Hollendingurinn fljúgandi – Cody Gakpo – er kominn aftur, en byrjar á bekk. Annars virðist Slot lifa eftir orðtakinu að rótering sé fyrir aumingja:
Bekkur: Kelleher, Tsimikas, Quansah, Endo, Elliott, Nunez, Gakpo, Chiesa, Jota
Vonum bara að menn hafi náð að endurheimta almennilega eftir Villa leikinn.
Alveg sæmilegustu möguleikar til að endurnýja í framlínunni ef og þegar menn verða þreyttir, en líklega mun Slot ekki skipta út á miðju eða í vörn nema hann neyðist til.
3 stig væru frábær, 1 stig væri enginn heimsendir. Mikið væri svo líka gaman ef menn sleppa við meiðsli.
KOMA SVO!!!!!
Hér á Ystu Nöf hafa skýin komið svargrá í morgun. Nú koma þau grá. Á morgun kemur sólin. Hvað verður um skýin þá? Jamm, skrifað í skýin 1- 2. Nema að það komi hellidemba, hvað þá?
Örlítill skortur á framherjum í byrjunarliðinu, sýnist mér. Gakpo, Chiesa, Jota og Darwin allir á bekknum samt. Kannski koma einhverjar brilljant innáskiptingar? Það er að birta yfir í hverfi 105 og kaffið hefur smakkast vel það sem af er degi. So far, so good.
Var að renna í gegnum 10 bestu mörkin milli liðanna (skrítið samt að Allison-Salah markið sé ekki þarna), en þarna er 2 fyrirliðamörk og 1 varnarmannsmark öll skotin utan teigs.
VvD gefur yfirlýsingu fyrir endasprettinn með marki, ef það verður hellidemba þá verður þá verður bleytan í Manchester í boði hans.
https://www.premierleague.com/video/single/3791875?FOOTBALL_CLUBS=11,10
Það sést svo mikið á þrssari uppstilligu að við sjáum breytingar í sunar.
En koma svo! Mætum í þetta eins og úrslitaleik í Cl!
Hvaða breytingar?
Ég held að við vinnum 0-2
Trent-Doku verður eitthvað….vonandi jafnt í hálfleik
Salah en ekki hvað
Það er rétt bara kominn með 1 og enga stoðsendingu
Vona að Mac sé ekki meiddur
Finnst klukkan ganga ansi hægt í þessum leik akkúrat núna……ef það eru ekki dómararnir þá er það he…..S klukkan 🙂 Hefði gjarnan viljað að við næðum að halda aðeins betur í boltann. City betri það sem af er en við erum ofaná þannig að áfram gakk
YNWA
Pep að tapa sér á hliðarlínunni yfir rangstöðumarkinu. Orgar á Marmoush: „Fucking hell!”
SLYYYYYYYYYYY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Big Dom! Svona á gera þetta.
göngutúr í garðinum!
Sly suddalega góður í þessum leik og vörnin búinn að vera SOLID virkilega ánægður með allt í fyrri hálfleik.
Ótrúleg staða miðað við gang leiksins. Frábær reyndar. Liverpool með 2-3 góðar sóknir annars bara að elta boltann. Náum lítið að halda í boltann og spila. Ég held að Doku sé búinn að fara 12x fram hjá Trent og Salah farinn að spila sem aukabakvörður. Szobo góður, Grav, Jones og MC varla með.
Manchester blaðið Guardian skrifar: „Liverpool hands are almost on the title after that half.”
Og Salah búinn að setja skammtinn: mark og stoddara.
Ballon D,or á Þennan mann ekki seinna en í gær
Frábær fyrri hálfleikur!!
Klárum þetta!
YNWA
Mjög þéttur leikur hjá Liverpool. Hef ekki séð Salah koma svona mikið aftur í hjálparvörnina. Allir á tánum og þó svo City sé meira með boltann eru þeir ekki að skapa mikið.
Frábær fyrri hálfleikur. City ráðþrota. Mikið sprikl, engin klíník. Litlir leikmenn, enginn Walker, Haaland, Stones og ef við förum aftar, Kompany, Toure… Munar að hafa yfirburði í sentimetrum þegar kemur að föstum leikatriðum.
Myndi kjósa að fá títtnefndan Endo inn á 70. Gott að þétta þetta.
Svo ekki sé minnst á De Bruyne. Svakalega dapurt að sjá svona stjörnu vera orðna að skugganum af sjálfum sér.
Hvernig er ekki búið að semja við van Dijk og Salah? Það er u.þ.b að eina sem ég get fundið að í dag. Allt annað er eins og lið sem ætlar sér að vinna þessa deild!
Klárum leikinn!!!
Fokk rangstæða
Úr hverju er Sly gerður hversu mikið er hann búinn að hlaupa um allan völl !
Verður gaman að lesa skýrslu Daníels og vonandi einhverjar talnapælingar með restina af mótinu….
Van Dijk, Szobo, Salah voru dálítið að vinna fyrir kaupinu sínu í dag.