar?
Ef TAA fer þá vil ég benda ykkur á að Son sást ekki í þessum leik nema einu sinni og þá var Bradley uppá vellinum í hinu hlutverkinu sínu sem var að taka þátt í sókninni og skilaði stoðsendingu
Eina sem við hugsanlega þurfum er varnarmaður þar sem Gomes og Konate eru oft slasaðir og bakkup þar er það eina sem okkur vantar til að vinna prem aftur 2026
Sælir félagar
Mikið var gaman í gær kvöld þegar okkar menn rassskelltu T´ham. Ég er viss um að Virgil er besti miðvörður í heimi og þó víðar væri leitað. Ég tók eftir að Ingimar minntist á lélegan árangur hjá okkar mönnum í föstum leikatriðum (athugasemd sem ég fékk bágt fyrir um daginn hjá Fúla kallinum) sem er alveg rétt hjá honum. Samt skoruðum við mark eftir hornspyrnu í dag sem mér telst til að sé þriðja markið á leiktíðinni sem miðverðir okkar skora eftir hornspyrnu. En hvað um það, leikurinn var frábær skemmtun og öllum til sóma sem að komu – nema auðvitað Gerpinu og T´ham. 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Ég sat aðeins með þessu horna dæmi eftir leikinn í gær. Eitt sem ég velti fyrir mér (þyrfti að grúska í tölfræði til að vera viss) er hvort að Slot sé meira að hugsa um að halda boltanum eftir horn og stoppa andstæðingin frá skyndisóknum. Ég kvartaði yfir í skýrslunni að boltinn skyldi að lokum enda hjá Kelleher, en þá erum við allavega að halda boltanum, kannski er hugmyndarfræðin að það sé betra að koma hreyfingu á vörnina og byggja upp “hefðbundna” sókn, frekar en að gefa inn í teig og eiga hættu á að fá skyndisókn í bakið. Eitthvert árið voru Liverpool tölfræðilega líklegri til að skora úr hornum andstæðinga en sínum eigin, kannski er teymið búið að ákveða að sama gildi um andstæðinga okkar og vilja frekar halda stjórn.
frá fúla kallinum já. Mér finnst nú Siglarl vera sá súrasti hér inni.
Já líklega er athugasemdin sem ég setti hér inn að ofan sú súrasta sem Dj20 hefur séð. En auðvitað er athugasemd hans alveg ósúr og full af jákvæðni og gleði. Gaman að því 🙂
Öll lið þurfa að styrkja sig. Ég hafði persónulega meiri áhyggjur af samningamálum þremenningana síðastliðið sumar en í dag. Í dag vil ég sjá fyrirliðann fá tveggja ára samning. Mér finnst líklegt Trent verði áfram og Real missi áhugann eða finni betri kost. Salah verður 33 ára í sumar og mér þætti gaman að sjá hann fá tvö ár líka. Það hefur sannað sig að enginn er ómissandi og miðað við þau ár sem ég hef fylgst með Liverpool eru mikilvægustu stöðurnar, eigendur, managerinn, stuðningsmenn og markvörðurinn er líka algjör lykill að velgengni. Alisson er samningsbundinn til 2027.
Romano hefur ný ýjað á því að LFC hafi stór áform varðandi félagsskipti fyrir sumarið.
Ekkert hefur heyrst af samningaviðræðum Salah og VVD lengi. Nú er slúðrað um það að liðið hafi náð samkomulagi við VVD en muni ekki tilkynna það strax.
Salah sem tjáði sig regluega um gang mála fyrir áramót hefur ekkert sagt núna í háa herrans tið.
Spænskir miðlar fjölluðu um það nýlega að illa gengi hjá RM að semja við Trent. Málin standa mögulega þannig að RM sér enga ástæðu til að borga honum meira en öðrum varnarmönnum liðsins, á meðan Trent lítur á sig sem stórstjörnu og Ballon d´or contender og er að fara fram á Mbappe laun.
Liverpool er sagt hafa boðið Trent rúmlega 300.000 pund í vikulaun sem ég held að sé mun hærri upphæð en RM vilji bjóða honum.
Sjálfur er ég frekar rólegur yfir stöðunni hjá Trent. Þó við fáum engan líkan leikmann þá hugsa ég að liðið væri ekkert verra með bakvörð sem er sterkari varnarlega og skili jafnari frammistöðum.
Þrátt fyrir að Salah sé að springa út núna þá þarf að finna staðgengil fyrir hann fyrr en seinna. Þrátt fyrir að tölfræðin hafi sjaldan verið betri þá sýna aðrar tölur það að Salah pressar og hleypur mun minna og hægar en undanfarin ár. Ég sé ekki fyrir mér að í boði sé að Salah fái álíka hlutverk og Ronaldo og Messi fengu á efri árum þegar þeir þurftu ekki að sinna neinni varnarvinnu og gátu hvílt sig á meðan liðið varðist.
Ég væri virkilega til í að hafa Salah eitt ár í viðbót og vona vissulega að hann semji,,, jafnvel til tveggja ára.
Að öðrum kosti treysti ég Edwards, Hughes, Slot teyminu til að finna staðgengil.
Captain VVD er ómissandi leiðtogi. Ég myndi ekki hika við að semja til 3 ára við hann. Vissulega er spurning hversu lengi hann heldur hraðanum en önnur gæði og leiðtogahæfileikar hans eru ómetanlegir.
Sælir félagar
Allt sem Indriði segir hér fyrir ofan er bæði satt og rétt
Það er nú þannig
YNWA
Ég er enn að hugsa um Conor Bradley. Hvernig hann galdraði Son upp í loft og oná haus og hirti af honum boltann með léttum leik. Hin svokallaða Mbappé tækling. Hún á eftir að verða legendary þegar fram líða stundir.
Þetta á kannski ekki heima hér en þar sem við fylgjumst öll með því sem er að gerast í enska boltanum. Þá var ég að horfa á endursýningu á lokamarkinu í leik Man. Utd. Og Leicester. Hversu lélegur getur aðstoðardómari verið að dæma ekki rangstöðu? Þetta var ekki í hröðu upphlaupi heldur stilltu menn sér upp. 3-4 rangstæðir og þar með talið Maguire, sem skoraði matkið. Maður er eiginlega orðlaus yfir getuleysinu eða meðvirkninni.
… og þessvegna held ég að VAR sé skárra en þetta rugl. Það ætti nú að vera hægt að framkvæma það aðeins hraðar og betur, en þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir VAR.
Semi-automated offside er lausnin. Kemur vonandi fyrr en síðar.