W.B.A. á morgun!

Jæja … vonandi hafa allir notið sín yfir jólin, og munu vonandi gera áfram næstu dagana! Maður er í sannkölluðu hátíðarskapi og þótt maður voni að okkar menn hafi notið sín yfir jólin þá verð ég að segja að ég vona líka innilega að þeir hafi getað náð einbeitningu í dag og á morgun fyrir þennan mikilvæga deildarleik okkar.

Á morgun, annan dag jóla, er það W.B.A. sem við þurfum að heimsækja á The Hawthorns. W.B.A. komu upp úr fyrstu deildinni í ár eftir að hafa fallið niður í hana fyrir einu og hálfu ári. Þegar við mættum þeim síðast á útivelli unnum við 0-6 útisigur og Michael nokkur Owen skoraði fjögur mörk. Owen verður að sjálfsögðu fjarri góðu gamni á morgun en Milan Baros, sem skoraði hin tvö af sex mörkum okkar síðast, verður í fullu fjöri og vonandi reiðubúinn að bæta við markatölu sína gegn West Brom.

Líklegt byrjunarlið? Nú, það eru ekki miklar fréttir að hafa af leikmannamálum. Josemi verður frá í sex vikur en hann var hvort eð er ekki í liðinu í síðasta leik. Þá var Didi Hamann hvíldur í síðasta leik gegn Newcastle á Anfield og því kæmi mér ekkert á óvart ef hann kemur aftur inn í liðið á morgun.

Hins vegar þykir mér yfirgnæfandi líklegast að Rafa Benítez muni stilla upp óbreyttu liði á morgun, sem yrði þá svona:

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

García – Gerrard – Alonso – Kewell

Baros – Mellor

Auðvitað er Chris Kirkland orðinn heill og því spurning hvort hann kemur inn í markið. Held þó að Dudek haldi stöðu sinni. Og síðan verður maður að spyrja sig, ef Hamann á að koma inn í liðið, hver á þá að detta út? Auðvitað er Neil Mellor augljós kostur, en hann er búinn að skora 5 mörk í 11 leikjum fyrir okkur og skoraði í síðasta leik. Er það ekki starf framherja að skora mörk, öðru fremur? Hann er kannski ekki jafn flinkur leikmaður og Milan Baros með boltann, en það er Ruud van Nistelrooy ekki heldur. Neil Mellor skorar mörk og á meðan hann er að skora finnst mér rétt að hafa hann áfram í liðinu.

Þá virðist Milan Baros starfa betur með öðrum framherja, eins og hann sagði sjálfur eftir Newcastle-leikinn.

Að öðru leiti er ekki líklegt að breytingar verði. Núnez gæti komið inn fyrir García og eins Traoré fyrir Riise, en ég efast samt um það eftir góðan sigur í síðasta leik.

MÍN SPÁ: Ég held að við tökum þennan leik. Það verður ekki 0-6 útisigur eins og síðast en ég á fastlega von á því að við vinnum öruggan útisigur á morgun. Hvort við fáum á okkur eitt mark eða ekki veit ég varla, við höfum ekki haldið hreinu í 10 leikjum í röð núna. En við þurfum á morgun að einbeita okkur að því að skora meira en eitt mark, að mínu mati. Ég gæti séð okkur fyrir mér vinna svona 3-1 eða 4-1 sigur, og mér finnst bara yfirgnæfandi líkur á að Baros og Mellor skori báðir aftur, þar sem West Brom-vörnin hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur.

Liverpool gáfu okkur ástæðu til að brosa yfir jólin með sigri á Newcastle. Vonandi gefa þeir okkur líka ástæðu til að brosa í vinnuvikunni á milli hátíða! 🙂

Áfram Liverpool!

5 Comments

  1. Mín tilfinning er ekkert alltof björt fyrir þennan leik. Sigur er skylda, allt annað eru vonbrigði. Oft erfitt að sætta sig við að vinna ekki neðsta liðið.

    Vonandi fer útileikjadraugurinn að kveðast niður! :confused:

    Ég er á þeirri skoðun að Rafa eigi að nota Mellor núna eins mikið og kostur enda drengurinn heitur. Ef ég ætti að velja á milli Flo Po og Mellor þá væri sá síðarnefndi fyrir valinu. Einfaldlega vegna þess að hann skorar meira. Færð engin stig fyrir að sóla 10 manns og skora ekkert.

    Sinama hefði t.d. aldrei tekið skotið gegn Asnaval um daginn. Hann hefði reynt að sóla og tíminn hefði þurkkaðst út.

    Mín spá 1-1 😡

  2. Nei nei, hvaða vitleysa. Við vinnum þennan leik. Kominn tími á að við vinnum aftur 2 leiki í röð.

    Ég bara vona að Benitez haldi sig við 4-4-2. Ég er auvitað á þeirri skoðun að Flo-Po sé umtalsvert betri en Mellor, en á meðan Mellor heldur áfram að skoða þá getur maður nú ekki kvartað 🙂

  3. Ég er sammála þér Einar í því að Pongolle er miklu betri og meira alhliða leikmaður en Mellor. En á meðan Mellor er að skora væri rugl að taka hann út úr liðinu. Ímyndið ykkur ef Fagan og Dalglish hefðu tekið Ian Rush út úr liðinu á sínum tíma fyrir einhvern eins og Beardsley… báðir rosalega góðir leikmenn, en annar þeirra skoraði 430+ mörk fyrir Liverpool, hinn “aðeins” um 100.

    Fyrir mér er það munurinn á Mellor og Pongolle. Ég hef ekki mikið álit á Mellor sem knattspyrnumanni, en sem framherja sé ég hann alveg fyrir mér skora 15-20 mörk fyrir okkur í vetur ef hann fær að spila áfram fram á vorið…

  4. Ég er sammála því að Dudek muni sennilega byrja. En einhvernvegin er ég nú samt á því að Mellor muni detta út úr liðinu í dag og Hamann muni hefja leikinn. Benitez hefur stundum verið að spila með fimm manna miðju og kannski ekkert gengið neitt rosalega en ég tel að það muni verða breyting á í dag þar sem að Garcia er heill og kewll farin að spila á eðlilegri getu.
    ÞETTA VERÐA GÓÐ JÓL! 😉

  5. MÍN SPÁ: Ef við spilum 4-4-2 vinnum við 0-3 en ef við spilum eitthvað annað þá töpum við

Fernando vill bara Liverpool!

Byrjunarliðið komið