Lið vikunnar

  • Hæ, ég heiti Milan og er SNILLINGUR!!

Milan Baros er eini Liverpool maðurinn, sem kemst í lið vikunnar bæði hjá Soccernet og BBC.

Ég veit ekki almennilega hvað Xabi Alonso þarf að gera til að komast í lið vikunnar, því hann var stórkostlegur í gær. En Scholes og Lampard eru í báðum liðum vikunnar.

Ég sá þá ekki spila, þannig að ég get lítið sagt um hversu góðir þeir voru. Scholes skoraði þó tvö mörk, þannig að það hefur verið erfitt að komast í liðið.

En allavegana, Milan Baros OG Harry Kewell komast [í lið vikunnar hjá Soccernet](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=319791&cc=5739). Frábært að sjá Kewell þarna inni. Það er ágætt að fólk er farið að taka eftir þeim miklu framförum, sem Kewell hefur verið að taka síðustu vikur.

Hjá [BBC er það bara hinn magnaði Milan](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/3569808.stm), sem kemst í liðið.

Já, og Michael Owen er að spá í að [æfa með Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147188041220-0952.htm) yfir hátíðirnar. Hann verður á vellinum á móti Southampton.


Talandi um Real Madrid, þá hefur þjálfari Madrid nú [viðurkennt að Morientes gæti farið í janúar](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14996852%26method=full%26siteid=50061%26headline=morientes%2dmulling%2dover%2dexit%2d%2d%2dmadrid-name_page.html). Einsog er virðast engin önnur lið en Liverpool vera orðuð við Morientes. Talið er að Liverpool sé tilbúið að borga 5 milljónir punda, en Madrid vilji 8.

3 Comments

  1. Ég sá leiki Chelsea og United á laugardaginn og Scholes væri fyrsti maður á blað hjá mér eftir helgina, yfir lið vikunnar. En Lampard gerði lítið til að komast á blað … hann skoraði eitt mark og horfði svo á Robben stúta Norwich.

    En hann leikur með Chelsea, á meðan Alonso leikur “bara” með Liverpool, og því þarf ekki að spyrja að leikslokum…

L’pool 3 – N’castle 1 (uppfært)

Liverpool búnir að bjóða í Morientes!!!