Gullkastið – Síðasta ferðin yfir Stanley Park

Liverpool fer í síðasta skipti þennan tæplega kílómeter sem er frá Anfield yfir á Goodison núna á miðvikudaginn í alvöru mikilvægum nágrannaslag. Tap þarna síðast og það er ekki í boði aftur. Um helgina eru það svo Úlfarnir sem mæta á Anfield og því tveir deildarleikir í þessari viku.

Síðasta vika var bikarleikavika, Liverpool er komið í úrslit í öðrum bikarnum en tapaði gegn versta liði Championship deildarinnar í hinum.

Ögurverk liðið er á sínum stað og fagmaðurinn í boði Deloitte

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils Gull / Deloitte / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

Afsláttarkóði í febrúar á WoktoWalk.is – 25% afsláttur með afsláttarkóðanum Liverpoolerubestir

MP3: Þáttur 508

2 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir bræður og takk fyrir frábæran og hnitmiðaðan þátt.

    Mikið afskaplega var ég glaður með að vera dottinn út úr þessum FA-bikar, sérstaklega þegar í ljós kom að Plymouth fær ManCity í 5. umferðinni.

    Auðvitað er það grátlegt að horfa upp á tap en á tímabili þá leið mér eins og ég væri að horfa á U-17-liðið keppa á LFC TV, alltof mikil hamagangur sem var ekki að skila neinu. Auðvitað fer þetta plan hjá Slot út um gluggann um leið og Gomez fer útaf meiddur og Endo þarf að fara aftar inn á miðjuna til að hjálpa vörninni. Framlínan okkar var ekki skugginn af sjálfum sér sem gerist þegar miðjan okkar er ekki að standa sig. Sjáum t.d. Chiesa. Eins mikið og ég hef verið að vona að hann myndi koma sér almennilega í gang að þá var hann á pari við það sem maður sér í hádegisboltanum á Hrafnistu. Hann missti boltann 30 sinnum í leiknum og var með 66% sendingargetu. Mjög gott dæmi um hvað miðjan var ekki að hjálpa honum í leiknum.

    Held að einmitt Elliiott hafi verið að stimpla sig hressilega út úr framtíðarplönum Slot með þessari frammistöðu sinni… og henda höndunum upp í loftið inn í teig og gefa þeim þetta víti? Þetta var einhver bakfallssending inn í teig og hann skellir bara í hávörn eins og í blakinu… alveg magnað rugl!

    En… við látum þetta ekki trufla okkur meira. Munum bara að Klopp sendi U21-liðið í þessa keppni einu sinni, með U21-þjálfarann við stjórnvölinn á meðan hann skellti sér í frí 🙂

    Ég skil að B-liðið hafi verið sent í þennan bikarleik því við erum með augun á leikinn á miðvikudaginn. Þá sjaldan sem þessi derby-leikur skiptir máli þá er bara svo mikið undir þarna. Við getum mögulega sett 9 fingur á titilinn með 9 stiga forskoti og í ljósi þess að þetta er síðasti leikurinn okkar á Goodison Park þá verður að skrifa söguna hressilega þarna með góðum sigri.

    Höldum svo haus með framhaldið – það eru Englands og Meistaradeildartitlar í boði og svo erum við komnir í úrslit deildarbikarins.- hver hefði getað veðjað á það í upphafi tímabilsins? 🙂

    Áfram að markinu – YNWA!

    16
  2. Geggjaðar lokamínútur í Manchester! Fáðu þér eina sneið af humble pie, Haaland!

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Plymouth 1 – 0 Liverpool

Grannaslagurinn mikilvægi á morgun