Bolton 2 – Liverpool 3

Jæja, okkar menn réttu úr kútnum í deildinni í dag með því að vinna **2-3 útisigur á Bolton** í miklum baráttuleik.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Gulacsi, Skrtel, Kelly, Dossena (inn f. Kuyt), Benayoun (inn f. Riera), Voronin (inn f. Mascherano), Plessis.

Kyrgiakos spilaði sinn fyrsta leik í dag og virkaði vel á mig. Stór, sterkur, fljótari en ég hélt og nokkuð sókndjarfur. Hann vann skallaboltana í dag og átti heilt á góðan leik, fyrir utan tvö taugatrekkjandi atvik þar sem hann virtist misskilja samherja sína og missti næstum því boltann á hættulegum stöðum. En við því er að búast þegar miðvarðapar spilar í fyrsta skipti saman. Hann hafði allavega góð áhrif á vörnina okkar og að því er virtist Carra líka sem lék betur en í fyrstu þremur leikjunum.

Bolton komust yfir seint í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu (kemur á óvart). Boltinn kom fyrir frá hægri til vinstri þar sem Elmander stakk sér fram fyrir Insúa og skallaði til baka fyrir markið. Þar rak **Kevin Davies** boltann yfir línuna. Okkar menn jöfnuðu þó sem betur fer fljótlega eftir gott skot **Glen Johnson** með vinstri rétt fyrir utan teig Bolton og staðan í hálfleik 1-1.

Bolton-menn komust svo yfir strax í upphafi seinni hálfleiks með sennilega fyrsta markinu sem við fáum á okkur í haust sem ég er ekki brjálaður yfir. Davies var aftur ógnandi og skallaði háan bolta niður í teignum. Þar kom **Tamir Cohen** aðvífandi og aðeins Kyrgiakos virtist geta hent sér fyrir dauðafærið en hann rann og Cohen fékk því frítt skot, óverjandi fyrir Reina í markinu.

Þegar hér var komið sögu var ég farinn að búa mig undir enn eitt tapið. Okkar menn voru að spila betur en gegn Villa, svipað vel og gegn Stoke fyrir rúmri viku, en þetta virtist bara ekki ætla að falla með okkur. Þá ákvað Steven Davis, miðjumaður Bolton, að bjarga helginni fyrir okkur með því að toga Lucas niður á miðjum eigin vallarhelmingi, þar sem sá brasilíski var að keyra framhjá honum með boltann og á leið í skotstöðu. Algjörlega óskiljanleg ákvörðun hjá Davis – sem var þegar á gulu spjaldi – og hann var nógu vitlaus til að mótmæla því þegar hann fékk sitt seinna gula spjald.

Liverpool-menn voru s.s. einum manni fleiri í rúman hálftíma og við það breyttist leikurinn skiljanlega okkur í hag. **Fernando Torres** jafnaði fljótlega eftir þetta með góðri klárun af vítapunktinum eftir frábæra stoðsendingu Kuyt með bringunni og svo kom bara stórsókn okkar manna sem virtist samt ekki ætla að bera ávöxt. Okkar menn áttu 26 skot í dag, þar af 14 á mark Bolton, gegn átta skotum heimamanna en samt var maður stressaður … alveg þangað til Torres skallaði fyrirgjöf Johnson niður í miðjan teiginn og þar var aðeins einn maður.

**Steven Gerrard.**

Í stöðunni 2-2 vonaði ég tvennt. Mér fannst Torres vera að spila betur í dag en undanfarið og því vonaði ég, ef hann væri að vakna, að við myndum ekki einungis skora sigurmark heldur að það yrði sjálfur fyrirliðinn sem skoraði það. Við getum unnið leiki án hans framlags en það er alveg á hreinu að ef liðið ætlar sér á siglingu á næstu vikum verður Gerrard að fara að vakna. Hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér í síðustu þremur leikjum en þegar hann svoleiðis klíndi boltanum upp í þaknet Bolton-manna sá maður hvað honum var létt.

Hann var minn maður leiksins. Okkar mest ógnandi maður og lék aftur eins og hann á að sér að vera. Sigurmarkið var svo bara rúsínan í pylsuendanum og mikið óskaplega var það langþráð. Ég verð miklu bjartsýnni fyrir næsta leik bara við það að vita að Gerrard sé kominn í gang.

Þetta var ekki stórkostlegur sigur og það er erfitt að halda því fram að við hefðum endilega náð jafntefli, hvað þá sigri, ef Bolton-menn hefðu ekki misst mann útaf. En hver veit, kannski voru þetta vindabreytingarnar sem við þurftum fyrir þetta tímabil? Kannski fengum við þarna allt í einu meðvind sem mun blása mönnum í brjóst kraft til frekari afreka? Vonum það allavega.

Framundan er landsleikjahlé og ég veit varla hvaða leikur er næstur þar á eftir, enda eru landsleikjahléin yfirleitt nokkur ár að lengd að því er manni finnst. En það er alltaf gott að vinna síðasta leik fyrir stoppið.

69 Comments

  1. Sælir félagar
    Góður karaktersigur hjá okkar mönnum en erfitt var það þrátt fyrir að vera einum fleiri í 35 mín. Ég er sáttur með sigurinn en hefi áhyggjur af deyfðarlegu ástandi liðsins eins og það var í fyrri hálfleik. Sætið ískalt aftur undir RB 😉

    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Rosa fínn leikur, spennandi allavega 🙂 Liverpool sýndu karakter þrátt fyrir að vera óheppnir og að spila gegn liði sem setti 10 menn í vörn frá fyrstu mínútu. vonandi getum við byggt á þessu! Áfram Liverpool og koma svo ekki fara að gráta og í eitthvað skítkast, verum bjartsýnir.

  3. Motm: Davis ( þar rétt á eftir er Johnson )
    Þó sáust einnig gamlir taktar frá Gerrard, Torres og Kuyt.

  4. Takk, Gerrard. Geðheilsu minni var bjargað með þessu marki. Við áttum þetta klárlega skilið, en með aulamistökum gerðum við þetta alltof erfitt.

    En við fengum 3 stig og það skiptir öllu. Frábær sigur og nú er það vonandi að okkar menn hafi snúði við blaðinu. Það þýðir ekkert að stressa sig á því að Tottenham eða Chelsea séu með fullt hús stiga, þessi lið eiga eftir að tapa stigum. Núna þurfa okkar menn bara að ná að vinna nokkra leiki í röð. Þessi sigur hlýtur að hafa kveikt í mönnum.

  5. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað til eftirbreytni að gleyma öllu neikvæða úr leiknum. Ég ætla svo sannarlega að vona að leikmenn og Rafa geri það ekki. Annars var gott að sjá Liverpool koma til baka en það er vonlaust að segja hvernig þetta hefði farið ef þetta rauða spjald hefði ekki riðlað leik Bolton manna.

    Að mínu mati voru þeir að gera allt rétt í þessum leik. Gerrard var í gjörgæslu og því var sóknarleikur okkar jafn flatur og bringan á Paris Hilton. Um leið og við erum 11 gegn 10 losnar Gerrard og hlutirnir fara að gerast.

    Sannarlega ánægjulegt að klára þennan leik en viðvörunar-bjallan yfir varnarleik liðsins og flötum sóknarleik glymur og öskrar enn….

  6. Síðan hvenær var svona erfitt fyrir okkur að verjast föstum leikatriðum?

    Annars flottur sigur, set mann leiksins á Gerrard. Var ógnandi, átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu og skoraði síðan sigurmarkið (Glöggir menn tóku kannski eftir því að það var sending frá Torres).

    Set X á Ars-Utd. Það væru klassa úrslit.

  7. Verð að taka undir því sem Julian Dicks segir. mér fynnst glyma hátt í viðvörunar bjöllunum, ég er ekki frá því að föst leikatriði fá pumpunna til að taka nokkur aukaslög þessa stundinna, og hva sóknarleikur okkar virðist oft sýndur í slow motion í tv. spurning hvort lið séu búinn að stúdera tacticinna hjá okkur og vita hvernig á verjast þessu kerfi.

    En ég verð bara að segja að Glen Johnson er á góðri leið með að verða bestu bakverðakaup liverpool í mörg ár, hann er svo sannarlega að koma með eitthvað nýtt í liðið og verður gaman að sjá framhaldið, Grikkinn komst ágætlega út úr þessum leik svona heildinna á liitið. Torres var allt annar leikmaður í dag en á móti Aston Villa og virkaði hættulegri og líflegri þennan leikmann vil ég sjá oftar 😉 Lucas var svona lalala kom nátturlega með klaufabrotið sitt en hann var alls ekki lélegasti leikmaðurinn á vellinum í dag.

  8. svæðisvörn með nýum óöruggum varnarmanni var ekki að virka, ekki frekar en fyrri daginn. Sammála Bg-Dick-Julian með Gerrard málið. Þetta er sama og Tottemham gerði og Aston Villa. Settu mikla presu á Lucas og Masch og voru með einn mann á Gerrard. Þá gerist ekki neitt og Benitez verður að finna lausn á þessum vanda. Bunley á eftir að leika sama leik o.s.f.r.

    Það er eitt sem er alveg víst, það er söknuður í Xabi og ég vona að við fáum Aqulani sem fyrst í gang. Lið eins og Chelsea eru með Ballack, Lampard, Deco, Essien sem allir geta dreift spilinu á miðjunni. En við erum með afskaplega takmarkaða sendingarmenn í Lucasi og Masch. Það er spurning hvort Plessis sé ekki betri en annar hvor þeirra????????

  9. Gott að það kom sigur úr þessum leik 🙂 Eitt samt sem að veldur mér áhyggjum er það að sjá þegar að að Voronin kemur inn á.. það bara gerist ekkert í kringum þennan mann og mér finnst alveg hræðilegt að þetta sé okkar sóknarmaður númer 2.. Hann kæmist ekki í varaliðið hjá Chelsea

  10. Ljómandi fallegt.
    En við verðum að setja Gerrard á miðjuna fyrir Lucas og Benayoun í Gerrards stöðu þar til Alberto verður alveg klár. Allir kallarnir eru að virka ágætlega en við verðum að hafa leikstjórnanda með yfirsýn á miðjunni. Hún fór með Xabi en kemur aftur ef Geirharður dettur í þessa stöðuna. Þetta er ekki ákjósanleg staða því Gerrard á að spila þá stöðu sem hann spilar núna en við bara verðum að gera þetta.

  11. Johnson er geðveikur. Hefðum getað unnið þennan leik 5-2 léttilega.
    Annars var 1. mark bolton vandræðalegt fyrir varnarleikinn okkar. Stóðu þarna 3 og horfðu á.
    Gerrard og torres að koma til.. kanntarnir voru betri en áður
    Í heildina litið spiluðum við frekar vel en að sjálfsögðu verður að taka tillit til að þeir voru manni færri nánast allan seinni hálfleik.
    Verðum að bæta vörnina í föstu leikatriðunum ef við ætlum ekki að tapa stigum á móti lélegri liðunum

  12. Sælir félagar.

    Nokkuð góður sigur gegn 10 mönnum Bolton. Og fyriliðinn okkar bjargaði okkur enn einu sinni.

    En nú verður benites að fara taka hausinn út úr rassgatinu og hlýtur að sjá að þessi helvítis svæðisvörn er ekki að virka ef við fáum á okkur horn-eða aukaspyrnu sama hvar aukaspyrnan er alltaf stórhætta og við erum að ég held bara búnir að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum.

    EN ÁFRAM LIVERPOOL.
    JÁ OG ÚT MEÐ LUCAS HANN ER ENGAN VEGINN Í LIVERPOOL KLASSA
    GUÐ MINN GÓÐUR GERIR EKKERT RÉTT.

  13. NR 1 að vinna og sama hvernig það er gert, vorum einum manni fleyri en við unnum og það er NR ,,,,,,, OG halda þessu áfram.

  14. Flottur sigur og gaman að sjá G og T spila eins og menn aftur. Svo þarf ekkert að ræða Glen Johnson, hann er fullkominn í þetta lið. Frábær kaup ! Og Lucas var alls ekki það slæmur að mínu mati. Hins vegar fannst mér Riera aldrei komast inn í leikinn…

    En guð minn góður hvað fyrsta markið var klaufalegt. Þessi svæðisvörn í föstum leikatriðum er að fá falleinkunn í þessum fyrstu leikjum. En þetta hlýtur að fara að smella, það einfaldlega VERÐUR að gera það. Við höfum ekki efni á því að gefa 1-2 mörk í leik úr föstum leikatriðum !

    EN flottur sigur á erfiðum útivelli

  15. Þótt að Liv hafi átt leikinn þá eru þeir allskki að finna markið en þeir verða að fara að gera það,,,,, skjóta skjóta eða þannig, 🙂

  16. Úfff hvað Arsenal eru óheppnir. Búnir að vera miklu betri og svo víti og sjálfsmark. United eiga þetta ekki skilið

  17. Flott að ná 3 stigum í dag, það skiptir öllu máli. Hinsvegar vantar okkur aðfinnanlega hugmyndaríkan miðjumann. Persónulega fannst mér Lucas ekkert góður í dag og ég var hálf vonsvikinn með hann. Finnst hann alltof hægur og lengi að gera hlutina. Tók svo einhver eftir því annar en ég hvað sóknirnar okkar eru lengi að byggjast upp ?? Þetta gerist allt svo hægt og menn eru ekkert að keyra á varnirnar eins og þeir eiga að gera (fyrir kannski utan Johnson og Torres). Mér fannst sóknirnar alltaf of hægar nema þá þegar við lentum undir, þá loksins settu menn í annan gír. Hvað helvítis gauf var þetta svo á sóknarmönnum okkar þegar við vorum að sækja hratt á Bolton undir lokin ?? Hælsendingar og kjaftæði. Ég get sagt ykkur það að ég var brjálaður þegar ég var að horfa á þetta. Enginn tók af skarið og skaut á helvítis markið heldur komu stuttar asnalegar skrautsendingar sem skiluðu engu. Vantar að laga þetta að mínu mati.

  18. Ég verð að segja það að mér fynnst að menn séu bara að hugsa um kaupið sitt og séu alveg sama um úrslit,,,,,, peningar eru NR 1 hjá ansi mörgum og það er ekki gott en vonandi taka LIV,,,, helv#$”#$$ dollun.:-)

  19. Mikið svakalega er ég sáttu við kaupin á Glen Johnson… var það kanski ekki þegar hann ver keiptur en hann er heldurbetur búinn að sanna sig vel og það strax fyrstu leikina með nýju liði..með honum kemur alveg splunku nýr vinkill í sóknarleikinn okkar .. þessi leikur hefði átt að enda með aðeins fleirri mörkum frá okkar mönnum en jú maður er bara sáttur viðað fá öll 3stigin 😉

  20. Hvað er hægt að segja um þennan nýja hægri bakvörð okkar annað en SNILLINGUR. Þessi drengur er að verða einn af okkar albestu mönnum enda er hann kominn með 2 mörk eina stoðsendingu og fiska eitt víti geri aðrir betur en það, í nýju liði og spilandi í bakverðinum.
    Þetta var ekki vel spilaður leikur hjá okkur og þá sérstaklega ekki í vörninni.
    En 3 stig í hús og ég er svo sem alveg sáttur við það en það verður að laga varnarleikinn og ég vil sjá grikkjann spila með Skrtel í næsta leik og henda Carra á bekkinn og láta hann sjá að hann verður að hysja upp um sig buxurnar.

  21. Maður fær fyrir hjartað í hvert skipti sem við fáum á okkur horn eða aukaspyrnu. Líka skelfilegir í að nýta okkar föstu leikatriði og höfum verið það í mörg ár.

    Gerrard og Torres töluvert betri í dag en í fyrstu leikjunum sem er bara jákvætt. Annars finnst mér Reyna og Johnson búnir að vera okkar langbestu menn í þessum fyrstu 4 leikjum aðrir eiga mikið inni.

  22. match stats:

    Shots (on Goal) 9(3) 30(9)
    Fouls 15 8
    Corner Kicks 5 11
    Offsides 0 1
    Time of Possession 20% 80%

    sko Liverpool er ekki ad spila mjog vel tessa daganna, en ad tala um crisis er bara rugl. 80% med boltann a utivelli, 30 skot, common. Menn verda adeins ad leyfa teim ad anda, vid erum ad bua til allt of mikla pressu a lidid.

    Tad er einbeitingarleysi i vorninni, og menn eru ennta ad venjast tvi ad tad eru nokkrir fastamenn farnir sem voru vanir tvi ad venjast fostum leikatridum (Hyppia, Alonso, Arbeloa). Nyjir menn i byrjunarlidinu eru ekki ad standa vordinn jafnvel eins og er (Insua, Johnson), en tad mun batna. Zonal marking hefur virkad adur og mun virka aftur.

    Soknarlega eru menn ennta ad venjast tvi ad Alonso er farinn, auk tess sem ad akvednir menn hafa komid ekki nogu sterkir ur undirbuningstimabilinu (Gerrard, Torres og Kuyt …). Teir eru allir ad baeta sig og eru ad komast i betra form. Auk tess ma nefna ad Liverpool er buid ad skora 9 mork i 4 leikjum, tad er ekki svo slaemt.

    Svo vill eg meina ad leikjaprogrammid hja Liverpool i byrjun timabilsins hafi verid mjog oheppilegt. Ad lenda a moti Tottenham a utivelli i fyrsta leik var bommer. Ef Liverpool hefdi spilad a moti Hull a heimavelli ta held eg ad teir hefdu unnid tratt fyrir hve slakir teir voru i gang. Aston Villa leikurinn, var slakur ja, en lika alger oheppni og ekkert annad en eitthvad einbendingarleysi i gangi. Svona leikir detta inn a milli hja bestu lidum.

    Eg held ad Liverpool endi i toppbarattunni i vetur (ef lykilmenn haldast heilir). Manu eru ekki eins sterkir, Arsenal brottnar nidur vid sma motlaeti (t.d. i leiknum i dag, teir hurfu eftir ad Manu skoradi), Tottenham og Man City eiga eftir ad stroggla ad halda stodugleika. Chelsea virdist vera mesta ognin, en teir eru bunir ad spila vid oll lelegustu lidin i deildinni, ekki mikill arangur ad vinna tau. Teir eru med besta mannskapinn en eg held ad ellin fari ad segja til sin a seinni hlutanum.

  23. Nr 29
    Æ hvað það er gott að okkar ástkæra lið kann ekki ÍSLENSKU fyrir utan 1 ÍSLENSKAN leikmann. Ég vona svo sannarlega að hann fari ekki að þýða bölsýni okkar spallverja á ensku.
    Sá ekki leikinn en munum eftir fyrirliða okkar, hvernig hann missti boltan á miðjunni og úbbs. Lucas er nú ekki búinn að vera versti maður, fyrir utan pressuna á honum. Carra-Gerrard-Torres er nú ekki búnir að vera þeir bestu það sem af er.

    Ps Arngrímur, áfram Biscan

  24. Loks datt þetta okkar megin. Ótrúlega mikilvægur sigur. Sá því miður ekki nema hluta af lenum en verð að segja að Glen Johnson virkar assgoti vel á mig. Hann lofar mjög góðu. Loksins alvöru ógn af hægri bakverði hjá okkur. Þrátt fyrir sigurinn er einhver óróleika tilfinning í manni með liðið. Það er vonandi að hún fari fljótt. Við erum amk alveg með hópinn í að vera í titilbaráttu.

  25. Ég verð aftur að setja út á það að menn séu að gagnrýna Torres hér í upphafi tímabilsins. Það er rétt að það var ekki fyrr en í dag sem hann leit út fyrir að njóta þess að vera að spila fótbolta en hann er kominn með 3 mörk í fyrstu 4 leikjunum, auk þess sem hann lagði upp markið fyrir Gerrard í dag. Ég veit ekki hve mikið meira er hægt að fara fram á hjá framherja.

  26. Sigur og 3 stig það er aðal málið. Margt sem þarf að laga, trúi því að menn taka það góða úr þessum leik með sér, en skilja hitt eftir, en reina jafnframt að læra af því. Erum svoldið brothættir í vörnini og það sem verður mest spennadi er þegar Ítalinn kemur á miðjuna, þá hef ég trú á að við eigum eftir að smella enn betur saman. En eins og áður segir þá fengum við 3 stig og það er aðalatriðið… Áfram Livepool…

  27. Skyldusigur! En frammistaðan ekki nógu góð og sigurinn alltof tæpur, sérstaklega í ljósi þess að Bolton var einum færri megnið af síðari hálfleik. Það er ekkert gefið að vinna Bolton á útivelli eða þessi lið sem liggja aftarlega og leggja ofur áherslu á föst leikatriði. Gott að sjá Torres og Gerrard skora mörkin, fyrirsjáanlegir markaskorarar. Glen Johnson heldur áfram að standa sig vel, mjög mikilvægt að nýta bakverðina vel gegn þessum kúkaliðum sem sækja helst ekkert fram á við. Benitez vill greinilega sjá kantmennina fara inn á miðjuna og kantmennina koma þá upp kantinn. Það virkar vel gegn þessum slakari liðum en gengur ekki gegn sterkari liðum sem refsa fljótt. Þá er mikilvægt að hafa mann sem les leikinn vel og dreifir boltanum yfir á kantinn (skilgreining á leikstjórnanda).

    Hef hinsvegar stórar áhyggjur af vörninni. Reina er reyndar búinn að vera virkilega góður í þessum leikjum en samt erum við að fá á okkur of mörg mörk, sérstaklega úr föstum leikatriðum. Góður punktur hjá Svenna #29 varðandi nýja leikmenn í vörninni, en það breytir því ekki að gamlir lykilmenn í vörninni hafa einnig verið að ströggla. Afskaplega döpur byrjun á tímabilinu hjá Carra, Skrtel og Agger.

    Annað áhyggjuefni hlítur að vera miðjumennirnir, Mascherano og Lucas þurfa alltof mikið að bera upp boltann, en eru alveg hugmyndasnauðir í sóknarleiknum, sérstaklega Mascherano.

    Smá Útúrdúr: Miðað við meiðslasögu og núverandi meiðsli Aquilani er spurning hvað Benitez gerir ef Mascherano og Lucas munu meiðast. Mín von er að Daniel Pacheco fái tækifæri, eða kannski Jay Spearing, þá á kostnað Damien Plessis. Sá þá spila með varaliðinu í síðasta leik og var Pacheco góður, á meðan að Plessis var klunnalegur. Ungur hægri vængmaður, Nathan Ecclestone var hinsvegar sprækastur í liði Liverpool, skoraði tvö mörk. N’gog fékk færin en nýtti þau illa og drap stundum flæðið í sókninni. Vörnin var hinsvegar klaufaleg með of ungan markvörð á milli stangana sem virtist engan veginn tilbúinn fyrir varaliðsleik. Ayala var ekki nógu yfirvegaður, skoraði sjálfsmark.

  28. Langaði að koma með smá leiðréttingu :). Það var nýji grikkinn okkar sem tapaði skallaeinvíginu gegn Davies sem leiddi til marks nr 2 auk þess sem hann “fraus” í fyrra markinu og horfir á Davies og félaga óvaldaða fyrir framan sig þegar boltinn kemur aftur fyrir markið.

    Mér fannst þessi leikur hjá honum frekar ósannfærandi en vonast til að hann verði betri næst. Farinn að átta sig á hraða boltans og búinn að læra á svæðisvörnina.
    Góð 3 stig, um að gera að bæta við þremur næst!!

  29. Ingi Björn: mér fynnst það vera bölvað rugl að einhver sé bara að dekka þennan mann eða hinn. Ég hef ekki séð, að í hvert sinn þegar að mótherjar taka HORN að Liv sé með sömu uppstillingu , og að þessi verði að passa þennan eða hinn,. Mér hefur alltaf fnndist að menn séu frekar tilviljunarkendir í þessum leikatriðum. En sama,,,,, menn verða að vera góðir í föstum leikatriðum hvort sem er hjá okku eða mótherjum. Sem sagt Gerrard á að taka aukaspyrnur og Gerrard á að SKORA úr aukaspyrnum………..

  30. Jamm, auðvitað er bara frábært að koma tvisvar til baka eftir að verða undir og taka svo öll þrjú stigin.
    Þetta var langt því frá auðvelt og margt hægt að laga, en það mikilvægasta náðist þó að laga og það er að taka öll helv stigin sem voru í boði 🙂

    Nú er bara að halda áfram að taka inn stigin í næstu leikjum og auka sjálfstraust leikmanna því það styttist í stóra prófið gegn Chelsea.

    Ég get ekki kvartað yfir neinum sérstökum leikmanni og ætla ekki að eltast við þá staðreynd að öll mörkin sem við höfum fengið á okkur það sem af er tímabils hafa komið eftir föst leikatriði, Rafa hefur eflaust tekið eftir þessu og á því verður tekið, það er klárt.

    En afhverju eru okkar menn að flækja svona málin þegar færi gefst við og inní teignum? Hverju mörg færu runnu í sandinn í gær útaf því að menn ætluðu að framkvæma pínulitla þríhyrninga og gersóla andstæðinginn?
    Aníhú, við unnum og það er bara það eina sem skiptir máli.

  31. Held að sumir sem eru að kommenta hérna (#15) ættu að taka hausinn út úr rassgatinu frekar en Benitez.

    Við erum búnir að vera betra liðið í öllum leikjunum fyrir utan WHL í fyrsta leik. Lucas er búinn að vera nokkuð solid fyrir utan þetta óheppilega sjálfsmark, en hann er augljóslega vaxandi.

    Svæðisvörnin er búin að virka vel í mörg ár, vandamálið hjá okkur í ár er hinsvegar að við höfum varla spilað með sömu miðverði 2 leiki í röð og varnarlega er það bara ekki gott.

    Það eina sem hefur valdið mér vonbrigðum er að Babel og Riera hafa hvorugur verið að spila vel og Benayoun virðist vera besti kosturinn vinstra megin.

  32. Hvað segja menn um að krækja sér í Kranjcar frá Portsmouth ? Mjög góður leikmaður sem er pottþétt ekki dýr..

  33. tvö orð. EKKI HRIFINN. Góður sigur hjá okkar mönnum en ég get ekki sagt að ég sé heillaður af varnarleik eða sóknarleik liðsins. Mér finnst það alveg svakalega sorglegt að vera ekki að slátra liði eins og Bolton. Með fullri virðingu ! Ég held samt að það horfi til betri vegar, er samt sammála mönnum með takmörk miðjunnar en þetta er allt að koma til !

  34. Veit ekki alveg hvað skal segja eftir leik eins og þennan. Varnarleikurinn er enn sem komið er allt of viðkvæmur. Aukaspyrnan sem var dæmd á Lucas sem hornið kom úr sem Bolton skoraði úr var alls ekki aukaspyrna því Davies (minnir mig) hélt hendinni á Lucas fastri og svo dæmdi dómarinn á Lucas. Eitt elsta trixið í senterabókinni. Torres var síðan með nærsvæðið í horninu og tölti rólega út úr því þegar boltinn kom ekki beint þangað.

    Ég skil nú ekki í Kristjáni Atla að vera ekki brjálaður yfir seinna markinu. Ef við getum ekki varist 60m kýlingum þá getum við kysst titilinn bless. Það er klárt. Reina hefði getað komið út, Kyrgiakos hefði getað komist framfyrir Davies, Carra hefði ekki átt að detta og Mascherano og Lucas hefðu átt að fylgja Cohen. Röð mistaka sem hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir meðan boltinn var þessar 5 sekúndur í loftinu.

    Hvað varðar sóknarleikinn þá er hann að mörgu leyti ágætur. Glen Johnson er algjörlega að rokka þarna í bakverðinum. Við værum búnir að skíta ennfrekar upp á bak án hans. Vinstri vængurinn er ekki nógu sterkur, miðjan virðist enn ekki vera fær um að stjórna spilinu með afgerandi hætti og færanýtingin er með afbrigðum léleg. Frábært að eiga 26 markskot en þá á allavega að skora 8 mörk. Kommonn. Nei segi svona.

    Ég hef samt ennþá trú á því að þetta eigi eftir að smella. Það er rétt að liðið er lágvaxnara en áður og á því erfiðara með svæðisvörnina, en þeir ættu þá líka erfiðara með að dekka. Mér finnst hæpið að ætla að bíða eftir Aquilani til að fá upp miðjuspil því ég hef ekki endilega trú á því að hann verði lykilmaður í þessu vegna meiðsla. Þá þarf Benítez að gera það upp við sig hvernig hann ætlar að leysa það. Riera, Babel og félagar vinstra megin verða síðan að fara að rífa sig upp á rassgatinu og koma sér í gang því ógnunin er sáralítil þaðan og það verður bara að segjast eins og er að Insúa er enn sem komið er ekki frábær bakvörður. En hann verður það. Torres þarf líka að fara að einbeita sér því hann ætti að vera búinn að skora 7 mörk í þessum fjórum leikjum.

    In Rafa we trust og ég held ég verði að halda því áfram allavega næstu vikurnar.

  35. Svæðisvörnin er búin að virka vel í mörg ár, vandamálið hjá okkur í ár er hinsvegar að við höfum varla spilað með sömu miðverði 2 leiki í röð og varnarlega er það bara ekki gott.

    ArnarÓ á hvaða leiki hefur þú verið að horfa á undan farin ár maður er búin að vera blóta þessari svæðisvörn í nokkur ár núna og undanfarin ár hafa liverpool verið mjög lélegir að verjast föstum leikatriðum og aðallega fengið á sig mörk úr þeim.

    Því ef andstæðingurinn nær fyrsta skalla þá eru alltaf lausir menn í teignum og + að hafa enga menn á stöngum finnst mér fáranlegt hversu oft höfum við ekki séð menn á stöngum bjarga á línu.
    Og þess vegna finnst mér Benites megi kyngja stoltinu hann hlýtur að sjá að þetta er ekki að virka.(En hann er dálítið þver)
    Liverpool þarf að vera með miklu sterkari skallamenn til að geta spilað þessa svæðisvörn.
    Þetta er mín skoðun.

  36. Baddi, það er augljóst að þú hefur enga tölfræði til að bakka þetta upp. Það sem hefur helst verið umræðan hjá málsmetandi Liverpool mönnum er að það er óþolandi hvað svæðisvörn Bentiez fær mikla gagnrýni þá þegar hún klikkar. Sem hefur ekki gerst oft síðustu 6 ár. Ég man ekki tölfræðina en Tomkins var búinn að afsanna að Liverpool væri verra í að verjast föstum leikatriðum en önnur lið. Í raun vorum við betri ef eitthvað var.

  37. Sælir félagar

    Er ekki búið að mjólka þennan fremur leiðinlega leik nóg. Legg til að bloggarar þessarar síðu komi með einhvern skemmtilegri umræðuþráð. Það er reyndar búið að taka golfið, barnamannanöfn og fleira. Ég legg til keppni í að íslenska (staðfæra) nöfn leikamanna L’pool fyrir leiktíðina og þannig styðjum við málefnið “íslenskt, já takk” eða eitthvað. Djöfull er ég orðinn leiður á síðasta leik sem aldrei var skemmtun heldur fremur taugastrekkjandi leiðindi mestan part.

    Það er nú þannig

    YNWA

  38. Þennan þráð þarf að mjólka fram á Þorrann en þá lýkur næsta landsleikjahléi. Njótið!

  39. Flottur sigur.

    Kyriakos leit vel út og Johnson virðast kaup sumarsins.

    Það er nú þannig.

  40. Jóhann þú hefur semsagt enga tölfræði yfir þetta heldur.
    En ég hef alla vega tölfræði yfir þessi 7 mörk sem við höfum fengið á okkur í ár þau komu öll eftir föst leikatriði.
    Þetta er bara mitt álit og ég hef ekki misst af mörgum leikjum síðustu ár mér finnst t.d. united og chelsea mun sterkari að verjast föstum leikatriðum heldur en við,maður er alltaf á nálum þegar andstæðingar liverpool fá auka-eða hornspyrnur.
    Mér finnst alla vega lágmark að vera með menn eða mann á stöngum.
    Bara mín skoðun.

  41. Baddi
    ” It does have legs on the basis of goals conceded thus far this season to an extent. Last season we only conceded 8 goals from set pieces, the best record in the league beating Chelsea into 2nd with 9). What is different this season, you ask yourself? One thing we are doing a lot of is giving away too many unecessary free kicks and avoidable corners… ”
    Hérna er svo ítarleg lýsing á zonal marking af BBC vefnum. Þar er ágætur punktur um að þetta sé áhrifaríkara en man to man en erfiðara að læra þetta. Miðað við breytingar á vörninni þá meikar það sens miðað við árangurinn í byrjun vetrar.
    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/rules_and_equipment/4685580.stm

  42. Það er staðreynd að Liverpool er að fá á sig alltof mörg mörk. Það gengur ekki til lengdar að vera fá á sig 2-3 mörk í leik. Mig grunar að Benitez muni fara ítarlega í dekkningar á æfingasvæðinu í hléinu. Held að það skipti litlu máli hvort að það sé svæðisvörn eða maður á mann vörn. Menn verða að bera ábyrgð á sínum manni eða sínu svæði. Vandamálið að menn eru einfaldlega sofandi á verðinum og ekki klárir á sínu hlutverki. Það má einnig sjá að liðið saknar Hyypia í þessum föstu leikatriðum, það voru ófáir skallaboltarnir sem hrukku af hausnum á honum.

    Styrkleiki Liverpool síðustu árin hafa verið sterkur varnarleikur. Nú verður liðið að ná fyrri styrk í varnarleiknum enda mun liðið alltaf koma til með að fá færi og skora mörk með Torres og Gerrard fremsta í flokki. Aðaláherslan í næstu leikjum ætti því að vera þéttur varnarleikur, vissulega gæti þurft að gera undantekningar á móti liðum sem parkera liðsrútunni inní teignum á Anfield en menn verða að skila strax aftur fyrir bolta um leið og hann tapast í sóknarleiknum svo liðið fái ekki á sig mörk úr skyndisóknum eins og gegn Aston Villa.

  43. Ég held samt að við söknum ekki Hyypia mikið frá því í fyrra. maðurinn spilaði ekki það marga leiki. Menn eru bara ekki alveg klárir í verkefnið og þá skiptir engu hvaða varnarafbrigði er spilað. En eftir því sem Johnson og félgar fá fleiri leiki þá slípast þetta til. Verðum bara að passa að við séum að hala inn stig hér eftir.

  44. Þessi leikur er skref í rétta átt. Skrýtið að segja það en fyrir utan G&T er Glen Johnson sókndjarfasti leikmaður LFC. Síðan kom Grikkinn sterkur inn og mér sýnist þetta vera hörku nagli hér á ferð. Bjart framundan segi ég 🙂

  45. Skiptir engu máli þótt við fáum 5 mörk í leik á okkur eins lengi og við skorum 6 mörk í leik. Það er bara svo einfallt !!

  46. Markatalan skiptir alltaf máli og það væri algjörlega ótækt að fá á sig 5 mörk þó við myndum setja 6.
    Svo myndi ég vilja að áhuga menn um statistics myndu skoða hvaðan nánast öll mörkin á þessu season hafa komið. Byrjunin er alltaf hægra megin. Það er ekkert að gerast vinstra megin og það er engin ógn frá miðjunni. Það tekur Ferguson og Rússan cirka 2 mínútur og sjá það og það eina sem þeir þurfa að gera á móti Benitez er að loka á hægri vænginn. Lucas verður að fara út og hann hann verður að fara út. Hann er á nákvæmlega sama stað núna í augum Beitez og hollenski vinnuhesturinn var á sínum tíma en munurinn er sá að hann skapar ekki shit, nema sínar reglulegu aukaspyrnur fyrir mótherjana. Fleiri statistics fyrir ykkur er sú staðreynd að Lucas er búinn að skora 1 mark og eiga 2 stoðsendingar á tæpum 1300 spiluðum mínútum.
    Það hlýtur hver maður að sjá að það er afleitur árangur miðjumanns.
    og já ég legg Lucas í einelti og já það er bull í mér að einbeita mér svona gífurlega að neikvæða partinum en ég bara get ekki horft fram hjá þessu.

  47. Deildin hefur ekki verið unnin á markatölu síðan á eyðum 64, ef við vinnum leikinn þá er mér nokkuð sama hvernig fer.

    Auðvitað vill maður alltaf yfirspila andstæðingin og skora mikið af mörkum ásamt því að halda hreinu (sáum nú hvað Gullhanskinn skipti boxaran Carra miklu í lok síðasta tímabils). En þegar uppi er staðið þá skipta úrslitin öllu máli, sbr besta frammistaða okkar á útivelli í fyrra var líklega á WHL gegn Tottenham þar sem við töpuðum þrátt fyrir frábæra spilamennsku, frekar hefði ég viljað vera yfirspilaður og unnið.

  48. Það sem skiptir máli er að sigra leikina, markatalan getur auðvitað komið þar inn í en hversu oft sker markatala úr um sigur eða tap í deild ??

  49. Miðað við spilamensku Liverpool liðsins á laugardaginn þá lítur þetta ansi illa út. Gerrard sást varla í leiknum fyrr en davies var sendur útaf og Gerrard fékk að leika lausum hala. Að rétt merja Bolton með fullri virðingu fyrir þeim að þá eiga okkar menn að gera mikið betur. Við verðum ekki meistarar á svona spilamensku, það er alveg ljóst. LJósi punkturinn var sigurinn og stigin 3. Annað var ansi dapurt. YNWA

  50. 30 Saemi,

    tegar eg segi ad tad se verid ad setja of mikla pressu a lidid, ta er eg ad meina fjolmidlar og studningsmenn sem flippa yfir einu tapi, og tala um ad timabilid se buid, crisis o.fl. Eg held ad tad se meira en 1 leikmadur i lidinu sem skilur tetta, to ad tu eigir kannski i erfidleikum med tad. Reyndu nu ad laera ad lesa a milli linanna.

  51. Þetta er orðið alveg ótrúlega þreytt….

    Númer 64 , auðvitað verðum við ekki meistarar á svona spilamennsku – en Utd verður það heldur ekki m.v. spilamennsku þeirra gegn Burnley…. já eða Arsenal ef út í það er farið, efast um að þeir fái fleiri slíkar gjafir í ár (eða hvað eru margir heimaleikir eftir ?).

    Það er stöðugleikinn sem vinnur titla, við skulum sjá hvernig staðan er eftir 15 leiki eða svo. Eins og góður maður sagði einu sinni, það er ekki hægt að vinna titilinn fyrir áramót, en það er hægt að tapa honum – biðjum til Fowlers að svo fari ekki.

  52. nr 66…
    ég man eftir kommenti frá Benitez fyrsta árið sem Torres var með okkur. Þá sagðist hann vera að hvíla hann fyrir 15 síðustu leikina. Svona eins og það væri meira notagildi í hverju stigi í þeim leikjum. En ég er hættur að blóta Benna eftir að hann vitnaði í you will never walk alone á BBC.
    “When you walk through a storm hold your head up high” og þannig tökum við þetta tímabil og þannig tökum við dolluna.

  53. Hvernig er það, er ekkert að frétta af neinum leikmannakaupum áður en glugginn lokar ??? Er einhver þarna úti með stór eyru opin og að hlera eitthvað sem er að gerast ???

  54. Benitez sagði sjálfur fyrir nokkrum dögum að að efaðist um að einhver kaup myndu eiga sé stað fyrir gluggalok.

    Enda er erfitt að versla þegar enginn er aurinn 🙁

Liðið gegn Bolton – Kyrgiakos byrjar, Leeds í deildarbikar

Mánudagspælingar…