Á morgun mun Liverpool heimsækja Man City í leik sem hefur talist sem hápunkturinn í strembinni leikjahrynu Liverpool í febrúar mánuðinum sem hefur svona því miður kannski ekki farið alveg eins og maður hefði óskað eftir jafntefli gegn Everton og Aston Villa en eftir úrslit dagsins í dag þá er staðan alls ekki slæm þar sem Arsenal tapaði gegn West Ham og er bilið núna átta stig þegar bæði lið eru búin að spila 26 leiki.
Pressan á Liverpool er því kannski bæði aðeins minni og aðeins meiri fyrir leikinn á morgun eftir þessi úrslit í dag. Liverpool er því enn með þetta þriggja leikja forskot á Arsenal og hefur svigrúm til að mistakast án þess að það bitni það mikið á þeim ef ekki tekst að landa öllum þremur stigunum. Rosa fín staða það en sigur þýðir að Liverpool fer yfir stóra hindrun og ætti ellefu stiga forskot – þó Arsenal ætti leik inni – og sú staða yrði rosalega góð þar sem nokkrar áhugaverðar viðureignir eru framundan hjá báðum liðum.
Nóg um hvað gæti orðið og förum í það sem verður og það er leikurinn á morgun. Eins og áður segir hafa úrslit og jafnvel frammistöður Liverpool undanfarna leiki ekkert verið 10 af 10, nokkrar daufar og misjafnar frammistöður og úrslit sem hefðu svo sannarlega mátt vera betri svo það er klárlega svigrúm til bætinga og morgundagurinn fínn tími til að koma þeim af stað.
Arne Slot hefur sagt að Gakpo, sem hefur misst af síðustu tveimur leikjum og er orðinn algjör lykilmaður í liðinu, sé pínu touch and go með það hvort hann verði klár í leikinn og væri frábært ef hann væri það. Bradley fór meiddur út af gegn Villa og verður ekki með frekar en Joe Gomez og ég held að það séu svona helstu og jafnvel einu fjarverurnar hjá Liverpool fyrir leikinn. Meira að segja Slot og Hulshoff, aðstoðarmaður hans, verða á hliðarlínunni en þeir bíða eftir að fá úrskurðað hve marga leiki þeir fá í bann fyrir rauðu spjöldin eftir leikinn gegn Everton.
Man City eru auðvitað enn án Rodri og þeir Akanji og Stones ættu að vera fjarverandi. Spurning er með Haaland sem fékk einhvern hnykk á hnéð í síðasta deildarleik þeirra og þurfti að fara út af. Hann var á bekknum gegn Real Madrid þegar þeir voru slegnir út úr Meistaradeildinni en kom ekkert inn á þó þeir hafi þurft að skora til að eiga möguleika á að komast áfram. Það er því spurning hvort hann sé alveg heill og geti spilað í eða byrjað leikinn á morgun, ef hann er í standi þá eflaust gerir hann það en spurning annars hvort þetta sé leikurinn sem Guardiola myndi finnast hann þurfa að spila honum ef því fylgir áhætta á að meiðslin yrðu verri og hann lengra frá.
Ólíkt Liverpool þá eyddi Man City töluverðum fjárhæðum í janúar glugganum og virðast nokkrir af nýju leikmönnunum vera byrjaðir að stimpla sig inn þá sérstaklega sóknarmaðurinn Omar Marmoush sem lengi vel var orðaður við Liverpool sem eftirmaður Salah og hann skoraði þrennu í síðasta deildarleik. Þá hefur mér fundist miðjumaður Nico Gonzalez komið ágætlega inn í þetta hjá þeim líka en miðverðirnir tveir eru mjög hráir og lítið sýnt hingað til.
Gengi og frammistöður Man City hefur svo sannarlega ekki verið á pari við það sem maður hefur þurft að venjast undanfarin ár og hafa þeir í ansi mörgum leikjum virkað mjög slakir til baka og afskaplega bitlausir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Samkvæmt því öllu þá má alveg færa rök fyrir því að ef það er gott að mæta þeim á útivelli en við vitum það öll að það er líklega aldrei góður tími til að mæta þeim því þeir eru alltaf líklegir til að geta sett allt í fimmta gír og verið nær ósnertanlegir ef sá hátturinn er á þeim.
Það má því alls ekki búast við fyrirfram þægilegum leik á morgun og hvorugt liðana vilja selja sig ódýrt og gefa frá sér stig. Liverpool þarf stigin til að færast nær titlinum og Man City þurfa öll stig sem þeir geta fengið í baráttu sinni við að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Trent – Konate – Van Dijk – Robertson
Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai
Salah – Diaz – Gakpo
Hef ekki hugmynd um hvernig eða hvort Arne Slot muni rótera eitthvað í þessum leik þar sem það kemur svo leikur gegn Newcastle á Anfield á miðvikudaginn en þykir líklegra að hann gæti tekið einhverjar breytingar þar. Robertson hefur spilað svolítið mikið undanfarið og mögulega er einhver Tsimikas rótering þarna en hugsa að það verði frekar í næsta leik. Mögulega gæti Jones komið inn í eitthvað hlutverk á miðjunni en ég reikna með að þessir þrír byrji. Ef Gakpo er heill þá held ég að hann byrji og Diaz komi inn í þennan leik sem fölsk nía en ef Gakpo er ekki heill þá mun Diaz vera á kantinum og Jota eða Nunez leiða línuna.
Sjáum hvað setur, það væri nú rosalega fínt að fá þrjú stigin á morgun en eftir úrslit dagsins þá gæti eitt stig bara verið í lagi. Sjáum til, þetta verður líklega hörku leikur.
Vinnum þetta og rífum í númer 20 með annarri!
Myndi vilja sjá Nunez byrja og gefa Gakpo betri tíma til að jafna sig. Skipta á þeim ef Nunez er ekki kominn með tvö fyrir hâlfleik. Ef hann er ekki reiður og geaður núna…
Vil byrja á því að þakka Graham Potter og hans mönnum í West Ham fyrir vel unninn dagsverk í dag! Vel að því komnir að fá nokkra Egils Gull, ferðir að eigin vali með Verdi Travel og svo mætti lengi telja. Til hamingju Hamrar og takk innilega fyrir okkur!
Svo sjáum við til hvað gerist á morgun……………
YNWA
Mæli með þessari umfjöllun á bbc sport um kerfið hans Pep sem er komið fram yfir síðasta söludag ef marka má skríbentinn.
https://www.bbc.com/sport/football/articles/c20l7lw3ypzo
Að því skrifuðu þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir rimmu dagsins. Konan mín á það skilið að ég mæti brosandi og sigurreifur í kvöldmatinn á sjálfan konudaginn.