Byrjunarliðið komið…

NÍU breytingar frá sunnudeginum!

Byrjunarliðið

Cavalieri

Degen – Kyrgiakos – Skrtel – Insua

Plessis – Spearing
Kuyt – Voronin – Babel

N’Gog

Bekkur

Reina – Aquilani – Benayoun – Darby – Dossena – Eccleston – Ayala.

Dirk Kuyt er fyrirliði liðsins, held það sé örugglega í fyrsta skiptið í “competitive” leik.

Ýmislegt áhugavert þarna, held að þetta sé sett svona upp en viðbúið að Kuyt og Voronin skipti um staði. Leyfi mér að spá því að Aquilani, Dossena og Benayoun komi þarna inná, en gaman væri að sjá Ecclestone…

KOMA SVO!!!

36 Comments

  1. Ég er sáttur. Nokkuð reynt lið, en þó fá yngri pjakkar sénsinn inn á milli. Miðjan verður algjört úrslitaatriði í þessum leik, ef Spearing og Plessis standa sig ekki tapast þetta. Svo bara verða Voronin og Babel að minna á sig í þessum leik. Ngog gerir þessa hluti ekki einn.

    Hlakka til að sjá þennan leik. Hvort sem við vinnum eða töpum verðum við margs vísari um breidd leikmannahópsins okkar klukkan tíu í kvöld.

  2. Þetta er reyndar ekki rétt lið hjá þér þar sem að Lucas er víst með flensu og Plessis er á miðjunni.

  3. Er ég eitthvað ruglaður ? Settirðu ekki Lucas á miðjuna fyrst ???

  4. Ásmundur, Maggi setti Lucas á miðjuna en ég leiðrétti það. 😉

    Slúðrið segir að Lucas sé kominn með svínaflensuna. Ef það er rétt verður fróðlegt að sjá hvenær hann getur næst leikið fyrir okkur og hvort hann verður þá búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu til ákveðins Ítala.

  5. Kyrgiakos var bara meiddur í 10 daga.
    Ok ég hélt að ég væri orðinn eitthvað ruglaður því ég var nánast öruggur um að það hafi staðið Lucas þarna 🙂 Jæja gott að vita.

  6. Nokkuð sterkt lið hjá Arsenal
    Arsenal team in full: Lukasz Fabianski, Kerrea Gilbert, Philippe Senderos, Mikael Silvestre, Kieran Gibbs, Fran Merida, Craig Eastmond, Aaron Ramsey, Samir Nasri, Nicklas Bendtner, Eduardo

    Subs: Wojciech Szczesny, Kyle Bartley, Francis Coquelin, Emmanuel Frimpong, Mark Randall, Gilles Sunu, Sanchez Watt

  7. Nkl. var grikkinn ekki out í 2 mán ? Svo eru það slæmar fréttir ef Lucas er með svínaflensu, því þá má búast við að fleiri séu þegar smitaðir. Svo má Spearing alveg fara á free, kanski vill eitthvað lið í Carlsbergdeildinni fá hann til sín.

  8. Ég segji bara áfram Liverpool.. hef fulla trú á þessu liði og vona að aqulini (staf) fái allavega 20-25min til að spreyta sig…..

  9. Spurning um að horfa frekar á E.R. við erum að fara að skíttapa held ég.

  10. LFC á að vinna þetta arsenal lið.. miðað við hvaða menn þeir eru með í byrjunarliði.

  11. Fjórir framherjar inn á og báðir vörnin ekki mjög sterk. Ég ætla leyfa mér að spá mörgum mörkum. Því miður held ég að Arsenal taki þetta 4-2.

  12. Svo ég ítreki það, finn ekkert í fljótu bragði…

    Er einhver snillingur með link á leikinn á netinu ?

  13. Sælir félagar
    Mér sýnist að Babel og Voronin séu að biðja um sölu. Báðir ömurlegir. Annars skemmtilegur leikur og 2 frábær mörk.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. Sælir félagar

    Vona að Benites breyti útaf rómaðri skiptipólitík og kippi Vornin útaf. Allt er betra en hann í fóbolta. Jafvel kötturinn minn sem er lamaður af elli. Spearing og Babel eru stjörnur miðað við hann. Maðurinn og reyndar Babel líka sýndu á bekknum hve mikið L’pool hjarta þeir hafa. Babel samt margfalt betri en leggur sig ekkert fram drengurinn. Svona leikir eru einmitt til að sanna sig. Hvað ætli fari fram í hausnum á honum???

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Hvað er að gerast með Skrtel ????? Hann er búinn að vera agalegur á þessu tímabili, Bendtner hreinlega hló að honum þarna

  16. hann er alveg ótrúlegur hann babel. Bara virðist ekki geta tekið rétta ákvörðun !

  17. Skelfilegt hjá Babel, átti að ná þessum bolta.
    Eigum við að ræða hraðann í þessum leik! Gaman að sjá að menn eru virkilega að gefa sig í þetta, en því miður þá eru gæðin ekki nógu góð.

  18. ÉG VIL ALDREI SJÁ BABEL AFTUR Í LIVERPOOL TREYJU!!!!!!!! MAÐURINN GETUR EGG!!!!

Orðaský

Arsenal 2 – Liverpool 1