Hérna er fínn pistill á Guardian, sem fjallar um magnaðan hlut sem hefur verið að gerast í enska boltanum í vetur – það eru miklu færri jafntefli en eru vanalega. Við höfum auðvitað tekið eftir þessu því okkar menn hafa engin jafntefli gert. Af 65 leikjum í deildinni hafa bara 4 endað sem jafntefli. Það er ótrúlegt.
ótrúlegt líka að Fulham hafi ekki gert jafntefli, við vorum einmitt að keppa við þá um jafntefliskóngatitilinn í fyrra að mig minnir.
Athyglisvert mál þetta með jafnteflin. Tók eftir þessu sömuleiðis í íslensku deildinni í sumar. Í okkar litlu deild hefur yfirleitt verið frekar hátt hlutfall jafntefla. Í sumar var hlutfall jafntefla hinsvegar einungis 20%. Nýtt trend í gangi?
“Liverpool are a case in point. Rafael Benítez’s side have transformed themselves into the Premier League’s great entertainers, with their seven matches this season producing 32 goals”
Sáttur við þetta 🙂
Er ekki bara málið lið eins og Liverpool o.fl. eru farin að læra hvernig á að spila gegn 10manna varnarmúrum? Boltinn er látinn ganga mjög hratt milli manna og bakverðir fá að sækja upp nánast að vild. Lið taka meiri áhættu og spilið er svo hratt að líkurnar á mistökum og mörkum aukast mjög.
Því fleiri mörk sem eru skoruð því minni eru líkurnar á jafnteflum. Annaðhvort liðið sem nær yfirhöndinni og stjórnar hraðanum nær að raða inn mörkum.
Önnur samverkandi skýring gæti verið sú að nú í miðri efnahagskreppu minnkar heildarmunurinn stórlega á milli eyðslu topp og botnliða í leikmannakaup. Í stað stjörnudýrkunar og hræðslu er áherslan komin á liðsheild og samvinnu. Þetta gefur hugsanlega litlu liðunum meira sjálfstraust til að sækja og opnar þeirra varnir. Á laugardag reyndu Hull t.d. að pressa vörn Liverpool framan af, við létum boltann ganga mjög hratt til að þreyta þá. Svo þegar Hull runnu “out of steam” í seinni hálfleik hrúguðust mörkin inn.
Í báðum tilvikum verða öfgarnar og vafaatriðin meiri sem gæti skýrt af markasúpur eins og þegar Stjarnan komst 3-0 yfir gegn Fylki en tapaði svo 8-3. Lið eru að halda áfram að sækja hratt og spila sinn leik í stað þess að verja forystur og leggjast í vörn. Það er eins og lið séu laus undan oki peninga og hræðslunnar við að tapa og við séum að upplifa 6-7.áratuginn uppá nýtt. Pjúra sóknarbolti og leikgleði í fyrirrúmi. Sjáum til hversu lengi þetta endist.
Mjög vel orðað Sölvi og frekar líkleg ályktun..