Meira af Cesar og Morientes + annað slúður

Jæja, [Marca](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,579831,00.html) og síðar [Sky Sports](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=248740) segja nú að Real Madrid hafi í raun ekki enn tekið tilboðinu, en liðið hefur ekki heldur hafnað því. Kemur væntanlega í ljós á morgun.

Annars er annað, sem er komið inná í þessum fréttum og það er að Rafa vill aðeins bjóða Cesar 6 mánaða samning, en Cesar vill ekki flytja nema hann fái nokkra ára samning. Samkvæmt fréttinni hefur Rafa það mikið traust á Kirkland að hann sjái Cesar aðeins sem tímabundna lausn. Viðræður eru þó enn í gangi.


[Teamtalk eru svo með skemmtilegt slúður](http://www.teamtalk.com/teamtalk/News/Story_Page/0,7760,1776_249232,00.html). Teamtalk orðar Liverpool við kaup á Andy Johnson hjá Crystal Palace. Segir fréttin að Benitez hafi boðið Salif Diao, Stephane Henchoz og peninga í skiptum fyrir Johnson.

Í sömu frétt er Jermaine Pennant, leikmaður Arsenal orðaður við Liverpool.


Meira sunnudagsslúður. Koptalk segj að [Liverpool hafi áhuga á að fá Edu til liðsins](http://www.koptalk.org/forums/showflat.php/Cat/0/Number/387407/page/0/view/collapsed/sb/5/o/all/fpart/1). Samningur Edu við Arsenal rennur út í sumar og samkvæmt Koptalk (sem er EKKI áreiðanlegur miðill), þá var Edu stuðningsmaður Liverpool þegar hann var lítill.

2 Comments

  1. Þetta hljómar vel með Morientes og Cesar, einnig með Anelka. Ef við getum ekki fengið báða senterana þá myndi ég frekar vilja fá Morientes. Það er eitthvað sem segir mér að hann hafi allt til að slá í gegn á Englandi.

    Hvað varðar þetta bull með Andy Johnson… nei takk

    Við verðum að velja vel þá leikmenn sem við kaupum og hvað vantar.
    Varnarmaður… kominn!
    Senter… á leiðinni.
    Markmaður… á leiðinni.
    Hvað meira? Ég hugsa að ef þeir leikmenn sem Benitez hefur áhuga fyrir næsta ár eru falir í janúar þá mun hann kaupa þá strax en mig grunar að hann kaupi eingöngu 3 leikmenn og hafa nöfn þeirra verið tíðrætt á flest öllum Liverpool spjallvefjum.

  2. já samála með að ég vill frekar frá Morientes því maður veit aldrei uppá hverju anelka tekur. Andy Johnson nei takk vill nú fyrst sjá hann standa sig 2 tímabil í röð áður en við fórum að bjóða í hann.

Liverpool hækkar tilboðið í Morientes og varamarkvörð Real! (uppfært! x2)

Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum (uppfært)