Frimpong á leið í læknisskoðun og Kerkez næstur?

Liverpool virðist ætla að byrja leikmannagluggann með látum í sumar og er félagið sterklega orðað við tvo eldfljóta bakverði. Frimpong hægri bakvörður Leverkusen er sagður á leið í læknisskoðun í dag ef hún er þá ekki nú þegar búin, tímabilið er búið í Þýskalandi og Liverpool er að virkja klásúlu í samningi hans. Það er því um að gera að klára þetta fyrir sumarfrí og fá hann strax frá fyrsta degi undirbúningstimabilsins. Þetta er einn fljótasti leikmaður þýska boltans og mikill karakter utan vallar.

Fabrizio Romano fígúran heldur því svo fram í dag að Liverpool sé núna komið í beint samband við Bournemooth og Milos Kerkez um að fá hann líka. Það er vinstri bakvörður sem einnig er mjög fljótur og góður bæði varnarlega og sóknarlega. Richard Hughes keypti hann til Bournemouth í fyrra og hann er auðvitað liðsfélagi Szoboszlai í Ungverska landsliðinu.

Verði þetta að veruleika er það verulega sannfærandi og spennandi byrjun á sumarglugganum. Næst væri þá bara að vona að Florian Wirtz verði líka á innkaupalistanum…

8 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir félagar

    Þetta er það sem maður var að vona að LFC færi á fullu inn í gluggann og leysti helstu leikmannamálin sem fyrst. Þessir tveir sem Einar nefnir hér eru að mínu skapi og svo er að klára Konate samninginn út eða inn. Svo er spurning um Rayan Cherki sem virðist vera álitlegur biti. Ég hefi ekki trú á að A.Isak komi því Newcastle vill ekki selja hann og þeir eiga nóga peninga án þess. Ég veit ekki með Konate sem er mjög góður leikmaður en ef hausinn á honum er kominn í eitthvað R.Madrid rugl er best að láta hann fara.

    En að öðru. Vita einhverjir eitthvað um 115 þúsund afbrot M.City. Hvernig er það mál statt og á hverju má eiga von. Þeir virðast ætla að verða virkir á leikmanna markaðinum hvað sem tautar. Eðlilegt væri að mínu mati að dæma þá niður um nokkrar deildir – væri til í að sjá þá í utnadeildarboltanum. Pep var fúll eftir bikartapið og það virðist ekki vera mikil stemming hjá City liðinu. Gott mál.

    Það er nú þannig

    YNWA

    14
  2. 2 eldfljótir og gríðarlega spennandi bakverðir að detta inn sem er mjög flott uppfærsla á núverandi bakvörðum sem hafa þjónað klúbbnum vel í langan tíma.
    Vonandi mun Robertson sætta sig við að berjast við Kerkez (Ef hann kemur) því ég vil alls ekki missa hann frá félaginu, selja Tsimikas og hafa þá Andy og Kerkez að berjast um þessa stöðu.
    Hægra megin þá Bradley og Frimpong og þá erum við í toppmálum með þessar 2 mikilvægu stöður næstu árin vonandi.
    Ég vil svo sjá þá setja pressu á Konate, annað hvort skrifar hann undir samning áður en hann fer í sumarfrí eða hann fer beint á sölulistann.

    12
  3. Milos Kerkez er mjög spennandi kostur. Vona innilega hann verði keyptur. Hef ekki séð mikið til Frimpong og Florian Wirtz. Hefur ekkert verið rætt um hvort Alonso “taki með sér” leikmenn til Madrid?

    Konate er ekki ómissandi en hann átti mjög gott tímabil og ég held hann sé nokkuð vinsæll meðal okkar stuðningsmanna. Væri frábært að framlengja.

    En þetta er spennandi byrjun á glugga þó ekkert sé komið í hús nema staðfesting á að Trent yfirgefi klúbbinn..

    7
  4. Kapallinn að byrja. Cunha frá Wolves til United og þá fer væntanlega Elliott frá okkur til Úlfanna.

    2
    • Myndi samt frekar vilja sjá Elliott fara í sterkara lið, með fullri virðingu fyrir Úlfunum. T.d. Newcastle.

  5. Virkilega spennandi sumar verður að segjast þetta er að gerast hratt núna hjá okkar mönnum virkilega ánægður að fá Frimpong og Kerkez ef og þegar þetta verður staðfest.

    Sammála Red hér fyrir ofan Tsmikas er alltaf að fara ef Kerkez kemur inn hann og Robbo já takk þarna erum við að tala saman.

    Erum við að fara fá fleiri inn ? þetta er allavega spennandi.

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Brighton úti í næst síðasta leik tímabilsins

Liðið gegn Brighton – leikþráður