Hafnað boði í Luis Diaz

Það er ekki mikið að frétta af leikmannamálum Liverpool en skv. fréttum nú í morgun hafnaði Liverpool tilboði FC Bayern í Luis Diaz og segja hann ekki til sölu. Sama svar og Barca fékk fyrr í sumar.

Nú er bara spurning hvort það sé vegna þess að Barca á ekki pening og Bayern er eitt nískasta Elítu liðið eða vegna þess að Diaz er bara alls ekki til sölu í sumar. Hann er auðvitað á besta aldri og á frekar hagstæðum samningi frá sjónarhóli Liverpool, en hvort það sé hægt að halda honum sáttum áfram á þeim samningi og neita á sama tíma að selja hann til risaliða er póker sem fróðlegt verður að fylgjast með.

12 comments

  1. 28 ára gamall og á 2 ár eftir á samning.
    Frábær leikmaður en það er spurning hvort það væri sterkur leikur að selja hann í dag ef það kemur topp peningur í kassann.
    Væri best ef hann myndi bara samþykkja nýjan 3-4 ára samning því það er glatað að lenda í að þessir leikmenn fari á seinasta ár samnings, samanber Trent og núna Konate.

    Ég held samt að Liverpool séu ekkert að drífa sig í að selja hann akkurat núna en búast samt við stærra tilboði þegar lengra líður á sumarið þegar þessi lið verða meira desparate.
    Gakpo og Wirtz geta spilað sömu stöðu og Diaz þannig að við erum í toppstöðu.

    5
    1. Vill ekki selja. Hann er key player og sala á honum myndi veikja liðið. Hann var semi late bloomer og er að toppa núna og gæti átt frábær 3-4 ár og þeim er best dvalið hjá lfc. Henda í 100k launahækkun og 4 ára díl. Allir sáttir.

      6
  2. Sælir félagar
    tt
    Ekki að selja Diaz nema fyrir metfé sem Barca mun aldrei borga fyrir hann. Hækka launin hans og halda honum. Nú er það klárt að Quansah er farinn en með endurkaupa ákvæði sem er gott þar sem ég hef alltaf haft mikla trú á þessum strák og er viss um að hann mun verða keyptur til baka. Þar með er nokkuð víst að Marc Guéhi sé á leiðinni held ég. Konate þarf að hugsa sinn gang því þarna verður alvöru samkeppni frá leikmanni sem hefur reynslu og getu til að skáka honum. En sjáum til hvað gerist.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  3. Hef velt þessu fyrir mér í sumar þar sem þessi orðrómur hefur verið á flugi. Mín niðurstaða er að Liverpool á halda Diaz, hann er bara skemmtilegur leikmaður. Og hann á pottþett meira inni. Markið gegn Argentínu um daginn sannfærði mig endanlega. Ég vil sjá Diaz lyfta öðrum deildarbikar með Liverpool.

    5
  4. Samkvæmt Diaz sjálfum þá er hann bara sáttur, sæll og glaður hjá Liverpool og tilbúinn spila fyrir besta liðið út samninginn, ef svo er þá er ég mikið sáttur sömuleiðis!

    Verður spennandi að sjá hvað gerist frekar í leikmannamálum núna í júlí!

    4
    1. bæði og

      Sagt er að Diaz vilji hressilega launahækkun enda er hann undirborgaður og sagður fá sirka 60.000 pund á viku ásamt bónusum.

      Diaz er á besta aldri og skiljanlega vill hann þéna meira.

      Sagt er að helst vilji hann nýjan samning við LFC, að öðrum kosti vera seldur því hann gæti auðveldlega þrefaldað launin sín.

      Liverpool virðist á annarri skoðun, vilja hvorki semja við hann né selja.

      Ekki viss um að Diaz sé sæll og glaður með það.

      5
  5. Held að hrokagikkirnir í Bayern séu bara súrir út í Liverpool fyrir kaupin á Wirtz og reyna að stela einum tilbaka frá Liv. Held mikið upp á Diazinn og vil alls ekki að hann fari neytt, hann, Gakpo og Salah er þeir sem hafa haldið markaskoruninni uppi í vetur og virka vel saman. Liverpool ætti að bjóða honum nýjan samning og fá sem mest út úr þessum leikmanni.

    4
  6. Það eru líka á flugi sögur núna um að Marc Guehi kaupin séu ekki örugg. Quansah farinn og Konaté pirraður. Miðvarða-vesen í uppsiglingu? Plús það að nú eru öll pláss fyrir utanaðkomandi leikmenn orðin full – og bara hægt að bæta við “homegrown” nema einhverjir “útlendingar” seljist á næstunni.

    1
  7. Aðrir miðlar segja að Diaz sé með 55 þús pund á viku ? Mikill munur á hvað sagt er !

    2
  8. Það var að detta inn á erlenda miðla að Diogo Jota hafi látist í bílslysi í nótt. Þetta eru hræðilegar fréttir.

  9. Alveg skelfilegar fréttir, blessuð sé minning Diogo Jota. Við sem hér skrifum og aðrir stuðningsmenn Liverpool munum aldrei gleyma honum og hans framlagi fyrir liðið okkar ástkæra.

    4

Uppfærsla á síðunni

Diogo Jota látinn