Liðið til að klára þetta

Alisson Becker er að sjálfsögðu í markinu, beautiful bastard
Trent Alexander-Arnold kemur aftur í liðið á kostnað Bradley sem er smávægilega meiddur. Hann sér það vonandi í dag að það er sturlun að yfirgefa Liverpool
Van Dijk er fyrirliðið Liverpool, þvílíkur fokkings fyrirliði
Konate er með honum í vörninni
Andy Robbo er aftur kominn á sinn stað í varnarlínunni
Gravenberch er í sexunni sem var mesta áhyggjuefnið fyrir tímabilið, hversu óþarfar voru þær áhyggjur? Áttum bara bestu sex í boltanum
Szoboszlai er á miðjunn og ætlar að skora eitt í dag
MacAllister er líka á miðjunni, okkar besti miðjumaður það sem af er þessu ári.
Gakpo er á vinstri vængnum
Diaz er í níunni með Jota og Nunez á bekknum
Mo fokkings Salah er svo auðvitað á sínum stað, besti leikmaðurinn í deildinni.

Bekkur: Kelleher, Quansah, Tsimikas, Endo, Jones, Elliott, Chiesa, Jota, Nunez

Spurs gera átta breytingar fyrir þennan leik en við þurfum auðvitað að treysta á að okkar menn geri sitt. Það er allt klárt fyrir rosalegt partý!

44 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Geggjuð mynd ! Mér líður eins og okkar menn verði í stuði og taka þetta 4-0 taka á móti nr 20 með stæl

  2. Liðið hefur ekki beint verið að spila skemmtilegan bolta á þessu ári. En menn hljóta að vilja skrifa sig á spjöld sögunnar og í minningar okkar stuðningsmanna. Nú er tækifærið og Salah verður að skora. (Held hann verði með augun á markinu) Væri gaman að fá þrjú fjögur mörk en ekki hægt að gera þá kröfu á liðið. Væri persónulega til í að sjá Diaz skora lika.

    3-0 Salah, Diaz, van Dijk

    KOMA SVO!!!

    6
  3. Liverpool liðið er búið að vera frábært á árinu og spila skemmtilegan bolta.
    Svakalega er maður spenntur fyrir þessum leik.

    5
  4. Óþarfa horn og hörmungar varnarvinna…..er þá ekki bara fínt að ræsa vélina
    YNWA

    1
  5. Góóóðan og rauauauaðan daaaaginn!!!

    MacAllister! Argentískur þrumufleygur!

    Hversu magnaður er þessi leikmaður?

    8
  6. Glæsilegt magn og glæsilegt fagn! 3-1.

    Leikplan fyrir andstæðingana: Það er ekki gott að skora snemma gegn Liverpool!

    4
  7. Mac búinn að vera frábær en sóknin ban eitruð líka maður búinn að sakna svona ákefð í smá tíma!
    Frábært svar við markinu sem við fengum a okkur í byrjun.

    7
  8. Alexis Mac Allister, sá er búinn að puða! Og það stóð skrifað utaná Gakpo að hann ætlaði sér að skora. Frábær fyrri hálfleikur.

    6
  9. Miðjan að blómstra í leiknum Macca, Gravenberch og Szoboszlai geggjaðir. En sóknin mætti alveg hæt að spila eins og miðja …. þ.e skjóta á markið!

    3
  10. Ég er bara ánægður Real Madrid sé ekki að bjóða í Gravenberch. Þvílíkt tímabil hjá þeim dreng. Frábær í dag.

    3
  11. Þarf ekki að setja upp miða með númerum fyrir framan teiginn hjá Tottenham?

    Hver er næstur?

    1
  12. Æ, leiðinlegar skiptingar. Hefði viljað sjá Elliot og Chiesa.

    Jota og Kurteisi Jónas….æ

    2
  13. Til að vinna ekki þann 20. í dag þarf Liverpoolað fá 5 mörk á sig á 20+ mín. … gegn engu.

    (Jinx dauðans er ekki að fara að gerast með þessu innleggi.)

    Þetta er komið krakkar!!!

    1

Leave a Reply to Spáll Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Spurs (fyrri hluti)

Liverpool – Tottenham 5-1 – LIVERPOOL ER ENSKUR MEISTARI 2024/25!!