Er þetta ekki mest spennandi fyrirsögn, sem hefur komið á þessari síðu?
Allavegana, Kristján Ævarsson sendi okkur tvær skrár yfir Liverpool leiki vetrarins. Þær er hægt að nota annars vegar í Google Calendar eða iCal (og sennilega fleiri dagatals-forritum, en ég þekki það ekki nákvæmlega).
Svo verð ég að benda á þessa frétt, sem að Hjalti Þór benti á í ummælum við síðustu færslu. 13 ára norskur strákur, sem var skírður af pabba sínum (sem er víst brjálaður Liverpool aðdáandi) Robin Mikael (í höfðuðið á Robbie Fowler og Michael Owen) vill nú láta breyta nafninu sínu eftir að Michael Owen skipti yfir í Man U. Ég er ánægður með strákinn.
Þetta sýnir eflaust að það getur verið vafasamt að skýra börnin sín í höfuðið á leikmönnum. Ásgeir vinur minn lofaði mér að skýra sinn fyrsta strák Stefán Ferdinand, en ég veit ekki hvort að þessi frétt dragi úr honum kjarkinn.
Strákurinn er 13 ára, er þá ekki hæpið að hann sé skírður eftir Michael Owen, sem lék sinn fyrsta aðalliðsleik í maí 1997? Nema pabbinn hafi verið svona rosalega framsýnn. Þetta er a.m.k. grunsamlegt samkvæmt mínum reikningum.
Og ef hann er skírður í höfuðið á Robert Bernard Fowler, af hverju heitir hann þá Robin?
Takk fyrir Dagatals sendinguna, þægilegt að þurfa ekki að pikka þetta inn 🙂
Ég stóð nú í stappi í marga mánuði við frúna sem vildi ekki leyfa mér að gefa syni okkar nafnið ” Stefán Geirharður” í höfuðið á Steven Gerrard. Mig minnir að ég hafi skrifað pistil á liverpool.is fyrir einhverjum árum, um þá reynslu mína, og sagði farir mínar víst ekki sléttar.
Ég hef ákveðið að eignast ekki fleiri syni, aðallega af því að það er svo fjandi erfitt að íslenska ” Fernando Torres” , svo það skiljist. Ekki færi ég að nefna drenginn Friðrik Trausti, og halda því fram að það sé í höfuðið á sóknarmanni Liverpool…..iss… þá myndu allir halda að ég væri ruglaður 😉
C.B
Dennis Bergkamp átti að heita í höfuðið á Denis Law minnir mig.
Það er ekkert að halda Carl Berg minn, við sem þekkjum þig VITUM að þú ert ruglaður 🙂
En ég rakst á frétt í morgun sem hefur svo sannarlega fengið mig til að hlægja all verulega. Roman ríki af öllum mönnum hefur rætt við Platini um að það þurfi að gera eitthvað til að koma í veg fyrir ótakmarkaða eyðslu hjá liði eins og Man.City. Talandi um að skjóta sig með fallbyssu í tánna:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1209595/Thats-rich-Roman-Chelsea-chief-urges-rules-curb-Man-Citys-spending.html?ITO=1490
Einmitt það sem ég hugsaði Steini. Annars mun þetta ekki hafa nein áhrif. Verður væntanlega auðvelt að komast framhjá þessu, til dæmis með því að skipta greiðslum etc…
Þvílíkur hræsnari sem þessi rússi er. Annars rakst ég á frétt á teamtalk.com þar sem stoke er að kaupa Robert Huth og Tuncay fyrir 11 milljónir. Það er býsna góður díll finnst mér. En annars ánægður með CL dráttinn..YNWA
Barnið mun heita Stefán Ferdinand.
Stevie fer aldrei. Það er hægt að treysta á hann, Carra og Fowler ólíkt öðrum ónefndum. Ferdinand gæti í versta falli endað hjá Barcelona. Ég held líka með þannig að þetta er allt í öruggum höndum.
Í óspurðum þá er rétt að benda fólki á grúppu á feisinu sem ber það skemmtilega nafn Félag gagnkynhneigðra karlmanna sem vilja leggjast með Fernando Torres. http://www.facebook.com/home.php?#/group.php?gid=33104966610&ref=ts
Er ég að skilja það rétt að Ferdinand á að vera afbökun á Fernando ? Einhverra hluta vegna kemur bara Rio Ferdinand upp í hugann (frekar en Les eða Anton)…. sem þýðir að ég mundi forðast það sem heitann eldinn :). Mundi frekar forðast misskilning og velja Liverpool-nöfn eins og Diðrik, Árelíus, Lúkas Leifur, Jósef Máni Reynir, Emil, Albert, Daníel Agnar, Marteinn o.s.frv
Sammála þessu með Ferdinand; fór að hugsa “af hverju í andsk vill einhver skíra í höfuðið á Rio?”
Ég tek undir með Ferdinand nafnið.. mér datt strax Rio í hug.
Ég skora á þig að taka bara upp umræðuna um Geirharðs nafnið við konuna, og athuga hvort þér verður ekki betur ágengt en mér, með það. Stefán Geirharður, hljómar bæði vel, og er klárlega í höfuðið á fyrirliðanum okkar.
Svo sting ég uppá Róbert (R.Fowler), Pétur Reynir (Peppe Reina), Benni Jón (benayoun ;)) og Jón Röss…Röss hlítur að vera til sem íslenskt mannanafn 😉
Svo finnst mér Sigríður ákaflega fallegt og nýmóðins..
C.B
Ég var svo lánsamur að skíra minn strák Viktor í júní 2007 og svo stuttu seinna kemur meistari Torres! Þá uppgötvaði ég hvað ég var lánsamur með nafn á strákinn því auðvelt er að kalla drenginn Torres og hef ég gert það reglulega í gegnum tíðina og konan meira segja líka og líkar öllum vel sérstaklega þeim litla þar sem hann er nú þegar orðinn gríðarlega efnilegur í sparki haha 🙂
ég eignaðist strák 8.mars 2008,( sama dag og frú alonso gaut sínum strak)og á sama tíma og Fernando Torres skoraði 0-1 á móti inter þannig að bróðir minn stakk uppá hinu íslenska Vernharður Þór, en það var fellt
3 dagar til stefnu, ég bið til guðs að við styrkjum liðið enn frekar!
Suss, kenny – ekkert svona fótboltatal. Hér ræðum við mannanöfn! 😀
Flott að fá svona dagatal skrá (virkar líka í outlook), vill ekki vera leiðinlegur en mér finnst vanta Meistaradeildina.
Það eru nú bara 6 dagsetningar Auðunn, þú ræður örugglega við það 🙂
Ekki vera svona leiðinlegur 🙂
Hvað með Stefán Geir í stað Stefán Geirharður??
Vernharður Torfi? Virkar það ekkert?
Sælir félagar
Ég vil gera alvarlegar athugasemdir við dónalega tilraun til þráðráns hjá eftirtöldum #2 Hafliði, #7 Elmar Diego, #14 kenny, #16 Auðunn og aftur við #17 Hafliða. Þegar verið er að ræða alvörumál þá eiga menn að halda sig við efnið. Sérstsaklega verður að áminna Hafliða alvarlega og spurning hvort ætti ekki að útiloka hann frá kop.is við næsta brot.
Það er nú þannig.
YNWA
Úff, ekki vil ég það 🙂
Biðst hér með innilega afsökunar og skal bæta því við að þegar ég eignaðist minn strák fyrir tæpum tveimur árum þá stakk ég einmitt uppá nafninu Stefán Geirharður en það fékk ekki samþykki hjá yfirvaldinu 🙂
Jamm – ætli við höfum ekki reynt þetta flestir, Hafliði. 🙂 Mér mistókst fyrir ári síðan, en endaði í Grímur, sem má með góðum vilja túlka að sé í höfuðið á fyrirliðanum okkar. Ég er bara ekki enn búinn að útskýra það fyrir konunni hvaðan nafnið kom…
Það eru taktískar ástæður á bak við Stefán Ferdinand.
Fyrsta lagi yrði ekki einu sinni til umræðu að skíra strákinn Geirharð! Af eðlilegum ástæðum.
Í öðru lagi ef stungið verðurupp á Stefán Ferdinand og svo ólíklega vill til að það verði ekki samþykkt þá eru allar líkur á að Stefán Þorri verði samþykkt (ef það er ekki samþykkt þá verður Stefán Geir að duga).