Einsog gerist alltaf þegar að Liverpool á í krísu þá fyllast blöðin af sögum um það hversu ómögulegur stjóri Benitez sé. Eitt af því sem er margendurtekið er að Benitez hafi keypt ósköpin öll af ómögulegum leikmönnum á háar upphæðir.
Í þessari færslu á RAWK er farið á mjög einfaldan hátt yfir kaup og sölur Benitez og þau gagnrýnd. Þetta er í raun skyldulesning fyrir alla Liverpool aðdáendur og blaðamenn, sem vilja fjalla á réttlátan hátt um Liverpool og Rafael Benitez.
Ég er sammála niðurstöðunum.
**Viðbót (KAR):** Þegar menn eru búnir að lesa yfirgripið um Rafa á leikmannamarkaðnum er vert að menn lesi einnig þessa grein á Tomkins Times þar sem kostnaður og laun leikmannahóps Liverpool er borinn saman við hin toppliðin. Niðurstöðurnar þar sýna hvers vegna við erum ekki í toppbaráttunni í ár.
Frábær samantekt. Ég vona að sem flestir lesi þetta og átti sig á því hvað Rafa hefur tekist á undanförnum fimm árum, þ.e. að byggja upp heimsklassa 13-14 manna kjarna.
Mjög góð grein! Virkilega flott að sjá þetta svart á hvítu, gott að geta bent á þetta til að þagga niður í krítíkerum. Eitt sem ég er fullkomlega ósammála, hann segir að Degen sé drasl. Hann er búinn að vera mikið meiddur, en á þessu tímabili hefur hann náð nokkrum leikjum og litið vel út. Hann þarf alveg að bæta sig, en sem backup fyrir Johnson og sem leikmaður sem getur líka spilað sem vinstri bakvörður (og vel líklega sem kantmaður) finnst mér hann fínn og helvíti góð kaup.
Góður!
Algjör skyldulesning fyrir menn Rafa´s.
Þetta er nú svo litað og einsleitt að það hálfa væri nóg.
Allar tölur þarna eru tölur sem henta Rafa, Keane keyptur á 19m og seldur á 16m, bull. Og fl. og fl.
Var Bellamy góð kaup af því hann græddi eina millu á honum???
Ætli hann hafi ekki viljað fá aðeins meira úr honum, fleiri leiki, fleiri mörk, minna vesen eða er Liverpool selling club?
Staðreyndin er sú að flestir þessir leikmenn hljóta að hafa átt að meika það, eða Rafa vonaðist örugglega til þess. En það gekk ekki upp, það er eðlilegt að menn klikki eitthvað á leikmannamarkaðnum.
Aaah….
Þetta setur heldur betur hlutina í samhengi, gott að fá grun sinn staðfestan. Þetta mun samt ekki duga til að fá “Benítes-út-mennina” til að opna augun því miður… Takið sérstaklega eftir því sem kemur fram fyrir þetta tímabil: Nettó útgjöld vegna leikmannakaupa fyrir tímabilið: 10.000 pund!!!
Hvernig á maðurinn að geta náð betri árangri ef hann fær ekki meiri stuðning en þetta? Áttum okkur líka á því að meiðslin þetta tímabilið hafa sennilega verið það mesta sem RB hefur þurft að kljást við, sennilega meira heldur en fyrsta árið (2004-05) sem þó var mjög slæmt.
Setum hlutina í samhengi gott fólk.
YNWA
Hérinn ég hef bæði lesið að það hafi selt Keane á 17 og 15 milljónir. Og Hérinn ef við erum selling club af hverju erum við ekki löngu búnir að selja Gerrard eða Torres?
Ameríkanarnir eru í þessu til að græða og það er bara mjög eðlilegt. Út af því að fyrir þeim er þetta fjárfesting. Það eru ekki öll lið með einhverja Milljarðamæringa frá Dubai eða einhvern Rússa. Hicks og Gillett eru ekki þeir verstu en ekki þeir bestu sem gætu átt félagið. Og Rafa finst mér bara vera gera fína hluti og það er ekkert að fara að bjarga okkur að reka hann núna.Ef hann verður rekinn þá er þetta LANGT frá því að vera besti tíminn
Ekkert nýtt svosem sem kemur þarna fram en engu að síður afar góð og holl lesning fyrir helstu gagnrýnendur liðsins.
Þarna á svo alveg eftir að taka inn í myndina ytri aðstæður eins og sirkusinn í kringum eigendur, áhrif Rick Parry og ef við tölum um árið í ár bæði meiðsli og hreinlega óheppni.
Útiloka ekki að vinna meira út úr þessari samantekt seinna
Er húkt á FM 2006 þessa dagana. Var að skoða Lucas Leiva, en hann er í leiknum fastamaður í liði Gremio. Rakst svo á eitt athugavert sem fékk mig til að hlæja upphátt:
Personality: Normal
Reputation: National
Media comparison: Labelled the next Rivaldo.
Comment nr 3 er líklega lýsandi fyrir skoðanir margra úr reka-rafa-kórnum.
Litað segir hann …. sé ekki betur en að þetta séu tölur á blaði sem engin getur véfengt. Milljón til eða frá skiptir ekki máli í dæmi Keane, það er ekki gefið upp nákvæmt kaupverð og/eða skilyrði greiðsl. sjáðu til.
Eflaust vildum við hafa fleiri af þessum leikmönnum sem hefðu meikað það, en það er bara meira happdrætti að kaupa menn á 0-5m punda og vonast til að þeir verði toppklassa heldur en að kaupa menn sem hafa sannað sig á hæsta leveli á 20m+.
Menn eru bara ekki að fatta að hann tók við ÖMURLEGU búið frá Houllier, á sama tíma var Utd á toppnum, Chelsea fékk olíupeninga og Arsenal var nýbúið að klára taplausa leiktíð í deildinni. Það var einfaldlega himinn og haf á milli okkar liðs og hinna “þriggja stóru”. Að vera virkilega samkeppnishæfur á blaði og inná vellinum, geta gert alvöru atlögu í PL og tveir úrslitaleikir í CL var ekki einu sinni fjarlægur draumur. Á þessum tíma hafa Utd menn keypt HEIMSKLASSA leikmenn eins og Rooney, Cronaldo, Vidic, Evra, Berba (heimsklassa eða ekki, kostaði 30 kúlur) og svo mætti áfram telja – ekki beint ódýrir leikmenn. Ætla svo ekki einu sinni út í kaup chelsea.
Ummælin með Selling club dæmi sig sjálf.
Menn geta röflað og rætt þessa grein fram og til baka en því miður þá sést það þarna svart á hvítu hvað Rafa hefur gert á þessum 5 árum hjá Liverpool. Auðvitað er enginn að segja að hann sé einhver snillingur í leikmannakaupum því hann er bara mannlegur eins og aðrir. Sumir leikmenn sem eiga að vera framtíðar landsliðsmenn hafa því miður ekki virkað og auðvitað gengur boltinn bara svona fyrir sig. Þú ert ekki alltaf með top “signing” í hvert einasta skipti. Ég er einn af þeim sem tel að Rafa sé besti kosturinn fyrir Liverpool í augnablikinu og hef ég lesið mörg ummæli hérna inni um hver getur komið í staðinn. Hinsvegar þá hefur Rafa gert frábæra hluti með liðið okkar og það sést bersýnilega á stigatöflunni og gengi liðsins frá því að hann tók við
2004/05: Finished 5th – 58 pts
2005/06: Finished 3rd – 82 pts
2006/07: Finished 3rd – 68 pts
2007/08: Finished 4th – 76 pts
2008/09: Finished 2nd – 86 pts
Það tekur tíma að búa til fótboltalið sem á að vera keppa um hverja einustu dollu á hverju einasta ári. Rafa byrjaði frá GRUNNI að byggja upp fótboltalið sem var algjört drasl þegar hann kemur til klúbbsins. Þetta tímabil hefur verið hrein hörmung og stefnir í að það gæti verið mikill hausverkur á komandi vikum. Við verðum samt að vera jákvæð og standa við klúbbinn okkar. Þetta helvítis niðurrif gerir engum gott því guð veit að Benitez er að gera það besta sem hann getur með þunnan hóp (vegna meiðsla og veikinda) og erfitt umhverfi.
Svo var það ein setning í þessari grein sem ég gæti ekki verið meira sammála.
Free – Andriy Voronin: Free transfer to strengthen the squad. Plays well in Germany, garbage over here.
Þetta er frábær samantekt, flott að hafa þetta svona á einum stað og einfaldlega sett upp.
Miðað við þetta sést klárlega hvernig Rafa hefur keypt og selt til skiptis til að bæta hópinn smám saman. Gott dæmi um þetta er hægri bakvörðurinn. Þar erfir hann Steve Finnan og kaupir strax Josemi til að berjast um stöðuna við hann. Lætur Josemi svo fara fyrir Jan Kromkamp. Selur Kromkamp svo um leið og Alvaro Arbeloa mætir á svæðið. Finnan er svo farinn að eldast og á í vandræðum með meiðsli svo við látum hann fara frítt fyrir yngri mann, Degen, einnig frítt. Arbeloa er svo seldur og Johnson kemur inn í staðinn. Fimm árum eftir að við vorum með Steve Finnan og Josemi erum við með Glen Johnson og Philipp Degen. Talsvert mikil framför að mínu mati, en þó er ljóst að ef við værum Chelsea væri Arbeloa þarna enn í stað Degen að berjast við Johnson um stöðuna. Við bara höfum ekki efni á að hafa tvo toppklassa hægri bakverði í hópnum, launalega séð. Chelsea eru með Bosingwa, Ivanovic, Ferreira og Belletti í sínum röðum.
Það er umhverfið sem Rafa er að vinna í. Það er þessi munur á launapakka og peningum til leikmannakaupa sem hefur háð okkur og veldur því að Rafa er að ná betri árangri með þetta lið en hann ætti að ná, ekki verri. Við erum með 4.-5. sterkasta hóp deildarinnar í vetur hvað leikmannafé og laun varðar en eigum að vera að keppa við þrjú dýrustu liðin, Man Utd, Chelsea og Man City.
Það er það sem hefur gerst í október. Auk skelfilegrar taphrinu (sem þessi tölfræði afsakar engan veginn) hafa augu Púllara opnast. Flestir okkar voru búnir að telja sjálfum sér trú um að við værum með betra lið en Chelsea og jafnvel líka betra lið en United í haust. Bjartsýnin var í botni. Núna hins vegar sjá menn skýrt að þetta var ekki á rökum reist og þegar svekkelsið og pirringurinn jafna sig situr eftir það raunsæja mat að Rafa gerir vel í því að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni og ná einu af fjórum efstu sætunum í vor.
Eftir það er svo vonandi hægt að byggja áfram við þetta lið, en til þess að það geti gerst þarf Rafa augljóslega að fá meiri stuðning á leikmannamarkaðnum en hann fékk nú í sumar. Ef Gillett og Hicks geta það ekki verða þeir að sjá sér sóma í að selja klúbbinn einhverjum sem geta það.
Já, og þessi margrómuðu flopp Rafa? Þegar maður horfir á þetta svona sett upp eru aðeins Fernando Morientes, Jermaine Pennant, Ryan Babel og Andrea Dossena leikmenn sem við gætum sagt að hafi verið klár mistök hjá Rafa að kaupa. Af þeim getum við nánast afskrifað Morientes því það átti enginn von á að hann myndi klikka (enn í dag frægasta nafn sem við höfum nokkurn tímann keypt til liðsins) og það er ekki útséð með að Rafa geti selt Dossena og/eða Babel fyrir hagnað, sem myndi fjarlægja þá úr þeim hópi.
Eftir situr Jermaine Pennant. Keyptur fyrir 6.7m, gat lítið sem ekkert, fór á frjálsri sölu í sumar og hefur rifið nonstop kjaft síðan hann fór. Þau kaup voru mistök frá upphafi til enda og kostuðu okkur miklu meira en við fengum frá leikmanninum í staðinn.
Einn leikmaður. Houllier átti Diouf, Diao, Cheyrou, Westerveld, Le Tallec og Kewell. Sex leikmenn á fimm árum Houllier sem við töpuðum pening á og fengum litla framleiðni frá á vellinum. Aðeins einn slíkur hjá Rafa á sama tíma.
Ég veit það er sárt, ég veit það er erfitt, en menn verða að horfa ástandið raunsæjum augum í dag. Við erum ekki með topplið, þetta lið mun aldrei vinna deildina í núverandi ástandi. Jafnvel með alla leikmenn heila er þetta ekki nógu sterk breidd til að toppa Man Utd og Chelsea yfir 38 leiki. Við toppuðum Chelsea í fyrra eingöngu af því að þeir voru með nýjan þjálfara sem klúðraði málum og gaf okkur forskot á þá. Ekki af því að við værum skyndilega komnir með betri hóp.
Í Meistaradeildinni erum við svo alltaf með lið sem getur farið langt, af því að þar mæðir jafnan minna á breiddinni (og við erum jú með heimsklassa 12-14 manna hóp) og af því að Rafa er meistari í útsláttarkeppni.
Raunhæft mat fyrir veturinn (endurskoðað í byrjun nóvember): 4. sætið í deildinni þá er ég sáttur (og drullufeginn), allt annað er plús. Ef við komumst upp úr riðlinum í Meistaradeildinni getum við farið langt í henni en það verður erfitt miðað við núverandi stöðu. Ef við dettum út núna fyrir áramót getum við sett áherslu á að reyna að vinna Europa League og/eða FA Bikarinn, um leið og við reynum að tryggja okkur a.m.k. 4. sætið í deildinni.
Raunsæi. Það er það sem þessi pistill sýnir okkur um transfer-record Rafa, og það sem gengið að undanförnu hefur sýnt okkur um stöðu liðsins miðað við önnur lið á Englandi.
Bætti við þessa færslu tengil á grein á Tomkins Times þar sem kostnaður og laun leikmannahóps Liverpool er borinn saman við önnur topplið á Englandi. Það ætti öllum að vera ljóst hvers vegna við erum ekki í titilbaráttu eftir að hafa lesið samantektina á RAWK og samanburð Tomkins.
Hef ekkert endilega verið að meina að Benitez eigi að taka pokann sinn, en það má gagnrýna kaup hans. Þetta er að verða töluverð Rafa-dýrkunn.
Okey ein aða tvær millur til eða frá í Keane-málinu skipta ekki, en voru þetta góð kaup??? Ef þú færð einhverja ákveðna upphæð og eyðir því í eitthvað ákveðið sem gengur ekki upp, eru það þá góð kaup þrátt fyrir að fá eitthvað uppí kaupin?? UUUHH nei.
Sama er með Josemi, Kromkamp,Nunez,Bellamy,Gonzalez og fleiri, eru þetta góð kaup af því það fékkst peningur fyrir þá?
Þess vegna spurði ég hvort Liverpool væri selling club, ég sagði það ekki.
Las fína grein um daginn frá Alan Hansen, sem ég finn ekki núna, þar sagði hann að Rafa hafi algjörlega klikkað á leikmannakaupum í flokki 0-7m punda, held það sé margt til í því.
Eyþór, held að Vidic og Evra hafi báðir verið undir 7m.
Insua, N´Gog, Agger, Skrtel, Arbeloa, Sissoko eru allir menn sem eru keyptir á undir 7m punda. Þetta eru bara þeir sem mér dettur í hug í fljótu bragði.
Ekki er hægt að líta á þá sem flopp þó svo það sé nú aðeins of snemmt að segja til um N´Gog, hann lítur þó mjög vel út.
Öll hin kaupin sem ég nefni hafa borgað sig og gott betur en það.
Núna telur þú upp öll nöfnin sem hafa ekki borgað sig sbr. Morientes og fl. en mér er alveg sama um það. Ég er einfaldlega að hrekja þá yfirlýsingu þína að hann hafi algjörlega klikkað á leikmannakaupum í flokki 0-7m punda.
Geir E
Fair enough Hérinn, þessir leikmenn sem ég tók saman kostuðu samt sem áður í kringum 80 milljónir punda.
Keane kaupin geta varla talist annað en furðuleg, og er ég þá að halda aftur af mér. Ég er langt því frá að segja að á eftir öllu sem Rafa gerir eða segir eigi að koma Amen frá okkur sem stuðningsmenn. Hann hefur gert helling af mistökum, en því má ekki gleyma heldur að hann hefur gert ótrúlega hluti með klúbbinn á þessum 5 árum. Tekið okkur frá því að vera djók í að vera toppklúbbur, það hefur ekkert breyst síðan í sumar. Við erum bara blankir og með minni hóp en hin liðin, því koma þessi meiðsli eins illa við okkur og raun ber vitni, það ásamt sundboltum og slakri frammistöðu leikmanna (og starfsfólks) Liverpool FC. Það er ekki einn hlutur sem er að hjá félaginu, það er nánast allt frá botni og upp á topp.
Eins og ég hef sagt áður, við skulum sjá hvernig tímabilið endar hjá okkur. Það er crucial tími framundan, Must win leikur í CL og ekki langt í jólatraffíkina. Ef við verðum komnir með þessa lykilleikmenn til baka fyrir desember/janúar leikina, sjáum G&T, Aqualini, Agger ofl í liðinu á sama tíma í fleiri en 2 leikjum í röð þá getur allt gerst. Það sem við þurfum er sigur á miðvikudaginn, fá leikmenn til baka og setja saman 10 leikja sigurrönn í deild, fjarlægur draumur kanski en það er ekkert sem er ómögulegt.
YNWA
Kostaði Aquaman ekki meira en 17???
Okei, það kemur fram í þessari grein sem að Kristján bendir á, það sem við vorum að velta fyrir okkur áður:
Er þetta þá ekki Pato?
Gæti ekki verið meira sammála Kristjáni Atla…
Einar Örn, mér skilst á spjalli á netinu (og twitter-svörum Tomkins) að það sé verið að meina Pato þarna. Tilhugsunin um hann sem striker nr. 2 hjá okkur í dag, í stað Voronin, er nóg til að græta mig.
Ég er svo hrikalega sammála þessari grein. Vissulega má gagnrýna Benitez eins og aðra menn en sú gagnrýni verður að vera sanngjörn. Mér finnst þessi setning segja allt sem segja þarf: “We’re expected to win the league and European Cup on a budget and wage bill that is entitled to finish 4th or 5th in the league. We’ve been overachieving under Rafael Benitez, not underachieving”.
Svo ég taki mér orð SigKarls í munn:
“Það er nú þannig”
Torres, Johnson, Aqualini, Agger, Aurelio og Ngog munu allir ferðast með liðinu.
Gerrard, Riera, Skrtel og Kelly verða eftir.
Rafa útskýrir betur aðstæður Torres, gæti þurft aðgerð ef þetta lagast ekki – En ef við fáum 4 af þessum 6 inn í liðið, þá lítur þetta aðeins betur út, svo framarlega að þeir geti beitt sér auðvitað.
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N166301091102-1449.htm
Smá viðbót….
… Fáum við loksins að sjá Aquilani byrja ? =)
Henda honum beint út í djúpu laugina í svona leik ? Hvað finnst ykkur ?
Það eru góðar fréttir ef einhver þessara sex (helst allir) verða leikfærir fyrir þennan leik. Miðað við það sem við höfum séð til Voronin t.am. í síðustu tveimur leikjum verður allt annað að fá Ngog inn með Torres.
Annars, Eyþór, er ég nánast pottþéttur á því að Aquilani byrjar þennan leik ekki. Hann er ekki tilbúinn í 90 mínútur held ég en við gætum þó notað hann í svona hálftíma ef þörf er á. Verður allavega sterkt að hafa hann á bekknum.
Sigur í næsta leik er það eina sem ég vill.. í bili 🙂
Sælir félagar. Ég ætla að byrja á því að segja að Benítez er ekki skurðgoð fyrir mér sem ég dýrka ( #Hérinn# Þetta er að verða töluverð Rafa-dýrkunn). Ég vil bara að það komi fram enn og aftur að ég STYÐ Benitez sem stjóra Livepool. Ég hef kallað það sem kemur svo skýrt fram í þessum greinum, utanaðkomandi áhrif. Ég er sáttur við framistöðu stjórans miðað við það umhverfi sem hann vinnur í. Ég vil líka að það komi fram aftur að ég vil eigendur sem geta byggt nýjan leikvang. Ef kanarnir geta það ekki, vinsamlegast seljið klúbbinn til þeirra sem það geta. Ég hef ekki ennþá séð neitt nafn sem komið hefur fram hér á síðunni sem hugsanlega gæti tekið við af Benitez. Klingsman-gat ekkert með Bayern. Mourinho-er bara að bíða eftir Man. Utd. Martin O´Neill- eru menn ekki að grínast, hann er að vinna með svipað budget og Benitez og hvenær hefur lið hans verið fyrir ofan Liverpool? Mér sýnist á öllu að við dettum úr CL nú í vikunni og það verður mjög erfitt að ná 4. sætinu í deildinni. Ég er að vona að Benitez hafi geymt megnið af transferfee fyrir janúar gluggan. Það er gott að geta metið stöðuna í janúar með eitthvað fé á milli handana.
Þessi RAWK þráður finnst mér ágætt yfirlit en þó finnst mér höfundurinn helst til hliðhollur Benitez þegar hann er að fara í gegnum leikmenn, t.d. með Bellamy. Þó að hann hafi náð að selja hann með gróða þá spilaði hann ekki nægilega vel fyrir félagið, enda var hann skammlífur á Anfield. Flokkast því varla undir “Good signing”, nema við séum að miða við áhrifin á budduna en ekki spilamennsku og gengi liðsins.
Hinsvegar er Tomkins pistillinn algjör skyldulesning, þvílík PR-vél sem þessi maður er fyrir Liverpool og Rafa Benitez, kæmi ekki á óvart þó að Rafa væri með hann á launaskrá miðað við hversu vel hann nær að sýna framá hvað fjölmiðlar hafa rangt fyrir sér.
En eftir að hafa lesið þetta kemst maður líka að því að það þarf verulegt fjármagn inní klúbbinn ef við eigum að geta haldið okkur innan big-4 klúbbsins, hvað þá að gera atlögu að titli! Það er áhyggjuefni.
Synd að fótboltinn sé farinn að snúast um það hver á ríkasta eigandann.
Rafa er búinn að klúðra byrjuninni á þessu tímabili of oft til að afsaka það og það er staðreynd. Það þýðir samt ekki að tímabilið sé ónýtt, ég tel að kallinn læri helling af þeim hlutum sem eru að gerast þessa dagana og nái að manna sig upp um leið og hann nær að manna sitt lið. Bróðurparturinn af leikmönnunum eru heimsklassa leikmenn og geta myndað svakalega sterkt lið ef allir eru tilbúnir í það. Meðalmennskan þarf að hverfa og við förum brátt að sjá alvöru spilamennsku hjá okkar mönnum sem mun þagga niður í öllum gagnrýnendum, vonandi þaggar það allavega niður í mér því ég hef engan áhuga á að gagnrýna Liverpool, myndi frekar vilja eyða orkunni í að hrauna yfir Utd. Chelsea og City. En er þolinmæðin á þrotum, nei alls ekki. við erum að rísa úr öskustónni, eldrauðir í framan og tilbúnir til að moka okkur hægt og rólega upp á toppinn.
Áfram Liverpool, YNWA.
Eins leiðinlegt og það er þá skipta peningar miklu þegar kemur að árangri. Þau lið sem eyða mest ná í flestum tilfellum bestum árangri. Það er engin tilviljun að Tottenham og M. City eru núna í baráttu um topp 4 sætin. Eina undantekningin er Arsenal þar sem Wenger hefur haft góðan tíma til að byggja upp skemmtilegt lið með ungum leikmönnum.
Varðandi Liverpool þá hefur hópurinn veikst frá upphafi síðasta tímabils. Liðið er búið að missa Alonso, Arbeloa, Hyypia og Keane. Í staðin hafa leikmenn verið keyptir í SÖMU stöður fyrir utan stöðu Keane frammi, þar erum við með Voronin inn og Keane út (veikari en á síðasta tímabili). Grikkinn er ekki í sama gæðaflokki og Hyypia, auk þess sem Hyypia var mikill leiðtogi innan liðsins og smitaði út frá sér (veikari en á síðasta tímabili). Fyrir Alonso var keyptur Ítali sem lofar góðu en hefur ekkert reynt á, af þeim sökum hefur Lucas spilað stærra hlutverk en áður. Með Alonso fór líka annar leiðtogi inn á vellinum sem hafði góð áhrif á samherja sína (veikari en á síðasta tímabili). Eina staðan sem er sterkara en á síðasta tímabili er hægri bakvörðurinn með tilkomu Johnson. Þarna er að mínu mati stærta vandamálið fyrir þetta tímabil, í stað þess að styrkja hópinn og byggja ofan á árangur síðasta tímabils þá kemur Liverpool veikara inn í þetta tímabil. Ástæða þess að ég tel að Celskí vinnur deildina þetta árið er sú að þeir eru ekki búnir að missa neinn leikmann, kaupa einn klassa Rússa og fá einn besta þjálfara í heiminum. Að mínu mati var aldrei raunhæft að ætlast til þess að Liverpool myndi vinna deildina á þessu tímabili.
Annars góð greinar hjá Tomkins og RAWK.
Krizzi
hver er pato?? hvaða ábyrgð bera David Moores og Rick Parry??
þeir seldu þessu aumu könum liðið. Því þurfti Moores að selja??
miðað við lýsingarnar þá hefði varla skipt mali hvort Moores eða kanarnir
ættu liðið….
Það er að lokum þessi tölfræði sem gildir:
29 Sep, 2009 Fiorentina 0-2
04 Oct, 2009 Chelsea 0-2
17 Oct, 2009 Sunderland 0-1
20 Oct, 2009 Lyon 1-2
25 Oct, 2009 Manchester United 2-0
28 Oct, 2009 Arsenal 1-2
31 Oct, 2009 Fulham 1-3
Rætt er um í þjálfarafræðum að þjálfarar í atvinnumannabolta þurfi að sanna sig hverja sex leiki. Ef þeir vinna meirihlutann eru þeir elskaðir. Ef þeir ná ásættanlegum úrslitum eiga þeir inni traust. Ef úrslitin eru þeim ekki í hag þá sé erfitt að snúa bátnum við og tekst sjaldan.
Næstu sex leikir framundan:
04 Nov, 2009 Lyon Away
09 Nov, 2009 Birmingham City Home
21 Nov, 2009 Manchester City Home
24 Nov, 2009 Debrecen Away
29 Nov, 2009 Everton Away
05 Dec, 2009 Blackburn Rovers Away
Ástæðan fyrir því að Benitez leggur áherslu á þennan Lyon leik er að hann skiptir öllu máli. Við erum að tala um þvílíkar upphæðið ef við komust áfram að hann gæti jafnvel keypt ungan leikmann á 3 milljónir punda og þarf ekki að selja annan leikmann í staðinn 🙂
Þetta er mikilvægasti leikur tímabilsins.
Það var fljótlega ljóst að við gætum ekki unnið deildina og því var mikilvægt að ná í penningana frá meistaradeildini
virkar á köflum eins og sé verið að verja kaup Benitez í samantektinni:
bought:Free – Pelligrino: Stop gap that allowed us to rest Sami for league games, benefitting us massively in Istanbul.
sold:Free – Vladimir Smicer: Out of contract and released. Played a small part in Istanbul.
A small part in Istanbul 🙂
http://www.youtube.com/watch?v=lhvtUUe_U4c
Flottar greinar og flottar umræður.
Enginn hér er glaður þessa dagana, en nú eru menn tilbúnir að kafa lengra en “rekum þjálfarann” upphrópin sem hafa heyrst stöðugt frá Anfield eftir 0-1 tap fyrir Marseille heima á sínum tíma. Vissulega með hléum en þó stöðugt þar frá.
Liverpool er fyrirtæki sem er að keppa við fjársterkari heildir sem eru tilbúnar að gambla meira.
Pato er skýrt dæmi, en auðvitað má benda á Barry og Essien líka….
Sá um daginn sundurliðun á Aquilani kaupunum. Var hlekkur í skjal þar að lútandi hýst á síðu Róma. Held að það hafi verið á spjallborðinu hjá aðdáendaklúbbnum í Suður-Afríku. Var eitthvað á þessa leið (í evrum):
5 út í hönd
3 í janúar
6 sumar 2010
6 sumar 2011
Svo voru add-ons fyrir sigur í EPL eða UCL og þáttöku í UCL næstu fjögur árin uppa 250k stykkið
Sumsé allt að 22.000.000 evrur.
Seinna í pistlinum sem OP bendir í tók ég saman hópinn sem kláraði 2003/2004 tímabilið og hvað varð um þá. Ekki fögur lesning þar.
Á öðrum þræði rakst ég svo á tilvitnun í grein frá því í nóvember 2004 http://www.mirror.co.uk/sport/columnists/reade/2004/11/06/benitez-bonus-as-hansen-forti-fies-new-era-115875-14840796/
Áhugavert þar er
[quote]
He was promised a fortune to bring in the three world-class players that would keep Michael Owen and Steven Gerrard happy, but never received it.
Mainly because Gerard Houllier had already spent £14million of his budget on Djibril Cisse, who has yet to begin the repayments.
From day one it was sell to buy. The problem was, Danny Murphy apart, nobody’s services warranted a cheque.
[/quote]
Reina
Johnson Carragher Agger Insúa
Kuyt Gerrard Benayoun
Liverpool virðist vera eina liðið í heiminum í dag þar sem stuðningsmenn geta bara séð sitt besta lið þegar þeir liggja á koddanum og dreymir.
Þvílík djöfulsins óheppni sem hefur elt okkur mestallt tímabilið.
Þetta lið sem ég set upp gæti unnið hvaða lið sem er og ég get ekki beðið eftir að sjá liðið þegar “allir” eru orðnir heilir, þá verður sko gaman 🙂
Vill einhver vera svo vænn að laga uppsetninguna á liðinu 🙂
Þessi grein er ekkert annað en persónulegt mat þess sem hana skrifar og sannar hvorki eitt né neitt um störf Rafa og með hreinum ólíkindum að greinin sé kynnt sem heilagur sannleikur af ritstjóra síðunnar sem augljóslega er verulega hlutdrægur. Í mínum huga hefur hann langoftast keypt illa og mannskapurinn sem við höfum núna er einfaldlega ekki nógu góður og það er Rafa að kenna. Síðan getum við deilt um hvort hann hefur verið að fá þann stuðning sem hann þyrfti sem er allt annað mál. En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það titlar sem skipta máli og þar hefur Rafa ekki verið að skila, ´Liverpool fc snýst um að vinna titla og þeir eru afar fáir sem hann hefur skilað í hús. Þó hann fengi endalausan pening þá kæmi hann áfram til með að stilla vitlaust upp og halda sínum óskiljanlegu innáskiptingum áfram. LIðið virðist einnig ekki vera í nógu góðu formi sem skýrir að einhverju leyti þessi miklu meiðslavandamál. Það voru teikn á lofti strax á undirbúningstímabilinu að þetta yrði erfiður vetur.
Ef menn vilja halda þessari meðalmennsku áfram þá endilega haldið í stjórann en fyrir mér liggur þetta alveg ljóst; Rafa og helv… kanarnir þurfa burt og þar fyrr en seinna.
Númer 37, hvernig væri þá að sleppa því að lesa commentin og skoða aðeins tölurnar. Nettó eyðsla Rafa kemur þar skýrt fram, þessar tölur eru allar í samræmi við það sem gefið var út.
Þú talar um afar-fáa tiltla sem hann hefur skilað í hús – sitt sýnist hverjum. En segðu mér endilega, því það hefur greinilega farið framhjá mér. Tók hann við þreföldum meisturum þegar hann var ráðin til starfa ? Eða tók hann við liði sem var töluvert mörgum skrefum f. aftan hin stóru liðin ?
Sammála 38
Þessar nettó-tölur segja aðeins hálfa söguna. Það er ekki góður bissness fyrir knattspyrnulið í fremstu röð að kaupa leikmann á ákveðna upphæð sem reynist svo lítið sem ekkert geta með liðinu og selja hann aftur á örlítið hærri upphæð. Á meðan tekur liðið ekki framförum heldur situr í sömu hjólförunum og peningharnir hefðu frekar getað ávaxtast á 13% vöxtum á Íslandi!
Þetta er nú full mikil einföldun, punkturinn er að oftast var Rafa með aðra kosti í stöðunni sem hann langaði frekar að kaupa en hafði ekki efni á. Annað en t.a.m. United og Chelsea…sem hafa verið í toppsætunum allann tímann.
Þar fyrir utan, þrátt fyrir alla þessa menn sem ekkert geta þá vorum við ofar en Chelsea í fyrra og þremur stigum á eftir United. Bæði lið voru aftur annaðhvort í úrslitum eða undanúrslitum CL.
Málið er einfalt.
Þeir sem nenna að lesa tölurnar í leikmannakaupum og sögu félagsins sjá auðvitað út að það var ekki fyrr en í vor að ljóst var að félagið var ekki á leið í gjaldþrotaferli, þegar Kanarnir gátu endurfjármagnað lánið. Frá hausti 2006 þegar ljóst var að Moores varð að selja félagið til marsloka 2009 hefur Liverpool FC verið rekið á þann hátt að selja varð til að fá leikmenn, AUK ÞESS að þátttaka í CL var SKILYRÐI fyrir því að liðið gæti haldið velli.
Auðvitað hefur slíkt umhverfi áhrif á það sem er í gangi hjá liðinu og hvað sem menn reyna að segja um þjálfarann er þessi lýsing aðstæðna ekki huglæg heldur sú staðreynd sem við öllum blasa sem nenna að kynna sér þessi mál.
Þrátt fyrir þetta ömurlega ástand og þá hlægilegu staðreynd að framkvæmdastjórinn valdi ekki hverjir yrðu keyptir, heldur ófaglærður yfirmaður hans Rick Parry, náðum við besta deildarárangri félagsins í yfir 20 ár í vor!
Sumarið sýndi ekki fram á mikla breytingu, salan á Keane í janúar og Alonso í sumar skilaði tveimur leikmönnum ÞVÍ ÁKVEÐIÐ VAR AF EIGENDUNUM AÐ FRAMLENGDIR SAMNINGAR ÞÝDDU AÐ DREGIÐ YRÐI ÚR BUDDUNNI Í INNKAUPUM.
Og auðvitað hittir það okkur fyrir núna þegar Gerrard og Torres eru að detta út, enn einn ganginn.
Ég er algerlega sammála meistara Sigkarli um innáskiptingastefnu Rafa og það má vel vera að hann hafi fórnað Fulham leiknum fyrir Lyon. En gæti það kannski verið að það sé því hann viti það að ef við ekki komumst í 16 liða úrslit CL þá bara verða engir peningar til leikmannakaupa í janúar? Það held ég að gæti bara alveg verið!!!
Svo langar mig að benda enn á umræður í fjölmiðlum. Arsenal vann síðast titil 2005. Á þremur af síðustu fjórum árum höfum við verið fyrir ofan þá í deildinni. Samt hefur umræðan síðustu þrjú ár verið um slakan árangur Rafa og LFC. Þó var 2004 verið að tala um Arsenal sem meistaralið en LFC í rúst.
Menn eru tilbúnir að hlaða Wenger lofi en rífa Benitez niður. Það er mér ómögulegt að skilja. Ómögulegt!!!
Svo aðeins um leikmannakaup og sölur. Margir hér ræða ennþá Robbie Keane. Það er alveg ljóst að forgangur stjórans var að fá Barry fyrst og svo skoða Keane. Rick Parry valdi hinn kostinn. RICK PARRY!!!!!
Svo var alveg ljóst að Keane var ekki að falla inn í leikstíl liðsins og leið ekki vel. Í ljósi peningavandamála var alltaf ljóst að Benitez myndi ekki sitja uppi með Keane fyrst boðið var vel í hann. Skulum alveg átta okkur á því að ef við hefðum ekki selt Keane er alveg viðbúið að við hefðum ekki getað keypt Johnson og jafnvel misst stærri nöfn. Því það VANTAÐI PENINGA!!!
Í guðs bænum, hættum að tala um Keane sem vond kaup hjá Rafa! Ef hann hefði fengið að ráða hefðum við fengið Barry. Hann reyndi töluvert að láta Keane spila, en hryllileg frammistaða Írans var nú ekki að hjálpa.
Tölum um staðreyndir og dæmum út frá því. T.d. las ég kommentin hans Didi Hamann sem er snilldarleikmaður sem “þarf ekki að vera hræddur við Rafa”. Ætla að hlusta á hann frekar en Pennant!!!
En umræðan er áfram góð. Flott mál…..
Þetta er góð og þörf umræða þótt hún verði svolítið pro-Benítez vs. anti-Benítez og rök sem henta hverju sinni notuð.
Mér finnst eitt verulega vanmetið í þessu öllu, og það er liðið sem Houllier skildi eftir sig og er kallað drasl. Ég nefni nokkur dæmi um það sem við höfum núna og það sem við höfðum þá.
Danny Murphy vs. Lucas Leiva
Vladimir Smicer vs. Dirk Kuyt
Milan Baros vs. Andriy Voronin
Emile Heskey vs. David N´Gog
Þessir fjórir eru allt leikmenn (kannski fyrir utan Smicer) sem væri hægt að nota í dag sem “fringe” spilarar. Önnur dæmi um liðið 2003-2004 sem Houllier skildi eftir sig í samanburði við liðið í dag:
Sami Hyypia vs. Jamie Carragher = jafntefli
Stephane Henchoz vs. Martin Skrtel = jafntefli
John Arne Riise vs. Emiliano Insúa = jafntefli
Steve Finnan vs. Glen Johnson = GJ
Dietmar Hamann vs. Javier Mascherano = jafntefli
Steven Gerrard vs. Steven Gerrard = RB (hefur tekið miklum framförum hjá RB)
Jamie Carragher vs. Jamie Carragher = RB (í betra hlutverki nú)
Djimi Traore vs. Fabio Aurelio = FB
Igor Biscan vs. ? = IB (nothæfur varamaður)
Bruno Cheyrou vs. Ryan Babel = RB (nothæfur varamaður)
El Hadji Diouf vs. Yossi Benayoun = YB
Florent Sinama Pongolle vs. ? =FSP (nothæfur varamaður)
Anthony Le Tallec vs. ? =ALT (nothæfur varamaður?)
Michael Owen vs. Fernando Torres = FT
Ég myndi telja þetta þannig að hópur Houllier var breiðari en of mikið af mistækum/óstöðugum leikmönnum sem væri þó hægt að nota sem varamenn. Byrjunarlið Houllier var ekki betra en það lið sem er núna en munurinn er ekki gríðarlegur. Ég legg svosem ekki mat á fjármagnið sem Houllier fékk til leikmannakaupa en hann þurfti auðvitað líka að díla við Rick Parry.
Þannig held ég að Benítez hafi stundum verið of fljótur að selja en vissulega spilar inn í hvort menn væru tilbúnir að setjast á bekkinn, eins og t.d. Murphy og Heskey þegar aðrir menn voru keyptir í stöður þeirra. Ég væri alveg til í að hafa Murphy á bekknum sem super-sub.
En Benítez vinnur í mjög erfiðu umhverfi, hann fær ekki þá leikmenn sem hann vill og hann þarf eflaust að selja fleiri leikmenn en hann vill selja. Budgetið er of lágt til að berjast við Chelsea og Man Utd. en hann gæti keypt betur. Þá er spurning hvort ungu leikmennirnir sem hann hefur keypt séu nógu góð kaup. Og þá er líka spurning hvort hópurinn sé ekki of ungur.
En nú vinnum við Lyon 1-0 og allir verða kátir.
Almáttugur hvað ég verð glaður þá. Ég held að ég hafi sjaldan farið inní CL leik með svona svakalega litlar væntingar. En mikið afskaplega myndi það nú gera góða hluti fyrir skapið mitt ef maður fengi svo sem einn sigurleik. Ég myndi sætta mig við að Liverpool væri miklu lélegra liðið í 90 mínútur og að við myndum vinna útaf dómaraskandal, með hjálp frá áhorfenda, hvað sem er. Bara að við náum að vinna.
Amen Einar, væri alveg til í að fá eitt stk strandbolta líka!
Ég held ég ætli ekkert sérstaklega að blanda mér í þessa umræðu en…
…Didi Hamann var þrisvar sinnum betri leikmaður fyrir LFC en Mascherano. Það er að mínu mati nánast móðgun við þann Þýska að nefna þá í sömu settningu.
Tek oftast undir það sem meistari Maggi segir, en einu tók ég eftir… í kommenti nr. 42: “Hann reyndi töluvert að láta Keane spila, en hryllileg frammistaða Írans var nú ekki að hjálpa.” — Málið er að Keane fékk ekki mörg tækifærin og þegar hann var loks að komast í gírinn um jólin/áramótin í fyrra og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum, þá var hann tekinn úr liðinu í leiknum á eftir. Það var eitthvað talað um það meira að segja á þessari síðu hér. Þannig að þó ég sé ekki fremsti Keane aðdáandinn, þá tel ég að hann hafi nú ekki verið hryllilegur í spilamennskunni miðað við tækifærin. Við verðum jú að tala um staðreyndir og dæma út frá því.
Ég hefði viljað halda honum lengur, en eins og Maggi minntist á líka, þá hefðum við mögulega misst af stórum nöfnum því það vantaði peninga.
Ég vil því ekki tala um Keane sem vond kaup (frekar en Maggi), ég sakna hans pínu…
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=249365.msg6257611#msg6257611
Salan á Emile var frágengin áður en Rafa kom til klúbbsins
Lof sé Fowler fyrir það.
Jæja þið piltar sem sjáið um kop.is. Hvernig væri að koma með einhverjar jákvæðar fréttir til að lyfta manni aðeins upp á hærra plan gagnvart Liverpool. Það hlýtur að vera eitthvað jákvætt að gerast hjá okkur ………. Ég er að morkna í allri þessari neikvæðni
Áhugaverðar samanburður sem Ívar Örn (#43) dregur upp af Houllier og Benitez. Langar að koma með nokkra punkta í þetta.
Ég fór einmitt að pæla í ekki svo ósvipuðum hlutum um daginn. Spurði sjálfan mig að því af hverju ég væri svona sannfærður um að Rafa Benitez væri rétti maðurinn fyrir Liverpool á meðan ég var löngu búinn að missa trú á Houllier þegar hann var rekinn. Árangurinn í deild ekkert svo rosalega ósvipaður. Voru yfirleitt í 3-4. sæti í deild, Houllier náði einu sinni 2. sæti, Benitez hefur sömuleiðis náð því einu sinni. Báðir verið með í baráttu um deildartitil einu sinni á vormánuðum.
Ég spurði mig hvort ég væri kannski hlutdrægur, hvort Rafa væri kannski ekkert betri en Houllier eftir allt saman.
En niðurstaðan sem ég fékk var sú að, hvað sem Istanbul 2005 líður, þá sé það helsta sem skilji þá að sé hversu takmarkaður Houllier var sem knattspyrnustjóri.
Gerard Houllier byggði upp lið sem byggði á skyndisóknum. Geimplanið hjá Houllier var að halda hreinu – pakka í vörn og treysta síðan á skyndsóknir.
Í þjálffræðum Rinus Michels væri liðið hans Houllier kallað Level 2 lið.
Það verður ekki dregið af Houllier að liðið sem hann byggði upp var frábært skyndisóknarlið. Lið sem gat unnið nánast hvaða lið sem er, og þó þetta lið hafi vissulega verið varnarsinnað þá voru þeir virkilega skeinuhættir í sínum skyndisóknum. Ég sá einhvern gamlan leik á LFC TV fyrir einhverju síðan frá þessum tíma – athyglisverður leikur. Liverpool var að spila á móti einhverju meðalliði á Anfield (Aston Villa eða Tottenham eða eitthvað álíka). Gestirnir dóluðu með boltann tímunum saman fyrir framan varnarmúr Liverpool en ekkert gerðist, en þegar Liverpool fékk boltann þutu þeir fram 4-5 leikmenn eins og rakettur og voru virkilega hættulegir. Liverpool vann leikinn held ég 3-0.
En einhverra hluta vegna virtist Gerard Houllier hafa lítinn áhuga á því að búa til lið sem hægt væri að kalla Level 3 lið. Lið sem getur haldið bolta innan liðsins og stjórnað leikjum.
Þegar Houllier var kominn með frábært Level 2 lið, og næsti skref hefði verið Level 3 lið þá reyndi hann frekar að búa til stórkostlegt Level 2 lið – og það mistókst.
Rafa Benitez finnst manni hinsvegar vera mun metnaðarfyllri í sinni nálgun en Gerard Houllier.
Það er langur vegur frá því að vera knattspyrnulið sem getur unnið hvaða lið sem er í heiminum með því að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir til þess að vera með lið sem getur unnið hvaða lið sem er í heiminum með því að halda bolta innan liðs og stjórna leiknum.
Í dag er liðið í miðju breytingarferli. Liðið er komið með mjög sóknarsinnaða bakverði og leikstjórnanda Lucas/Aquilani sem bíður upp á meiri ógn á seinasta þriðjung vallarins en Xabi Alonso gerði.
Hvort þessar breytingar munu takast er hinsvegar annað mál – en þær eru allaveganna metnaðarfullar.
Í þessu samhengi finnst mér forvitnilegt að velta fyrir mér hvernig liðið gæti litið út á næsta leiktímabili, ef svo fer sem margir halda að Mascerano verði seldur frá félaginu í sumar.
Reina
Glen Johnson-Agger-Skrtel-Insua
Lucas – Aquilani
Dirk Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Í þessu liði eru hvorki fleiri né færri en 10 leikmenn sem hægt er að flokka sem kreatíva. Báðir miðjumennirnir eru það, annar miðvörðurinn, báðir bakverðirnir og meira að segja markmaðurinn!
10 leikmenn í þessu liði geta boðið upp á eitthvað sérstakt í sóknarleik okkar, hvort sem það er að gefa frábæra sendingu, taka frábært hlaup með/án bolta, tekið menn á eða skorað frábært mark. Í þessu liði er einungis einn leikmaður sem er geldur í sóknarleik okkar (Skrtel).
10 leikmenn af 11 takk fyrir!
Og núna langar mig, svona fyrir forvitnissakir, að spyrja þá sem eldri hvort þeir muni hreinlega eftir knattspyrnuliði sem hefur haft jafn marga knattspyrnumenn sem nýtast í sóknarleik og þetta Liverpool lið 2010/2011?
En svo ég komi mér nú aftur að samanburðinum hans Ívars, þá er það eitt sem mér finnst gera hann svolítið ósanngjarnan, og það er hversu liðið hans Rafa er miklu sóknardjarfara en liðið hans Houlliers. Lið Benitez spilar mun framar á vellinum, er mikið meira með boltann o.s.fr.
Ef við tökum sem dæmi liðið sem vann Þrennuna 2001-2002. Þá vorum við með fjóra miðverði í vörninni og tvo varnartengiliði þar fyrir framan – Gerrard og Hamann. Ef Hyppia og Henchoz hefðu spilað með jafn sóknarsinnuðum bakvörðum og Johnson og Insua eru, þá er ég hræddur um að þeir hefðu lent í ansi miklum vandræðum. Sömu sögu má segja af Hamann.
Ég veit allaveganna fyrir víst að þegar Liverpool-liðið í dag missir boltann á vallarhelmingi andstæðinganna – verandi með alla leikmenn liðsins upp við vítateig andstæðinganna nema annan Insua, Mascherano og Skrtel/Carragher. Þá væri ég ekki tilbúinn að skipta þeim út fyrir Hencoz, Hamann og Finnan.
Pointið sem ég er að reyna að koma á framfæri er að á meðan varnarmenn Houllier litu oft á tíðum mjög vel út, þá höfðu þeir litlum sem engum sóknarskyldum að gegna, liðið í heild sinni að spila mjög aftarlega og varnarmennirnir með marga leikmenn fyrir framan sig til þess að redda sér. Öfugt við Liverpool-liðið í dag.
Kristinn: Ef þig langar að sjá frábærann level 2 leik hjá Benítez, þá er þetta málið:
http://lfchistory.net/viewgame.asp?game_id=5009
Aaah, man eftir þessum leik. Bellamy í essinu sínu, besti leikur hans hjá Liverpool? Hugsanlega.
Jújú, Benitez kann alveg á Level 2. Hann vann nú einu sinni Meistaradeildina með því að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En það er þessi óþrjótandi, vanþakkláta löngun hans til þess að þróa leik liðsins enn frekar sem gerir hann að þeim snilldar knattspyrnustjóra sem hann er – að mínu mati.
Kristinn: Þetta er mjög áhugaverður samanburður á knattspyrnustjórunum og fílósófíunni þeirra en ég var í sjálfu sér ekki að bera neitt saman nema leikmannahópana. Reyndar vantaði eitt stykki Aquilani í Benítezhópinn hjá mér. Pointið samt það að í veigamiklum atriðum erfði Benítez ekki drasl frá Houllier og hann erfði þokkalega breidd.
Frábært komment, Kristinn #51.
Eftir að hafa séð hópana hjá toppliðunum (og Spurs) í seinni færslunni hjá KAR-inu sést það bersýnilega afhverju við erum ekki betra lið en þetta.
Ástæðan:
Degen, Voronin, Kyrgiakos, Leiva, Babel, Aurelio og Dossena.
SJÖ leikmenn sem eru bara ekki nægilega góðir og það skilur eftir sig stórt skarð í þunnskipuðum hópi….ekki satt? “Liverpool er að borga fimmtu hæstu launin og hafa eflaust ekki efni á mörgum 70 þúsund punda varamönnum” en við höfum heldur ekki efni á því að hafa sjö yfirborgaða og arfa slaka leikmenn á okkar bókum. Rafa hefur gert vel í mörgum kaupum og svo sölum sem hefur gefið honum umfram-pening í kassann en hópurinn eins og hann er í dag er mælikvarðinn og hreint út sagt rosalega þunnskipaður hópur!
Þetta í raun “þaggar ekkert niður í krítikerum” eins og komment nr. 2 talar um, heldur heldur okkur betur við efnið. Not good enough, Rafael Benitez!
Komment 52: Ég myndi líka taka Real Madrid 0-1 sigurinn í fyrra og líka seinni leikinn heima. Það var plan sem virkaði mjög vel þar sem Real þurfti að sækja og það í rauninni í báðum leikjum en þar náði LFC að spila sóknarleik sem gekk upp.
Komment 51: Vandamálið er 20 manna hópur en ekki 11 manna byrjunarlið, Kristinn. Eighties lið Liverpool var að taka dolluna á 13-15 leikmönnum (nenni ekki að leita upplýsingarnar upp en er nærri lagi) sem er hreint FÁRÁNLEG staðreynd, ef mið er tekið af því að þarna voru engar kerlingar að spila eins og í gamla daga. Það var bara teipað yfir einhverja helvítis tognun eða bara fengið sér 1-2 bjórar við nárameiðslum!
Mitt point er það sem Rafa sagði er hann kom fyrst að byggja þyrfti 25 manna sterkan hóp sem ynni að þessu saman. Ellefu manna byrjunarlið er góð byrjun en bara alls ekki nóg. Svo fannst mér Houllier alltaf svolítill tittlingur þessi blessaði maður. Hann og Rafa eru svipaðir að því leytinu að þeir standa á bak við það sem þeim finnst og það breytir því enginn! Sjálfsagt ágætis sjónarmið það en algjörlega óraunhæf í fótbolta.
Skrítð hvað menn eru vanþakklátir. Það er ekkert sjálfgefið að leikmenn séu góðir. T.d. er ekki hægt að verðleggja þann sem er fljótastur að skora 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Priceless.