Gullkastið – Eitt Stig!

Liverpool er með 79 stig eftir sigur gegn Leicester um helgina, Arsenal getur max náði 79 stigum á þessu tímabili vinni þeir alla leikina sem þeir eiga eftir og markatalan er 10 mörkum Liverpool í vil með leik til góða. Án þess að segja (Staðfest) er óhætt að fullyrða að staðan hefur sjaldan eða aldrei verið betri.

Jafntefli Arsenal gegn Palace gerir það að verkum að Liverpool geta klárað fótbolta.net (Staðfest) svigann núna á sunnudaginn í heimaleik á Anfield gegn helstu erkifjendum Arsenal í Tottenham. Það er auðvitað ekkert í hendi en maður getur rétt ímyndað sér partýið sem verið er að smíða, það eru þrjátíu og fimm fokkings ár síðan stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað Englandsmeistaratitli án þess að á þeim fögnuði væru nokkrar bremsur og guð minn góður hvað það verður málið þegar þetta er formlega komið.

Kampavínið í kæli og Egils Gull í ísskápinn, þetta gæti gerst um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


MP3: Þáttur 518

7 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Vinaleg ábending. Þú skrifar Liverpool sé með 89 stig eftir sigurinn gegn Leicester um helgina.

    1
  2. Leyfum þessu að setjast í rólegheitunum:

    Enginn, enginn, enginn pöndit sem stóru miðlarnir ræddu við, spáði því að Liverpool yrði ofar en þriðja sæti. Ástæðan var augljós. Nýr þjálfari hjá liðinu en um leið, enginn nýr byrjunarliðsmaður kom úr sumarglugganum. Úrvinda leikmenn eftir síðasta tímabil voru ekki líklegir til að læra inn á nýtt kerfi hvað þá að vinna deildina.

    Og hvað þá að rústa deildinni!

    Þetta tímabil sem sumir hafa reynt að tala niður er sennilega eitt það magnaðasta í sögu PL í ljósi fáheyrðra yfirburða Liverpool. Liðið getur náð 94 stigum sem er með því allra hæsta sem fengist hefur.

    3
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn Einar og Maggi. Það er öllum ljóst sem hafa eitthvað annað en bein milli eyrnanna að þetta tímabil Liverpool er magnað. Ef tekst að vinna eða gera jafntefli við Spurs á sunnudaginn er liðið orðið meistari, eitthvað sem enginn spáði í vor. Hvar menn ætla að fagna saman er spurning sem Svavar og KingKenny spyrja. Ég veit það ekki en Mini Garðurinn hefur verið heimavöllur í Reykjavík í vetur – er ekki svo enn?

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

Leave a Reply to Elijah640 Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 1 – 0 Leicester (Skýrsla uppfærð)