Seinni leikur dagsins gegn Athletic

Það er ögn sterkara lið sem mætir út á völlinn núna kl. 19 í seinni æfingaleik dagsins, en svona stillir Slot upp á eftir:

Mamardashvili

Frimpong – Konate – Endo – Kerkez

Grav – Szoboszlai

Salah – Wirtz – Gakpo

Ekitike

Bekkur: Pesci, Nallo, Morrison, Davidson, Wright, Chiesa

Þeir Alisson, van Dijk, Gomez og Bradley eru allir frá af ýmsum orsökum: persónuleg mál heima fyrir hjá Alisson (líklega aðgerð sem konan hans þurfti að fara í), veikindi hjá VVD, og Gomez og Bradley eru að glíma við smávægileg meiðsli, sem þó gætu orðið til þess að þeir tveir síðastnefndu nái ekki góðgerðarskildinum næsta sunnudag gegn Palace. Gott að vera með breiðan hóp til að höndla slíkt.

Skýrslan verður væntanlega uppfærð í lok dags með úrslitum, aldrei seinna en í fyrramálið, max annað kvöld. Alveg örugglega komið á miðvikudag-fimmtudag í allra síðasta lagi. Geirneglt að þetta verður komið í lok vikunnar, aldrei seinna en í næstu viku.


Uppfært: leik lokið með 3-2 sigri okkar manna. Nokkuð sanngjarnt en andstæðingurinn klárlega sterkari í kvöld en fyrr í dag. Sóknarlínan okkar hefði reyndar alveg mátt skora fleiri mörk, vonum að þetta sé bara forsmekkurinn að því sem koma skal. Samvinnan hjá Wirtz og Salah hefur alla burði til að verða ógnvænleg fyrir andstæðingana, Frimpong var að koma með mikla orku inn í leikinn, og já spáið í hvernig Mac Allister á svo eftir að koma inn í þessa jöfnu! En það má alveg æfa betur varnarvinnuna í föstum leikatriðum.

Næst: góðgerðarskjöldurinn á sunnudag eftir viku.

15 comments

  1. Mér finnst sóknarleikurinn algjör unun að horfa á. Florian Wirtz virðist alltaf ná að koma með 100% nákvæma sendingu, oft í fyrstu snertingu og svo eru Frimpong og Kerkez þvílík orkubúnt. Og svo þarf ekkert að tala um sendingarnar hjá Salah, orkunaní Szobo og svo framvegis. Ekitike lofar líka massagóðu og á eftir að komast í enn betri takt.

    3
  2. “His name is Rio and he dances on the pitch”
    (með lagi Duran Duran)

    ‘nuf said…

    2
  3. Sælir félagar

    Ég er nú ekki eins hrifin af frammistöðu Wirtz og aðrir hér. Hann byrjaði vel og var mjög góður fyrsta korterið eða svo. Eftir það fjaraði undan honum verulega, sendingar of lausar og hittu ekki á samherja, hlaupin hæg og fyrirsjáanleg og frammistaðan frekar slök. Sobo var langbesti maður vallarins og Salah, Gagpo og Marmarinn fínir en aðrir fanst mér á pari. Frimpong hefur gríðarlegan hraða og þegar hann fer að hafa vald á boltanum þá verður hann óviðráðanlegur. Kerkes fínn fyrst og fremst varnarlega og Ekitike flottur. Liðið virðist vera að smella saman ogg þegar það er búið að ná fullri samhæfingu stenst því ekkert lið snúning. Sem sagt gott 😉

    Þa’ er nú þannig

    YNWA

    1
    1. Sammála þér með Wirtz, ég átti einhvern veginn vona á meira frá honum, Sobo langbesti leikmaður okkar og flestir hinna nokkuð góðir.

      1
    2. Það búast margir við að þessir nýju leikmenn munu blómstra frá fyrsta degi.

      Þó að væntingarnar í garð Wirtz séu miklar þá verður að hafa í huga að hann er jafnaldri Elliott og væntanlega 2 til 4 ár í að hann toppi sem knattspyrnumaður.

      Svipað má segja um Ekitike.

  4. Gott lið sem við eigum, Endo dettur úr byrjunarliðinu þegar Van Dijk mætir og eins fer Alisson aftur í markið en hver af miðjumönnunum víkur fyrir Mac Allister því ég reikna með að hann verði í okkar sterkasta byrjunarliðinu, Sobo, Gravenberch og Wirtz byrjuð í seinni leiknum í dag og ég hef ekki trú á að Slot setji Wirtz eða Gravenberch á bekkinn þá er bara Sobo eftir og hann var okkar besti maður í dag að mínu viti.
    Eins rennir maður nokkuð blint í sjóinn með hvaða bakverðir byrji í næsta leik.
    Það verður hausverkur fyrir Slot að velja byrjunarliðiðið fyrir næsta leik.
    Eitt er víst að liðið er ógnarsterkt eins og það er og samt eigum við líklega eftir að kaupa miðvörð og framherja úr efstu hillu eins og sagt er.
    YNWA

  5. Og ég hef það á tilfinningunni að Rio hinn ungi eigi eftir að stela vinstri vængstöðunni af Gakpo. Er það vitleysa í mér?

    2
    1. Efast um að hann steli stöðunni í vetur. En hann gæti alveg verið á bekk og fengið mínútur hér og þar. Svo veit maður aldrei hvað gerist eftir einhver ár. Kannski verður hann orðin byrjunarliðsmaður eftir 2-3 ár?

    2. Gakpo var virkilega flottur í dag, þrenna frá honum þó að 1 hafi reyndar farið í rangt mark en hann á eftir að verða góður í vetur og þá held ég að Slot muni alveg treysta Rio fyrir mínutum hér og þar.
      Liðið verður ógnarsterkt þó það eigi nokkrir eftir að fara burt og þar af leiðandi 2 sem skoruðu í dag, Elliot og Nunez, vonandi koma þá inn Isak og Guehi.

  6. Mér fannst WIRTZ magnaður, vá, og Frimpong,Kerkes og Ekitike, svo þessi gutti RIO, vá. Spennandi tímabil framundan.

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri leikur dagsins gegn Athletic