Ég vil ekki taka þessa fallegu mynd af Torres af forsíðunni.
Í raun væri ég alveg til í að hafa hana út árið. En hérna er ágætis pistill þar sem er á yfirvegaðan hátt skoðað í bækur Liverpool og fjárhags- og skuldastaðan borin saman við Arsenal, Man U og Chelsea.
Flott grein og góður lestur. Niðurstaðan er í raun sú að Liverpool, Arsenal og Man Utd virðast á svipuðu róli hvað skuldir varðar en þeir tveir klúbbar eru báðir að fá inn meiri tekjur en við (þökk sé áratugalöngum svefni markaðsmanna LFC). Vonandi snýr Christian Purslow því við á næstunni, býst við að samningurinn við Standard Chartered Bank sé fyrsta stóra skrefið í átt að því.
Og já, þegar maður metur þetta eins og þessi grein segir er ljóst að Chelsea eru í langverstu málunum. Abramovich er í raun þeirra banki en á meðan hægt væri að selja hina þrjá klúbbana, ef allt færi á versta veg, eru skuldir Chelsea svo gígantískar að það fengist ekki nokkur maður til að taka þær að sér ef Abramovich myndi ákveða að selja eða tapaði sínu fjárveldi og gæti ekki stutt klúbbinn lengur. M.ö.o., án Abramovich er Chelsea-klúbburinn dauður.
Það er gott að fá smá raunsæi í fjármálin. Ég hef aldrei skilið menn sem nota hatur sitt á Hicks & Gillett til að reyna að ljúga upp á þá í þessum málum. Þeir eru klárlega ekki að reyna að eyðileggja klúbbinn fjárhagslega séð, það myndi ekki meika sens fyrir neinn businessmann.
Það sem ég hef alltaf gagnrýnt þá fyrir er þrennt: Í fyrsta lagi, nýi Anfield (ókei, heimskreppan hafði sitt að segja þar en þeir lugu klárlega þegar þeir sögðust getað byrjað strax á honum þegar þeir keyptu), í öðru lagi, skuldsetning klúbbsins (hefðu þeir verið valdir fram yfir DIC ef þeir hefðu sagt satt með það atriði?) og í þriðja lagi, þessi óstjórnlega þörf þeirra fyrir að viðra allan sinn óhreina þvott á víðavangi. Í fleiri áratugi vissu allir hvernig hlutunum var háttað hjá Liverpool, hvað The Liverpool Way þýddi, en á tæpum þremur árum síðan þessir tveir menn komu til sögunnar hafa öll málefni verið í fjölmiðlum og klúbburinn okkar breyst í óstöðvandi sápuóperu.
Allavega, það er eitt að gagnrýna og það er annað að fara á nornaveiðar. Ég er ekki sáttur við að hafa Hicks & Gillett sem eigendur, en raunsætt mat segir manni að kannski er ekki hægt að ætlast til að fá betri manneskjur eins og staðan er í dag. Ég treysti þeim fyrir fjármunum klúbbsins og held þeir muni hjálpa klúbbnum mikið í þeim málum, og eins treysti ég því að nýi völlurinn verði byggður þótt síðar verði. Ef þeir gætu nú bara lært að halda kjafti í fjölmiðlum …
Vandamalid er ad tetta er short-term debt. Tetta gerir tad ad verkum ad allur peningur fer i tad ad borga vexti, semsagt engir peningar til ad eyda i leikmenn. Tess vegna var sumarid lika svona erfitt, tad var ekki haegt ad kaupa leikmann nema ad selja annan fyrst. Tad tarf ad endurfjarmagna til lengri tima, til ad hafa laegri vaxtagreidslur, en er erfitt eftir tessa fjarmalakrisu.
Hvad vardar samanburd vid hin lidin ta verdur ad skoda innkomu moguleika lidanna. An tess ad fara i einhvern reiknileik, ta getur 50 kall i skuld hja Liverpool verid verra en 100 kall hja Scum Utd, vegna tess ad teir tena mun meira. Tess vegna verdur Liverpool ad byggja staerri voll til ad minnka tetta bil.
Hvad vardar eigendurna, ta er baedi gott og slaemt ad teir reka tetta eins og alvoru business. Gott tar sem teir eru oliklegri til ad labba i burt tegar teir fa leid, en slaemt tar sem teir henda ekki silly money i tetta, eins og Chel$ski og Man City eru ad gera. Tad er ekki fraedilegur moguleiki ad tau tvo munu ever na ad vinna upp tapid a initial investment. Og tad i sjalfu ser gerir tad osanngjarnt ad tetta se leyft. Teir eru ad spila allt adrar reglur en adrir klubbar (Real Madrid gerir tad sama). Tad er ekki einungis hversu mikid teir spreda og yfirbjoda i leikmenn, heldur lika launin sem teir bjoda. Chel$ki heldur afram ad tapa mordfjar a hverju ari (70-80M punda), tratt fyrir ad vera ekki ad kaupa mikid af leikmonnum. Launin sem teir eru ad borga squad players er algjort rugl. Tetta er lika ein af astaedunum ad Benitez er ekki med eins breidan hop. Sterkur bekkjarsetumadur med 30.000 pund a viku heimtar ad fara, en ef hann faer 60.000 ta haettir hann ad kvarta. Tad er astaeda fyrir ad Crouch faerdi sig fra Liverpool bekknum yfir a Tottenham bekkinn (med stoppi hja Porsmouth) an tess ad kvarta. Money Money Money.
Því miður er þetta ekki alveg rétt Kristján,
Ástæðan fyrir því að Liverpool fær svona meðferð er, eins og Svenni segir, skammtímaskuldir, og þegar velta (turnover) félagsins er orðinn minni heldur en skammtímaskuldir þá er oft sagt að fyrirtæki sé orðið “tæknilega” gjaldþrota vegna þess að einmitt allur gróði fer í það að borga vexti, bara vexti, ekki einu sinni til að borga niður skuldir. Sem veldur stöðnun og á endanum endanlegu gjaldþroti. Þessvegna eru þeir að vilja endufjármagna skuldir sínar í langtímaskuldir, þannig að greiðslubyrgðin verði mun viðráðanlegri.
En að sjálfsögðu eru aðrir klúbbir alls ekki vel staddir, besta dæmið Chelsea, en það eru samt ágætis ástæða fyrir því að LIverpool sé að fá sérmeðferð í þessum málum