Leikur í kvöld og smá hugleiðingar (Uppfært)

Já, það styttist í að tímabilið hefjist fyrir alvöru. Leikur við Lyn í Noregi eftir tæpa tvo tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Players í Kópavogi fyrir þá sem ekki vilja missa af honum. Það er helst að frétta varðandi leikmannahópinn að þeir El Zhar, Agger, Skrtel og Reina eru allir á Melwood að jafna sig af meiðslum, mis alvarlegum þó. Vonandi nota menn þennan leik við Lyn til þess að efla aðeins sjálfstraustið og ná að spila sig saman. Að sjálfsögðu er enginn Xabi í hópnum, enda mun hann ekki verða þar næstu árin og líklega klæðist kappinn aldrei aftur hinni fögru rauðu treyju.

Ég hef einmitt verið að velta mér upp úr möguleikum liðsins á titlinum í ár í kjölfar brottfarar Xabi. Rafa staðfesti það algjörlega í dag að það mun verða keyptur leikmaður fyrir hann og það lítur allt út fyrir að það verði Aquilani frá Roma, standist hann læknisskoðun. Við höfum þó aðeins notað helminginn af innkomunni fyrir Xabi í hann, þannig að ég er algjörlega viss um að við eigum eftir að sjá 2 nýja leikmenn fyrir byrjun tímabilsins. Ég viðurkenni það fúslega að ég er spenntari núna en ég hef verið nokkru sinni í þessum leikmannaglugga. Við fengum topp verð fyrir Xabi og nú er bara að versla vel.

Aðeins Chelsea af toppliðunum 4 hefur ekki verið að veikja sig í sumar. Þeir hafa bætt við sig einum manni sem þeir hafa keypt (tek ekki þennan varamarkvörð með í jöfnuna) í Zhirkov og svo eru þeir Andriy Shevchenko og Pizzaro komnir tilbaka úr útláni. Ég býst þó við hvorugum þeirra síðarnefndu með liðinu í vetur. Vandi Chelsea er að liðið er orðið ári eldra og það er bara að verða þrælgamalt. Þeir fá aftur Joe Cole úr meiðslum og Essien var einnig mikið frá á síðasta tímabili. Ég reikna því með Chelsea liðinu feykilega sterku í ár og þeir eiga eftir að berjast hart um titilinn.

Man.Utd hafa að mínu mati veikst gríðarlega mikið. Þeir þurfa að finna þessi 102 mörk sem Ronaldo og Tevez hafa verið að skila þeim síðustu 2 tímabilin. Í stað þeirra tveggja koma þeir Owen, Valencia og Obertan. Ég er nokkuð viss um að hvaða maður í veröldinni sem er (fyrir utan einstaka staurblinda stuðningsmenn Man.Utd) myndi telja þessi skipti sem gríðarlega mikla veikingu á liðinu. 50 mörk að meðaltali á tímabili eru ekki týnd niður úr trjánum, svo mikið er víst. En það sem ég tel veikja Man.Utd liðið mest er það hversu svaðalega Ronaldo var mikilvægur þegar kom að því að kála þessum litlu liðum. Hann virkaði sem hreint sláturhús gegn staurfótunum í botnliðunum, þó svo að hann hafi oft týnst í stórleikjunum.

Arsenal er svo bara Elín út af fyrir sig. Ég er ekki klár á því hvað þeir eru að bryðja hreinlega. Margir hverjir reikna þeir með því að liðið sitt komi til með að berjast um titilinn, og það með lið hefur veikst hvað mest af öllum liðunum á toppnum. Ég yrði hreinlega ekki hissa þótt 1-2 lið myndu sparka Nöllunum út úr Meistaradeildarsæti. Adebayor var svaðalegur tímabilið sem þeir voru mjög sterkir, en svo datt hann niður og Arsenal voru bara drullu slakir þegar mörkin hans þornuðu upp. Hann mun ekki bæta það upp núna, nema fyrir Man.City. Svo seldu þeir líka einn af sínum reynslumestu mönnum úr vörninni og keyptu nánast óþekktan Belga í staðinn (hef ekki hitt nokkurn Arsenal mann sem vissi hver hann var fyrir þetta sumar). Þetta á sem sagt að skila þeim í baráttu um titilinn? Maður veit jú aldrei, það geta gerst furðulegir hlutir í fótbolta, en persónulega finnst mér lið eins og Aston Villa, Man.City og Tottenham vera komin með sterkari og betri leikmannahópa en Arsenal (þó að einhverjar meiðslahrúgur eigi að geta spilað einhverjar vikur á tímabilinu).

Titilbarátta okkar byggist upp á því að við náum að fylla þetta skarð sem Xabi skilur eftir sig, takist það vel, þá eigum við fullan séns á titlinum. Torres og Gerrard voru talsvert meiddir á síðasta tímabili, en samt vorum við í baráttunni nánast til enda. Við erum komnir með geysilega öfluguna og sóknarþenkjandi hægri bakvörð, þannig að…Rafa stattu þig í að kaupa þessa 2 menn í viðbót og við gætum bara verið game on.

Ég spái hörkutímabili þar sem Chelsea, Man.Utd og Liverpool munu berjast til enda. Gaman gaman.

Uppfært:

Liverpool FC búið að staðfesta að komist hefur verið að samkomulagi við Roma um kaupin á Alberto Aquilani. Heimildir herma að kaupverðið sé 15 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla leikstjórnanda. Hlutirnir gerast hratt á eyrinni. Hann á þó eftir að gangast í gegnum læknisskoðun, þannig að við bíðum með að staðfesta hann endanlega. Rafa virðist vel sáttur með að fá hann:

“Alberto is a very good player and I’m delighted we’ve reached agreement with Roma for his transfer. He will travel to Merseyside later this week for a medical. Alberto has a winning mentality and great experience in both Serie A and the Champions League. He has long been recognised as a top class talent in Italy, captaining his country at both Under 19 and Under 21 levels before establishing himself in the senior national side.”

35 Comments

  1. Sammála ansi mörgu þarna.

    Lykilatriði hvernig við eyðum peningunum fyrir Xabi og fleiri alvöru leikmenn fari ekki frá Anfield!

  2. Já, greinilega enginn Parry lengur í þessum leikmannakaups málum. Rafa fljótur að klára þennan díl sem mér líst btw. mjög vel á.

  3. Einn punktur sem mér finnst gleymast í þessari umræðu um hvort liðin hafi veikts eða komi sterkari til leiks varðandi okkar lið, en það er að ef allt er eðlilegt þá eigum við líka að eiga helling inni með Gerrard og Torres sem voru frekar mikið frá vegna meiðsla í fyrra.
    Vissulega hefur hvarf Xabi sitt að segja og mikið veltur á arftaka hans, en eins og bent er á í pistlinum að þá hafa Man U misst mikið þegar Ronaldo og Tevez eru ekki lengur innanborðs og það þarf mikið að falla með Owen til þess að hann haldist heill lengi og komist á gott ról, annars er hann sífellt frá í 2-3 vikur og kemst ekki í gang.

  4. nákvæmlega, farið hefur fé betra 🙂

    Sky Sports talar um ,,price is thought to be in the region of £20million” þannig að það ætti að vera til peningur í kassanum fyrir 1-2 leikmönnum í viðbót til að styrkja hópinn. Jæja farinn á youtube að skoða klippur af nýja leikmanninum

  5. Já, kom einmitt inn á þetta með Gerrard og Torres í pistlinum Bjammi.

    Varðandi kaupverðið, þá er erfitt að segja á þessari stundu, en mér skilst það sé í kringum 15 milljónir punda og svo einhverjar árangurstengdar greiðslur. Við ættum allavega að eiga 15 milljónir punda eftir af Xabi Alonso dílnum ef árangurstengdu greiðslurnar núlla hverja aðra út.

  6. Mér sýnist á byrjunarliðinu í kvöld að general prufan fyrir stóru strákanna verði á laugardaginn gegn Atletico Madrid. Veit einhver hvort Agger og Skrtel verði klárir fyrir þann leik eða fyrsta leik í deild á móti Spurs ?

    The Liverpool XI in full is: Cavalieri, Johnson, Dossena, Kelly, San Jose, Babel, Kuyt, Spearing, Lucas, Ngog, Voronin. Subs: Gulacsi, Plessis, Ayala, Degen, Gerrard, Torres, Riera, Benayoun, Mascherano, Insua, Carragher.

  7. Það er bara allt á fullu, snöggir að ganga frá þessu. Vona innilega að Aquilani standi sig og verði laus við meiðladrauginnn.

  8. Hann hefur verið 5 tímabil í aðalliði Roma. Á þessum 5 tímabilum hefur hann mest náð að spila 29 leiki í deild, en það var á hans fyrsta tímabili. Það eru 38 leikir í deildinni þarna ef mig misminnir ekki. Síðustu 3 tímabil hefur hann spilað 13, 21 og 14 deildarleiki per season. Einnig er hann meiddur núna.

    Ég er ekkert alltof viss að hann komist í gegnum læknisskoðun en ef hann gerir það þá býð ég hann velkominn. Hann lítur þokkalega út á youtube.

    Annars hefði ég nú miklu frekar verið til í félaga hans De Rossi sem er maður sem hefur ekki spilað færri en 30 leiki í deild síðustu 5 season og er einhver mesti nagli sem ég man eftir.

  9. Sorry Steinn.
    Ég las fljótt yfir umjöllunina yfir okkar lið of fór svo að lesa um andstæðingana:)
    gerist ekki aftur

  10. Já hann er béskotans meiðslapjakkur. En EF hann heldur sér heilum og EF hann verður fljótur að venjast gríðarlega háu tempói á Englandi þá er þetta klassa díll. En aðeins tímin mun leiða það í ljós.

  11. addorri, bid thurfum ekki nagla, heldur soknarsinnadan midjumann sem aquilani er. Er anaegdur med tessi kaup, svo framarlega sem hann helst heill!!!

  12. Hvernig ber maður fram nafnið á þessum gæja, er það “akjúlaní”.???

  13. sama spurning og hjá tomma #16… er búinn a’ vera í vandræðum þegar ég tala um hann…

  14. Siggi, De Rossi er með fleiri mörk per leik en Aquilani. Hann er bara nagli í þokkabót.

  15. Bara að benda á að Arsenal hafa mikið verið orðaðir við Aquilani en þeim þótti verðmiðinn of hár.

    Wenger metur hann því sem teknískan og verðugan byrjunarliðsleikmann. Við erum þannig að kaupa mann sem við verðum öfundaðir af, af okkar andstæðingum.

    Nú er bara spurning hvaða 1-2 fjölhæfa sóknarmenn Benitez kaupir. Maður les að Scum Utd séu búnir að bjóða 25m punda í David Silva. Verði þeim af því, held að hann henti hreinlega ekki í ensku deildina. Spurning um Ashley Young/Abonglahor ásamt því að treysta á Babel og kaupa líka einhvern stóran og sterkan Target-Striker með reynslu og líkamlega burði. Ruud Van Nistelrooy perhaps?! 🙂

  16. væri mjög til í að fá Ashley Young á kantinn ef það væri mögulegt. Kæmi með John Barnes stílinn í þetta.

  17. Einhvern tímann auglýsti maður hér eftir að Liverpool keypti fleiri leikmenn úr austur-Evrópu. Líkamlega sterka og agaða skrokka sem eru tilbúnir frá byrjun í enska boltann. Okkur vantar Target-Striker til að dæla boltum á (plan b) gegn litlu liðunum sem koma á Anfield til að pakka 10 manns í vörn.
    Þessi leikmaður Pavel Progrebnyak úr Zenit.Petersburg hefði verið ansi góð kaup á 5m punda.
    http://community.footballpools.com/blog/2009/08/05/pavel-pogrebynak-why-did-liverpool-spurs-or-arsenal-not-sign-the-bargain-4m-russian-hitman/

  18. voronin búinn að koma okkur yfir, frábær undirbúningur babel. glen johnson virkar mjög vel á mig, frábær leikur hjá honum.

  19. Sammála, Glen Johnson er mjög solid. Voronin að eiga mjög góðan leik finnst mér. Spurning hvort hann getur ekki leyst stöðu sóknarsækins miðjumanns, virðist hafa gott auga fyrir spilinu.

  20. Fínn fyrri hálfleikur, en auðvitað eru Lyn-ararnir í eilitlum leikmannavanda.

    Ljóst að okkar maður á í samkeppni um markmannsstöðuna hjá þeim, en vonandi sjáum við hann í seinni hálfleiiknum.

    Glen Johnson og Voronin fínir, en áfram heldur Ryan Babel að sýna það að hann ætlar sér stóra hluti í vetur! Velkominn karlinn….

  21. Aquilani virkar nokkuð öflugur ef eitthvað er að marka þessar youtube klippur. Virðist vera fínn skotmaður bæði með vinstri og hægri og átti þarna nokkur góð hlaup inn í teig andstæðinganna. Vona bara að hann haldist heill og þá ætti hann að geta skilað kannski 8-10 mörkum per season. Tékkiði líka á sendingunni sem hann gefur á Mancini held ég, Ronaldo hvað segi ég nú bara! Ég skal éta hattinn minn… og já bara hattana ykkar allra ef hann fær sama númer hjá Liverpool og hann hefði hjá Roma… Nr.8 😉

  22. Riise var líka frábær á Youtube á videoinu sem Roma aðdáendur gerðu um hann úr klippum frá Liverpool leikjum. Ég get örugglega orðið mjög góður á youtube, en ég vissulega vonast til þess að þessi drengur sleppi við meiðsli.

  23. Sammála Bjamma, það geta allir orðið youtube stjörnur! Ég gleðst yfir því að Benitez vilji styrkja hópinn meira og ætli að nota peningana sem
    Alonso fór fyrir til þess að gera það, þurfum 1 – 2 í viðbót og þá erum við komnir á danspallinn… Hinsvegar skrifar Kristján Atli að Man Utd hafi veikst verulega mikið sem ég er sammála að mörgu leyti, hafa skal samt í huga að það er ekki búið að loka glugganum og þori ég að veðja 2 líffærum úr mér að Ferguson kaupir 1 – 2 góða í viðbót um leið og glugginn fer að loka, þetta er sálfræði hjá honum sem lætur okkur alla hér halda að Untied verði ekki næstum því eins sterkir og í fyrra og svo kemur rothöggið 31.ágúst rétt fyrir miðnætti! En segi það sama og Bjammi, vona að Aquilani verði laus við meiðsli því ég held að þetta sé toppleikmaður á ferð.

Búið að taka boði í Alonso

Klárt!