Okkar menn tóku í dag á móti nýliðum Burnley og þótt gestirnir hafi verið búnir að vinna Man Utd og Everton í upphafi tímabilsins reyndust þeir ekki mikil fyrirstaða og höfðu okkar menn að lokum **4-0 sigur** í þessum leik.
Rafa stillti upp eftirfarandi liði í dag:
Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa
Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres
**Bekkur:** Cavalieri, Degen (Johnson), Dossena, Kyrgiakos, Spearing, Voronin (Kuyt), Ngog (Torres).
Þetta var einfalt. Rétt eins og gegn Chelsea í síðustu umferð byrjuðu Burnley-menn ágætlega í vörninni, lokuðu á okkar menn og voru skipulagðir. Þegar fyrsta kortérið eða svo var búið var leikurinn farinn að eiga sér stað nánast algerlega rétt við vítateig Burnley og aðeins spurning hvenær fyrsta markið kæmi. Það var **Yossi Benayoun** sem skoraði það á 27. mínútu. Hann fékk sendingu upp hægri kantinn frá Johnson, klobbaði einn Burnley-mann á leið inn í teiginn og lagði svo boltann framhjá Jensen í markinu og í fjærhornið.
**Dirk Kuyt** tvöfaldaði svo forskotið stuttu fyrir hlé, fékk þá frákastið eftir að Jensen varði skot frá Benayoun og skoraði örugglega. Staðan 2-0 í hálfleik.
Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, Burnley-liðið ógnaði nánast ekki neitt og það var bara spurning hversu mörg mörk okkar menn, eða nánar tiltekið Yossi Benayoun, myndu skora. **Yossi** skoraði á endanum þrjú, annað markið eftir flottan samleik við Gerrard og Torres sem splundraði vörn Burnley og svo fékk hann stungusendingu frá Voronin undir lokin og bætti fjórða markinu við, fullkomnaði aðra þrennu sína í treyju Liverpool.
Lokatölur 4-0 en þessi sigur hefði getað orðið mun stærri hefðu Gerrard (tvisvar), Ngog, Benayoun og Voronin nýtt dauðafæri í seinni hálfleik, auk þess sem við fengum nokkur góð færi einnig í fyrri hálfleik. Þá skoraði Benayoun fjórða mark sitt snemma í seinni hálfleiknum en var ranglega dæmdur rangstæður og verður því að sætta sig við þrennuna. 😉
**Maður leiksins:** Gerrard var súpergóður í dag, langnæstbestur og stjórnaði miðjunni mjög vel, dyggilega studdur af Lucas. Ég er hrifinn af Lucas og finnst hann góður leikmaður en ég hef ekki verið sannfærður með miðjuna okkar í haust. Það er ekki málið að mínu mati að Lucas eða Mascherano séu ekki nógu góðir heldur er ég ekki sannfærður um að þeir geti leikið saman. Spurning hvort þeir séu of líkir leikmenn til að vera saman á miðjunni, sérstaklega gegn varnarsinnuðum liðum.
Í dag var það þó ekki vandamál, Lucas gat spilað akkerið af mikilli staðfestu og látið Gerrard um að keyra sóknarspilið í gang. Sá brasilíski laumaði sér af og til fram og ógnaði marki Burnley á köflum og þetta virtist virka miklu betur og vera meira flæðandi en þegar Lucas og Mascherano spila saman. Kannski er það málið í vetur að láta Mascherano og Lucas skiptast á akkerisstöðunni og nota Gerrard á miðjunni þegar Aquilani, sem ætti allajafna að spila við hlið annars varnartengiliðsins, er ekki til taks.
Það skemmir heldur ekki að **Yossi Benayoun** skuli spila svona stjörnuvel í holunni. Ég veit að Gerrard svínvirkar í holunni fyrir aftan Torres en á meðan Yossi spilar svona vel þar sé ég lítið að því að leyfa Gerrard að detta aftur á miðjuna í næstu 5-6 leikjum á meðan Aquilani kemur sér í gang. Yossi skoraði fjögur í dag, eitt ranglega dæmt af, og lagði svo upp eina markið sem hann ekki skoraði. Hann var að sóla menn á báðum vængjum, lauma boltum innfyrir og átti flest færi allra, jafnvel þó mörkin hans fjögur séu ekki talin með. Hann var einfaldlega FULLKOMINN í dag og ef þetta er það sem koma skal sé ég ekki hvernig Rafa Benítez getur haft hann á bekknum.
Næsti leikur er í Meistaradeildinni á miðvikudag, heima gegn ungversku meisturunum í Debrecen. Það verður vonandi áframhald á þessum 4-0 sigrum á Anfield þar og ég segi bara, Yossi áfram í holunni takk fyrir túkall.
Djöfulsins fucking Chelsea ógeð! Meistaraheppni?
Annar flottur leikur hjá okkur, Benayoun farinn að vera mikilvægasti hlekkurinn í liðinu okkar.
Glæsilegur leikur hjá Yossi Benayoun og kallinn gjörsamlega að spimpla sig inn sem lykilmaður í þessu liði.
3 stig í hús og við erum vonandi komnir á skrið.
Frábær sigur og Yossi fer bara vaxandi!
Yossi er náttúrlega snillingur. Ef ég man rétt þá er hann með 9 mörk í síðustu 10 úrvalsdeildarleikjum. Við þurfum ekkert að örvænta ef Gerrard verður settur á miðjuna ef við höfum Yossi í holunni. Svo verð ég að segja að mér fannst Degen líta vel út í dag, og sömuleiðis Voronin þó hann hafi klúðrað illa einu dauðafæri.
Ok það eru víst 9 mörk í síðustu 13 leikjum í premier league sem hann hefur byrjað, en samt…
Sammála öllu sem kemur fram í skýrslunni, Yossi á þetta algerlega skuldlaust og svo er gott að sjá að fyrirliðinn okkar er vaknaður af værum blundi.
En aðeins að öðrum leikjum sem fóru fram í dag, Man City vinnur Arsenal 4-2 og sýna að mínu mati og sanna að þeir ætla sér að standa undir fáránlegri eyðslu í sumar og nú verður enn meira gaman að sjá hvernig fer þegar þeir mæta Man Utd um næstu helgi (held ég)
Svo eru gríðarleg vonbrigði að Stoke skyldi ekki ná að hanga á jafnteflinu gegn Chelsea. Að tapa leiknum á fimmtu mínútu uppbótartímans er auðvitað bara blóðugt.
En góður og mjög öruggur skyldusigur hjá okkar mönnum í dag og svo er bara að vona að Tottenham taki stig (helst 3) af Man Utd á eftir 🙂
Og Tottenham eru strax komnir yfir gegn Man Utd 🙂
Það er alveg með ólikindum hvað Yossi hefur verið að spila vel, í lok síðasta tímabils og á þessu tímabili. Mér fannst hann vera slakur í byrjun síðsta tímabils en svo fór hann allt í einu að verða stórhættulegur, leggjandi upp mörk og skorandi mörk.
Jæja…frábær leikur, gaman að þessu
Enginn sem hægt er að segja að hafi spilað illa í þessum leik…nema kannski Fernando Torres sem er eitthvað daufur þessa dagana og komst varla í færi…
Eina sem ég get sett út á eru skiptingarnar…í svona leik, þegar staðan er kannski 3-0, af hverju þá ekki að blóðga menn eins og Spearing, gefa honum 20-30 mínútur, auk þess sem líklegt er að Lucas hafi verið nokkuð þreyttur eftir langt ferðalag frá Suður Ameríku.
Hér var gullið tækifæri á að gefa ungum, uppöldum, innfæddum púllara sénsinn, en hann var ekki notaður, í staðinn var gulltaglið sett inn á.
Fokk, ellibelgurinn Giggs var að jafna 🙁
http://forum.rojadirecta.com/viewtopic.php?t=75549
morkin
Yossi var nú á hægri kanti í þessum leik (Kuyt var frammi) en hann er auðvitað þannig leikmaður að hann dettur stöðugt inn í holuna og staðsetur sig frábærlega. Einhvern veginn virðist hann alltaf vera maðurinn sem hirðir fráköstin (þegar hann skýtur ekki sjálfur). Svo má benda á að þetta var þriðja þrennan hans fyrir Liverpool; fyrst gegn Besiktas í 8-0 leiknum, þar sem hann skoraði einmitt 2 mörk úr fráköstum, næst gegn Havant & Waterlooville í bikarnum og loks nú gegn Burnley.
Góður sigur.
Góður sigur og góð stig. Munu hjálpa okkur vonandi í lok tímabils. Og ég held að Yossi hafi verið í holunni en eins og færslan á Liverpool er mikil í leikjum þá get ég séð hvernig menn hafa misskilið það !
Yossi og Kuyt eru svo vinnusamir og hreyfanlegir án boltans að þeir vita varla sjálfir hvaða stöðu þeir eru spila.
ég keypti mér treyju á netinu um daginn, og setti “Benayoun 15” aftaná, fólk er alltaf bara whaaat the fuck maður, afhverju hann? ég svara alltaf því sama, “hann er fucking of góður” fæ svo alltaf sama svarið “pff”… þessi leikur sannar mitt mál, fucking soon to be legend
Snilldarleikur!!!! Reyndar voru menn á því þegar að Babel og Benayoun voru keyptir að tala sem minnst um Benayoun en voru annað hvort að tala um Babel sem megatalent eða flopp og svo kom Yossi á eftir sem aukaatriði, hehe. Samanber ummæli Harðar Magnússonar (til gamans) sem vildi fá Owen til okkar fyrir tveim árum í sömu ummælum, http://www.kop.is/2007/07/12/20.06.17/#comment-17227 og taldi Benayoun sem miðlungsleikmann. Hvað segja menn svo í dag???????
Ef ég væri að kaupa mér treyju í dag væri Yossi líklegastur til að fara aftaná. Geðveikur leikmaður og svo skoraði hann sigurmarkið gegn Fulham á 90 mín 4. apríl sl. sem var brúðkaupsdagurinn minn, það þarf að verðlauna hann fyrir það 🙂
Fannst samt liðið mjög gott í dag og það er augljóst að vandinn hingað til er að Lucas og Mascherano eiga alls ekki að vera báðir á miðjunni. Gerrard var að skapa helling og átti góðar sendingar og Yossi var framúrskarandi í holunni.
Eitt sem ég hef áhyggjur af er hve Torres er að komi slappur úr sumarfríi þó hann hafi skorað nokkur mörk. Þarf að peppa hann almennilega upp. Bjartsýnin kominn aftur hjá manni.
Sælir félagar.
Ég er sammála góðri leikskýrslu Kristjáns Atla í einu og öllu. Einnig er ég sammála því sem kemur fram hér að ofan að Degan og Voronin litu vel út þegar þeir komu inná. Einnig er ég sammála öllu öðru sem hér kemur fram og sérstaklega er ég sammála því að Tottrann heittspur get ekkert og eru karakterlaust skítalið. Ég er líka sammála því að hefði liðið okkar verið á takkaskóm og tilbúið og léttara á sér eins og þeir voru í dag þá hefðum við rúllað yfir þessa aumingja.
Ég er svo sammála sjálfum mér og öðrum að það veldur mer áhyggjum. Öðruvísi mér áður brá. Þá gat ég jafnvel verið ósammála sjálfum mér hvað þá öðrum.
Það er nú þannig.
YNWA
Gaman að þessu leik frá A-Ö. Yossi frábær!
Þá fannst mér Voronin koma mjög jákvætt inn í þetta, spilaði sem team player og gaf boltann heldur en reyna sjálfur að skora. Kom skemmtilega á óvart. Spilið mjög gott um allan völl. Held að það sé ekkert mál að spila þessa uppstillingu, með Gerrard á miðjunni, þegar við spilum við þessi minni lið. Þeir eru nefnilega glettilega drjúgir Yossi og Dirk í þessum stöðum þarna aftan við Torres. Riera þyrfti að gera betur næst en var sosum í lagi.
Flottur sigur og góður leikur. Hafa menn heyrt eitthvað staðfest af því að Liverpool hafi verið að gera einhvern risastóran auglýsingasamning í stað Carslberg sem rennur út eftir tímabilið? Eins hefur einhver kafað dýpra í þau ummæli Ameríkananna að Liverpool hafi aldrei staðið betur?
Það sem ég tók helst eftir varðandi þennan leik, að öðru leyti en því sem fram kemur í leikskýrslunni, er hversu mér fannst lítil stemmning fyrir þessum leik eitthvað. Við höfum ekki spilað leik í úrvalsdeildinni í háa herrans tíð, og svo loksins þegar það kemur leikur, þá eru menn bara með hugann við annað.
Það var enginn rífandi mæting á pöbbanum, bara komin rétt um 20 ummæli hérna á kop.is, þrátt fyrir 4-0 slátrun.
Hvernig stendur eiginlega á þessari vitleysu ??
Carl Berg
Carl Berg… Pöbbarnir sem sýna leikinn eru ansi margir og svo voru líklega margir saman komnir í heimahúsum að fylgjast með leiknum líka… mín ágisklun er sú að flestir eru enn þá á pöbbunum og í heima hjá félögunum að fagna því að enski sé kominn af stað aftur. Vitu til að á sama tíma á morgun verða ummælin komin yfir 50.
annars var margt jákvætt úr þessum leik að taka. t.d. vitum að það skiptir engu máli hvar á völlinn við setjum Gerrard, hann er mjög góður alls staðar. Einmitt vegna þessarar fjölhæfni hans tel ég hann vera besta leikmann í heimi. munið þið þegar hann var kominn í hægri bakvörðinn á móti Milan í Istanbul 2005 undir lokin… þá var hann besti hægri bakvörður í heimi. Ætla rétt að vona fyrir Reina að Gerrard fari ekki að taka upp á því að fara að vera í marki á æfingum 🙂
en Lucas var flottur líka og ótrúlegt hvað hann á fáar feilsendingar.
Yossi á samt skuldlaust MOTM
Bæta í commentafjölda að ósk Carl Berg:
Liveryoun 4 – 0 Burnlay (1 – 0 manchester united)
One man team o.s.frv., lítið hægt að segja um þennan leik. Fyrir utan gleðina sem 4 marka+1 assist maðurinn olli þá var ótrúlegt að sjá Degen með berum augum (samt bara í sjónvarpinu sko) spila fótbolta á Anfield. Held hann hafi meira að segja dottið nokkrum sinnum í jörðina og verið tuskaður til af andstæðingum ÁN þess að rifbeinsbrotna/fótbrotna, ég tók andköf í hvert skipti.
Svo horfði ég á man u gegn tottenham, af einhverjum ástæðum réð ég ekki við mig og hló eins og vitleysingur þegar dæmt var á Crouch í þúsundasta skiptið fyrir að vera með hendurnar á andstæðingnum og hann að nöldra í dómaranum. Var næstum búinn að gleyma þeim Crouch.
Það er fyndið að sjá hversu sveiflukenndir aðdáendur geta verið en oft hefur Yossi fengið að óþvegið og verið seldir hingað og þangað af aðdáendum 🙂
Það er eitt sem er samt ljóst og sást bersýnilega í þessum leik og það er fleiri leikmenn sem geta klárað leiki upp úr engu. Ég tel að við höfum Torres og Gerrard og svo kemur Yossi ekki langt á hæla þeirra sem svona “creative” leikmenn en sá síðastnefndi sýndi það í dag hversu HRIKALEGA þörf okkar fyrir kantspilara er.
Engu að síður góður sigur hjá heildinni og í raun skyldusigur sem þarna vannst.
Ekki yfir mörgu að kvarta í dag. Yossi auðvitað frábær, algjör snillingur þessi leikmaður. Vona að gagnrýnisraddirnar þagni núna. Menn verða einfaldlega að fara að átta sig á því að þetta er enginn miðlungsleikmaður. Hann er virkilega lunkinn og flinkur, með mjög gott auga fyrir spili og staðsetningum. Sjáið t.d staðsetninguna hjá honum í öðru markinu. Af hverju var t.d ekki Torres þarna? Svei mér þá, ég held að Yossi væri bara fínn líka sem framherji.
Lucas var góður, Voronin kom sterkur inn, hefði mátt gera betur í færinu sínu samt. Degen sýndi virklega góða spretti, hann virkar öskufljótur.
Gott mál, gott mál.
Haukur,hvað var það sem Voronin gerði svona sterkt ???
..en klárlega var Yossi maður leiksins…hinsvegar eru m við með allt of marga “meðalmenn” á vellinum…og fleiri “meðalmenn” á bekknum…ég get alveg tekið undir með Reina og sagt að vð vinnum aldrei þessa deild með alla þessa “meðalmenn”…jájá,við skulum bara vera sáttir með meðalmennskuna hjá sigursælasta liði Englands(í fyrra)….
meðalmenn???????? af hverju erum við þá alltaf frekar ofarlega eða þannig? skil ekki þetta væl í mönnum eftir góðann leik, já og Voronin var bara drullugóður og lagði upp síðasta markið, en Torres hvar ertu og gerðu það farðu að skora MAÐUR…….
Já drengir, það er auðvelt að vera jákvæður eftir þennan leik. Ég tók sérstaklega eftir Lucas í þessum leik og þegar hann er með almennilegan sóknarþenkjandi mann með sér á miðjunni þá lítur hann allt öðruvísi út. Hann er ágætlega spilandi, betur en Mascherano og koverar líka vel fyrir vörnina. Ég held þessvegna að menn ættu að vera miklu fúlli yfir frammistöðu Mascherano það sem af er, eða þeirri staðreynd að Benayoun sé ekki búinn að vera í byrjunarliði í öllum leikjum haustsins. Hann er bara einfaldlega nauðsynlegur byrjunarliðsmaður sem nær að nýta sér örsmáar glufur í vörnum andstæðinganna.
En neikvæðu punktarnir eru samt nokkrir. Riera var slakur og ef Insúa hefði ekki verið svona öflugur í sóknarleiknum þá hefði vinstri kanturinn verið steingeldur. Skrtel var mjög óstyrkur og gegn góðu liði þá hefðum við fengið á okkur mörk. Vinstri kantstaðan virðist vera orðin vandamál hjá okkur en vonandi verður Benayoun settur þangað þegar Aquilani kemur inn.
Menn voru eithvað að tala um að bekkurinn væri slappur hjá okkur sem er svo sem frekar satt en það er byrjunarliðið sem á að klára þessa leiki og svo eigum við góða leikmenn sem fara að detta inn eftir nokkrar vikur.
Svona hefði bekkurinn getað litið út ef alir væru heilir.
Daniel Agger, Alberto Aquilani, Fabio Aurelio, Ryan Babel, Javier Mascherano, Nabil El Zhar. Og hver segir að Chelsea sé með besta varamannabekkinn ?
Við erum með fínt lið í höndunum og vonandi að við verðum bara heppnari en önnur lið þegar kemur að meiðslum í vetur, En Yossi hefur sýnt það að hann getur vel leyst Gerrard af í holunni ef að Gerrard meiddist og þá kæmi Aquilani inná miðjuna. En auðvitað stærsta vandamálið er að leysa Torres af þegar hann meiðist.
Mér fannst liðið spila virkilega vel í gær en samt finnst mér alltaf vanta meiri hreyfingu án bolta og menn kannski standa of mikið að bíða eftir boltanum. En Yossi var að gera skemmtilega hluti og gaman að sjá græðgina í honum enda var hann alltaf fyrsti maður í alla lausa bolta og vonandi að Babel fari nú að horfa til Yossi og hugsa, Já kannski ég ætti að taka hausinn á mér úr rassgatinu og sýna að ég get vel verið i liðinu ef ég fer að standa mig í leikjum og sýna að ég vil gera þetta í stað þess að spila alltaf með hangandi haus.
Lucas fannst mér líka vera virkilega góður þarna á miðjunni með Gerrard og á móti svona liðum þá höfum við ekkert að gera við JM og Lucas á miðjunni enda báðir kannski of líkir til þess að spila saman.
Johnson og Insua eru að standa sig vel í bakvörðunum og það verður ekki auðvelt fyrir Aurelio eða Dossena að henda stráknum úr liðinu ef hann heldur áfram að standa sig svona vel, en hann hefur bætt sig rosalega mikið varnarlega og virkar sterkur líkamlega líka, og gaman að sjá að Degen gæti komið inn og leyst Johnson af velli en ég væri frekar til í að nota Kelly þarna en kannski sniðugt að koma Degen í form og þá væri kannski hægt að losna við hann fyrir smá pening.
En það virðist eitthvað vera að angra Torres í byrjun tímabilsins og vonandi er það ekki brotthvarf Alonso sem er að spila þarna inní, Reina kemur fram og segir að liðið eigi enga möguleika á titlinum og virkar ekki ánægður með hópinn hjá Benitez og svo er Torres frekar pirraður og virkar ekki í 100% ástandi.
En vonandi að við séum komnir í gírinn núna og tökum nokkra sigurleiki í röð.
Var ekki Torres að eignast barn ? Ég las einhversstaðar að leikmenn sem eignast börn spili verr nokkra mánuði á eftir, hvað sem er til í því !
Sá loksins allan leikinn í morgun og var glaður.
Skulum ekki gleyma því að leikir okkar í fyrri gegn slakari liðum deildarinnar á Anfield fóru nú fæstir svona. Skítheppnir gegn M’boro, jafntefli gegn Hull, 1-0 sigur á Pompey.
Lið gærdagsins var frá 25.mínútu flóðbylgja sókna sem smám saman smassaði vörn Burnley, sem eru engar kaffikönnur, búnir að vinna United og Everton í vetur.
Lucas er flottur kostur með sóknarmiðjumanni í svona leikjum, mun betri framávið en Masch, og þegar Aquilani verður kominn á miðjuna er ég bara nokkuð á því að svona leikir verði þvílík skemmtun. Ekki er þáttur bakvarðanna okkar minni, Johnson og Insua voru kannski ekki að skora mörk eða gefa stoðsendingar, en stöðugar ferðir þeirra upp kantinn áttu þátt í því að þreyta aðkomuliðið.
Andriy Voronin lagði upp mark, Gerrard átti auðvitað að skora eftir hælsendinguna hans og hann vaer góður í línudansinum, sem var nálægt því að skila marki. Degen er valkostur gegn þessum liðum sýndist manni og N’Gog getur alveg átt hlutverk í þeim líka.
Svo í stað þess að fara að tala um meðalskussa held ég nú að við ættum að gleðjast yfir því að fyrstu merki eru það að liðið hafi stórbætt upplegg sitt og möguleika gegn minni liðunum sem sækja lítið. Í gær hefði ekki verið ósanngjarnt að vinna 6-1 eða 7-1 að mínu mati.
Sælir félagar.
Ég er sammála öllu sem hér hefur verið sagt nema sumu – og þó.
Það sem veldur mér áhyggjum er ástandið/upplitið/ á Torres. Það virðist eitthvað meira en lítið vera að angra drenginn. Endalaust tuð og væl yfir hlutum sem framherji verður að taka sem sjálfsögðum. Hann er ekkert að fá verri meðferð en aðrir hættulegir framherjar og hann vælir og skælir endalaust. Þegar hann skoraði yfir 30 mörk þá var allt annað upplit á drengnum. Hann fékk ekkert betri meðferð hjá andstæðingunum en hélt bara áfram og skoraði mörk. Það þarf að fara að láta hann fá yfirhalningu og segja honum að hugsa um sitt hlutverk og hætta þessu helv… væli.
Það er nú þannig
YNWA
Vona að Rafa hætti að nota Lucas og Mascherano saman núna. Þeir einfaldlega virka e kki saman!
Ef toppleikirnir væru fleiri hjá Yossi, þá væri hann svo sannarlega í heimsklassa.
Maggi#32,
hann Johnson lagði upp 1 mark fyrir Yossi í þessum leik.
Fyrsta sinn í fjórum leikjum sem Torres skorar ekki og menn hafa áhyggjur af honum. Maðurinn er með 3 mörk í 5 leikjum það sem af er. Er það svo slæmt?
Maður sem skorar 34 mörk á sínu fyrsta tímabili í Englandi hlýtur fyrr eða síðar að verða fórnarlamb þeirra svakalegu væntinga sem hann vakti sjálfur upp.
27 JGS:
Hann linkaði vel í spilinu, t.d við Gerrard og lagði svo upp síðasta markið fyrir Benayoun. Mér finnst það sterk innkoma. Hefði hann nýtt færið sitt, þá hefði þetta verið frábær innkoma hjá honum.
En hey, þetta er bara mín skoðun …
Er ekki bara málið ef að Aquilani er eitthvað að standa sig að setja bara Gerrard þarna úti hægra megin og Yossi í holuna og þeir geta skipt eins og þeir vilja ? Ég gæti séð það fyrir mér svíííínvirka !
Flottur sigur í gær og Benni-Onion heldur uppteknum hætti frá því í fyrra. Stórlega vanmetinn leikmaður.
Ég verð að vera sammála mönnum sem hafa örlitlar áhyggjur af Torres. Hann er jú búinn að gera 3 mörk og ég held að hann komi alltaf til með að skora fyrir okkur vegna þess hversu mikill klassa leikmðaur hann er. Mér finnst hann hinsvegar allt of oft vera að fá boltann með bakið í markið og í þeirri stöðu virðast varnarmenn komast upp með að taka fastar á honum og hann orðinn pirraður á því. Einnig finnst mér að hann mætti reyna að spila boltanum meira frá sér en allt of oft finnst mér hann reyna að fara í gegn sjálfur. Auðvitað er hann frábær fótboltamaður en alltaf má gott laga.
Smá þráðrán í kjölfarið af þessu. Hvað finnst mönnum um nýjan styrktarsamning liðsins http://visir.is/article/20090912/IDROTTIR0102/173216308
Erum við loksins að fá einhverjar summur til leikmannakaupa eða fer þetta beint í vasa eigenda?
Fan: Frekar vil ég sjá Gerrard í holuna og Yossi út vinstra megin, því ég vil ekki missa Dirk út úr liðinu. En annars góð hugmynd.
Fín umræða hér og mig langar að kommenta á tvennt:
Í fyrsta lagi, Mascherano og Lucas. Ég sagði aldrei að þeir gætu ekki spilað saman yfirhöfuð, heldur meinti frekar að ég er ekki sannfærður um að þeir séu rétta lausnin þegar liðið er að reyna að spila sóknarbolta gegn varnarsinnuðum liðum. Ef við ætluðum að spila varfærnisleik á Stamford Bridge eða Emirates Stadium í deildinni, eða á útivelli gegn stórliði í Evrópu, væri það mín fyrsta völ að sjá þá tvo saman á miðjunni með Gerrard rétt fyrir framan sig.
Það sem ég meinti er hins vegar að þeir fúnkera best gegn varnarsinnaðri liðum, þegar okkar menn eru að reyna að sækja og brjóta niður sterka vörn, þegar aðeins annar þeirra spilar með sókndjarfari miðjumanni. Sá maður á væntanlega að heita Aquilani, en Gerrard getur alveg sinnt því líka og má það alveg á meðan Benayoun spilar svona vel þar fyrir framan.
Hitt sem mig langar að ræða er Fernando Torres. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta í haust, enda örugglega drulluþreyttur eftir síðustu tvö leiktímabil + sumur, og nýbakaður pabbi í þokkabót (ef þið haldið að það hafi ekki áhrif eruð þið sennilega ekki foreldrar sjálf). Engu að síður er hann búinn að skora þrjú mörk í fimm deildarleikjum fyrir okkur. 3 í 5. Ekki svo slæmt að við þurfum að hafa áhyggjur og á meðan hann skorar þrátt fyrir lélega spilamennsku anda ég rólega. Það styttist í það að Torres „finni fjölina“ eins og sagt er og þá verður hann gjörsamlega óstöðvandi að vanda. Á meðan hann potar einu og einu inn og liðið vinnur get ég beðið rólegur eftir því að hann detti í gír.
Ég væri svakalega til í að sjá færslu um þennan nýja styrktarsamning ef þið strákarnir hafið eina slíka í pípunum !! Skilst að þetta sé einn stærsti styrktarsamningur allra tíma eða allavega ekki minni en þeir sem United hefur gert ! Ef satt reynist þá verður það svakalega flottur peningur fyrir Rafa og einnig svakaleg viðbrigði að sjá eitthvað annað en Carlsberg eða Candy framan á búning Liverpool haha
Blessaðir veriði, þegar dóttir hans Torres er búin með “3 mánaða kveisuna *”, sem verður c.a 8. október, þá hættir hann þessum pirringi og fer að spila aftur eins og engill 🙂
Haukur í #42, um leið og sá samningur liggur klár dembum við okkur í þá umræðu.
Auðvitað lítur út fyrir að Standard Charter taki pakkann, en ekkert er vitað enn, t.d. hvort þetta eru beinar greiðslur, árangurstengdar eða kannski að hluta tengt vellinum nýja.
En manni líst vel á það sem maður hefur heyrt, þó maður muni sjá eftir Carlsberg, eins og Crown Paints og Candy. Spáiði, ekki síðan Hitachi hefur auglýsingin ekki byrjað á C…..
Þetta virðist nú vera nokkuð áreiðanleg heimild þannig að ég henti inn færslu. 😉