Mörkin
Trent 76 (0-1)
Hvað réði úrslitum í dag?
Okkar menn spiluðu alls ekki frábærlega voru einstaklingsgæði nóg til að klára þennan leik.
Hvað gerðist helst markvert?
Þrátt fyrir að stuðningsmenn Liverpool í geststúkunni hafi verið í partý stuði fyrsta hálftíman í leiknum voru leikmennirnir ekki í takt við lögin. Eins og ansi oft í vetur var spilið hægt, skipulagt og ef við erum hreinskilin fremur leiðinlegt. Okkar menn áttu einhver 5-10 góð færi en ekki vildi tuðran inn. Fyrir utan eitt skot í stöngina (sem ég uppgötvaði í dag að teljast ekki sem skot á markið í tölfræðinni) var ekki erfitt að skilja hví Leicester hafa ekki skorað mánuðum saman. Frekar dapur og leiðinlegur hálfleikur en okkar menn fengu allavega ekki á sig mark og voru klárlega betra liðið á vellinum.
Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af seinni náðu Leicester að pota boltanum í netið með því að brjóta á Alisson og ná svo klassísku línupoti en það var réttilega dæmt af. Þetta kveikti vel í heimamönnum, jafnt á vellinum sem og í stúkunni. Á sama tíma kóðnuðu okkar menn niður. Trent og Elliot komu inn með einfalt verkefni: Opna þessa fjárans Leicester vörn og klára leikinn
Markið kom loksins eftir horn. Hornspyrnan var tekin inn á markteig þar sem Jota og Salah náðu báðir skotum í klafsinu. Boltinn skoppaði út í teiginn þar sem Trent beið og þrumaði boltanum af öllum sínum krafti í netið! Karlinn reif sig úr að ofan og fagnaði með stuðningsmönnunum eins og… ja eins og hann væri uppalinn Liverpool strákur sem hefði verið að skora mark sem nánast gulltryggir Liverpool titil númer 20!
Þegar fimm mínútur voru eftir hrundi svo tölvan sem ég var að horfa á leikinn á. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist út leikinn nema að dómarinn fann einhvernveginn 7 mínútur til að bæta við á meðan ég reyndi að fá draslið aftur í gang.
Hverjir stóðu sig vel?
Í grunninn voru allir á fimmu í dag. Engin var frábær, engin var afleiddur. Maður leiksins klárlega Trent fyrir að ná að klára þetta og ég var afar hrifinn af Elliot eins og oft áður.
Hvað hefði mátt betur fara?
Ekki í fyrsta sinn í vetur var kokkteillinn frammi bara ekki réttur. Gakpo karlinn er bara ekki komin aftur úr meiðslunum, hvort sem það sé hausinn eða skrokkurinn sem er að klikka hjá honum. Salah bara á að skora úr einhverju af þessum þúsund færum sem hann kom sér í.
Umræðan eftir leik
Þrátt fyrir að Liverpool séu efstir, með flest mörk skoruð og næst fæst fengin á sig þá er ekki hægt að líta hjá því hvað spil liðsins er búið að vera ósannfærandi síðustu vikur. Okkar menn virðast vera að hugsa um að stýra leikjum frekar en sigra þá, færanýtingin var afleidd í dag og ótrúlega oft sem að þeir tóku óþarfa auka sendingu eða auka snertingu. Þetta veldur því að drasllið eins og Leicester halda í vonina að ná í eitthvað úr leiknum miklu lengur en þau ættu að fá að gera.
Að sama skapi þá þýðir þessi leikstíll að Alisson þurfti ekki að verja skot fyrr en í uppbótartíma.
Það verður mikið skrifað um Trent næstu vikuna. Vonum að hann eigi sitt Gerrard augnablik, átti sig á að hver titill sem hann vinnur með uppeldisfélaginu er eins og fimm titlar annarsstaðar. Kannski átti hann það augnablik þegar stuðningsmennirnir sungu um hetjuna hans Gerrard áratug eftir að Gerrard hætti, eða kannski þar sem hann stóð á kassanum og horfði á stuðningsmennina. Allavega væri það mjög asnalegt að hengja treyjuna á hornfánan eins og hann gerði ef hann ætlar að fara.
Hvað er framundan?
3 stig. Það er það eina sem skiptir máli. Annað hvort klárar Palace þetta fyrir okkur á miðvikudaginn eða við getum unnið titilinn fyrir framan trylltan Anfield á sunnudaginn!
jæja, ekki vantaði færin. Svo var það ,,glataði sonurinn” sem mætti og kláraði þetta.
Hvað fékk Salah annars mörg færi til að skora?
Ekki var það flugeldasýning en allavega 3-4 sláar og stangarakot áður en Trent skoraði glæsilegt mark með vinstri og fagnaði vel með stuðningsmönnunum og mikið væri það geggjað ef hann sæi nú bara framtíð sína hjá sínu uppeldisfélagi og skrifaði undir nýjan langtímasamning.
En 3 stig í hús og við getum orðið meistarar á Anfield í næstu umferð á móti spurs.
Hrikalega illa farið með öll færi í leiknum skipti engu hvort það var úr þessum 234 horn spyrnum eða öðru.
Salah óheppinn í upphafi leiks með 2 falt stangar skot.
Fannst fyrri hálfleikur einkennast af göngubolta og hundleiðinlegra aftur til baka sendinga sérstaklega frá bakvörðum okkar.
Það lifnaði talsvert yfir okkar mönnum við skiptingar og Trent með þetta sigurmark.
Ég nenni samt ekki að dvelja við það að leikurinn hafi verið undir pari þeir gerðu það sem þurfti að gera og það er að taka þessi 3 stig!
1 sigurleikur í viðbót !
YNWA !
Mikið vildi ég frekar að Jota yrði seldur en nokkurn tímann Elliott. Skil ekki af hverju Slot kann ekki að meta þennan vinnusama smáa terrier okkar.
Vinsamlegast ráða fastra-leikatriða þjálfara fyrir næsta vetur. Áttahundrað hornspyrnur og ekkert skeður.
Satt, fátt gefið undanfarið. Nema Allister. En Simmi skapaði þessa kaos sem TAA hefði venjulega verið með í upphafinu. Kvarta því ALLS ekki.
Hvort voru 234 eða 800 hornspyrnur í þessum leik?
Njótum þess að eiga langbesta og fallegasta lip Englands!
A good lip to you too, Mr. Station!
Getur einhver útskýrt af hverju svona margir leikir hjá Liverpool eru spilaðir á Sunnudögum?
Líklega öryggisástæður, vegna þess að lögreglan í Liverpool/Englandi vilja ekki að Liverpool stuðningsmenn fagni titlinum á föstudegi eða laugardegi.
Af einhverjum ástæðum spilar London lykilhlutverki í mögulegum möguleikum Liverpool til þess 20.
Næstur leikir:
25.04.23. Asenal – Crystal Palace
25.04.27. Liverpool – Spurs
25.05.04. Chelsea – Liverpool
25.05.11. Liverpool – Arsenal
(
25.05.25. Liverpool – Crystal Palace
… og Brighton 19.05 er akkúrat sunnan London.
)
Þetta er landsbyggðin gegn höfuðborginni.
Klárum þetta virki!!
Sigur var það eina sem eg vildi, hvernig, skiptir engu mali ur þvi sem komið er.
YNWA
Vissulega ánægjulegt að ná sigri. Liðið sýndi mikla yfirburði en fór illa með færin. Sóknarlína okkar hefur ekki verið upp á marga fiska í langan tíma.
Síðan við sigruðum Man City þann 23. febrúar hefur liðið leikið 9 leiki og sóknarlínan einungis skorað 5 mörk úr opnum leik.
Salah 2 úr vítum, en ekkert úr opnum leik og hefur leikið nánast allar mínútur.
Nunez 1
Chiesa 1
Jota 1
Diaz 2
Gakpo 0
Deildar formið er þó þannig að það hafa náðst 6 sigrar í síðustu 7 leikjum sem er harla gott í ljósi þess að margir stuðningsmenn eru ósáttir við spilamennskuna.
Verð að viðurkenna að mér finnst bæði skýrsluhöfundur og margir aðrir hér inni full dómharðir á liðið (þá er ég aðallega að tala um virka í athugasemdum á leikþræðinum). Leicester varð að vinna leikinn til að halda sér uppi og Liverpool sem í raun kláruðu deildina fyrir mörgum vikum síðan þurfa í raun bara að spila þokkalega til að klára þetta. Sleppa við meiðsli o.s.frv.
Vissulega unnum við bara 0-1 á útivelli, en með xG upp á 2,62, 28 marktilraunir og 10 skot á mark. Einnig eru flestir sammála um að markmaður þeirra hafi átt stórleik og við með 3 stangar eða sláarskot. Leicester tók eiginlega bara gömlu rútuna og “pörkuðu” fyrir framan markið, það hefur oft reynst okkur erfitt að brjóta slíkt niður.
Hins vegar þá bara skil ég ekki þetta Chiesa dæmi, hann hlýtur að hafa sofið hjá konu Arne Slot þar sem hann var hafður utan hóps í dag, en Darwin tekin með
Sælir félagar
Sigur var það sem ég fór fram á fyrir leikinn í dag og ég fékk það. Um hvað frammistöður einstakra leikmanna varðar eða spilamennsku liðsins í heild ætla ég ekki að tjá mig. Þó vil ég segja að ég hefi horft á skemmtilegri fótboltaleik. það hlýtur auðvitað að vera dálítið erfitt að halda dampi og einbeitingu þegar liðið er í raun búið að vinna þessa deild fyrir löngu. En ég gæti samt þegið meira skemmtanagildi
Það er nú þannig
YNWA
Ekkert mál að gagnrýna liv undanfarið. Ekki verið á pari,enn er svosem vanur slíku hruni þegar allt virðist í blóma og 3-4 bikarar í boði. Þetta gerðist hjá klopp, (hefðum líklega átt að vinna 3 prem titla undir honum, enn þetta man city lið var það besta sem deildin hefur séð. Frábært hjá þeim ! ótrúlegur árangur. Annað mál hvernig það var gert. þekkjum það allir)
Slot er geggjaður. yfirvegaður og þetta er í raun magnað. Hefði dugað skammt undanfarinn ár. Enn galið, meistararfyrsta season…. ég samt er búinn að standa mig að því að bölva þessu öllu óþarflega mikið undanfarið, hundfúll og skil ekki afhverju.
Underdog syndrome ? spila ekki nógu hratt, afhverju fagnar slot ekki meira, bla bla. Þetta verða alltaf hæðir og lægðir. finnst að við allir ættum að einbeita okkur meira að þessum magnaða árangri. fáránlegt í raun og við ættum að njóta og ala með okkur annað hugarfar. glassið hálfullt.
knús
Það fór ekki framhjá manni um daginn þegar Amorim kvartaði undan því hversu erfið úrvalsdeildin er.
Skömmu áður hafði Guardiola talað um hversu mikið erfiðara það er í dag að vinna leiki en það var fyrir nokkrum árum og að ekkert lið myndi ná 100 stigum á næstunni.
Gary Neville minntist einnig á minna skemmtanagildi og sagði deildina orðna “robotic” og á þá við að liðin eru orðin mikið skipulagðari, varnarsinnaðri og gera færri mistök.
Við sáum fyrir nokkrum árum Arteta vera að byggja upp spennandi Arsenal lið en um leið og hann fór að berjast ofar í deildinni drap hann næstum allt skemmtanagildi úr spilamennskunni og leikurinn varð það vélrænn að í dag skorar liðið nær einungis úr föstum leikatriðum.
Suður Evrópsku áhrifin eru greinilega að taka yfir enda er helmingur stjóranna frá Portúgal, Ítalíu eða Spáni. Meira að segja Moyes er farinn að láta Everton spila þennan vélræna bolta.
Klopp áhrifin hjá okkar mönnum eru að fjara út og eina liðið sem spilar nokkurs konar Klopp bolta er Tottenham og það með hræðilegum árangri.
I janúar fór skemmtanagildið að minnka hjá okkar mönnum eftir 5 frábæra mánuði. Liðið varð varnarsinnaðra, fóru að spara orku og fóru að drepa leiki snemma í seinni hálfleik ef þeir voru með forskot. Uppleggið gegn City úti og PSG úti var þéttur varnarleikur frá upphafi, eitthvað sem sást aldrei hjá Klopp.
Þrátt fyrir að Liverpool sé með 13 stiga forskot og allt stefni í að Slot sé að vinna deildina á sínu fyrsta tímabili með miklum yfirburðum þá er athyglisvert að nánast engir af þessum sigrum hafa verið auðveldir.
Sjálfur vel ég árangur fram yfir skemmtanagildi. Það að Liverpool sé að kreista út sigra á meðan Arsenal og City eru að tapa stigum hlýtur að gefa okkur vísbendinu um að deildin sé einfaldlega erfiðari en nokkru sinni.
Annað sem undirstrikar þetta er það að Amorim er að reyna að innleiða nýtt leikkerfi inn í deildina. Vissulega er hann ekki með alla þá leikmenn sem henta í kerfið og mögulega aðrar afsakanir.
Eftir 22 deildarleiki er staðreyndin 11 töp og liðið hefur ekki sýnt neinar framfarir síðan hann tók við nema ef vera skyldi í Evrópudeildinni þar sem mótspyrnan er minni.
Sigurhlutfall Amorim er mun lægra en sigurhlutfall Roy var hjá okkur. Amorim er þó með einn dýrasta hóp í heiminum í dag á meðan Roy tók við liði sem var á leið í gjaldþrot.
Sælir félagar
Ég tek undir með Indriða að líklega hefur deildin aldrei verið sterkari og varnarleikur liða orðinn afar skipulagður og gríðarlega erfitt að brjóta jafnvel verulega slök lið á bak aftur eins og sást í gær. Þessi skipulagði varnarleikur drepur niður skemmtanagildið og stemminguna. Það sést á liðum eins og ManU sem hefur tapað 15 leikjum á leiktíðinni þrátt fyrir rándýran hóp og jafnvel einn leikmann í úrvalsdeildaklassa (B Fernandes). Amorim þráast við að spila “sinn bolta” og því gerist það að lið eins og Úlfarnir vinna báða leikina sína við ManU sem hefur ekki gerst síðan 1979 – 1980 leiktíðina.
Þetta er auðvitað hundleiðinlegt en þetta sýnir auðvitað líka hvað Liverpool liðið er ógnarsterkt að vera með 13 stiga forustu og vera samt aðeins einum sigri frá því að landa titlinum. Miðað við stigasöfnun Arsenal í vetur ná þeir varla 80 stigum á þessari leiktíð en Liverpool þegar komið með 79 stig og á nokkra sigra eftir
Aftur er ég sammála Indriða með að taka sigur fram yfir skemmtanagildið en samt viðurkenni ég að skemmtanagildið skiptir máli.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta er búið að vera stórkostegt tímabil.
Og Trent. Þvílíkur leikmaður sem þessi drengur er. Stórkostlegt mark og fáir með þennan it factor í dag. Vonandi fer hann ekki en ef það gerist þá megi honum ganga vel en ekki liðinu hans.
Slot boltinn er ekki eins mikið rokk og ról og Klopp boltinn en hefur heldur betur reynst vel í vetur. Sé að sumir eru fljótir á neikvæða vagninn en stragetískari bolti er líka leiðinlegri þegar lítið gengur en þegar allt er í botni alltaf. Minna um meiðsli líka sem er frábært.
Þessi sigur á móti Leicester var einn sá mikilvægasti í sögu Liverpool og furðulegt að umræðan um hann sé ekki jákvæðari og meiri. Aðeins annar deildarmeistaratitill liðsins á síðust 35 árum í augsýn og sumir bara dofnir.
Ef við myndum bara vinna einn leik í viðbót, eða Arsenal að tapa einum og við öllum, gæti mér ekki verið meira sama. 20. titillinn er í millemetra fjarlægð og nú er bara að landa honum. Allt annað er algjört aukaatrið.
Og þið sem ætlið að fýlupukast. Í guðanna bænum. Ekki tjá ykkur. Hringið í man utd vini ykkar og röflið við þá á meðan við hinir fögnum eins og enginn sé morgundagurinn.
Áfram Liverpool!
“Þessi sigur á móti Leicester var einn sá mikilvægasti í sögu Liverpool”
Svona sjáum við hlutina á mismunandi hátt. Ég hef sjaldan verið rólegri yfir leik. Jafntefli eins og stefndi í hefði verið gott stig. Mér fannst sigurinn á Everton eftir landsleikjahléið 100x mikilvægari sigur. Bara sem dæmi. En í sögu Liverpool. Nei.
Salah vann deildina fyrir ykkur. Hann hefur “landað” mörgum sigrum upp á sitt einsdæmi sem leikmaður Liverpool.
Sigur er sigur og 3 stig sem er fyrir mestu. Auðvitað vill maður að liðið spili vel en í ljósi þess hve illa hefur gengið að vinna deildina síðustu áratugina er mér alveg vita nákvæmlega sama hvernig liðið spilar svo fremi sem bikarinn komi í höfn.
Í ljósi þess nýjasta í leikmannamálum er ég hugsi yfir nokkrum hlutum……
….VvD og Salah báðir að fá himinháa samninga til tveggja ára. Finnst þetta vel í lagt með leikmenn, sem eru núna á þessu ári 33 og 34 ára, og greinilega á niðurleið. Mér vitanlega hefur nánast enginn leikmaður í sögunni verið betri eða jafngóður eftir þann aldur og árin þar á undan. Kannski Zlatan en hann er jú eitthvert undur. Finnst því vera tekinn gríðarlega áhætta með því að rífa launaþakið sem þýðir væntanlega að erfitt verður að fá góða leikmenn á besta aldri og semja við þá einhversstaðar í námunda við þessa tvo. Ætla ekki að vera leiðinlegi pésinn hérna enda er ég ánægður með að hafa þessa tvo snillinga í herbúðum liðsins en þó með fyrrgreindum varnöglum.
….TAA. Þarf eitthvað að ræða þann gaur. Ef hann vill vera þá semja við hann en ef hann vill fara og halda í hendina á besta vini sínum í RM þá á alls ekki að reyna að halda honum hjá félaginu. Ég hef alltaf haft þá skoðum að ef menn vilja ekki vera lengur hjá félaginu þá eigi þeir að fara.
….Hver er ástæðan fyrir því að liðið spilar til muna dapari bolta eftir áramót en fyrir. Svekkelsi eftir afhroðið gegn PSG, bikarskitan eða liðið bara einfaldlega toppaði á vitlausum tíma og sprakk eftir lætin fyrir jól. Hvur veit?
….leitin að nýjum leikmönnum, bakvörðum og miðverði, hvernig gengur það?
….Markvarðamálin?
Ein af ástæðunum fyrir döpru gengi eftir áramót heitir Mo Salah.
Og ekki misskilja mig. Án Salah hefði liðið aldrei verið í toppsætinu á fyrri hluta mótsins. Maðurinn raðaði inn mörkum og stoðsendingum sér til skemmtunar. Án Salah hefði liðið ekki verið í þann veginn að vinna titilinn, heldur væri kannski í 6. sæti eða svo.
En við vitum líka að Salah dalar alltaf seinni part móts, það er Ramadan, stundum AfCon og svo uppsöfnuð þreyta. Maðurinn spilar alla leiki, alltaf.
…running down the wing! Our Egyptian king!
Stóru skrefi nær titli nr 20, það er það eina sem skiptir máli.
Reikna með að okkar menn mæti í hrikalegu stuði á Anfield á móti Tott, sama hvernig fer hjá Arse – Palace.
YNWA
Það er alveg sama hvað Arsenal gerir í næsta leik, Liverpool þarf “bara” að jafna þann árangur.
(Hefur reyndar 5 tækifæri til þess.)
Sko …
Samkvæmt allra nýjustu fréttum þá þarf Liverpool bara bara 1 stig af af 15 mögulegum til að klára titilinn í ár.
Eins og ég sagði hér að ofan, “Það er alveg sama hvað Arsenal gerir í næsta leik, Liverpool þarf “bara” að jafna þann árangur.”
Ég kíkti á highlights úr U-21s leiknum í gær, Aston Villa – Liverpool, og mikið var gaman að sjá til Rio Ngumoha. Hann er skæður markaskorari. Skilar sér vonandi fyrr en síðar inn í aðalliðshópinn.
Jæja þá er komið að því mögulega, erum við að fara að sigra deildina í kvöld eða þarf liðið að bíða fram að helgi ?
Vona þó að Arsenal vinni í kvöld og Liverpool tryggi sér þetta með sigri um helgina.
En við getum þó byrjað að brosa því að við erum korteri frá því að vinna þann stóra í 20 sinn
Off topic: Ekki vill svo vel til að einhver hér viti um link til að horfa á snókerinn?
Ég játa að mér líður aðeins betur vitandi af þér að horfa á snóker frekar en leiki með United…
Hver segir að það sé ekki hægt að gera hvorttveggja?
Keep your friends close, but your enemies closer…
Bara sérstaklega fyrir þig og mig, Daníel: nýjustu fréttir herma að MU ætli sér að selja okkar besta vin, Rashford, í sumar. Þá langar að kaupa Cunha og Delap. En ég ætla að setja 50kall á að það finnist enginn kaupandi handa Rashford. Hehehe.
Eitt stig enn!!!!!!!!
Jæja, döööööömur og herrar!!!
Eitt stig enn!!!!!
Þetta fer að koma í HÚS
Níu fingur gott fólk.
YNWA !!
O
M
G
Love it?