Alberto Aquilani.

Undanfarna daga hefur umræðan á netinu alfarið snúist um brotthvarf Xabi Alonso. Vel má vera að þegar þessi pistill birtist hafi verið gengið frá sölu hans til Real Madrid. Minna hefur farið fyrir pælingum um hver eigi að leysa hann af hólmi, en þó hafa á síðustu dögum reglulega dúkkað upp fregnir af því að verið sé að semja um kaup á þessum ágæta dreng, Alberto Aquilani.

Umræddur Alberto er fæddur 7.júlí 1984 og er því nýorðinn 25 ára gamall. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er undir smásjá enskra liða, árið 2001 voru bæði Arsenal og Chelsea á höttunum á eftir honum, þá 17 ára gömlum, buðu honum stóra samninga hvort um sig. Drengurinn var hinsvegar gallharður Roma-aðdáandi og ákvað að taka þeirra tilboði um atvinnusamning. Allt frá árinu 2001 hefur nafn hans oft dúkkað upp á Emirates og Arsene Wenger hefur haft mikinn áhuga á að ná honum til Lundúna, spurðist síðast opinberlega fyrir um hann vorið 2007 og margar slúðurfregnir bárust í janúar síðastliðnum um fyrirhuguð kaup Arsenal á honum.

Hann lék fyrsta leik sinn fyrir Roma í lokaleik tímabilsins 2002 – 2003 undir stjórn Fabio Capello, en leiktímabilið eftir var hann lánaður til Treviso í Serie B þar sem hann lék nærri alla leiki liðsins. Haustið 2004 hófst svo ferill hans sem lykilmaður í liði Rómverjanna, sem hann hefur svo haldið síðan. Þó hefur hann átt í töluverðum vandræðum með meiðsli frá um áramótin 2005 – 2006 og hefur síðan þá leikið aðeins rúmlega þriðjung leikja liðsins. Fyrst brotnaði hann í desember 2006, slæm vöðvatognun tók af honum mikinn hluta tímabilsins 2007 – 2008 og síðastliðið leiktímabil varð hann fyrir erfiðum ökklameiðslum sem urðu til þess að hann náði ekki mörgum leikjum. Á Ítalíu hefur hann leikið 143 leiki og skorað 13 mörk.

Strákurinn lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2006 og á fast sæti í landsliðshópi Ítala ávallt þegar líkaminn leyfir honum það. Hann var í EM 2008 hópi Ítala og lék tvo síðustu leiki þeirra. Í dag hefur hann leikið 11 landsleiki og skorað 2 mörk.

Þegar maður les lýsingar um leikstíl hans, eða ræðir við þá sem hafa fylgst með honum eru líkindi hans og Alonso mikil. Verulega góður sendingamaður sem skorað hefur svakaleg mörk, mikil yfirsýn á vellinum, jafngóður í stuttum sendingum og löngum. Ákaflega öflugur sóknarlega sem miðjumaður, en ekki mikill takklari og þarf að hafa öflugan varnarmann með sér á miðjunni. Tveir starfandi knattspyrnuþjálfarar á Íslandi sem ég hef rætt við telja hann verða verulega góð kaup fyrir liðið, eru þar sammála gömlum Roma-snillling, Guiseppe Giannini.

Hausverkurinn er svo sá að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við AS Roma í vor en virðast nú vera tilbúnir að selja hann, nokkuð sem umboðsmaður hans hefur ekki tekið vel í, flestar fregnir af málinu berast af fundum milli liðanna, en umboðsmaður hans vill lítið gefa út á málið allt. Meiðslasaga hans er ekki góð og auðvitað er maður eilítið hræddur við það að ekki hafa margir Ítalir náð árangri í Englandi, en við skulum ekki gleyma því að fyrir Ravanelli og Taibi getum við líka kíkt á Vialli og Zola.

Þarna virðist á ferðinni afar hæfileikaríkur leikmaður sem gæti vissulega leyst okkar ástkæra Xabi Alonso af hólmi, þ.e. ef af kaupum verður.

Myndin með greininni kemur frá WordPress

14 Comments

  1. Ef hann helst heill er hann að minnsta kosti í sama klassa og Xabi Alonso, en það er stórt ef!. Og ég er bæði stuðningsmaður Roma og Liverpool.

  2. Kaupa Pirlo fyrir helmingi minna! Lýst ekkert á meiðslasögu hans og hann er risa EF í hæfileikum á Englandi.

  3. Já, reynslumeiri leikmaður, lítil sem enginn meiðsla saga og miklu betri, kostar líka miklu minna

  4. en reynslumeiri leikmaður er alveg jafn mikið EF á Englandi. Það eru fullt af reynslumiklum leikmönnum sem hafa alls ekki meikað það t.d. Veron, Morientes, Riedle.

  5. kostar Pirlo miklu minna? Sagt að Chelsea verði að borga 20m til að fá hann til sín

  6. Ég las nú 8.millur á nokkrum miðlum. Auðvitað eru undantekningar Bjammi. Það er ekki hægt að rífast um einhvað sem enginn veit. Hvort þessi og þessi meiki það á Englandi. En hef bara miklu meiri trú á Pirlo. Og það er mín skoðun

  7. Látum Rafa bara sjá um þetta. Hvort eð er orðið rugl og vitleysa sem rugla mann bara, td var ég lengi að fatta hvað þetta E F væri (erlendur fótboltamaður eða hvað”#$#””##$$). 🙂

  8. Líst vel á Aquilani, en held að það myndi taka töluverðan tíma fyrir hann að stimpla sig inn í liðið. Er einnig Roma maður og væri vel til í að sjá De Rossi í Liverpool ef útí það er farið.

    En ef við erum að fara að fá c. 30m punda fyrir Alonso þá eigum við ekki að hika við að eyða sama pening í nýjan starting XI liðsmann. Þannig ef ef Alonso fer, sem ég þó vona ekki, þá vil ég a.m.k. sjá heimsklassaleikmann inn í staðinn. Ekki eitthvað Ronaldo/Owen swap 😉

  9. Get ekki sagt að ég sé að deyja úr spenningi yfir þessum gæja en hver veit. Miðað við hans meiðsla sögu þá ætti Benitez ekki að kaupa hann ! En hann veit líka kannski eitthvað meira en ég og við allir. Eini maðurinn sem ég myndi vilja sjá taka við af Alonso er Cambiassio. Það varð eitthvað smá slúður um það en afhverju það er ekki meira í umræðunni skil ég ekki. Líklegast vegna þess að það er enginn að skoða þann möguleika. Hann er leikmaður sem er með einstaka sendingartækni og er duglegur að dreifa spilinu. Klárlega rétti maðurinn í verkið og myndi strax smella með Masche þar sem þeir þekkja hvorn annan fullkomlega enda hjartað í Argentíska landsliðinu !

  10. http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_5473593,00.html

    Hvernig líst ykkur á þennan ?

    Sky Sports News understands Liverpool are closing in on the signing of Juventus midfielder Christian Poulsen.

    Juve are open to the sale of the Denmark international and a number of sides have been linked with an interest in his services.

    Premier League duo Fulham and Everton are among those clubs said to be admirers of the 29-year-old.

    But it is believed that Rafa Benitez’s Liverpool are in pole position to secure Poulsen’s signature.

    It is speculated that the Reds’ move for Poulsen could be linked with Xabi Alonso’s uncertain future, amid interest from Real Madrid.

  11. Ég sá þennan dreng spila á heimsmeistaramóti U-18 ára landsliða í Portúgal sem Ítalir unnu, fyrir nokkrum árum. Þar fór hann á kostum. Ég sá hann m.a. taka 2 aukaspyrnur í úrslitaleiknum á svipuðum stað á vellinum. Ca. 5 m fyrir utan teig (nokkuð langt til vinstri miðað við teiginn séð að marki). Önnur endaði í slánni við fjærstöng svona 30 cm frá samskeytunum og hin hafði nákvæmlega sömu stefnu nema endaði örlítið neðar og þar með inni í markinu! Ég hreifst mjög af hæfileikunum sem hann hafði og var viss um að þessi myndi ná langt. Það væri gaman að sjá hvernig hann höndlar ensku.

  12. Held að þessi leikmaður yrði góður kostur (ef hann helst heill) hef séð hann spila bæði í sjóvarpi og live og hann er bara einfaldlega þrusu góður… Hvort hann yrði eins og Alonso, það er bara einn alonso og ef hann er farin þá þíðir ekkert að vera velta sép upp úr því… væri til í að fá þennana leikman og Defure frá Standard Lige… og við erum góðir…

2 Pings & Trackbacks

  1. Pingback:

  2. Pingback:

Slúður og annars konar bull

Búið að taka boði í Alonso