Liðið komið, Lucas byrjar

Jæja, landsleikjahléinu er aaaaaalveg að ljúka, innan við klukkutími í leiki helgarinnar og byrjunarliðið hjá okkar mönnum hefur verið kunngjört. Lucas er klár í slaginn í dag en Javier Mascherano missir alveg af. Liðið er sem hér segir:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Degen, Dossena, Kyrgiakos, Spearing, Voronin, Ngog.

Flott lið, okkar sterkasta án JM á miðjunni býst ég við, og svo er broslegt að sjá þá D-bræður Egen og Ossena á bekknum.

Þessi dagur leggst vel í mig. Tottenham vinnur Man Utd, Stoke heldur jafntefli við Chelsea, Arsenal rúlla Man City upp og við tökum skotæfingu á Burnley (og vinnum). Þið lásuð það hér fyrst!

10 Comments

  1. Hvernig er með Babel er hann ekki hópnum af því að hann er meiddur, ekki nógu góður, eða bara verið að refsa honum fyrir að væla í fjölmiðlum ?

  2. Ég held bara að ég hafi ekki séð annan eins varamannabekk í svona 15 ár. Hvernig í ósköpunum eiga þessir kappar að bæta einhverju við ef þeir slysast inná?

  3. Þetta er það sem Reina átti við, þegar hann var að tala niður vonir LFC á titlinum í vor. Það vantar alla breidd í þennan hóp. Það er lítið um gæði á bekknum, nema þá Dossena. Er einhver með góðan link á leikinn??

  4. Þetta er ágætt hérna á sopcast … sop://broker1.sopcast.com:3912/74175

Burnley á morgun

Liverpool 4 – Burnley 0