Líður ykkur líka í dag eins og það sé þorláksmessa? Raunar eins og það sé extra góð Þorláksmessa þar sem í þetta skiptið þarf maður ekki að umgangast vini og vinnufélaga sína sem eru nýkomnir frá því að éta einstaklega illa lyktandi og óheillandi fisk sem búið er að míga hressilega á!
Já það er komið að því, eftir einungis 3 mánuði, 2 daga, 6 klukkutíma og korter er komið af því að við fáum aftur að sjá alvöru fótbolta og svei mér þá ef maður er ekki svolítið stressaður fyrir leikinn á morgun. Að vanda VERÐUM við að taka 3 stig frá þessum leik og fyrir þesskonar verkefni er Sunderland dagsins í dag ekkert endilega besti staðurinn til að fara á.
Sunderland lítur mikið betur út heldur en oft(ast) áður, eru búnir að kaupa helling af leikmönnum sem vit er í, voru mjög óheppnir að taka ekki United úti um daginn og hafa svo helvítið hann Steve Bruce sem framkvæmdastjóra núna. Það þyrfti einhver snillingurinn að renna yfir það hvað við höfum oft gert jafntefli við lið sem Bruce stýrir, þá erum við líka í flest öllum tilvikum að tala um botnbaráttulið sem er ekki alveg raunin hjá honum í dag.
Reyndar eins asnalega og það nú hljómar gæti það unnið með okkur að Bruce er ekki með mjög takmarkað botnbaráttulið því þetta Sunderland lið er ekki að fara byggja mennskan múr fyrir framan markið sitt eins og öll fyrri lið Bruce hafa gert gegn Liverpool. Þau lið sem sækja á Liverpool hafa oftar en ekki fengið það í bakið og ég býst við og vona að það muni henda norðanmenn á morgun. Þeir eru meira að segja fullir sjálfstrausts eins og sjá má hér með vinnudýrin Lorik Cana vin okkar úr Marseille og Lee Cattermole á miðjunni.
En ef við vindum okkur aðeins í það sem skiptir máli fyrir þennan leik þá ber þess fyrst að geta að okkar menn komu mjög vel frá landsleikjatörninni, bara Gerrard, Torres og Kuyt meiddust lítillega og Guðmávitahvaðopolus meiddist eitthvað meira, s.s. eingöngu fjórir tæpir eða meiddir eftir landsleiki sem í öllum tilvikum skiptu akkurat engu máli (Spánn, Holland og England voru komin áfram og Grikkland skiptir bara ekki máli yfir höfuð).
Mascherano var síðan að keppa í S-Ameríku í afar mikilvægum leik ásamt Insua sem fór þanngað líka. Síðan veit ég ekki með Lucas en hann fór held ég alveg örugglega í landsliðsverkefni með Brössum. Kuyt og Babel toppuðu þetta samt og fóru til fokkings Ástralíu… í vináttuleik! Þessir fimm koma líklega ekki til með að æfa með Liverpool fyrr en í dag og eflaust allskonar þreyttir eftir ferðalög vikunnar (afhverju enda gamlir leikmenn aldrei sem flugþjónareftir ferilinn?).
Riera spilaði með Spán ásamt Torres og Reina var með í för einnig, Johnson kom við sögu hjá Englandi eins og Gerrard, Skrtel spilaði með Slóvökum í mjög mikilvægum leik fyrir þá þjóð á meðan Agger sneri aftur og tók tvo leiki með dönum. Fagnaðarefni að fá danann aftur í aksjón, þó hann sé líklega af þessum sökum ekki klár í leik fyrir Liverpool. Benayoon spilaði síðan fyrir Ísrael ofan á þessa súpu sem ég var búinn að telja upp.
Til samanburðar er hægt að benda á að af liðinu sem gerði jafntefli við United um daginn þá eru Bardsley, Turner, Ferdinand, Malbranque, Richardsson (í banni gegn okkur), Cattermole og Bent búnir að liggja í leti alla vikina á meðan Reid, Cana og Jones fóru í landsliðsverkefnum (Reid var t.a.m. bara varamaður).
Þetta vinnur auðvitað gríðarlega með Sunderland á stundum sem þessari, þeir hafa keypt nokkuð gáfulega með því að versla góða honest úrvalsdeildarleikmenn í stað þess að kaupa allraþjóða landsliðsmenn sem þeir ættu þá eftir að búa til lið úr. Núna í vikunni var síða Bolo Zenden að bætast í þennan hóp og þann mann ættum við að þekkja vel.
En það er vitað að svona landsleikjahlé eru verkfæri djöfulsins og þetta hlé var ekki neitt æði fyrir stóra þriggja leikja viku (8 daga vika sko). Liverpool getur þú klárlega náð góðum úrslitum þrátt fyrir þetta þó þetta flæki töluvert val á líklegu byrjunarliði! Þeir einu sem eru alveg pottþétt í liðinu eru Reina og Carragher. Eins ætti Aurelio að vera nokkuð pottþéttur þar sem hann fór ekki fet í vikunni og er aftur orðinn klár í slaginn.
Byrjunarlið:
Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres
Á bekknum eru: Cavalieri – N´Gog – Benayoon- Agger – Babel – Insua – Voronin.
Fullt af öðrum möguleikum, Kuyt gæti byrjað á bekknum ef hann er tæpur eftir Ástalíuleikinn og langt ferðalag…..bara grín (“,). Riera, Babel og Benayoon koma allir til greina vinstramegin ásamt jafnvel Dossena og Aurelio. Eitthvað segir mér að Spearing spili þennan leik þó ég þori ekki að spá því blákalt af ótta við að það verði flissað af mér og eins gæti Aqualini slysast á bekkinn þó ég telji það afar hæpið.
Spá:
Ég er alveg SKÍTHRÆDDUR við jafntefli en segi þó 1-2 fyrir okkar mönnum með mörkum frá Lucas og Babel.
Annað:
Að vanda hafa fjölmiðlar keppst við að neita því að prins á hvítum hesti sé í þann mund að bjarga Liverpool. Ekkert óvænt eða nýtt þarna en maður veltir því fyrir sér hvort þetta himpigimpi hefði ekki getað ropað því úr úr sér fyrr, ekki bjóða félaganum á Anfield og útskýra ekki betur afhverju. Það er alltaf eins og þeir vilji vera í fjölmiðlum og stefnumót út um allann heim hjá eigendum klúbbs í miklum meintum fjárhagsvanda við moldríkan prins eru ekki að fara gera neitt nema ýta undir truflandi orðróm og umtal sem klúbburinn gæti vel verið án. M.ö.o. vinnið þessi mál fyrir luktum dyrum, ekki í stúkunni á troðfullum Anfield… og seljið klúbbinn.
Annað annað:
Svo gæti ég ekki verið mikið meira sammála þessum penna á Echo, hjúkkit
Kv.
Babú
Það er orðið ljóst, enginn Torres og enginn Gerrard á morgun: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N166099091016-1341.htm?
Það er ekki orðið eðlilegt hvað ég hata þessi landsleikjahlé út af lífinu. Algjörlega tilgangslausir leikir hjá Englandi og Spáni, en við fáum þetta í andlitið.
Ég held líka að það séu engar líkur á því að Lucas og Mascherano byrji saman á miðjunni, þeir eru ný lentir í Liverpool eftir flug sín og báðir kláruðu 90 mínútur með landsliðum sínum í miðri viku.
“(Spánn, Holland og England voru komin áfram og Grikkland skiptir bara ekki máli yfir höfuð).”
Ég skellti upp úr! Glæsileg upphitun.
Ég spái jöfnum leik þar sem Kuyt skorar á 57. mínútu og e-r varamaður skorar á lokamínútum leiksins, 0-2 fyrir okkur.
Líklega verður Ngog uppá topp og Benayoun fyrir aftan hann.
Ég held að Benitez eigi bara ekki aðra kosti en setja Lucas og Mascherano á miðjuna, á erfitt með að sjá aðra menn leysa þeirra hlutverk. Hann gæti svo sem sett Aurelio á miðjuna og þá Dossena í vinstri bakvörð. Annar maður sem ég tel að gæti skilað ágætu starfi á miðjunni er Agger, hann er það tæknilega góður að hann gæti vel leyst þá stöðu ef nauðsyn krefur. Benitez er þó sennilega ekki á sama máli, man það vel þegar hann ákvað frekar að hafa Hyypia á miðjunni þegar svipuð krísa kom upp hér um árið.
Í hvaða bévítast skipti er það sem Torres kemur meiddur til baka úr landsleikjahléi.
Hef alveg skelfilega tilfiningu fyrir þessum leik á morgunn, Vörnin búin að vera lekari en nýbygging á góðæristímabilinu.
Miðjan með Mascherano og Lucas ekki beint til þess að borga prins pólo til að sjá.
Frammi verða annaðhvort Voronin eða Ngog.
Þetta lítur bara skelfilega út eða hvað er ég bara í einhverju svarsýniskasti, eru menn bjartsýnni en ég
væri gaman ef einhver gæti komið með góð rök til þess að létta af mér svartsýninni því hún á svo sannalega ekki við mig.
Landsleikjahlé eru óþolandi.
Eigendur Liverpool eru hálfvitar sem kunna ekki mannasiði.
Liverpool sárvantar líkamlega sterkan Target-Striker og Heskey myndi klárlega gera sóknarleik Liverpool effektívari þó hann skori lítið. Bestu leikir Englands undir stjórn Capello hafa verið þegar Heskey býr til svæði fyrir fljóta kantmenn og Rooney.
Sölvi hvaða fljótu kantmenn eigum við ? Kuyt og Riera ???
Hér er fínt viðtal við Riera.
Jæja…..
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N166099091016-1341.htm
Gerrard og Torres ekki með á morgun 🙁 Vona að það Babel blómstri og að einn af ungu strákunum fái tækifæri og noti það til hins ýtrasta!
(Nemeth í beinni á eurosport, fer að koma hálfleikur.
Ungverjaland og Kosta Ríka að spila um 3. sætið á HM u20.)
Ótrúlegt hvað maður er orðin háður kop.is í gærkvöldi var ég farin að bíða eftir pistli fyrir leik og ekki skemmir að fá pistil frá Babú snildar penni, sem reyndar fer með rangt mál með liðs uppstillinguna
Ja, þú segir fréttir Siggi 🙂
Hlakka ekki til að sjá Liverpool spila án Gerrard og Torres en það verður öðruvísi. Spurning hvort við sjáum ekki Benayoon stíga upp og eiga góðan leik. Leikmennirnir þurfa að sýna að Liverpool er ekki bara G&T, ég er bara skíthræddur um að það sé því miður þannig.
Svo verð ég að segja eitt. Mér finnst ansi lélegt hvernig Babu talar um Kyrgiakos, með því að sýna honum virðingarleysi með því að kalla hann ekki sýnu rétta nafni. Hann er leikmaður Liverpool og á þá strax skilið þá virðingu þótt hann sé ekki sá leikmaður sem við vildum sjá koma til liðsins. Ég veit að þetta á að vera fyndið, en nafnið hans er bara ekkert flókið og mér finnst þetta vera öðruvísi þar sem hann er leikmaður okkar. Þetta var öðruvísi fyrst þegar hann var orðaður við okkur.
Já ég er viss um að Guðmávitahvaðopolus sé alveg miður sín yfir þessu!
Come on maður, þetta er íslensk bloggsíða um fótbolta, meira að segja erlent lið. Þetta er ekki barnaland og ég er bara að ryðja út minni skoðun á svona semi alvarlegu nótunum, trúi stundum ekki hvað menn geta látið svona smáatriði fara í taugarnar á sér. Þar fyrir utan finnst mér þetta alveg ljómandi gott gælunafn á óþekktan Grikkja og er ekki að meina þetta illa.
Hvað með Voronin getur hann ekki verið frammi eða á miðjuni og Babel er hans tími kominn og svo Bennajon? Þetta reddast það verður bara að gera það, nú verða menn að sýna Rafa að þeir séu til í að leysa G&T af hólmi
Hahhaha, Jóhannes (“12) þú er sem sagt ekki að grínast ? Persónulega hlæ ég alltaf þegar ég sé þetta íslenska/gríska nafn á honum Kyrgiakos :0) Ég verð hinsvegar að taka undir með einhverjum hérna þegar ég segi að ég hef ekkert svakalega góða tilfinningu fyrir leiknum á morgun. Hinsvegar má ekki vanmeta menn eins og Benayoun, Riera og Babel. Þeir gætu tekið upp á því að gera eitthvað skemmtilegt á morgun
Eins og Bon Jovi sagði “Keep The Faith”
Forza Liverpool
Ætla að spá 5-3-2. Svipaðri uppstillingu og á móti Portsmouth í fyrra.
Johnson – Carragher – Skrtel – Agger – Dossena
Aurelio – Mascherano –
Benayoon
N´Gog – Voronin
Bekkur: Cavalieri, Spearing, Babel, Lucas, ???, ???, ??
Held það væri svolítið riský að setja Spearing inn í vængbrotið lið. Það væri allaveganna langt frá því að vera kjörastæður.
Vera bara með Reina-Johnson-Carragher-Agger-Aurelio svo Masc og Lucas saman á miðjunni og hafa svo Kuyt-Benayoun og Riera og gefa Babel tækifærið frammi.
Verðum að vinna þennan leik eða pakka saman og fara að undirbúa okkur fyrir næstu leiktíð það er mitt mat.
Án Torres og Gerrard erum við bara miðlungslið, ekkert lið má svo sem við því að missa þvílíka leikmenn.
Þetta var erfiður leikur fyrir en án þessara tveggja manna er þetta bara 50/50 dæmi og ef við höfum ekki sigur með einhverjum ráðum erum við í mjög erfiðri stöðu í deildinni, erum það raunar nú þegar.
Vantar breidd í hópinn og einhvernveginn myndi ég ekkert missa svefn ef ég væri Steve Bruce út af ógninni frá N´Gog, Voronin eða Babel.
Annars ætla ég að vera bjartsýnn og spá okkur 1-0 heppnissigri sem skilar samt 3 stigum og svo ferskum Torres og Gerrard í framhaldinu.
Ég er ekkert miður mín yfir þessu, ég er ekki að segja það. En mér finnst einhvern veginn eins og að menn liti á Kyrgiakos sem einhvern gæja sem á ekki að vera í liðinu og muni bara fara strax. En hann er kominn til að vera, gæti alveg verið í Liverpool í 2-3 ár, ætlaru að kalla hann þessu nafni í 2-3 ár? Hvenær verður hann gildur Liverpool leikmaður.
Davíð: ‘Eg hef trú á því að Liv geti alveg unnið leik þótt að G&T séu ekki með. Við megum ekki vantreysta varamönnunum, þeir hafa í gegn um tíðina komið inn og gjörbreytt leiknum,,,og hvers vegna ekki nú??????? SVO BARA,,,, ÁFRAM LIVERPOOL
Tvær vítakeppnir, tíu víti: Eitt í slá, þrjú mörk og sex varin
Hvað er hægt að segja um það!
Voðalega eru menn eitthvað sárir yfir nafninu á grikkjanum, maðurinn hlýtur að mega grínast aðeins, held hann sé ekkert að meina það að hann þoli hann ekki eða vilji að hann fari strax heldur bara að fíflast, ég er að fíla þetta nafn hvaðanopolus eða hvað hann kallaði hann. Vinir mínir kalla mig tildæmis Viddi þó ég heiti Viðar og ég er ekkert sár yfir því allaveganna
Já, ég er ekki bara að tala um Babu og nafngiftina. Ég hef bara orðið var við það að menn líta framhjá Kyrgiakos, líkt og þeir telja hann ekki nógu góðan. Hann er kannski ekki sá leikmaður sem við hefðum viljað fá en hann er núna í treyju Liverpool. Yfirleitt er það niðrandi þegar menn nefna einhvern hvaðhannnúheitir eða eitthvað í þá áttina, það er ekki gælunafn líkt og Viddi.
Þetta er samt hálfheimskuleg þessi umræða. Þetta skiptir auðvitað engu máli hvernig Babu nefnir hann. 🙂
Vil endilega benda mönnum á að Liverpool vann Man Utd fyrir rúmu ári síðan með hvorki Gerrard né Torres í liðinu. Gerrard kom að vísu inn á seint í leiknum en gerði þó engan gæfumun.
Einnig vil ég benda þeim fjölmörgu sem vilja meina að Mascherano og Lucas geti ekki spilað saman á miðjunni að þegar L’pool vann Man Utd 4-1 sl. vor að þá samanstóð miðjan af akkúrat þeim tveimur.
Hættum þessu þrasi og köllum hann bara Auðberg, eða Áskel. Flott íslensk og karlmannleg nöfn. Nema kannski Áskell, það er ekki mjög karlmannlegt.
Já, eða bara Ketill Máni Sigríðarson, það er flott íslenskt nafn.
En varðandi landsleikjahléin, þá má nefna að í körfubolta þá hafa félögin miklu meira um leikmennina að segja heldur en í fótbolta. Til dæmis neitaði Dallas Mavericks Þýska landsliðinu um að fá Dirk Nowitski til þess að spila í evrópumótinu í sumar.
Við eigum ekki séns í þennan leik. Við erum nefnilega ekki með nógu marga matchwinnera í hópnum og þar sem einn okkar helsti er meiddur getum við alveg eins gefist upp strax.
Við vinnum þennan leik aldrei án Sotirios Guðmávitahvaðopoulos Kyrgiakos (er það ekki annars fulla nafnið hans?).
Annars hef ég lítið um þetta að segja. Ef við ætlum að vinna titilinn verða allir sem heita ekki Torres eða Gerrard að minna á sig á morgun. Jafntefli er ekki alslæmt en tap mun nánast setja okkur úr leik þetta árið (andlega, ekki tölfræðilega, duh) og það í miðjum október. Sú hugsun er of dapurleg til að klára.
Ef Spearing fær ekki sénsinn núna þá fær hann hann aldrei.
Addorri, ég er nánast 100% viss um að Rafa mun nota Aurelio og Lucas saman á miðjunni í þessum leik, með Benayoun fyrir framan. Ef Lucas verður frá vegna seinkomu frá S-Ameríku eins og Mascherano yrði ég hissa ef Plessis yrði ekki valinn á undan Spearing í byrjunarliðið. Eins mikið og ég vil sjá Spearing vs Cattermole (barátta grjóthörðu Hobbitanna) í heilar 90 mínútur stórefast ég um að það verði að veruleika.
2-0 tap.sorry.carragher með sjálfsmark og bent úr víti.
Ótrúlegt að menn skyldu stinga upp á Spearing í byrjunarliðið… Þá fyrst yrði nú algert svartnætti hjá okkur…. Spearing er næsti John Welsh… man einhver eftir honum?
Er því miður sammála með Spearing. Hann á ekki erindi inn í þetta lið, því miður. Væri samt til í að sjá hann á bekknum og koma svo inn á í þýðingarlausar mínútur og hamast á vellinum. Er ekki líklegra að við sjáum Spearing vs. Cattermole 21. okt í varaleik liðana?
Í þessari nafna umræðu rifjast upp fyrir mér kostulegt atvik sem að mig minnir sá ágæti félagsskapur Liverpool klúbburinn á Íslandi stóð fyrir. Það fór eitthvað fyrir brjóstið á þeim herramönnum að nafn Hauks Inga Guðnasonar væri vitlaust skrifað á opinberu vefsíðunni, hvort sem um var að ræða í umfjöllun um varaliðsleiki eða annari umræðu um manninn. Það var því ákveðið að senda út formlegt bréf fyrir hönd félagsmanna og gagnrýna þessi vinnubrögð og virðingaleysi forsvarsmanna vefsíðunnar. Haukur héti einmitt það en ekki Hake eins og kom fram á út um alla vefsíðuna. Það kom svo á daginn að greyið maðurinn var kallaður Hake af félagsmönnum og liðsfélögum úti, vegna framburðarvandræða tjallans á íslenskum mannanöfnum, og að ákveðið hafi verið að nota þetta gælunafn hans í umfjölluninni. Þarna var umræðan hans Jóhannesar tekin á nýtt plan og farið beint í toppinn.
Svona allavega man ég þessa sögu ég veit ekki hvort þetta sé einhver vitleysa af einhverri ástæðu rifjaðist þetta upp fyrir mér í þessari bjánalegu nafna umræðu.
Þetta fer 2-0 fyrir Liverpool. Þeir leikmenn sem spila á morgun verða ákveðnir í að sanna að Liverpool sé ekki bara T. og G.
Hef engar áhyggjur af þessum leik.
Kuyt
Riera Benayoun Babel
Aurélio Johnson
Skrtle Carra
Bekkur: Cavlieri, Agger, Insúa, Degen, Plessis, Voronin og N´gog.
Nú reynir á liðsheildina í leik þar sem ekki verður hægt að treysta á einstaklingsframtak Gerrard´s og Torres. Þetta verður leikur þar sem L´pool liggur aftur og treystir á skindisóknir. Við fáum ekki á okkur mark í þessum leik. Kuyt mun með vinnusemi sinni vera “batti” og Riera, Benayoun og Babel koma í seinni bylgju. Masch og Lucas koma til með að liggja báðir aftarlega og leifa þannig bakvörðum okkar að færa sig ofar þegar tækifæri gefst á því. Með þessu móti mætum við öllum “crossum” inni í teig með a.m.k. 2 sóknarmönnum inni í teig og einum fyrir utan hann. Eins og svo oft áður, í vetur, munum við vera í vandræðum í hornspyrnum sem andstæðingurinn á. Liverpool verður að halda boltanum niðri í framspilinu því að Kuyt mun ekki ná að valda vandræðum ef háum boltum verður spyrnt fram á hann. Lykillinn er að senda boltann í lappirnar á honum. Loksins hefur Babel verið stillt upp þar sem hann á að vera, hægri kantur, tekur menn á og sendir fyrir. Sunderland mun eiga fleiri færi en við og Reina verður maður leiksins. N´gog kemur inn á fyrir Benayoun og skorar með skalla, eftir sendingu frá öðrum hvorum kantmanninum (vona að það verði Babel). Markið kemur þegar 10 min verða til leiksloka. Erfiður en sætur sigur.
Enn að nafna umræðu, veit ekki betur en að Kuyt sé oft kallaður hundurinn kátur eða smali, Benayoun – bennijón, ég hed að menn séu ekki að gera grín að leikmönnum, frekar að menn séu að reyna að vera findnir og fá aðra til að brosa. 🙂 Tökum þetta í dag létt 0-3 koma svo LIVERPOOL.
Þetta var alltaf erfiður leikur, án G&T verður þetta mjög erfitt.
Nú fær væntanlega Babel tækifæri til að stíga fram, það er hans að grípa tækifærið!
Ég spái þessum leik 0-1 sigri okkar manna og Babel skorar sigurmarkið!
Kuyt skorar fernu og tileinkar Guðmávitahvaðopolus mörkin, hef þetta beint frá Raffle Bennetz.
Liðið:
Reina
Johnson-Carragher-Skrtel-Agger-Insúa/Aurélio
Kuyt-Mascherano-Lucas-Benayoun
Voronin
Bekkur:Cavalieri Insúa/Aurélio Degen Babel N’gog Riera
Bakverðinir ofursókndjarfir svipað og á móti Portsmouth í fyrra.
3-2 fyrir Liverpool Voronin með 2 og Babel með 1 af bekknum
Þetta kom ekki eins út og ég skrifaði það. Getur einhver lagað það.
fLeikurinn fer 2-3 Benayoun með 1 á 30.mín og Babel með tvennu í seinni hálfleik!! klárt mál!!
Held að Kuyt verði fremstur, Benayoun fyrir aftan hann og Riera og Babel á köntunum. Mascherano og Lucas á miðjunni. Giska á 2-1 tap, en vona auðvitað að það rætist ekki…
Neeiii, ætli smjörið, a.k.a Amy winehouse, a.k.a folaldið, a.k.a Bennijóns stígi ekki upp og skori eina mark leiksins.
Sælir félagar,
Slæmt mál, karlinn með hina margrómuðu svínaflensu og ekki í standi til að fara á Players. Veit einhver hvar er hægt að horfa á leikinn á netinu?