Virgil van Dijk skrifar undir!

Þá hefur eitt verst geymda leyndarmál boltans í dag verið opinberað þegar fyrirliðinn Virgil van Dijk framlengdi samning sinn við Liverpool til tveggja ára.

Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir fyrir bæði leikmann og félagið þar sem ljóst er að enginn mun geta fyllt almennilega upp í fótspor Hollendingsins sem hefur sannað sig á þessum tíma sem algjör all time great hjá bæði félaginu, ensku deildinni og heimsboltanum.

Það kom aldrei neitt annað til greina segir van Dijk og um daginn sagðist hann mjög spenntur fyrir framtíð félagsins og að hann búist við að Liverpool komi enn sterkara inn á næstu leiktíð.

Nú hafa bæði Sala og van Dijk framlengt og því ber að fagna. Endum þetta á tilvitnun í van Dijk frá undirritun samnings:

Virgil: “It was always Liverpool. That was the case. It was always in my head, it was always the plan and it was always Liverpool.”

16 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Frábært að tryggja hann hjá félaginu næstu 2 árin, þvílíkur leikmaður og fyrirliði.
    Hefði verið nice að sjá Trent líka með pennann á lofti en það verður sennilegast ekki.

    En Salah og Van Dijk verða áfram og því ber að fagna enda bestu menn liðsins þó þeir séu líka þeir elstu.

    7
  2. Trent hlýtur að vera aðeins hugsi eftir að Real er dottið út. Sýnist ekkert vera ganga upp þarna hjá þeim.

    En ég held að Salah og Virgil verði síðan seldir eftir næsta tímabil, flott að fá 1 ár með þeim í viðbót, meðan Slot er að byggja upp nýtt lið, og liðið sitt.

    Þurfum klára nýjan mann fyrir Salah, þar sem hann er að fara í þessa helvítis Africu keppni og svo tekur Ramandan við eftiri það.

    en flott að klára þetta fyrir páska.

    7
  3. Sælir félagar

    Þvílík hamingja að fá þetta staðfest og Virgil van Dijk er heiðursmaður af sömu sort og Salah. það væri gott ef fleiri (TAA) sýndu að þeir séu heiðursmenn. En það er einfaldlega þannig að ef þú ert ekki heiðursmaður þá sýnir þú ekki heiðursmanns framkomu. Eigindin koma alltaf í ljós. Hvernig svo sem það er með Salah og Virgil þá verða þeir amk. 2 ár hjá okkar ástkæra liði eða verða seldir eftir eitt ár með góðum arði fyrir klúbbinn. Takk Virgil og Salah og hafi hinir skömm fyrir.

    það er nú þannig

    YNWA

    3
  4. Fyrst Salah og Virgil eru búnir að skrifa undir, þá tel ég FSG fyrirgefanlega. Ég get ekki kennt þeim um ef Trent Alexsander vilji ekki skrifa undir tilboð sem ku vera nokkuð veglegt og það er ansi erfitt að bölsóttast yfir því að einhver var ekki keyptur í síðasta sumarglugga fyrst liðið er á góðri leið að verða Englandsmeistari.

    Vonandi verður einhver glaðningur í sumar en þetta eru miklar gleðiefni. Virgil er enn besti miðvörður í heimi og virðist eiga nóg eftir.

    5
  5. Já frábært bara maður vissi alltaf að VVD myndi skrifa undir ég hafði ekki áhyggjur en er dapur í sambandi við Trent grasið er ekki alltaf grænna hinum meigin.

    4
  6. Mjög mikilvægt. Ég óskaði þess að þessir tveir fengu báðir tveggja ára samning. Ég sé fyrir mér Salah i minna hlutverki þessi ár og ég geri ekki sömu kröfur á hann. Virgil van Dijk er hinsvegar ómissandi. Núna fer maður bara spenntur inn í sumarið.

    Hvernig hefði þetta spilast ef Liverpool væri ekki á toppi deildarinnar? Eitthvað sem enginn sá fyrir lofa ég mér að fullyrða.

    5
  7. Frábærar fréttir og ekki spillir það fyrir að Salah og Virgil munu verða aðdráttarafl fyrir nýja leikmenn í sumar!!

    YNWA

    2
  8. Jæja, titillinn nálgast.

    Fyrir þó nokkuð löngu skemmti ég mér við að reikna út meðaltals-stigasöfnun Arsenal og Liverpool og spáði því þá hér á síðunni að þetta myndi hafast í leiknum við Tottenham.

    Reikna með vænni útborgun frá Daníel og co. ef þetta gengur eftir…

    2
  9. Ég hef verið gagnrýnin á FSG í stjórnartíð Klopp.

    En ég verð að segja að ef rétt er að þeir félagar Salah og Virgil eru með £400k á viku næstu tvö árin þá er þetta nákvæmlega það sem eg vildi. Stuttur samningur sem heldur þeim hungruðum og alvöru upphæð sem sýnir að félagið hugsar um leikmenn sem hafa skilað sínu fyrir félagið.

    Vona fyrirliðinn hafi sett pressu á innkaupadeildina áður en hann skrifaði undir.

    5
  10. Getur eithvað verið rett i þvi, að Alexender Isak komi til okkar eftir timabilið? Eg er að sja þetta hvað eftir annað a Youtube. Annars mjog anægður með VvD og Salah, sinir vonandi oðrum, að grasið se ekkert grænna hinum meginn við lækinn, sama hvaða lið það er.

    YNWA

    1
  11. Geggjað.
    Og allt löngu ljóst eins Slot sagði.
    Enda er FSG ekki þekktir fyrir að vera með niðrum sig.

    Slot sagði eftir undirskrift Virgil að hann vonaðist en til að TAA muni skrifa undir og viðræður væru í gangi.
    Svo útilokum ekki neitt. Enda endurtek ég að ég trúi ekki og skil ekki afhverju TAA vilji fara í Real Madrid frekar en að vera áfram heima.

    Svo hafa menn verið að gefa í skin að glugginn í sumar verði stór.
    Og er það í takt við FSG það er byggt upp á stuttum tíma og svo er lítið gert í gluggum þess á milli. En auðvitað koma ein og ein kaup.

    Við erum á leið í nýtt era og byrjum það á PL titlinum hvað annað.
    Við munum ekki sakna Salah og Dijk eins mikið eftir þessi 2ár eins og við hefðum gert núna.
    Þeir munu enda sem goðsagnir og nýir menn teknir við. Og tryggt að Liverpool verður í baráttunni næstu 10 árin. Allavega
    Hvað vilja menn meira ?

    4

Leave a Reply to jonas Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Endamarkið Nálgast

Stelpurnar mæta Brighton