Fernando vill bara Liverpool!

Fernando Morientes hefur [tjáð yfirmönnum hjá Real Madrid að hann vilji BARA fara til Liverpool](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0100news/tm_objectid=15010070%26method=full%26siteid=50061%26page=1%26headline=anfield%2dis%2dthe%2donly%2doption-name_page.html), alls ekki til Newcastle. Telja menn að þessi ákveðni hans í að vilja fara til Liverpool muni auðvelda Liverpool að semja niður verðið á honum. Benitez er rólegur í yfirlýsingunum:

>”He is a fantastic player and I have read in the newspaper he wants to come here and would prefer to come to Liverpool. But we have a saying in Spain that you never sell the house to buy a window. You don’t spend more money than you have.”

>”They say the player has a high price so we’re still scouting the market. If it doesn’t happen we’ll see if we can find someone else to bring in.”

Þannig að þetta virðist einungis snúast um prútt á milli Real Madrid og Liverpool. Morientes vill koma og Benitez vill fá hann. Núna þurfa bara Real menn að lækka verðið. Morientes á aðeins 18 mánuði eftir af samningnum, sem skýrir af hverju menn eru að tala um svona lágar tölur.


En ætli þetta verði ekki síðasta færslan fyrir jól hér á blogginu. Ég segi bara **Gleðileg Jól** allir Liverpool stuðningsmenn. Hafið það gott um hátíðarnar.

Við Kristján munum svo koma með upphitun fyrir W.B.A leikinn annaðhvort á morgun eða annan í jólum.


Viðbót (Kristján Atli): Já ég segi bara GLEÐILEG JÓL líka og vonandi hafa allir okkar lesendur það sem best yfir hátíðarnar!

Upphitun fyrir næsta leik kemur svo inn á morgun, jóladag. 🙂

5 Comments

  1. Gleðileg jól og til hamingju með að vera púllarar!

    Einar og Kristján, takk fyrir frábæra síðu!

  2. Þakka ykkur fyrir hrósið. Við myndum eflaust ekki nenna þessu ef það væri enginn þarna úti sem ekki fengi eitthvað gagn út úr þessari síðu. :biggrin:

  3. Gleðileg jól báðir tveir og takk fyrir bestu fótboltasíðu á þessum kalda klaka.
    Jólakveðjur til allra LFC aðdáenda sem lesa þessa glæsilegu síðu. 🙂 🙂 🙂

S.G. verður kyrr, og hana nú!

W.B.A. á morgun!