Rafa staðfestir komu Morientes!!!

morientes_scores_for_spain.jpg Jáááááá! Það er ekkert annað! Á meðan á leiknum við Watford stóð í kvöld sögðu Sky News að Real Madríd hefðu loksins tekið tilboði Liverpool upp á 6 milljónir punda fyrir Fernando Morientes. Maður kippti sér ekkert upp við þessar fréttir, enda ekki í fyrsta sinn síðustu tvær-þrjár vikurnar sem einhver fréttamiðill “heldur fram” að þessi kaup séu orðin frágengin.

Hins vegar trúi ég næsta miðli öllu betur. Í viðtali eftir Watford-leikinn, sem síðan birtist á Liverpoolfc.tv-síðunni opinberu, STAÐFESTI RAFA BENÍTES FRÉTT SKY NEWS um að Morientes myndi væntanlega skrifa undir á næstu klukkustundum (líklega þá í fyrramálið) og að hann vonaðist til að Morientes muni geta spilað gegn Man U á laugardaginn!!!

Hversu fokking kúl er það? Öööö Sir Alex? Við mætum ykkur með … MILAN BAROS … og … FERNANDO MORIENTES í framlínunni á laugardaginn. Þið eruð í djúúúpum skít!

Þetta er frábært, einmitt fréttirnar sem við erum búin að bíða eftir alveg síðan Cissé fótbrotnaði núna, og jafnvel enn lengur en það. Þetta virðist vera að ganga í gegn og nú fer maður að sofa brosandi í kvöld og býst við að sjá staðfestingu á að Moro hafi skrifað undir samning og klárað læknisskoðun fyrir hádegi á morgun.

Þannig að við spiluðum ekki vel gegn Watford en við unnum, héldum hreinu á heimavelli og fengum langþráða staðfestingu á kaupunum á Morientes í kvöld. Er það ekki bara ágætt? 😀 😀 😀 😀 😀

8 Comments

  1. ÞAÐ VAR FOKKING MIKIÐ!!! 🙂

    Ji minn hvað ég var orðinn þreyttur á þessum vangaveltum. En já, í framlínu Liverpool á laugardaginn verða þá semsagt:

    **Markahæsti maður EM 2004**

    OG

    **Markahæsti maður Champions League 2004!**

    Ég get ekki beðið! :biggrin2:

    Svei mér þá ef ég bara losnaði ekki við flensuna við þessar fréttir 🙂

    Þetta er frábært! Snilld! snilld snilld snilld!!!

  2. Djöfull er bróðir minn heppinn :laugh: hann verður á leiknum gegn manchester united og fær þá væntanlega að sjá Morientes í fyrsta skipti í búningi Liverpool :biggrin2: 🙂

  3. Þetta er focking schnilld:) En persónulega verð ég ekki í rónni fyrr en ég sé Mori haldandi á Liverpool treyjunni með Benitez sér við hlið 🙂

    Áfram Liverpool

  4. þetta er ekkert nema frábærar fréttir..búinn að biða allt allt of lengi eftir þessu:D

  5. Húrra, þetta verða frábær kaup maður var að verða hálf þreyttur á bullinu í kringum Morientes en held að hann verði frábær með Baros, held að anelka hefði verið of líkur Baros. Vona að við tókum Man U í nefið en þá verður við líka að skora ekki bara að vera miklu betri allan leikinn. Morientes og Baros setja sitt hvort og við vinnum 2-1.

Liverpool 1 – Watford 0

Liverpool og Real BÚIN AÐ SEMJA! (uppfært)