Æðislegt alveg hreint

Stevie G meiddur og hefur þurft að draga sig út úr enska landsliðshópnum. Jákvætt að því leiti að hann þarf ekki að spila þennan gjörsamlega tilgangslausa leik, en afar neikvætt að því leiti að deildin er rétt í þann mund að hefjast og við þurfum svo sannarlega ekki á meiri meiðslavandræðum að halda.

Annars poppar nú þetta landsliðskjaftæði enn og aftur upp. Hvaða kvartvita dettur það í hug að skella á landsleikjadögum núna rétt fyrir upphaf deildarkeppna í þessum helstu deildum Evrópu? Flestir þessara leikja eru æfingaleikir. Þetta er alltaf sama rausið í manni, en maður hristir engu að síður alltaf jafn mikið hausinn yfir þessari fádæma vitleysu. Nú er maður bara með krosslagða fingur um að menn eins og Torres komist heilir heim úr þessari törn.

61 Comments

  1. Er Rafa ekki bara að hlífa Stevie svo hann verði öflugri í fyrsta leik í deild?
    Held að þetta sé alls ekki alvarlegt…

  2. shit… eins gott að þetta sé ekki alvarlegt, er alveg hætt að lítast að hvernig þetta verður í m
    byrjun tímbils: Agger, skrtel,Aurlio, gerrra janvel carra meiddir, torres og Reina ekki búnir að vera frábærir á undirbúningstímabilinu (eins og næstum allt liverpooll liðið) en maður verður bara að trúa og vona að þetta fari allt vel:)
    ynwa

  3. Luis Garcia að fara til Racing Santander. WTF, var ekki einhver æskudraumur og blablabla að enda ferilinn með Atletico?
    Hefði heldur betur viljað halda honum lengur.

  4. Það er pottþétt verið að púlla “Eið Smára” varðandi þessi meiðsl 🙂
    Annars verð ég að segja að þessi leikur gegn Tottenham leggst ekki vel í mig.
    Vonum það besta 🙂

  5. Hvernig væri að henda upp einni færslu um kop.is keppni í fantasy? Kannski einum þræði í viðbót þar sem lesendur fá að giska á lokastöðuna í deildinni í maí og sjá hversu viturt fólk á þessari síðu er í raun og veru 🙂

    5 dagar í Liverpool leikinn, can´t wait!

  6. LFC ætti að skella fram tilboði í Eið, við gætum væntanlega fengið hann ódýrt og þetta er maður sem væri góður við hliðina á Torres.

  7. Þetta eru örugglega smávægilega meiðsli hjá Stebba Ger þannig að þeir tóku ekki sénsinn með hann. Fyrirliðinn okkar verður klár fyrir Tottenham leikinn. Ég er búinn að vera hafa áhyggjur líka síðustu vikurnar en ég held að Liverpool slái á allar sögusagnir um helgina og vinni Tottenham annað hvort 1-2 eða 1-3, vittu til :0)
    Höfum trú félagar, dettum ekki í myrkrið strax

    • Kannski einum þræði í viðbót þar sem lesendur fá að giska á lokastöðuna í deildinni í maí og sjá hversu viturt fólk á þessari síðu er í raun og veru

    Maggi riggar þessu upp í vikunni.

  8. Verð að segja að ég er sammála Lawrenson, sem gerist ekki oft :-/ Við fengum í staðin fyrir Alonso, leikmann sem er meiddur í einhverja mánuði, og síðan vitum við ekkert hvernig hann fittar inn í liðið loksins þegar hann verður leikfær. Vörnin er ekki upp á marga fiska eins og stendur, og það lítur út fyrir að einhverjir kjúklingar verði með þar á móti Tottenham, ekki hefur mér litist vel á þá ungu miðverði sem við höfum úr að moða þar.

    Ég vona svo innilega að ég sé bara of svartsýnn, og hafi rangt fyrir mér.

  9. Eitt er allavega víst, það hefur ekki ennþá verið keyptur þessi auka “matchwinner” sem Rafa talaði um eftir síðasta tímabil. Við höfum hins vegar minni breydd núna heldur en áður, sem er líka eitthvað sem Rafa talaði um að laga fyrir komandi tímabil. En ég held því statt og stöðugt fram að fyrir helgi verður komið eitthvað surprice nafn í leikmannahóp Liverpool.

  10. Djöfull leggst þetta allt saman illa í mig, ég man hreinlega ekik hvenær ég las jákvæða frétt tengda Liverpool.
    Áfram Liverpool YNWA.

  11. Rafa sagði í viðtali eftir kaupinn á Glen Johnson (man ekki heimildina) að það væru til peningar fyrir öðrum toppleikmanni. Það var áður en hann seldi Xabi en söluverð hans og annarra leikmanna hefur leitt til þess að Liverpool hefur HAGNAST um rúmar 3 milljónir evra á leikmannakaupum og sölum í sumar (http://www.transfermarkt.de/de/wettbewerb/GB1/premierleague/transfers/transferuebersicht.html). Samkvæmt því eiga að vera til peningar til leikmannakaupa. Því kæmi ekki á óvart að nýir leikmenn kæmu fljótlega en Rafa hefur alltaf sagt að hann vilji rétta menn, ekki endilega þá dýrustu. Spennandi og óþolandi bið fram að lokum leikmannagluggans:-)

  12. Fjandans tímabilið er ekki byrjað og strax komið landsleikjahlé! 🙁

  13. Óli B.: hvernig getum við verið með minni breidd, annars staðar en í miðvörðum, þegar við seljum bakvörð og kaupum annan í staðinn og sama á við um miðjuna, og svo fáum við Voronin aftur til að vera backup fyrir Torres.

    Síðan eru ungu strákarnir orðnir árinu eldri og fara einhverjir að fá meiri sénsa, geri alveg ráð fyrir því að Kelly byrji með Carra gegn Tottenham.

  14. @18 Gummi

    🙂 Landsleikjahlé… Ekki þarf að gera hlé á EPL amk þar sem hún er ekki byrjuð. Annars eru þessu landsleikjahlé alveg sérdeilis leiðinleg þegar fjörið er byrjað. Réttast að banna landsleiki 🙂

  15. Elisha_Scott (áreiðanlegur penni á ynwa.tv, veit i 95% skipta sitt mál enda vinur gerrards)
    Elisha_Scott
    Posts: 171
    Joined: 24-June 04
    View Member Profile
    Sorry, couldn’t resist. He will be Ok for Sunday, just precaution

  16. Skyldi þetta verða tímabil meiðsla hjá okkar mönnum, vonandi ekki, en það lítur svo sannarlega ekki vel út korteri fyrir mót. Besta mál að Gerrard fór ekki með í þennan bull landsleik, alveg óskiljanlegt að þetta skuli sett á núna. Ég er það mikill púlari að ég trúi stöðugt að Liverpool séu að fara gera góða hluti, ég hef þá trú að ungir leikmenn eigi eftir að fá séns á þessu tímabili og þeir eiga eftir að gera góða hluti… Eitthvað segir mér að varnarleikur okkar eigi eftir að vera mjög góður og miðjan og framlínan svipuð og á síðast atímabili ef ekki betri. Við fáum færri mörk á okkur á þessu tímabili og skorum meira og endum sem meistarara….

    Áfram Livepool…

  17. Elías Már: Frá áramótum erum við búnir að missa Pennant, Hyypia, Alonso, Arbeloa, Leto, Hobbs og flr. kjúklinga sem ég man ekki nöfnin á í augnablikinu. Í staðinn (eins og staðan er í dag) erum við búnir að kaupa Glen Johnson og fá Voronin aftur úr láni. Ég tel Aquilani ekki með þar sem hann er meiddur næstu mánuði og nýtist okkur því minna en dauð fluga, þetta leyfist mér að kalla minni breidd.

  18. Er þetta rétt að Aquilani er meiddur? Að borga 4 milljarða fyrir bilað sjónvarpstæki er bara rugl hverjum myndi detta það í hug? Ef þetta er rétt vonandi getur hann eitthvað!!! Annars er þetta verstu kaup allra tima!

  19. það er magnað með þessar dúkkur sem eru alltaf meiddar…jafnvel núna þegar ekkert hefur verið leikið í 2 mánuði. þetta er algjört kjaftæði þessu endalausu meiðsl leikmanna. Tommy Járnkarl Smith var aldrei meiddur…King Kenny var aldrei meiddur..Rush var aldrei meiddur…..allavega ekki í minningunni.

  20. Halldór; Ekki þessa neikvæðni, sjúkrateymið hjá liðinu hefur augljóslega farið MJÖG vel yfir ástandið á Aquilani og metið það svo að hann myndi ná sér fullkomlega, annars hefði maðurinn ekki verið keyptur. Ég stór efast um að klúbburinn hefði tekið 20 milljón punda séns ef það hefði legið fyrir að hann væri handónýtur.

    Við skulum nú anda rólega og sjá hvað verður og dæma þessi kaup í lok tímabilsins. Þá mun það liggja fyrir hvort þessi kaup hafi hjálpað okkur eitthvað.

  21. Óli B. hversu marga leiki spiluðu Hobbs og Leto fyrir okkur síðustu 2 árin? Hvernig getur þú í ósköpunum talað um þá í því samhengi að breiddin sé að minnka? Pennant lék heila 3 leiki fyrir okkur á síðasta tímabili. Þannig að breiddin hefur eingöngu minnkað þegar kemur að miðvörðunum þar sem við misstum miðvörðinn sem var sá fjórði í röðinni og ekki útséð með hvort hans sæti verði ekki fyllt.

  22. Óli B: Pennant, Leto og Hobbs voru allir í láni í fyrra og því getur sá missir tæplega talist minnkun á breiddinni. Arbeloa skipti við Johnson og Alonso skipti við Aquilani. Rafa virðist vera að reyna að næla sér í miðvörð í staðinn fyrir Hyypia. Þess utan er Voronin kominn til baka úr láni og kjúklingarnir (Spearing, Darby, Nemeth, Kelly og Pacheco) orðnir árinu eldri og því vonandi betri. Ég get því ekki tekið undir það með þér að breiddin minnki milli ára. En það breytir þó ekki því að ég vil breikka framlínuna aðeins. Fá einn öflugan framliggjandi mann, annaðhvort framherja eða kantmann.

  23. 21 Kiddi

    Þá andar maður léttar, þessi Elisha Scott á víst að vera vinur Gerrard og hefur sannað trúverðugleika sinn í fjölmörg skipti, hvort sem um ræðir byrjunarlið eða kaup/sölur.

    Anda léttar =)

  24. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að breiddin hefur ekki AUKIST í hópnum. Ég er ekkert að tala um að breiddin sé minni en hún var en hún hefur ekki aukist eins og Rafa talaði um að þyrfti!

  25. Myndi segja að hún væri hreinlega á pari miðað við síðasta tímabil, reyndar aðeins meiri ef eitthvað er því menn eins og Insúa eru orðnir fastir aðalliðsmenn og nokkrir úr varaliðinu því til viðbótar farnir að banka fastar á dyrnar. Hún er allavega klárlega ekki minni með því að fá Voronin tilbaka.

  26. Hvernig nákvæmlega er staðan á Skrtel og Agger? Það var auðvitað ekki fyrirséð þegar Hyypia var leyft að fara að þeir yrðu báðir meiddir á sama tíma. Held að undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vera nóg að vera með 3 haffsenta af þessu kaliberi.

  27. Jájá, ok. Breiddin er orðin miklu meiri og betri heldur en í fyrra og allt er frábært og nú þurfum við bara að bíða fram í maí til að lyfta dollunni! Sáttir?

  28. Engin neikvæðni, bara greining á stöðunni. Breiddin held ég að sé svipuð og í fyrra. Það að missa Alonso verður þó að teljast töluverð blóðtaka fyrir liðið, miðað við hvernig hann spilaði á síðustu leiktíð. Aquilani lítur vissulega vel út þegar búið er að klippa saman hans bestu móment á myndbandi, en spurningin er hversu hratt hann smellur inn í liðið, sérstaklega nýuppstiginn úr meiðslum. Málið er líka að hann er frá næstu 4-8 vikur, og á þeim tíma verðum við búnir að spila nokkra deildarleiki, sem við verðum að vinna.

    Í fjarveru Aquilanis getum við fært Gerrard niður á miðjuna, en þá fórnum við þessu Torres-Gerrard samstarfi frammi, sem bjó til mikið af mörkum síðustu leiktíð. Ég held að Voronin geti komið sterkur inn, hann hefur sýnt að hann getur átt góða spretti, en hef áhyggjur af “consistency” í hans leik. Mascherano þarf einhvern sem getur dreift spilinu með sér á miðjunni. Kannski verður þetta tímabilið hans Lucasar, hver veit. Við eigum alltaf Benayoun sem getur vel spilað með Torres ef við færum Gerrard niður.

    Það væri óskandi að við fengjum eitt stórt “creative” nafn inn í liðið, en það er líklegra að Rafa kaupi varnarmann. Þyrftum einn góðan í viðbót fram sem getur opnað varnir sem koma á Anfield til að sækja jafntefli. Ef ekki þá er ég engu að síður bjartsýnn, eigum ágæta leikmenn eins og Babel sem eiga fullt inni.

    Djöfull er ég að verða spenntur fyrir að þetta byrji allt saman! 🙂

  29. Ég er sammála, er ekki bjartsýnn á byrjunina. ENN United var með sýna verstu byrjun í fyrra! Ég skil ekki þessa tölu hjá öllum um 20 milljón punda fyrir Aquilani. Hann var keyptur á 20 milljónir EVRA sem eru 17 m punda, sem hækka með árangri Liverpool og fjölda leikja. Okkur vantar sárlega match winner.

  30. Var enhver að tala um að breiddin væri orðin miklu meiri og betri en í fyrra Óli? Held að það sé enginn á því, en það er samt óþarfi að mála skrattann á vegginn og reyna að láta hlutina líta út verr en þeir eru með því að nota eitthvað sem er fjarri veruleikanum til að styðja sitt mál (sbr. Hobbs og Leto). Held það sé enginn að segja það að það sé bara formsatriði að klára þessa deild, þetta verður mjög erfið barátta í vetur á milli þriggja liða (að mínu mati). Eins og dæmið lítur út núna þá tel ég að liðið hafi veikst á miðjunni með brotthvarfi Alonso, en styrkst í stöðu hægri bakvarðar. Mér finnst við hafa meiri breidd fram á við með komu Voronin tilbaka og svo er ég með þá von í brjósti að Babel kallinn fari nú að nýta óumdeilda hæfileika sína og fari að stíga upp.

  31. Ég tek að vissu leiti undir með Óla að breiddin sé minni nú í upphafi móts en hún var í fyrir síðasta tímabil. Liverpool er búið að missa tvo mikilvæga hlekki úr vörninni þá Hyypia og Arbeloa. En í staðin hefur komið Johnson sem er bæting á hægri bakvarðarstöðunni. En á eftir að bæta stöðu Hyypia þar sem ungu leikmennirnir eins og Kelly eru ljósárum frá því að vera í sama gæðaflokki og gamli. Varðandi miðjuna þá fór Alonso og í staðinn kom hæfileikaríkur meiddur leikmaður sem ekki verður tilbúinn í baráttuna fyrr en eftir 4-8 vikur. Þar erum við að veikjast síðan í upphafi síðasta tímabils. Auk þess sem erfitt er að ráða í hve hratt Aquilani aðlagast liðinu og lífinu í borginni. Að lokum finnst mér við veikari sóknarlega í upphafi móts en í fyrra. Fyrir ári síðan höfðum við 20 milljón punda Robbie Keane í hópnum, hann er að mínu mati mun betri leikmaður en Voronin.

    Þannig að heilt yfir þá lítur út fyrir að Liverpool sé ekki með jafnsterkan hóp og í byrjun síðasta tímabils en mánuðurinn er ekki úti og eflaust verða keyptir leikmenn eða leikmaður.

    Krizzi

  32. SSteinn lestu það sem ég skrifaði. Það var öllum ljóst og Rafa sjálfur tók undir það að breiddin væri ekki nógu mikil í hópnum eftir síðasta tímabil og bæta þurfti við ÞÁVERANDI hóp í það minnsta tveimur mönnum sem gætu gengið beint inn í liðið. Er ég að fara með fleipur hér? Og hvað hefur gerst síðan þá? Misstum Alonso, Aquilani í staðinn, misstum Arbeloa og fengum Johnson í staðinn, misstum Hyypia og fengum Voronin til baka úr láni. Er ég að fara með rangt mál? Þetta með Leto og Hobbs var kannski frekar út úr kú en það breytir ekki punktinum í mínu commenti, það vantar ennþá þessa 2 sem áttu að geta gengið beint inn í liðið, leit að fjórða miðverði coverar það ekki.

  33. En ég nenni samt ekki að fara í eitthvað rifrildi hérna, ég skil þína skoðun og virði hana, ég er bara ekki alveg sammála henni. Ég vona að þú getir fundið í þér að virða mína skoðun, hvort sem þér líkar hún eður ei.

  34. nei strákar mínir,ekki haldiði í alvöru að voronin muni gera einhverjar rósir í vetur?c´mon,mér finnst hann svooo lélegur.ég er nú reyndar ekki mikill aðdáandi lucas heldur en er ready í að gefa honum séns fyrst miðjumannastaðan er svona og ég vona að hann standi sig.En ekki voronin,nei takk

  35. Já já, öll dýrin í skóginum eru vinir 🙂 Ég er alveg sammála þér að mér finnst okkur vanta meiri breidd, alveg klárt mál. Ég vonast ennþá eftir einum framsæknum miðjumanni/sóknarmanni til viðbótar við hópinn. Þá færi ég að verða nokkuð sáttur. Það er klárt í mínum huga að Liverpool liðið er ekki sterkara en það var fyrir ári síðan, en pointið mitt er eiginlega að breiddin er svipuð/sú sama og í fyrra en hefði átt að aukast.

  36. Það má líka koma Rafa til varnar með því að benda á að,hver bjóst við að Real Madrid og Man C myndu sprengja upp Leikmannamarkaðinn með fáránlegum verðum ? L´Pool er bara kominn með það breiðan og sterkan hóp að við þurfum topp klassa leikmenn til að styrkja liðið.Það er ekki nóg að kaupa bara einhvern.Síðan skulum við nú ekki alveg afskrifa Voronin hann var að gera góða hluti í Þýsku deildinni.Meira segja Scum utd hefur haldið að sér höndum á leikmannamarkaði þrátt fyrir að hafa misst sinn langbesta mann.Við myndum nú segja eitthvað ef að Torres eða SG hefðu farið og Rafa hefði fengið Owen,Valencia og einhvern miðlungs Frakka í staðinn !!! Hvað hefur Chelsea Keypt ? Þó að það sé alltaf gaman þegar að nýjir leikmenn eru signaðir þá verða það að vera topp leikmenn og Rafa hefur t.a.m Keypt besta bakvörð Englands og þann sem var valinn besti hægri bakvörður PL í fyrra og svo einn efnilegasta miðjumann Ítalíu.

  37. Skil ekki þessa neikvæðni gagnvart Aguilani. Gæjinn er heill, hann er bara ekki í neinu leikformi og er að koma til baka eftir uppskurð á ökkla. Í SÍÐUSTU VIKU var sagt 4-8 vikur sem þýðir 3-7 vikur í dag. Þetta þýðir líka drengir að gæjinn gæti alveg eins verið klár eftir 3 vikur. Þetta var bara svona “ball park” ágiskun hjá sjúkraþjálfarateyminu okkar. Hann verður aldrei lengur frá en í 8 vikur og gæti þess vegna verið farinn að spila eftir 3 vikur, hver veit. Hann á hinsvegar eftir að sanna sig og ég býð spenntur eftir að sjá pilt í rauðri Liverpool treyju. Þeir sem eiga eftir að stíga upp á þessari leiktíð og spila frábærlega eru Lucas, Riera, Babel, Johnson og Benayoun. Þeir eru reynslunni ríkari núna og vita hvað þeir þurfa að gera til að landa dollu. 1-2 eða 1-3 fyrir Liverpool á sunnudaginn, segi það og skrifa
    Forza Liverpool

  38. 42# Rósi, ég held að allir hafi búist því þessi lið myndu sprengja upp allt verð samanber tilboð Man City í Kaka í jan og það að Perez vibbaskítur vann forseta kosningar Real Madrid. Þetta átti öllum mönnum að vera ljóst og það hefði verið fáfræði að búast við öðru.

    • Benitez greinilega byrjaður að kenna Aquilani leikkerfin

    Og hann skilur ekki bofs í þeim…
    Vó

  39. Er vísu sammála að breiddin er ekki jafn góð og í fyrra en ekki finnst mér það muna miklu í þeim málum, en hvernig er það eru menn bara sáttir að alonso sé seldur og við fáum einhvern ítala sem fáir hafa heyrt um áður?

    vísu held ég að hann verði góður er hann er heill, en ég hélt alltaf ef alonso væri seldur þá myndum við sjá einhver miðjumann og svo fljótlega einhver á við silva eða álíka góðan…draumurinn núna er Distin,silva og Aquiliani. verð mjög sár ef við missum einn besta leikmann okkar og fáum bara aquiliani sem er bara óskrifað blað…

    hvað finnst mönnum um að missa alonso á 30millls og kaupa bara aquiliani á 17milljónir?

  40. Aquilani talar góða ensku. Hann er ekki óskrifað blað. Arsene Wenger hafði mikinn áhuga á að kaupa hann til Arsenal í fyrra enda teknískur og hraður leikmaður sem myndi smellpassa í þeirra lið.

    Við fengum hann.

  41. Ég er sammála manninum að austan, var einmitt mjög hissa þegar ég las að Negredo væri við það að ganga til liðs við Hull því hann yrði flottur hjá okkur sem backup fyrir Torres, allavega mun betri en Ngog.

  42. Kuyt kominn með tvö mörk gegn Englendingum, ætli Kátur fullkomni bara ekki þrennuna fyrst hann er byrjaður á þessu

  43. úbbs… smá mis það var víst ekki Kátur sem skoraði annað mark Hollendinga

  44. Sælir félagar
    Spáin fyrir helgina: Tottenham 1 – Liverpool 4.

    Það er nú þannig

    YNWA

Michael Turner

Draumaliðsleikur – kop.is