Í gærkvöldi var það þannig að frá u.þ.b. 50.mínútu leiksins var ég með pirringshnút í maganum. Sá hnútur grípur mig æ sjaldnar hjá liðinu mínu en þar sem mér hefur verið kennt stundum að gott sé að losa sig frá pirringi með því að segja frá honum dembi ég mér í það.
Ég þoli ekki þegar Rafa nýtir ekki skiptingar þegar liðið er að spila illa!
Sko, strax líður mér betur. Í gær var liðið á fínu róli fyrstu fimmtán, síðan dapurt í kortér en endaði fyrri hálfleikinn ágætlega. Eftir tíu mínútur í seinni fannst mér ljóst að liðið sem var inná, í þeirri uppstillingu, myndi ekki fara að bæta við marki. Þá vildi ég fá skiptingar, ekki endilega nákvæmlega klár hvaða, þó fannst mér þurfa að breyta um mann aftan við Torres og eftir fína innkomu Voronin eða flottan leik Benayoun þar síðast hélt ég að Rafa myndi breyta.
En eins og stundum vill verða þegar litlu munar í svona leikjum, treysti Rafa liðinu sem var inná best til að klára leikinn í þessari stöðu. Frekar að halda 1-0 en gera atlögu að 2-0 og enda kannski í 1-1.
Mér finnst Rafa frábær stjóri og met hann mikils. Það er örsjaldan sem ég pirra mig á honum og plúsarnir hans eru margfalt fleiri en mínusarnir. Árangur hans í CL segir auðvitað allt um að hann leysir þessa keppni afar vel og örugglega mun betur en ég, en í gær fannst mér margir leikmenn ekki alveg vera að keyra á fullu í seinni hálfleik og því hefði mátt breyta og hleypa mönnum sem vilja sanna sig inná. Babel vinur okkar átti t.d. ágæta, en stutta, innkomu. Hinar voru að mínu mati til þess eins að tefja leikinn og brjóta upp rythma hans.
Sko. Líður miklu betur og hlakka til að sjá næsta leik…..
Sælir félagar
Ég er algjörlega sammála þér Maggi í þessu og ég sé að uppeldið hefur ekki brugðist (hef reyndar oft séð það áður 😉 ). Ég held þó að það mætti skipta Torres sjálfum útaf þegar hann er í þessum gír að hengja haus og vera í fýlu útaf einhverju, ef til vill þjónustunni. Ef hann fær ekki þá þjónustu sem hann vill fá verður hann að gera svo vel og stíga upp og gera eitthvað skapandi sjálfur. Þessi vella á honum er farin að fara í taugarnar á mér því ég veit hvað þarna er frábær leikmaður á ferðinni. Og hann á að halda áfram að sýna okkur það.
Það er nú þannig.
YNWA
ES. Annars, ég skal hætta aað pirra mig á drengnum og vona bara að eyjólfur hressist. :0
Það er nú þannig.
YNWA
Luis FABIANO. Nú þegar fréttir berast að LFC hafi gert samning við Standard Chartered um 20 mil. pund á ári í auglýsingatekjur finnst mér að Rafa eigi að kaupa Luis Fabiano sem viðbótar striker.
Hann er gríðarlega lunkinn markaskorari sem myndi gera framlínu LFC hrikalega ógnandi! Mig hryllir a.m.k. við tilhugsuninni ef Torres meiðist og við eigum að reiða okkur að Kyut og Voronin sem aðal strikera liðsins, það dugar ekki til að vinna ensku deildina.
Á léttari nótum þá var varaliðið að vinna varalið Manure, og Viktor Pálsson fær góða dóma.
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165808090917-1619.htm
4 Grétar. Ég horfði einmitt á varaliðsleikinn í gærkvöldi. Mér fannst Viktor bara hafa staðið sig virkilega vel. Átti góðar sendingar og góðar tæklingar, bæði skriðtæklingar og var góður í návígum. Hann virðist vera góður í mörgu, heldur stöðu sinni vel og er með metnað í varnarleiknum. Ég er ekkert frá því að hann gæti fengið tækifæri í ómerkilegum bikarleikjum fyrir aðallega bráðlega. Eina sem ég gæti mögulega sett út á er að það virtist draga svolítið af honum, líkt og að hann væri orðinn þreyttur undir lokinn. Ég hef séð hann spila í nokkrum leikjum núna og mér hefur fundist hann alls ekki síðri en Jay Spearing, eiginlega bara betri. Ég er reyndar ekkert hrifinn af Jay Spearing, mér finnst hann alltof lítill ræfilslegur til þess að geta orðið merkilegur leikmaður. Hann er reyndar baráttuhundur sem getur hlaupið endalaust. Svo má þess geta að Viktor byrjaði inn á en Spearing var á bekknum.
Þessi leikur var nokkuð áhugaverður, United eru augljóslega með 3 leikmenn þarna sem munu líklega fara að stíga inn í byrjunarliðið á næstu mánuðum, Wellback, tosic og kiko, allt augljóslega frábærir leikmenn. Hjá okkur er þetta flóknara, Ngog virkar flottur en fyrir utan það þá sá maður engan augljósan, reyndar var Ecceleston þarna á hægri kantinum góður en hvort hann sé nógu góður það er spurning. Sammála Jóhannesi með Spearing, rosalega duglegur en virkar allavega einu númeri of lítill. Var að vonast til að sjá Dalle valle þarna í liðinu, er líklega sá efnilegasti hjá okkur, en hann var hvergi.
Týpískir Poolarar, sögðu að Haukur Ingi hafi verið góður í varaliðinu og ætti framtíðina fyrir sér, það var hlegið að honum.
Guðlaugur Pálsson var ekkert sérstakur í þessum leik, hinn miðjumaðurnn sem var með honum var svona 10 sinnum betri
kíkjið til hliðar og horfið út úr þessum Liverpool gleraugum þetta er óþolandi.
Svo annað Luiz fABIANO NENNIR EKKERT TIL pOOL TIL að vera varamaður, þetta er ekki Football manager!
nonni,sett þú bara upp gleraugun og sjáðu að þetta er bloggsíða fyrir poolara
@Nonni
Tekið af Liverpoolfc.tv:
United continued to press but McMahon’s two lines of four, marshalled by the impressive Victor Palsson and Chris Mavinga, were defending well.
Þú ert týpískur niðurrifsnöldrari.
afhverju erum vid ekki ad signa leikmenn eins og Lucas Niell, Guillermo Franco og fleiri sem hafa verid samningslausir i sumar? tad er ekki eins og vid seum med storan hop fyrir. Fint ad hafa tessa leikmenn a bekknum og i bikarkeppnum. Odyrir menn sem vilja ekki ha laun. Sma paeling.
lucas neill er með svona 70 þús pund a viku
6…vil benda á að með efnilegri mönnum hjá liverpool eru auðvitað Danny pacheco, Ecclestone, Bruna,Nemeth og Ngog. Þetta eru allt leikmenn sem eru og munu banka á dyrnar aðalliðinu á næstunni þó svo að ég haldi að Pacheco sé sá efnilegasti og skemmtilegasti leikmaðurinn í hópnum ásamt Ngog. Svo eru þarna Ayala og Darby sem eru góðir varnarmenn. Þetta varalið hefur á að skipa mjög góðum leikmönnum sem vert er að fylgjast með. YNWA
Lucas Neil er maður sem hefur komist upp með að fótbrjóta Jamie Carragher og neita Liverpool einu sinni. Slíkur maður má nú bara hoppa upp í óæðri endann á sér!
Eftir að Kyrgiakos kom þá er planið sennilega að setja Carragher í hægri bakvörðinn ef Glen Johnson meiðist. Það virðist ekki mikið annað vera í stöðunni, held ég sé ekki að gleyma neinum. Lucas Neill hefði verið fín viðbót, spurning hvort hann hefði sætt sig við að vera varaskeifa Glen Johnson. Rafa hefur sennilega ekki enn fyrirgefið honum að hafna Liverpool og þyggja frekar gull og græna skóga frá Eggerti Magnússyni hérna um árið.
Ég sá Degen koma inn á í síðasta leik og hann stóð sig býsna vel að mínu mati. Mjög baráttuglaður og fljótur. Svo er stephen Darby býsna efnilegur hægri bakvörður og því engin þörf á gullgrafaranum Lucas Neill að mínu mati.
Tek undir það Degen átti fína innkomu um daginn… Treysti honum alveg til að taka einn og einn leik. Verst reyndar að hann er ekki í hópnum í meistaradeildinni.
EN Lucas Neill. Sá viðbjóður á ekkert erindi í Liverpool. Honum bauðst að koma, en seldi sál sína til West Ham. Nei takk…
Eru virkilega til Liverpool menn sem myndu vilja fá Lucas Neill til Liverpool ?
Þetta er leikmaður sem hefur ekkert að gera í liðið okkar enda erum við nokkuð vel settir í vörninni okkar og góðar fréttir að berast frá Liverpool því að Agger er nánast tilbúinn og hann er byrjaður að æfa og gæti verið á bekknum á morgun vonandi.
Vinstri bakvörður: 1 Fabio Aurelio. 2 Insua. 3 Dossena.
Hægri bakvörður: 1 Glen Johnson. 2 Degen. 3-4 Carragher eða Kelly
Miðverðir. Agger, Carragher, Skrtel og Kyrgjakos.
Þetta finnst mér vera feykinóg ef menn halda sér heilum.
Er ekki að koma upphitun fyrir leikinn á morgun, ekki það að ég sé PIRRAÐUR. 😉
Hálfbjánalegt að vera að rífast um Lucas Neill, en BBC greindi frá því í gær að hann væri farinn til Everton.
Við seldum einn hægri bakvörð og keyptum annan betri. Við ættum því að vera a.m.k. jafnvel staddir í hægri bakverðinum og í fyrra. Ég hef meiri trú á Degen á þessu tímabili en á síðasta tímabili. Núna hefur hann meira sjálfstraust og búinn að vera án meiðsla síðan tímabilið 07/08. En það breytir því samt ekki að Degen var ekki valinn í meistaradeildarhópinn en Benitez sá ástæðu til að velja þrjá vinstri bakverði í staðinn, sem segir manni að Benitez telur hann ekki nægilega góðan. Ég held að við þurfum solid backup fyrir Glen Johnson. En gleymum því þó ekki að Glen Johnson er vanur að spila marga leiki og hefur ekki sögu um meiðsli. Því ætti ekki að koma til þess að Degen spili meira en max 10 leiki á tímabilinu, flesta í bikarnum.
14.
Miklu frekar Martin Kelly sem backup fyrir Johnsons..
Hann spilaði þarna í pre-season og var bara helvíti nettur.