Smá bið

Smá bið mun verða á niðurtalningunni hjá Magga, hún mun þó detta inn um helgina eða fljótlega eftir helgi.

Í fréttum er það helst að Stevie G er sagður mjög tæpur á að ná leiknum á sunnudaginn. Skrtel og Carragher eru þó sagðir verða klárir í slaginn, það er allavega alveg ljóst með Skrtel.

Það bendir einnig fátt til þess að það séu að koma fleiri leikmenn til liðsins. Maður heldur þó ennþá í vonina og ég er ennþá á því að við séum einum sóknarþenkjandi leikmanni (þá er ég að tala um klassa leikmann) frá því að vera algjörlega sáttir við hópinn. Ég myndi hreinlega næla í Sol Campbell á 1 árs samning til að covera sem 4 miðvörður, en ég tel reyndar litlar líkur á því að hann myndi sætta sig við slíkt.

21 Comments

  1. En var Campbell ekki arfaslakur á síðasta tímabili? Er ekki bara betra að kasta Kelly í laugina og athuga hvort hann verði étinn af hákörlunum.
    Ég er Distin, Tuncay og Kranjcar frá því að vera sáttur við hópinn því hann er of þunnur. Væri svosem alveg til í að skipta Tuncay og Kranjcar fyrir eitt stk David Silva á heildsöluverði.

  2. Já campbell virkaði mjög hægur og slakur á síðasta tímabili (fannst mér). En ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér af hverju Tuncay sé ekki farinn frá M.Borough?? En allavega hlakka ég mikið til að sjá leikinn á sunnudaginn. YNWA

  3. Maður er farin að sætta sif við það að það komi sennilega ekki fleiri leikmenn þetta sumarið þó maður haldi vissulega enn í vonina. Maður hélt að við ættum slatta af pening í kassanum eftir söluna á Alonso en svo virðist ekki vera. Það eru allir á því og 99% Benitez líka að við þurfum einn miðvörð og eins og steini segir einn sókndjarfan í viðbót en það er svo mikið sem ekki einn leikmaður orðaður við okkur þessa dagana. Sennilega bara ekki til peningar. Er alveg viss um það að ef Benitez væri með gullkistu við hliðina á sér væri hann búin að kaupa 2 klassa leikmenn í viðbót.

    En við verðum bara að vera bjartsýnir og vona að þetta lið eins og það er muni verða gríðarlega sterkt í vetur og helst aðeins sterkara en í fyrra sem er svo sem alveg möguleiki en þá þarf allt að ganga upp.

    Byrjum á að landa 3 stigum á sunnudaginn og lítum svo jákvæðum augum á framhaldið.

  4. Ef Gerrard er ekki klár þá er miðjan ansi slöpp eða hvað? Hvaða niðurtalning á að vera klár um helgina eða EFTIR helgi?

  5. Varðandi leikmenn þá er Benitez nú ekkert að senda út fréttatilkynningu um þá leikmenn sem hann er í viðræðum við, getur heilmargt verið í gangi þó fjölmiðlar hafi ekki grænan Guðmund Bergsson um það.

    Tuncay hljómar ágætlega fyrir það hlutverk sem okkur vantar leikmann í og ég efa að hann sé of dýr.

  6. Já ég held einmitt að ef við hefðum “gullkistu” hjá Liverpool værum við orðaðir við allt og alla! En það mundi ekki segja neitt meira um hvern (ef einhvern) við keyptum…
    En eins og staðan er býst enginn við því að við höfum pening í fleirri kaup og því erum við ekki orðaðir við neinn!
    En það segir heldur ekkert um hvort að af einhverjum kaupum verður fyrir lok gluggans..

  7. Alveg fæ ég grænar af þessari Tuncay umræðu. Sorry, en ég vil bara ekki fá þann mann til Liverpool… hann hefur aldrei heillað mig.

    Að sjálfsögðu vil ég sjá okkur auka breiddina aðeins meira, svo ekki sé talað um að styrkja liðið, en Tuncay er allavega ekki ofarlega á blaði hjá mér….

    Insjallah..Carl Berg

  8. Stefán, ertu með tengil á það? Hef hvergi rekist á þetta, væri flott ef satt er.

    Myndirnar af Skrtel á lfc.tv eru magnaðar, hann myndi vafalaust fá hlutverk í næstu Terminator mynd ef hann hefði áhuga.

  9. Einhverjar sérstakar ástæður fyrir því Carl Berg? Tuncay er hörkuleikmaður og fæst örugglega ódýrt. Sammála efsta kommentinu. Distin, Tuncay og Kranjcar og við erum í góðum málum.

  10. Einhverjar sérstakar ástæður.. hmm… ég hef líklega bara ekki sama álit á þeim leikmanni og þú. Mér finnst ekki jafn mikið til hans koma. Ég hef ekki sömu trú á honum og sumir aðrir. Mig langar bara ekki að fá hann til Liverpool….

    Carl Berg

  11. Bíddu, af hverju ætti Sol Campbell ekki að sætta sig við 1 árs samning? Maðurinn er 35 ára. Er hann ekki samningslaus? Ég held að hann verði bara mjög sáttur við 1 árs samnings hjá toppliði Englands. Auk þess er hann bara ekki góður lengur. Við erum svona 10 árum of seinir að næla okkur í Sol Campbell.

  12. Miðað við það slúður að þeir ætli að lána hann til (stafs.)Fenerbache (skv. BBC slúðri) sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu að góma þennann góða leikmann ef ekki á að kaupa neinn annann sem getur sinnt þessari stöðu.

    Ég hef fílað hann sem leikmann og hann gæti sætt sig við að koma af bekknum (heldég) á ströngu keppnistímabili, sem squad player, hjá liði einsog Liverpool…

    Hef þó þann fyrirvara – séu til peningar fyrir Silva eða manni í hans klassa – mundi það að sjálfsögðu fróa fýsn minni miklum meir, en Tuncay getur, að mínu mati, nýst okkur vel sé hinn kosturinn ófær…

    InRafaWeTrust
    kv. Sæmund

  13. jeg vil sjá unga menn koma upp og axla ábyrgð. mér fannst spearing vera efnilegur þegar hann fékk séns á síðasta season-i og mér finnst alveg vera pláss fyrir kelly. það er langt síðan að liverpool kom upp með kjúkling og nú ættu unglingakaup rafa að fara að skila sér.
    wenger og ferguson geta alla vega alltaf notað sína ungu menn.

  14. Hvað mundi Sol Campbell taka í launapakka. Hann kostaði ekkert fyrir ákveðið lið en þeir þurftu að borga MIKIL LAUN fyrir kj kallinn. Reynum að treysta krökkunum okkar á leikskólanum Melv, þar koma litlar stjörnur sem verða að leikmönnum með leikæfingu. Skorum fleiri mörk en andstæðingurinn og vinnum leikina(fótbolti er einföld íþrótt), bara ekki spila toffy bolta(varnarbolta). Það eru 2 lið í LIVERPOLL BORG.
    Ef ég fæ ekki haust gjöf frá LIVERPOOL, þá fæ ég kannski sóknarjól í næsta glugga.

    OKKAR ER TÍMINN ER AÐ KOMA

  15. Hvers vegna ætti Sol Campbell að fá MIKIL LAUN?? Útskýra það aðeins betur. Maðurinn er hundgamall og án samnings einum degi fyrir mót. Hvaða bjáni mundi bjóða manni sem getur ekki mikið lengur og er 35 ára svona svakalega há laun?

  16. Ég vil miklu frekar gefa Kelly þetta tækifæri enda eru Carragher og Skrtel sennilega báðir klárir og líkurnar í því að það verði aftur 2 eða 3 miðverðir meiddir sennilega ekki miklar og því vildi ég frekar gefa manni eins og Kelly tækifæri, enda hvaða skilaboð væri það til þessara ungu stráka ef það væri fenginn 35 ára útbrunnin leikmaður í þeirra stað.

  17. Það er eitthvað grunnsamlegt við þetta allt saman. Það að ekki nokkur einasti leikmaður sé linkaður við okkar félag er eitthvað gruggugt! Það er sterkur Rafa fnykur af þessu máli og býst ég við bombu eftir helgi, eitt stykki David Silva eða svo!

  18. Nei hann á ekki að fá mikill laun (ég var að vitna í þegar hann flutti milli félaga í London) Ég efast um hvar hann sé í jarðarsambandi, sambandi við aldur og getu. Gott ef hann vill koma, FYRIR lítinn peninginn eða þá að nota litlu strákana til að reynslu

  19. Ég er sammála þeim sem vilja gefa Kelly sjensinn.. Yrði vel nothæfur með sér reyndari mönnum við hlið…

Spá Kop.is – sæti 14 – 20

Tottenham á morgun