Leoni í læknisskoðun í dag

Það virðist vera orðið ljóst að Giovanni Leoni verði orðinn leikmaður Liverpool á næstu dögum eða jafnvel klukkustundum. Helstu pennar tala um að hann fljúgi til Merseyside í dag – eða sé jafnvel kominn þangað? – og fari í læknisskoðun í dag.

Þetta er klárlega einn mest spennandi ungi miðvörðurinn í Evrópu í dag, er aðeins 18 ára en verður 19 ára í lok árs. Verandi þetta ungur þá mun hann ekki verða hluti af “Non-homegrown” hóp Liverpool, það gerist ekki fyrr en leikmenn eru orðnir 21 árs, og þegar hann verður 21 árs þá verður hann búinn að vera hjá félaginu í 3 ár (nánar tiltekið: þriðja tímabilið hans hjá félaginu mun hefjast áður en hann verður 21 árs) og mun því teljast “uppalinn” þegar að því kemur.

Það er talað um að kaupverðið séu einhverjar 26 milljónir punda, sem er bara ansi góður díll. Þetta er n.b. lægri upphæð en fékkst fyrir Quansah fyrr í sumar.

Þessi kaup koma sjálfsagt of seint fyrir Bournemouth leikinn, enda eru þetta klárlega kaup fyrir framtíðina.

4 comments

  1. Ætli Chiesa fari þá nokkuð, verður hjá okkur í vetur til að hjálpa Leoni að koma sér fyrir. Ég væri mjög sáttur við það, Chiesa er flottur leikmaður þótt hann hafi átt erfitt uppdráttar hjá okkur.

    2
  2. ,Sælir félagar

    Það er afar ánægjulegt að Liverpool hafi krækt í þennan strák sem talinn er einn sá efnilegasti í boltanum í sinni stöðu. Hins vegar finnst mér ganga hægt með Gauja (kalla hann það í höfuðið á einum MU vini mínum) frá Palace. Það getur varla verið að skilji að nema ein til tvær millur og hvað er það í stóra samhenginu. Ef við svo að lokum náum Alexander Isak fyrir gluggalok þá er þessi gluggi uppá uþb 9.5 Hann væri uppá 10 ef það væri hægt en til ná 10 þyrfti allt að vera hnökralaust og kaupum og sölum lokið fyrir fyrsta leik 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  3. Meðan ég man þá ætla ég að birta spá mína fyrir 8 efstu. þar liggur áhugi minn en mér er nokk sama hverjir falla o.s.frv.

    1. Liverpool
    2. Man. City
    3. Chelsea
    4, Arsenal
    5. Tottenham
    6 Newcastle
    7. A. Villa
    8. Man.United

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Spá kop.is – fyrri hluti

Liverpool – Bournemouth