Ásættanlegur árangur?

Mig langaði að koma með smá pælingu í ljósi úrslita dagsins. Við töpuðum fyrir Chelsea, Arsenal unnu Charlton, United unnu Middlesbrough og Tottenham unnu Everton. Fyrir vikið virðast United, Arsenal og Chelsea vera að stinga af í þriggja liða keppni um titilinn, sem þýðir að við erum nokkurn veginn í baráttu um fjórða sætið.

Þannig að mig langaði til að spyrja ykkur, lesendur síðunnar, hvað mynduð þið kalla ásættanlegan árangur á þessu tímabili?

Ég myndi segja: 4. sæti í deildinni, komast a.m.k. í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og úrslitaleik annars hvors bikarsins í Englandi (ómögulegt að heimta sigur í einum úrslitaleik sem getur fallið á hvorn veginn sem er).

Ef þetta tekst, miðað við þær umbreytingar sem hafa orðið á liðinu í vetur og þau meiðsli sem við höfum lent í (allir fimm nýju leikmennirnir okkar hafa á einhverjum tímapunkti misst úr meira en mánuð í einu á sínu fyrsta tímabili – það er fáránlegt!!!) þá verð ég að viðurkenna að ég væri mjög sáttur og bjartsýnn fyrir framtíðina næsta sumar.

Hvað segið þið? Hvað er “ásættanlegur árangur” hjá Liverpool í vetur?

8 Comments

  1. Sko miðað við það að fótbrot séu nánast að gerast í viku hverri hjá okkur, þá tel ég að við ættum að geta tekið topp fjögur og náð að tryggja okkur farseðil í undanspil fyrir CL á næsta ári. En eins og leikurinn í dag þróaðist þá sást það gjörsamlega að okkur skortir sókn. Við getum alveg látið boltann ganga og svoleiðis en svo þegar komið er upp að síðasta fjórðungi vallarins að þá er eins og liðið falli í dáleiðslu-trans og hreinlega geti ekki klárað dæmið. Mér finnst leikmenn staðnaðir og vera langt frá því að vera nógu hreyfanlegir sem vekur upp eina spurningu hjá mér. Er þessi “Houllier-syndrome” ekki að losna undan klúbbnum?? Það er búið að niðurnjörva varnarkerfi inní leikmenn að þeir hreinnlega eru hættir að þekkja hugtakið: “Sóknarleikur”. Ef það á að láta okkur spila þetta 4-5-1 kerfi áfram (og það líka á heimavelli) þá tel ég að við þurfum að fá nýja leikmenn sem henta í kerfið. Chelsea spilar þetta kerfi og lykillinn af þeirra velgengni með þetta kerfi eru kantmennirnir tveir sem eru að gera Mourinho kleift að geta spilað þetta kerfi. Svo notar Mourinho kerfið til að sækja fram á við en Herra Benitez nýtir sér það til að reyna að halda hreinu. Þar liggur vandamálið grafið! Þessi Paranoja með að halda markinu hreinu er hreint út sagt orðin verulega pirrandi og það er þar sem vandamálið liggur.
    Leikurinn í dag gegn Chelsea var mjög góður hjá LFC en það sem pirrar mig eins og ávallt er hversu rosalega við erum lengi að láta boltann ganga á milli manna til að opna fyrr varnir andstæðinganna. Við eigum að vera farin að venjast því að andstæðingarnir bakki á liðsrútunni inní teig sínum þegar það mætir á Anfield Road, og eina lausnin er hreyfanleiki og hratt spil.
    Ég er farinn að halda að þetta 4.sæti sé orðið svo innstillt í okkur að það verður eins og að vinna titilinn ef við náum því. Kannski svartsýni en samt pirrandi.

  2. Sem góður Poolari sættir maður sig ekki við neitt nema 1. sætið en það hefur ekki verið raunhæft síðustu ár. Miðað við það sem á undan er gengið þá vil ég ekki sjá neitt nema 3ja sætið. Það er alveg hægt enn. Hin liðin eiga eftir að tapa stigum líka og ef að við fáum góðan miðjumann og striker mjög fljótlega þá náum við 3ja sætinu. Áfram Liverpool. 😡

  3. Miðað við ástandið einsog það er í dag, þá myndi ég vera alsæll með eftirfarandi:

    Þriðja sætið í deildinni. Tel að við eigum möguleika. Það er vel mögulegt að eitt af Man U, Arsenal eða Chelsea eigi eftir að tapa slatta af stigum og við eigum því alveg sjens á að ná einu af þessum liðum, þótt við náum þeim auðvitað ekki öllum. Allavegana að við séum þarna í nágrenninu. Ég mun EKKI sætta mig við að bilið breikki frá því sem það er núna. Ég krefst þess að það sé minna en 18 stiga munur á okkur og toppliðinu í lok tímabilsins.

    Undanúrslit í Meistaradeildinni. Vel mögulegt. Núna er þetta bara útsláttarkeppni og hver segir að við eigum ekki að geta klárað þá keppni einsog hvert annað lið.

    Já, og að vinna annaðhvort bikarinn eða deildarbikar.

    En það er vissulega sorglegt hvernig þetta tímabil hefur farið og ömurlegt að vera 9 stigum á eftir Man U og 18 stigum á eftir Chelsea. Í fyrra þótti okkur það hræðilegt að enda 30 stigum á eftir Arsenal. Núna er tímabilið hálfnað og við erum 18 stigum á eftir Chelsea.

    Ég átta mig ekki alveg á þessu hvernig þetta getur verið svona slæmt, því þetta lið hefur leikið *vel*. Það er nánast móðgun við spil liðsins, Eiki, að vera að líkja því við lið Houllier því þetta er miklu, miklu betra lið.

    Berðu bara saman Chelsea leikinn frá því janúar 2004 þegar Cheyrou skoraði sigurmarkið. Við vorum miklu, miklu, miklu betri í dag en þá. Í fyrra undir Houllier vorum við í vörn allan tímann en náðum einni sókn og skoruðum. Í ár vorum við í sókn mestallan tímann en náðum ekki að klára þetta enda hvorki Baros né Cisse með.

    Það er alveg augljóst að það þolir *ekkert* lið að missa jafnmarga leikmenn og við höfum misst í ár. Ekki Chelsea, ekki Arsenal og ekki við. Svo einfalt er það.

  4. Ég er ekki tilbúinn að gefa Man Utd 3ja sætið, við eigum að ná því. Það er alveg öruggt að við erum komnir í úrslit deildar bikarsins (ef að Rafa notar aðalliðið) og þar munum við mæta Chelsea og allt getur gerst. Ok deildarbikarinn er svo sem ekkert spennandi, en er samt dolla og það er ekki svo oft sem við lyftum slíku.
    Ég er rosalega hræddur um að við eigum ekki eftir að fara mikið lengra í meistaradeildinni á þessu tímabili.
    Annars er erfitt að segja til um hvað er ásættanlegt fyrir tímabilið þegar að annarhver byrjunarliðsmaður er meiddur.
    Ég er bara nokkuð stoltur af Liverpool miðað við mótbyrinn sem hefur stormað á móti okkur allt tímabilið.
    Hjartað slær sem aldrei fyrr ! 🙂

  5. Ég myndi segja að miðað við að nýr framkvæmdastjóri, nýtt þjálfaralið, breyttur leikmannahópur og mikil umskipti á spilamennsku liðsins þá væri þessi árangur mjög góður.

    Hins vegar ef við gefum okkur það að 4ja sætið náist ekki, þá yrði það gríðarlegt áfall og ég er eiginlega ekki tilbúinn að hugsa það til enda.

    Mér finnst samt ótrúlegt hvað Rafa nær útúr þessum hóp miðað við meiðslin öll! Úrslitin gegn chelskí var náttúrulega viðbjóðslega ósanngjörn og niðurdrepandi. Ef menn ná að jafna sig eftir þann leik þá er ég ekkert smeykur um framhaldið.

    Le Tallec, Anelka, Morientes, Pellegrino og ungi markmaðurinn frá Leeds eru sennilega á leiðinni til okkar þannig að við þurfum sennilega ekki að örvænta!

  6. Maður spyr sig nokkura spurninga núna!

    1 – Hvað eiga þessir strákar sameiginlegt með?

    Cisse, Baros, Kewell, Smicer, Josemi, Alonso, Riise, Kirkland!

    2 –
    Hver meiðist næst?

    3 – Mun Riley dæma Liverpool-mannjú sem framundan er?

    4 –
    Er til viðbjóðslegra lið en chelskí?

  7. Ég geri ekki meiri kröfur en 4. sætið í PL.

    8 liða úrslit í CL. Við eigum alveg að geta unnið BL.

    4 liða úrslit í FA cup.

    Úrslitaleikur í Carling Cup þar sem við mætum Chelski og rænum Morinho þessum Carling metnaði!!!!!

    Allt árangur umfram þetta í ár er plús.

  8. Einar Örn: Ég er ekki að segja að liðið spili eins og það gerði undir stjórn ruglaða frakkans. Ég er að segja að mentality-ið er stundum svipað þegar maður horfir á liðsuppstillinguna á liðinu (90% líkur á 4-5-1 á útivelli). Það er samt allt annað að sjá liðið spila síðan í fyrra þar sem að sóknarmennirnir (eða maðurinn) fær að fara yfir miðju OG jafnvel vera þar næstum því allan leikinn. En svona án alls gríns að þá finnst mér það eiga að vera komin nægileg reynsla hjá Herra Benitez á enska boltanum til að hann fari að spila sókndjarfari fótbolta en áður. Maður skilur hann reyndar eins og staðan er í dag þar sem bestu leikmennirnir eru að detta út meiddir og uppfyllingarefnið er ekki til staðar til að uppfylla þær óskir sem framkvæmdastjórinn vill. Liðið verður styrkt í janúar og svo næsta sumar (fyrir utan menn sem koma úr meiðslum aftur) en eftir þann tíma vonast maður til að Herra Benitez leyfi liðinu að njóta sín meira fram á við en gert hefur. Svo vil ég sjá Anelka í janúar en ekki Morientes. Ég er orðinn leiður á þessari sápuóperu varðandi hann. Annað hvort hefur hann áhuga á að spila fyrir LFC eða hanga áfram í litlar vonir um að spila fyrir hið ofmetna Real Madrid lið.

Xabi frá í 6 vikur

Heppnir?