Mig langar aðeins að vinna meira með frábæran póst sem kom á RAWK um daginn. Þar fór einn spjallverjinn yfir leikmannakaup Rafa undanfarin ár á nokkuð einfaldan og skýran hátt. Ekkert sem kom svosem á óvart þar fyrir þá sem hafa fylgst með liðinu undanfarin ár á nánast korters fresti og heldur ekkert sem Tomkins hefur ekki hamrað á nánst síðan Benitez mætti á Lennon flugvöllinn í Liverpool 2004.
Eins og vanalega þegar blæs á móti hjá Liverpool þá eru menn fljótir til að grafa upp ástæður, stuðningsmenn horfa á þetta með mjög misjöfunum hætti, sumir reyna að horfa á heildarmyndina, greina hvað það er sem er að klikka og afhverju á meðan aðrir taka mun afdráttalausari afstöðu, t.d. þegar liðið tapar 6 leikjum af 7 þá er “auðvitað” augljóst að eitthvað mikið sé að og byrja verði á því að reka kallinn í brúnni.
Eins er alltaf hægt að treysta því að pressan, leidd af breskum fjölmiðlum, tekur alltaf án undantekninga neikvæðasta punktinn, horfir á málið á afar svart/hvítan hátt og hefur allskyns spekinga framarlega sem þora að gagnrýna stjórann opinberlega. Þetta er ekkert einsdæmi sem á bara við Liverpool, við höfum bara legið ágætlega við höggi undanfarið, umfjöllun pressunnar, jafnvel þó þeir endurtaki bara sömu vitleysuna aftur og aftur hefur auðvitað líka áhrif og stjórnar oft skoðunum margra stuðningsmanna.
Dæmi um þetta sem oftast, ef ekki alltaf, hafa verið hrakin eru t.d. að einu sinni var rotation kerfið hjá Rafa alveg út úr kortinu og klúbbinn lifandi að drepa, seinna var það zonal vörnin sem var alveg hriplek og núna er komið að því að gagnrýna leikmannakaupin hjá Rafa.
Ljóst er að hópurinn er ekki eins stór og sterkur og hjá okkar helstu keppinautum og því hefur umræðan farið út í það á ýmsum stöðum að kallinn sé vonlaus á leikmannamarkaðnum og hefur varla gert góð kaup síðan hann kom. Eins og vanalega þegar svona umræða fer í gang þá eru alltaf fjölmargir til að benda á hina hliðina á peningunum, það þykir mér margir hafa gert vel og ætla hér að taka þátt í því. Ætla að fara yfir flest öll leikmannakaup/sölur Rafa síðan hann kom með grein RAWK til stuðnings en þó leggja mitt mat á þetta.
Tímabilið 2004/05
Nýr og afar spennandi kall í brúnni, kemur til Liverpool frá frábæru Valencia liði sem hann yfirgaf vegna deilna við stjórn spænska liðsins sem stóð ekki við sín loforð og bakkaði hann alls ekki nóg upp á leikmannamarkaðnum. Fyrsta verk var að reyna að sannfæra Gerrard og einhvern titt sem heitir Owen um að vera áfram hjá klúbbnum, annar þeirra lét sannfærast og er það enn þann dag í dag bestu “kaup” Benitez. Hinn fór með ýmsum krókaleiðum rakleitt til helvítis.
Keyptir ´04
£2m – Josemi:
Væntingar: Okkur vantaði hægri bakvörð til að keppa við Finnan og leysa af Babbel sem hafði ekki spilað mikið með okkur og fór frítt.
Örlög: Skipt í staðin fyrir Jan Kromkamp eftir erfiða 18 mánuði hjá Liverpool. Josemi gat ekki blautan skít og skipti á honum fyrir þá hollenskan landsliðsmann voru ekki slæm viðskipti.
£1.5m – Antonio Nunez:
Væntingar: Óþekktur kappi frá Madríd sem við fengum sem part af Owen sölunni.
Örlög: Stoppaði stutt við hjá klúbbnum og var sippað aftur til Spánar. Gott ef hann meiddist ekki á sinni fyrstu æfingu hjá klúbbnum.
£10.7m – Xabi Alonso:
Væntingar: Það voru mjög miklar væntingar til Xabi, þetta var mikill peningur þá. Hann var samt ekki mjög þekkt nafn og stóð sig vægast sagt frábærlega hjá Liverpool.
Örlög: Fór fram á að vera seldur, engin í Liverpool borg vildi sjá það gerast en við fengum allavega £30m fyrir leikmann sem óskaði eftir því að vera seldur.
£6m – Luis Garcia:
Væntingar: Nokkuð óþekktur leikmaður, en samt tappi sem Barca vildi ekki missa. Ronaldinho á hátindi ferilsins spilað bara sömu stöðu og hann og við þannig freak keppir maður ekki. Gæti alveg trúað að Rafa hefði viljað annað og stærra nafn hefði hann til þess fjárráð en Luis Garcia hafði spilað hjá honum áður og stóð sig frábærlega hjá Liverpool og verður alltaf álitin hetja hjá klúbbnum fyrir framgöngu sína í Meistaradeildinni 2005.
Örlög: Fékk heimþrá eins og hendir oft hjá Spánverjum, fór til Athletico Madrid fyrir £4m. Hann náði aldrei almennilega að komast inn í ensku deildina en það er bara ekki hægt að líta á hann öðruvísi en sem góð kaup.
Free – Pelligrino: (janúarglugga)
Væntingar: Ekki miklar þannig, fengin sem uppfyllingarefni í miðvörðinn í janúar 2005. Sýndi afar lítið af þeim hæfileikum sem hann sýndi er hann var á Spáni en gerði þó það gagn að Hyypia fékk hvíld í nokkrum deildarleikjum sem klárlega hjálpaði til í meistaradeildinni.
Örlög: Var bara leikmaður hjá okkur í 5 mánuði enda ekki nógu góður. Er núna kominn aftur sem þjálfari.
£6.3m – Fernando Morientes: (janúarglugga)
Væntingar: Eins og KAR sagði um daginn þá er Morientes enn þann dag í dag líklega stærsta nafn sem Liverpool hefur keypt. Það voru gerðar gríðarlegar væntingar til hans enda hafði hann verið öflugur í svakalegu liði Real í fjölda mörg ár og þarna nýbúinn að eiga frábært tímabil sem lánsmaður hjá Monaco… sem komst í úrslit meistaradeildarinnar 2004.
Örlög: Stóð enganvegin undir væntingum og sýndi afhverju hann var bara varamaður hjá Real Madríd. Hjálapði honum ekki að í Liverpool hafði hann ekki nógu góðan partner í sókninni og á endanum passaði hann bara ekki í leikkerfið. Seldur fljótlega á £3m til Valencia.
£1m – Scott Carson:
Væntingar: Efnilegasti markvörður Englands þegar hann var keyptur þó enginn hafi búist við honum í byrjunarliðið næstu árin.
Örlög: Mikið meiddur, átti ágæta spretti þegar hann fór á láni frá klúbbnum og náði m.a. að spila fyrir England (m.a. leik sem hann vill eflaust gleyma). Seldur á £3.25m.
Samtals keypt fyrir £27.5m
Seldir ´04
Frítt – Marcus Babbel: Fór til Stuttgart til að klára ferilinn, er að stjórna því liði í dag.
£2.5m – Danny Murphy: Seldur þegar Xabi Alonso mætti á svæðið. Flottur leikmaður sem margir hefðu viljað hafa áfram á Anfield.
£8.5m – Michael Owen: Um þennan mann þarf ekki að bæta miklu við, vildi fara og Rafa náði ekki að sannfæra hann um að vera áfram. Hefur ekkert gert síðan og er núna kominn til helvítis.
Frítt- Stephane Henchoz: Fór til Celtic til að klára ferilinn. Reyndist klúbbnum vel þegar hann var á hátindi ferilsins en hefur ekkert sérstaklega verið saknað eftir að hann fór.
Samtals selt fyrir: £11m
Samtals £16.5m sem fór í leikmenn og bróðurparturinn af því fór í kaupin á Xabi Alonso.
Mismunur 2004/05 = £16.5m
…
Tímabilið 2005/06:
Vægt til orða tekið gríðarlegar væntingar til liðsins eftir að tímabilið á undan endaði á besta kvöldi í sögu klúbbsins, sem m.a. tryggði okkur þáttökurétt í meistaradeildinni. Sumarið var engu að síður ekkert minna en gríðarleg vonbrigði því í stað þess að fá stórstjörnur í röðum eftir frábæran árangur í evrópu máttum við hlusta á sögur af Gerrard allt sumarið. Að lokum sagðist hann ætla til Rússlands en tók síðan einhverja dramatískustu U-beygju síðari tíma daginn eftir og skrifaði undir nýjan samning hjá klúbbnum. Þetta skyggði á allt annað þetta sumar og það tók Gerrard langan tíma að vinna traust aðdáenda á sitt band aftur. Velgengni ársins á undan vann eiginlega gegn Benitez þar sem pressan jókst í samræmi við velgengnina og ekki var veskið opnað upp á gátt líkt og gerist hjá þeim liðum sem við vorum að reyna að ná.
Keyptir ´05
£240,000 – Antonio Barragan:
Væntingar: Voða litlar, efnilegur strákur frá Spáni.
Örlög: Var seldur á £675,000 til Deportivo ári seinna.
Free – Boudewijn Zenden:
Væntingar: Þaulreyndur leikmaður í Hollandi, á Spáni og í Englandi þar sem hann hafði átt mjög gott mót með Boro. Fengum hann frítt og hann nýttist ágætlega til að auka breiddina.
Örlög: Fór frítt, sást síðast um daginn koma inná gegn okkur.
£6m – Pepe Reina:
Væntingar: Dudek var nýbúinn að vinna alla stuðningsmenn Liverpool á sitt band eftir frábæra frammistöðu í Istanbul. Þannig að menn voru smá skeptískir gagnvart þessum spænska markverði, hvað þá að eyða svona mikið í markvörð. (munum líka að það var ekki langt síðan Dudek og Kirkland höfðu verið keyptir á einu bretti).
Örlög: Er óumdeilanlega einn besti markvörður í heiminum og ennþá þræl ungur af markmanni að vera. Ótrúlega óheppinn að vera uppi á sama tíma og Iker Casillas, gæti samt trúað að hann slái hann á endanum út úr spænska markinu. Ein bestu kaup Rafa á ferlinum.
£5.6m – Momo Sissoko:
Væntingar: Ekki þekktur meðal púllara, strákur sem hafði spilað mjög ungur undir stjórn Rafa. Var frábær til að byrja með og talinn vera gríðarlegt efni.
Örlög: Fór að sýna algera vankunnáttu með boltann og virtist stundum senda hann frá sér bara til að geta unnið hann aftur (eitthvað sem hann er góður í). Var látinn spila mjög ofarlega og pressa varnartengiliði andstæðingana. Lenti í slæmum augnmeiðslum sem margir vilja meina að hafi tekið mikið frá honum sem leikmanni! Ég veit ekki um það en hann var mig lifandi að drepa með frammistöðum sínum undir lok ferilsins hjá Liverpool. Seldur til Juve á £8.2m og í staðin fengum við Mascherano. (minnir að ég hafi fengið mér bjór af þessu tilefni).
£7m – Peter Crouch:
Væntingar: Orðum þetta þannig að Rafa var talinn vera eitthvað verri þegar hann eyddi þessum pening í Crouch, sem þó hafði gott marka-record og hafði farið ansi illa með okkur árið áður.
Örlög: Vann stuðningsmenn Liverpool gjörsanlega á sitt band og breyttist í landsliðsmann sem hefur þann leiða ávana að skora nánast alltaf þegar hann fær séns. Átti erfiða byrjun hjá Liverpool og passar í raun ekki í byrjunarliðs leikkerfið okkar, en við hefðum svo sannarlega viljað halda honum áfram og eiga hann uppá að hlaupa. Seldur á £11m.
£150,000 – Jack Hobbs:
Væntingar: Ungilngur sem var talinn vera gríðarlegt efni 16 ára.
Örlög: Sýndi ekki nægar framfarir og var sledur til Leicester fyrir upphæð sem er talin nema um £1.5m, þó það sé ekki staðfest.
£190,000 Besian Idrizaj:
Væntingar: Efnilegur unglingur frá Austurríki
Örlög: Stóð ekki undir væntingum, lenti í meiðslum, tók nokkra lánssamninga og fór á endanum frá klúbbnum.
£1.5m – Mark Gonzales:
Væntingar: Miklar væntingar enda hype-aði Rafa þennan strák mikið upp í fjölmiðlum til að sannfæra tjallana um að veita honum atvinnuleyfi á Englandi. Það fékkst ekki og því fór hann í lán á Spáni áður en hann gat komið til Liverpool. Hugsður sem ódýrt og efnilegt back up á vinstri kanntinum.
Örlög: Stóð ekki undir væntingum svo vægt sé til orða tekið þannig að honum var sippað til Real betis fyrir £3.5m.
Skipti – Paul Anderson: Í skiptum fyrir hin nýja Gerrard, John Welsh.
Væntingar: Enn einn pjakkurinn, var þó nokkuð efnilegur en fékk svosem aldrei sénsinn hjá okkur.
Örlög: Seldur fyrir £250,000.
Skipti – Jan Kromkamp: Í skiptum fyrir Josemi.
Væntingar: að hann væri a.m.k. ekki jafn herfilega lélegur og Josemi.
Örlög: Var aðeins betri en Josemi en alls ekki nógu góður og því seldur fyrir £1.75m Spilaði þó í úrslitum F.A. Cup ef ég man rétt.
£5.8m – Daniel Agger:
Væntingar: Kom með afar gott orð á sér frá DK og miðað við það sem maður hefur séð til hans þegar hann er heill þá er þetta þjófnaður á þessu ferði.
Örlög: Hefur verið í miklum meiðslavandræðum og er enn. Hefur alla burði til að verða framtíðarmiðvörður Liverpool ef hann nær að losa sig við meiðslavandræði.
£250,000 – David Martin: Ungur varaliðsmarkvörður
Frítt – Robbie Fowler: Pay as you play díll.
Væntingar: Þessi kaup framlengdu jólin hjá púllurum. Skoraði nokkur mörk og náði að kveðja KOP eins og allir vildu fá að kveðja þennan vinsælasta leikmann Liverpool sl. 20 ár.
Örlög: Fór um sumarið 2007 eftir úrslitaleikinn í Aþenu. Hann fékk ekki tækifæri þar eins og margir vildu enda trúin á Fowler óbilandi. Hefur ekki gert margt merkilegt eftir að hann fór, er að slá í gegn í Ástralíu núna, held við ættum að kaupa hann í janúar 🙂
Samtals keypt fyrir : £26.73
Seldir ´05
Frítt – Vladimir Smicer: Góður leikmaður svosem en var bara alltaf meiddur. Kvaddi með eins miklum stæl og hægt er að kveðja í Istanbul.
£3.5m – El Hadji Diouf: Við hefðum getað haldið Anelka hjá Liverpool í stað þess að fá þetta gimp til Englands ! Eitt besta move Rafa á leikmannamarkaðnum.
Frítt – Pellegrino: Var hjá okkur í fimm mánuði, gat ekki neitt og kom aftur sem þjálfari.
£2m – Alou Diarra: Einn af franska her Houlliers, held að hann sé að pluma sig ágætlega í Frakklandi í dag.
£2m – Antonio Nunez: Keyptur á £1,5.m, hvernig við fengum síðan £2.m fyrir hann, I´ll never know.
£6.5m – Milan Baros: Var svosem ágætur undir Rafa á sínu fyrsta ári, seldur á ágætan pening og hann hefur ekkert getað síðan hann fór.
Skipti – John Welsh fyrir Paul Anderson
Skipti – Josemi fyrir Kronkamp.
Samtals seldir: £14m
Mismunur 2005/06 var því £12.73m
…
Tímabilið 2006/07
Enn á ný tók maður sumarkaupum klúbbsins með frekar litlum spenningi og ekki á nokkurn hátt í takt við væntingar. Augljóst var að Moores hafði ekki efni á því að keppa við Chelesa og United. Þetta skánaði þó slatti í janúarglugganum er við fengum JM og Arbeloa.
Keyptir ´06
£6m – Craig Bellamy:
Væntingar: Hörkuleikmaður með gríðarlega reynslu af enska boltanum. En þó leikmaður, eða ölluheldur persónuleiki sem tekið var með miklum fyrirvara enda Bellamy seint talinn sá léttasti í skapinu.
Örlög: Reyndist klúbbnum ágætlega, tuskaði Riise aðeins til. Var að lokum seldur fyrir £7.5m til að fjármagna kaupin á Torres. Væri fínt að geta haft hann sem squad leikmann eins og City hefur hann núna.
£2m – Gabriel Palletta:
Væntingar: Ungur pungur sem búist var við miklu af.
Örlög: Stóð alls ekki undir væntingum, spilaði nokkra bikarleiki en var að lokum seldur fyrir £1.2m Ekki mikið tap af þessu svosem.
Frítt – Fabio Aurelio:
Væntingar: Sagður vera með svipaða sendingagetu og Alonso, traustur bakvörður sem Benitez þekkti vel til.
Örlög: Hefur verið ákaflega mikið meiddur en loks þegar hann stígur upp úr þeim þá sýnir hann jafnan að þarna er á ferðinni hörkuleikmaður sem var ansi ódýr fyrir ekki neitt. Þurfum samt að fara fá inn stabílli bakvörð.
£6.7m – Jermaine Pennant:
Væntingar: Alls ekki miklar og menn voru alls ekki sannfærðir um þessi kaup. Var reyndar búinn að spila vel hjá Birmingham og okkur vantaði kantmann, en hann sannaði með tímanum eins og svosem var grunað að hausinn á honum er forskrúfaður á og hann er með hræðilegt viðhorf og ennþá verra egó. Pennant var ekki first choice hjá Rafa því hann hafði mikið reynt að kaupa Dani Alves frá Sevilla. Engu gáfaðari kappi þar á ferðinni en TÖLUVERT betri leikmaður en Pennant. Grátlegt dæmi um hvað vantaði oft lítið uppá að þora að taka áhættuna í leikmannakaupum og borga aðeins yfirverð.
Örlög: Lét samninginn sinn renna út hjá klúbbnum og fór að lokum frítt til Spánar þar sem hann er núna og talar mun frjálslegar um frammistöðu Rafa Benitez heldur en sína eigin. Hans besta moment var góður leikur í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2007…sem segir manni kannski best að hann er gott dæmi um góðan leikmann sem hefur bara alls ekki haus í þetta.
£9m – Dirk Kuyt:
Væntingar: Það voru þó nokkrar væntingar gerðar til Kuyt, hann var með svakalegt record í Hollandi þar sem hann skoraði mikið og var afar duglegur að auki. Okkur hafði vantað markaskorara síðan Owen fór og vonandi var hann þarna mættur.
Örlög: Um fáa leikmenn hef ég skrifað jafn mikið inn á þessa síðu og Dirk Kuyt. Hann gat ekki blautan skít sem striker og fór ekki að gera mikið af viti fyrr en fundin var staða fyrir hann á hægri kanti. Þar er hann best geymdur þó hann taki ennþá alloft syrpur sem líklega verða til þess að maður verður gráhærður langt fyrir aldur fram. En vinnusemi og hugarfar Kuyt er til þvílíkrar fyrirmyndar að hann rúllar Gerrard upp og er líklega á pari við Carragher. Það er eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool kunna vel að meta og það er erfitt í dag, sérstaklega eftir síðasta tímabil að líta ekki á Kuyt sem góð kaup.
£200,000 – Nabil El Zhar:
Væntingar: Ekki nokkrar einustu
Örlög: hefur fengið slatta af sénsum og virðist vera inn í plönum Rafa. Afhverju veit ég ekki alveg! Er meiddur núna. En við fengum hann á skít á priki.
£750,000 – Astrit Ajdarevic:
Væntingar: Ekki neinar þannig, vissi ekki að hann hefði verið svona dýr reyndar.
Örlög: Var talinn mikið efni en hefur greinilega ekki heillað og fór því að ég held frítt til Leicester.
Ekki gefið upp – Jordy Brouwer:
Væntingar – Ungur pjakkur frá Ajax. Ekki búist við miklu af honum
Örlög: Er held ég ennþá hjá okkur, engin áhætta að fá hann.
£2.5m – Alvaro Arbeloa:
Væntingar: Ekki miklar, fengum hann að mig minnir í janúarglugganum sem back up fyrir Finnan. Flestir hefðu viljað stærra nafn en hann var fljótur að vinna stuðningsmenn á sitt band með því að pakka Leo Messi saman á Nou Camp í sínum fyrsta leik.
Örlög: Vildi fara núna í sumar, fengum £3.5m fyrir hann. Hann átti bara ár eftir af samning og það var erfitt að halda honum góðum þar sem við vorum að kaupa bakvörð á £17.m og klúbburinn sem vildi fá hann heitir Real Madríd. Söknum hans í dag…sem back up.
Lán – Javier Mascherano:
Væntingar: Furðu litlar eftir hræðilega dvöl hans hjá West Ham. Var samt með mikið orðspor á sér áður en hann fór þanngað svo það var ekki bara Rafa sem hafði trú á honum. Nokkuð spennandi leikmaður sem við fengum í janúarglugganum
Örlög: Keyptum hann ári seinna á £18.m og er hann almennt talinn vera einhver besti varnartengiliður í heiminum í dag. Er orðinn fyrirliði Argentínu og ef hann yfirgefur Liverpool verður það að öllu eðlilegu fyrir mun hærri upphæeð heldur en við fengum hann á. Gallinn við JM er að honum er með öllu fyrirmunað að sækja.
Samtals keypt fyrir £27.15m
Seldir ´06
£200,000 – Zak Whitbread: Var bara líkur Hyypia í útliti, því miður.
Óuppgefið – Bruno Cheyrou: “Nýji” Zidane hans Houllier fór á £1.5m að því talið er.
£3m – Fernando Morientes: Stóð ekki undir væntingum og Benitez var fljótur að losa sig við hann.
Frítt- Didi Hamann: Synd og skömm að hann hafi þurft að eldast. Reyndist klúbbnum frábærlega og var einn af bestu kaupum Houllier.
£675,000 – Antonio Barragan: Þar sem hann kom á £240,000 er ekki hægt að segja annað en að við græddum þó smá á honum.
£2m – Djimi Traore: Við fengum £2m fyrir hann, en það var tekið fyrir í bókinni hans Guiness þetta ár. Einn af frakka kaupum Houllier sem gat ekki blautan. Spilaði samt úrslitaleikinn gegn Milan 2005 sem segir margt um hvurslags kraftaverk það ævintýri var.
£500,000 – Neil Mellor: Lurkur sem skoraði fáránlega fyrir varaliðið en var og er augljóslega ekki nógu góður fyrir EPL. Átti þó sín moment eins og gegn Arsenal og Olympiakos.
£1.75m – Jan Kromkamp: Losaði okkur allavega við Josemi og fór svo fyrir næstum jafn mikinn pening og eytt var í spánverjann.
£525,000 – Darren Potter: Fínn peningur fyrir litla bróðir Harry
£1.5m – Steven Warnock: Hefðum líklega fengið meira fyrir hann hefði hann verið eitt ár til viðbótar eða svo. En það var ekki hægt að vita að Aurelio, sem er mun betri en Warnock yrði svona mikið meiddur. Eins bara ef þú nærð ekki að slá Riise út úr liðinu þá bara ertu ekki nógu góður.
Frítt – Salif Diao: Mjög gott að losna við hann frítt, alls ekki hægt að biðja um meira fyrir þennan leikmann sem var einn af banabitum Houllier.
Samtals selt fyrir: £10.15m ásamt því að nokkrir leikmenn fóru sem losaði um á launaskránni.
Mismunur á kaupum og sölum 2006/07 £17m
…
Tímabilið 2007/08
Töluverðar væntingar enda keyptum við sæmilegan striker frá Spáni á alvöru pening.
Keyptir ´07
£5m – Lucas Leiva:
Væntingar: Leikmaður ársins í heimalandinu og menn sem bera þenn titil koma við væntingar á bakinu hvert sem þeir fara.
Örlög: Ekki ennþá alveg ljós, það er make or break tímabil hjá honum núna. Hefur í það minnsta ekki fallið neitt í verði en á eftir að heilla velflesta púllara. Lenti í því að fylla skarðið sem Alonso skilur eftir sig á meðan Aqualini hefur verið meiddur.
Ekki gefið upp- Krisztian Nemeth:
Væntingar: Eitt mesta efni Ungverja síðan Puskas var og hét (“,) ATH: datt enginn annar í hug.
Örlög: Enn mjög mikið efni, góður í varaliðinu og skorar slatta af mörkum. Lenti í meiðslum í fyrra og er núna á láni í Grikklandi. Vonast til að hann nái að stíga skrefið úr varaliði í aðallið.
£270,000 – Mikel San Jose Dominguez:
Væntingar: Engar
Örlög: Óljós
£1.8m – Sebastian Leto:
Væntingar: Slatti miklar miðað við verð, ungur og efnilegur vinstri kanntur. Var í vandræðum með atvinnuleyfi
Örlög: Seldur fyrir £3m.
£20.2m – Fernando Torres:
Væntingar: Frekar blendnar, hann var augljóslega mjög góður á Spáni en svolítið óskrifað blað enda A.Madríd ekkert alltaf á skjánum og hafði verið frekar misjafnt lið.
Örlög: Besti striker í heimi og hreinn þjófnaður fyrir þetta klink sem við keyptum hann á.
Frítt – Andriy Voronin:
Væntingar: Afar litlar og menn afar lítið spenntir fyrir þessum uppfyllingarkaupum, vorum búnir að fá Torres og ekkert að því svosem að fá reyndan landsliðsmann úr þýska boltanum ftítt.
Örlög: Gat ekki blautan og var lánaður aftur til Þýskalands. Var ágætur þar í fyrra en hefur verið herfilegur undanfarið hjá Liverpool og er klárlega á sínu síðasta tímabili hjá klúbbnum.
£5m – Yossi Benayoun:
Væntingar: Vildu allir, Benitez líklega þar með talinn, fá stærra nafn heldur en ísraelan. Var samt búinn að vera flottur hjá West Ham og margir hugsðu hann svolítið sem arftaka Luis Garcia.
Örlög: Gerði meira gagn sem túlkur til að byrja með en hrökk eftirminnilega í gang í fyrra og hefur verið einn albesti leikmaður Liverpool árið 2009. Hefur sannað sig sem mjög góð kaup.
£11.5m – Ryan Babel:
Væntingar: Nokkuð miklar væntingar, keyptur á slatta mikinn pening, fljótur vinstri kanntur skólaður af Ajax, hljómaði mjög mikið eins og það sem við þurftum.
Örlög: Hefur sannarlega hæfileikana en hefur ákaflega sjaldan náð að sýna þá. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni með Babel að ef hann fer þá komi hann til með að blómstra hjá því liði sem kaupir hann. Efa að hann verði annað tímabil hjá klúbbnum nema hann fari að sýna mikið mikið betri frammistöður mjög bráðlega.
Óuppgefið – Charles Itandje:
Væntingar: Engar, var ALDREI að fara komast í byrjunarliðið.
Örlög: Náði að gera rassafar í bekkinn áður en hann fór.
£1.3m – Emiliano Insua:
Væntingar: Efnilegur strákur frá Argentínu
Örlög: Er að ná að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið, gerir sín mistök ennþá, en er klárlega gríðarlegt efni og er t.a.m. kominn í plönin hjá landsliði Argentínu. Framtíðar bakvörður hjá klúbbnum.
£6.5m – Martin Skrtel:
Væntingar: Keyptur í janúarglugganum til að auka breiddina í miðverðinum.
Örlög: Öflugur miðvörður sem maður getur alveg séð fyrir sér að verði hjá klúbbnum í mörg ár til viðbótar við hliðina á Agger. Er svolítið millivegurinn á Hyypia og Carragher. Hefur þó ekki alveg verið að gera sig í upphafi móts.
£18.6m – Javier Mascherano: Keyptur, var búinn að vera hjá okkur í láni.
Samtals keypt fyrir: £70.7m
Seldir ´07
£2.7m – Florent Simana-Pongolle: Alltaf efnilegur, vildi fá að spila meira og hefur ekki gert mjög merkilega hluti eftir að hann fór.
£100,000 – Daniel O’Donnell: Einhver ungur pungur sem var seldur
Frítt – Jerzy Dudek: Vildi fá að spila eftir að Reina sló hann út úr liðinu þannig að hann skellti sér til Real Madríd!!!
Frítt – Zenden: Samningslaus og ekki í framtíðarplönum
Frítt – Robbie Fowler: Fékk að kveðja klúbbinn
£4m – Luis Garcia: Var með heimþrá.
£6m – Djibril Cisse: Síðustu kaup Houllier, seldur til að fjármagna kaupin á Torres.
£7.5m – Craig Bellamy: Einnig seldur til að gera pláss fyrir Torres. Væri fínt að eiga hann upp á hlaupa.
£3.5m – Mark Gonzales: Fínn gróði á leikmanni sem gat ekki neitt hjá okkur.
£1.2m – Gabriel Palletta: Efnilegur strákur en náði ekki að fóta sig hjá Lliverpool.
£3.5m – Chris Kirkland: Keyptur á sama tíma og Dudek! Var eiginlega alltaf meiddur.
£8.2m – Momo Sissoko: Langt í frá því að vera í uppáhaldi hjá undirrituðum, en var öflugur til að byrja með og seldur á fínan pening.
Total sold: £36.7m
Samtals eytt 2007/08: £34m
….
Tímabilið 2008/09
Eftir afar hressandi leikmannaglugga árið áður var vonast til að Hicks & Gillett myndu fylgja þessu eftir. Sumarið var klárlega vonbrigði, vorum á eftir Gareth Barry allt sumarið sem enginn var neitt ofur spenntur fyrir og misstum svo á endanum af honum! Keyptum Keane á svaka pening án þess að menn væru að sjá hvar ætti að setja hann í liðið.
Keyptir ´08
Frítt – Philip Degen:
Væntingar: Ekki miklar, reyndur úr þýska boltanum, nokkuð snöggur og sókndjarfur. Hafði samt verið meiddur í 2 ár áður en hann kom og því illskiljanleg “kaup”.
Örlög: Meiddur allt tímabilið. Er núna fyrst að komst á ról hjá klúbbnum og virðist nú ekki vera alslæmur.
£7m – Andrea Dossena:
Væntingar: Lítið þekktur fyrir utan Ítalíu, vonandi mun betri og sókdjarfari en Riise.
Örlög: Guð minn góður hvað hann var hræðilegur í byrjun!! Náði aðeins að sýna að hann kann fótbolta en virðist vera alveg dottinn út úr myndinni núna.
£3.5m – Diego Cavalieri:
Væntingar: óþekktur og nokkuð ljóst að hann var ekkert að fara slá Reina út frekar en aðrir.
Örlög: Er varamarkvöður og verður það þanngað til hann fer.
£1.5m – David N’gog:
Væntingar: Ekki miklar, skoraði afar lítið hjá PSG.
Örlög: Virðist vera nokkuð efnilegur og hefur skorað fáránlega mikið miðað við múnútur sem hann hefur fengið.
£19m – Robbie Keane:
Væntingar: Flestum fannst þetta mikið verð fyrir Keane og flestir voru ekki alveg að sjá hvar átti að planta honum í byrjunarliðinu!
Örlög: Átti afar erfitt uppdráttar og var seldur aftur til Spurs í janúar!! Fáránlegt mál frá A-Z og hrikalega misheppnuð kaup fyrir þennan pening. Spilaði ekki mikið með Torres frammi. Hefði viljað hafa hann til loka tímabilsins í það allra minnsta enda var ekki keypt neitt í staðin fyrir hann.
£8m – Albert Riera:
Væntingar: Okkur vantaði vinstri kannt, enn einu sinni virðumst við ekki hafa haft efni á allra feitustu bitunum á markaðnum og því enginn voða æsingur yfir þessum kaupum. Samt spænskur landsliðsmaður.
Örlög: Vel nothæfur kantari en gæti enn átt eftir að blómstra almennilega, Benayoun style.
Samtals keypt fyrir: £39m
Seldir ´08
£4m – John Arne Riise: Skilaði sýnu og vel það fyrir klúbbinn, liðið hafði samt batnað yfir getu Riise og því var sannarlega kominn tími á að selja hann.
Frítt – Harry Kewell: Í kjölfarið var fækkað um tvo í læknastaffi klúbbsins.
Óuppgefið – Anthony Le Tallec: Losnuðum loksins við hann.
£11m – Peter Crouch: Synd að missa hann. Vildi vera byrjunarliðsmaður og seldum hann á góðan pening.
£2.25m – Danny Guthrie: Kom upp úr akademíunni en var aldrei að fara komast í Liverpool liðið.
£3.25m – Scott Carson: Mikið meiddur og aldrei að fara slá Reina úr liðinu. Komum út í gróða.
Óuppgefið – Steve Finnan: Talið að söluferðið hafi verið £1.m Stóð sig mjög vel hjá Liverpool og var stöðugur í mörg ár. Kominn tími á hann.
£16m – Robbie Keane: Gekk ekki upp, maður leitar eftir þessu máli í ævisögu Keane þegar hann gerir slíka.
Óuppgefið – Jack Hobbs: Talið að við höfum fengið um £1.5m. fyrir hann.
Samtals selt fyrir: £36.5m
Samtals eytt 2008/09 : £2.5m sem er grín.
…
Tímabilið 2009/10
Þessi leikmannagluggi var hræðileg vonbrigði þar sem við vildum auðvitað allir að fylgt yrði eftir góðu tímabili í fyrra og reynt að styrkja klúbbinn. Í staðin var slúður um Alonso í mest allt sumar og við misstum hann svo til Real ásamt Arbeloa. Ístaðin keytpum við meiddan mann og reyndar hörku bakvörð. Komum út á sléttu á leikmannamarkaðnum og það dugar ekki eins og við höfum fundið út, the hard way.
Keyptir ´09
£17.5m – Glen Johnson:
Væntingar: Keyptur á svakalegan pening en gæti alveg orðið framtíðar hægri bakvörður hjá klúbbnum.
£17.1m – Alberto Aquilani:
Væntingar: Fylla skrað Alonso og rúmlega það.
£2m – Sotirios Kyrgiakos:
Væntingar: Vildum Turner eða Upson en gátum bara eytt klinki og keyptum því Guðmávitahvaðopolus. Afar litlar væntingar og vonbrigði að geta ekki keypt meira keppnis leikmann.
£160,000 – Daniel Ayala:
Væntingar: Ungur leikmaður, virkar mikið efni.
Samtals keypt fyrir: £36.76m
Seldir:
£250,000 – Paul Anderson: Náði ekki að brjóta sér leið inn í liðið
Frítt– Jermaine Pennant: Cunt sem lét samninginn renna út.
£3m – Sebastian Leto: Fékk ekki atvinnuleyfi.
£3.5m – Alvaro Arbeloa: Vildi frekar vera rotation leikmðaur í Real heldur en hjá okkur.
£30m – Xabi Alonso: Ein mestu vonbrigði sem maður man eftir lengi, söknum Xabi herfilega. Fengum þó góðan pening fyrir leikmann sem vildi ólmur fara.
Total sold: £36.75m
Samtals eytt 2009/10 : £10,000 Sem er vægt til orða tekið mikil vonbrigði.
….
Samtals keypt leikmenn fyrir: £228,976,000
Samtals selt leikmenn fyrir: £145,100,000
Samtals eytt: £83,876,000
Þannig að á fimm árum hefur klúbburinn eytt rétt rúmlega £83m. Sem gera um £16.6m á ári! Flestir þeir leikmenn sem keytir hafa verið hafa verið seldir með gróða eða eru ennþá hjá klúbbnum og mun meira virði nú heldur en þegar þeir voru keyptir. (nema kannski Dossena og Babel).
Rafa hefur oft þurft að sætta sig við verri kost heldur en hann hefði viljað og þurft að skipta leikmönnum og braska á markaðnum til að bæta liðið jafnt og þétt. Eins og RAWK bendir á þá er ágætt að kíkja á bætinguna milli ára til að sjá hvernig þetta hefur gengið:
2004/05: 5.sæti – 58 stig (unnum meistaradeildina)
2005/06: 3.sæti – 82 stig
2006/07: 3.sæti – 68 stig (Úrslit í meistaradeildinni)
2007/08: 4.sæti – 76 stig (Undanúrslit í meistaradeildinni)
2008/09: 2.sæti – 86 stig
Ef horft er á þetta svona svart hvítt þá má draga þá ályktun að vandræði okkar í upphafi þessa tímabils, fyrir utan öll meiðsli og annað, séu ekki svo gríðarlega óvænt, að við séum í basli miðað við hvað við vorum “öflugir” á leikmannamarkaðnum. Því keppinautar okkar létu vel til sín taka.
Launakostnaðurinn hjá okkur er talinn vera sá fimmti hæsti í deildinni og við getum ekki haft eins marga á góðum samningum eins og United og Chelsea t.d. geta.
Það er bara ekki satt eins og á sumum stöðum hefur verið haldið fram að eytt hafi verið formúgum í vonlausa leikmenn, sumir hafa ekki verið að gera sig eins og gengur og gerist hjá öllum klúbbum en flestir hafa líka verið horfnir mjög fljótlega og oftar en ekki fyrir meiri pening en við keyptum þá á.
Þessar £83m sem munar milli kaupa og sölu á leikmönnum kæmu nánast allar fyrir Torres. Þá er ótalið að Benitez hefur alltaf skilað klúbbnum í meistaradeildina og alltaf í a.m.k. 16. liða úrslit sem skilar dágóðu í kassann. Tvisvar höfum við farið í úrslit og einu sinn unnið þannig að hann vann sér svo sannarlega fyrir þessum pening.
Rafa hefur byggt upp lið nánast frá grunni og hefur gengið bara nokkuð vel.
Helstu keppinautar okkar, United voru þegar með fullmótað lið þegar Benitez kom, þurftu semsamt alls ekki að byrja frá grunni og þá er ekki talað um svakalegan launakostnað þeirra. Chelsea var búið að hrúga pening í klúbbinn stuttu áður en Rafa kom sem bætti við lið sem var nokkuð gott fyrir. Man City hefur á einu ári eitt meira heldur en Rafa á 5 árum sem segir nú smá um bullið sem er í gangi.
Liverpool er ekki eins langt frá þessum liðum og margir vilja meina núna, við vorum afar nærri titlinum í fyrra og að vanda mjög sterkir í meistaradeildinni. En ef við ætlum að ná að brúa bilið endanlega þá er ekki hægt að treysta á heppni með meiðsli og lítinn hóp. Það er nánast ómögulegt að borga bara 4-5. mesta launakostnaðinn í sinni eigin deild og geta bara notað þann pening sem þú færð út úr sölu leikmanna og ætlast til að berjast alltaf um titlinn og meistaradeildina.
Bætið svo við því vinnuumhverfi sem Benitez hefur þurft að vinna í undanfarin ár. Eigendurnir talast varla við, virðast alveg staurblankir og reyndu meira að segja að finna arftaka Benitez og reyndu ekki einu sinni að fela það. Svo veit maður ekkert hvað Parry hafði mikil völd en þau virðast hafa verið töluverð.
Það sem verið er að reyna að koma að er að þegar horft er á heildarmyndina þá er Rafa Benitez að ná helvíti miklu út úr þessu liði og hefur verið byggja liðið örugglega upp jafnt og þétt með aðra höndina bundna fyrir aftan bak.
Þessu vilja margir ekki taka gildu þegar illa gengur eins og gert hefur undanfarið.
…
En talandi um þetta gengi undanfarið þá höfum við farið ítarlega yfir ásætður þessa, það hefur ekkert fallið með okkur, söknum Alonso, of margir meiddir, of lítill hópur, allt Rafa að kenna o.s.frv. Það sem mér finnst ekki hafa verið neitt í umræðunni er sú breyting sem augljóslega er verið að reyna koma á leikskipulaginu. Benitez er og hefur verið að reyna hægt og rólega að gera liðið mun sókndjarfara heldur en áður án þess þó að tapa jafnvæginu.
Alonso eins frábær og hann nú var þá var hann ekki besti sóknarmiðjumaður í heiminum, Barry er mun sókndjarfari og var afar eftirsóttur af Rafa í fyrra. Sama gildir um Aqualini sem spilar mun ofar á vellinum heldur en Xabi og ætti að nýtast sóknarleiknum betur.
En helsta breytingin eru kaupin á bakvörðum. Aurelio átti alltaf að slá Riise út. Dossena var síðan hugsaður sem sókndjarfur bakvöðrur (verst að hann gleymdi vörninni bara alveg). Að lokum er það svo Insúa sem er mjög sókndjarfur af svona kubb að vera.
Hinu megin höfum við skippað út Finnan og Arbeloa og fengið í staðin Johnson og Degen sem báðir eru mun fljótari og mikið betri sóknarlega.
Þessar breytingar vil ég meina að hafi líka riðlað leik okkar töluvert í upphafi móts (þó flest mörk sem við fáum á okkur séu úr föstum leikatriðum) og ég trúi því statt og stöðug að liðið komi til með að hrökkva í gang fljótlega og sýna svipaðan bolta og þeir gerðu í lok síðasta tímabils.
En svo ég ljúki þessari langloku þá tek ég undir með þeim á RAWK í þessum pistli þeirra um Benitez…
“You’ll only miss him when he’s gone….”
Skv. þeim rökum að peningum sé allt um að kenna og Rafa hafi ekki fengið úr neinu að moða þá verðum við aldrei meistarar fyrr en við vinnum í lottó. Við erum ekki á leiðinni að verða ríkari klúbbur en keppinautar okkar. Þetta er því vonlaust.
Rafa kallinn hefur ekki fengið neinn aur og því er afraksturinn einn almennilegur striker og eintómar gúrkur með. Hættum þá bara að gera okkur falsvonir og lifa í þoku….við erum og verðum bara annars flokks lið þangað til það koma olíbornir arabar og bjarga okkur…
Takk annars fyrir nákvæma samantekt.
Aldrei að segja aldrei, það vantaði 3 stig í fyrra. Við þurfum samt að styrkja liðið milli ára líkt og andstæðingarnir. Ekki veikja það eins og gerst hefur nú (meðan Aqualini fyllir ekki skarð Alonso). Punkturinn er að Rafa hefur gert vel miðað við fjármagn og liðið er ekki eins vonlaust og af er látið… hvað þá bara tveggja manna her.
Babu, sorrí en ég verð að benda þér á þetta: hann heitir Aquilani, ekki Aqualini. Fyrra nafnið er ítalskt, seinna nafnið hljómar eins og vatnskennd pastategund.
Annars get ég ekki tekið undir með þér Stefán D. að afraksturinn sé aðeins einn almennilegur striker og eintómar gúrkur með. Reina, Johnson, Aurelio, Agger, Skrtel, Insúa, Mascherano, Lucas, Aquilani, Kuyt, Benayoun og Riera eru allt leikmenn sem myndu sóma sér í hvaða topphóp sem er. Vandinn er bara að fyrir utan þennan hóp er lítið sem ekkert um gæði, nema í örfáum yngri mönnum eins og Ngog og Kelly, og Babel þá sjaldan að hann nennir þessu, og þess vegna megum við lítið við meiðslum.
Okkur vantar ekki endilega einhver gæði í byrjunarliðið, þó lengi megi gott bæta. Okkur vantar hins vegar breiddina. Þegar Chelsea, til dæmis, missa Drogba og Essien hafa þeir ennþá Anelka, Kalou og Sturridge í sókninni og Lampard, Ballack, Joe Cole, Mikel, Malouda og fleiri á miðjuna. Við erum ágætlega staddir án Gerrard á miðjunni með Mascherano, Lucas, Aquilani og Benayoun alla færa um að fylla í þær stöður (þótt auðvitað veikist liðið við að missa besta manninn) en án Torres frammi erum við bara með Ngog, án Riera erum við ekki með neinn örfættan vængmann, án Johnson erum við ekki með neitt af viti í hægri bak, og svo framvegis.
Það tala margir (þ.á.m. ég) um að við hefðum getað keypt menn eins og Vidic, Daniel Alves, Simao Sabrosa og svo framvegis ef við hefðum haft peninga til þess á sínum tíma. Ef við gleymum hins vegar svoleiðis pælingum og tökum bara nærtækari dæmi um það hvernig við værum betur stödd sem klúbbur ef við ættum meiri pening, þá hefðum við ekki þurft að selja Arbeloa í sumar þegar Johnson kom inn, við hefðum getað boðið bæði honum og Crouch árið áður betri laun fyrir að vera kyrrir. Þá hefðum við ekki þurft að gefast strax upp á Keane í janúar til að fá peningana til baka fyrir hann. United eyddu 17m í Nani og 18m í Anderson fyrir rúmum tveimur árum og það hefur lítið gerst hjá þeim, en United þarf samt ekki að losa sig við þá. Chelsea eru með milljónamenn eins og Malouda, Alex, Mikel og Kalou á bekknum án þess að það setji þá á hausinn. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíku, verðum að selja dýran leikmann strax áður en hann fellur í verði.
Ef við hugsum til baka þá leikmenn sem Rafa hefur þurft að fórna/fá pening fyrir til að geta keypt aðeins betri leikmenn og ímyndum okkur að hann hefði ekki þurft þess, eins og Chelsea og Man Utd þurfa ekki að gera það, gæti hópurinn hjá okkur í dag litið einhvern veginn svona út:
Markverðir: Reina, Dudek, Cavalieri.
Hægri bak: Johnson, Arbeloa, Degen, Kelly.
Vinstri bak: Aurelio, Insúa, Riise, Dossena.
Miðverðir: Carra, Agger, Skrtel, Michael Turner, Ayala.
Miðja: Mascherano, Barry, Lucas, Aquilani, Gerrard.
Tengiliðir: Riera, Benayoun, Kuyt, David Silva, Malouda.
Framherjar: Torres, Crouch, Bellamy, Keane, Ngog.
Þetta er talsvert betri hópur, hópur sem gæti auðveldar ráðið við fjarveru Gerrard, Torres, Johnson og Riera á sama tíma, sem og fjarveru Aquilani í haust. Og þarna var ég ekki að troða inn mönnum eins og Dani Alves, Vidic eða Pato sem við hefðum getað fengið á síðustu árum.
Við höfðum ekki efni á að hafa Dudek á bekknum á ofurlaunum (Real geta það), við höfðum ekki efni á að kaupa Dossena án þess að selja Riise, við höfðum ekki efni á að borga Arbeloa ofurlaun til að berjast við Johnson um stöðu (Real geta það, hann berst þar við Ramos og Marcelo um bakverðina), við misstum Hyypiä í sumar og keyptum Kyrgiakos í staðinn því Michael Turner var of dýr fyrir okkur, við hefðum getað keypt Barry í fyrra og selt Alonso og svo mögulega bætt Aquliani við okkur í ár, við höfðum ekki efni á David Silva í vor eins og menn vonuðust eftir og urðum að sætta okkur við Babel sumarið 2007 þegar við gátum ekki barist við Chelsea um Malouda.
Svo gátum við ekki boðið Crouch betri laun fyrir að vera vara fyrir Torres, urðum að fórna Bellamy til að geta keypt Torres og selja Keane strax eftir hálft ár frekar en að sjá hann minnka mikið í verði. Enginn þessara þriggja manna er með öruggt sæti í byrjunarliði síns liðs í dag og því eðlilegt að áætla að þeir hefðu sætt sig við svipaða stöðu hjá okkur fyrir góð laun, laun sem við gátum ekki borgað.
Niðurstaða: Rafa er ekki að vinna með þann hóp í dag sem hann vildi hafa. Hann hefur ekki þá breidd sem hann vildi hafa, hann hefur ekki einu sinni getað haldið öllum þeim leikmönnum sem hann vildi halda (Arbeloa, Crouch, mögulega Keane). Svo ekki sé talað um þá leikmenn sem hann missti úr greipum sér, eins og Barry, Pato, Alves, Vidic og Malouda, af því að við vorum of fátækir og/eða af því að Rick Parry klúðraði kaupunum.
Staðreyndirnar eru augljósar öllum sem skoða þessi mál aðeins. Rafa hefur eytt minna nettó en Tottenham, Man City, Chelsea og jafnvel Sunderland síðustu 2-5 árin (og í raun minna nettó en Man Utd ef við drögum Ronaldo-peningana af þeim), hann er með 4.-5. dýrasta leikmannahópinn í dag og er að borga 5. eða 6. mesta launapakkann. Þar að auki hefur hann misst af fjölmörgum leikmönnum sem hann var nánast búinn að semja við og hefur oftar en ekki þurft að sætta sig við annan eða þriðja valkost vegna fjárskorts.
Staða leikmannahópsins í dag er því klárlega ekki Rafa að kenna, sama hvað menn segja, og það eina sem upplýstir stuðningsmenn Liverpool ættu að gera þegar þeir sjá einhverja fræga blaðamenn/„sérfræðinga“ gagnrýna Rafa fyrir leikmannakaup er að punkta hjá sér að viðkomandi viti ekkert hvað hann er að tala um og sé augljóslega ekki búinn að kynna sér málið.
Ertu að hlusta Graeme Souness?
“Fór um sumarið 2007 eftir úrslitaleikinn í Aþenu. Hann fékk ekki tækifæri þar eins og margir vildu enda trúin á Fowler óbilandi. Hefur ekki gert margt merkilegt eftir að hann fór, er að slá í gegn í Ástralíu núna, held við ættum að kaupa hann í janúar “
Why the fuck not?
Glæsilegur pistill Babu og reisuleg viðbót Kristján!
Upplýst umræða byggð á staðreyndum og alveg hárrétt metin að mínu viti.
Að eilífu, amen….
Flottur pistill, en þetta er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki að ná stöðuleika í deildinni. Alltof mörg félagsskipti hjá kallinum. Verðum að fara reyna halda okkur við sama mannskapinn, ekki endalaust vera að selja og kaupa!
Sammála flestu sem þarna kemur fram. Ég veit ekki með ykkur en í öllu þessu ástandi á klúbbnum okkar þá létti þetta hér mitt skap.
http://www.youtube.com/watch?v=0ffXEaSWqJM&feature=player_embedded
Ég er púlari en hef samt húmor fyrir þessu:
Nettóeyðsla mjög lág síðustu tvö tímabil, ef þessir kanar væru ekki svona nískir þá ættum við að vera með 2 klassa leikmenn í viðbót í leikmannahópnum. (tvo 15-20milljónpunda menn)
Tolurnar segja ad nett spending se 83M punda yfir 5 ar. Og sa peningur hefur meira en unnist tilbaka i meistaradeildinni (ekki medtalinn launakostnadur). En eg hvet einhvern til ad taka saman estimated total worth a lidinu i dag vs lidid sem Benitez tok vid af Houllier. Tad er fjoldinn allur af leikmonnum sem hafa haekkad toluvert i verdi eftir ad teir komu til Liverpool. Torres, Insua, Ngog, Reina, Aurelio, Benaouyn, Kuyt, Agger…
Fyrir utan tad ad margir hafa verid seldir fyrir profit. Alonso, Crouch, Sissoko, Bellamy.
Eg man ad tegar Houllier var vid vold, gerdist tad aldrei ad leikmadur var seldur fyrir profit, heldur fengum vid skit og kanil fyrir leikmenn sem foru.
Menn turfa ekki ad vera ad hrosa Benitez frekar en teim likar, en tad er glorulaust ad vera ad gagnryna hann fyrir leikmannakaup. Hann er buin ad standa sig mjog vel midad vid hvada pening hann hefur ur ad moda.
Svo vil eg lika baeta tvi vid ad menn sem segja ad hann kunni ekki ad medhondla talent, og eydileggi leikmenn, eru halfvitar og vita greinilega ekkert um fotbolta. Babel getur bara sjalfum ser um kennt, hann hefur fengid fullt af sensum. Hja storlidi eins og Liverpool tarftu ad geta spilad taktikina sem er loggd upp fyrir tig, sama hvad tad er sem tu att ad gera (t.d. verjast). Hann verdur bara ad adlagast tvi eins og hver annar. Liverpool vann meistardeildina med skitalid vegna tess ad Benitez er besti taktiski tjalfarinn i boltanum i dag. Tad er ekki nog ad skora fullt. Tokum Bent sem daemi, hann skorar og skorar, en er langt fra tvi ad vera i top 4 klassa. Sama a vid um bekkjarsetu Owen. Tu tarft svo miklu meira til tess ad vera fastamadur i bestu lidunum. Benaouyn adlagadist, af hverju getur Babel ekki gert tad. Ngog er a godri leid med ad verda framtidarmadur i lidinu (tarf meiri tima). Lucas verdur betri med hverjum leik, Insua er ordinn fastamadur. Tad er hugarfar sem skiptir mali. Tetta er fotbolti, tjalfarinn eydileggur ekki menn sisona.
Eg er buin ad vera sekur um ad aetlast um of af tessu Liverpool lidi, og tetta er ad hrja okkur. Hvada annad lid er ad tala um titilinn eftir 2 leiki. Enginn. Tetta er ekki nefnt i kringum Manu. Tokum einn leik fyrir i einu og sjaum hvad setur i enda leiktidarinnar. Vid erum ad eyda eins og midlungslid, tannig verdur tetta alltaf uppi a moti, verum takklatir fyrir arangur sidustu ara. Houllier var godur i B-keppnum. Man einhver eftir Liverpool i meistardeildinni sidustu 15 arin adur en Benitez tok vid. Nuna erum vid askrifendur ad 8-lida /undanurslitum /urslitum. Oll hin lidin sem eru a tessum stalli hafa langt um breidari hopa med urmull af sterkum monnum a bekknum.
Benitez kaupir leikmann a 5M sem floppar og allt verdur vitlaust. Manu kaupir Nani og Anderson a 16M+17M og hendir teim a bekkinn i 3 ar, ekki mukk. Eg veit ekki hvad madur a ad byrja hja Chelsea, tar eru svo morg dyr flopp tar. Tarf ad segja meira um hrokann sem er i gangi i fjolmidlum.
Eg held ad tad se vid haefi ad endurtaka tetta:
“You’ll only miss him when he’s gone….”
Sælir félagar
Góður pistill hjá Babu og viðbótin hjá KAR ágæt. En niðurstaða KAR að staðan á leikmannahópnum sé ekki RB að kenna dálítið hæpin í besta falli. Auðvitað hafa aðstæður verið RB mótdrægar og hann fengið lítið til kaupa. En fleira kemur til þegar leikmannahópur er myndaður og MEÐ HANN UNNIÐ.
En hversvegna í ósköpunum er maður eins og Voronin í byrjunarliði og yfirleitt í leikmannahópnum. Hversvegna er Babel ekki seldur og ef hann er ekki seldur því er hann ekki látinn vinna fyrir kaupinu sínu. Hversvegna eru Masc og Lucas látnir spila sömu tengiliðsstöðu á vellinum í sama leiknum. Þeir eru varla svo vitlausir að það sé ekki hægt að segja þeim hvar og hvernig þeir eigi að spila. Og ef þeir eru það þá eru þeir of vitlausir til að spila með L’pool.
Svona mætti lengi telja og svo maður tali nú ekki um skiptingar RB einu sinni enn. Allt er þetta hluti af því hvernig leikmannahópurinn er og hvernig hann virkar. Það er auðvitað í höndum RB án alls vafa.
Nei það er ekki hægt að firra Rb allri ábyrgð á ástandi og skipan leikmannahópsins. Samt tek ég undir það að eigendur, Parry og peningamálin og ýmislegt fleira hefur verið nóg til að æra óstöðugan. Og ég vil ekki RB burtu núna og líklega ekki einusinni í vor. Þó ég hafi margsinnis orðið algjörlega brjálaður útí hann þar sem hann hefur algjörlega misst sig í úrvinnslu leikja sem fara ekki eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi hans.
Við eigum ekki á neinu betra völ jafnvel þó mikið af peningum komi til.
Það væri annars helvíti gaman að sjá RB vinna með fullt rassgat af peningum. Það gæti verið magnað að sjá hann sanna sig við þær aðstæður. 😉
Það er nú þannig.
YNWA
Takk fyrir þetta, var búinn að lesa RAWK pistilinn en þetta er ágætis samantekt KAR.
Hinsvegar vil ég benda mönnum á þá leiðu staðreynd að Rafa er oftar en ekki að selja frá sér landsliðsmenn sem eru ekki “reglumenn” í liði Liverpool. Það á þó ekki alltaf við. Landsliðsmennirnir eru komnir í þá pressu að þeir verða að vera síleikandi til þess að eiga sjens í sitt landslið. Þannig að hsemópurinn þinn KAR yrði aldrei svona.
Um þessar mundir er ég að dunda mér við að lesa ævisögu Robbie Fowler og svo verður næsta bók ævisaga Gerrard. Eitt sem ég rekst á er að það virðist vera algjörlega fyrirmunað að Melwood og akademían framleiði lengur góða leikmenn. Ég lét hugan reika um hópinn og menn sem hafa komið í gegnum unglingastarfið og þeir sem ég man eftir sem eru reglulegir í dag eru Gerrard og Carra. Jú Rafa hefur verið duglegur að kaupa inn unglinga sem fæstir virðast komast í liðið á endanum eins og gerist með t.a.m Arsenal, sem er e.t.v. á sér báti.
Hafandi sagt þetta tel ég að hér verði að gera bragarbót. Hefðin er sú að Melwood á að skila af sér einu leikmanni frambærilegum á hverju ári, og helst einum mjög góðum reglulega. Fowlerinn talar um að hann kom upp með t.a.m. MacManaman, Matteo, Redknapp og fleiri köppum, síðar Gerrard, Owen og Carra. David James, Rob Jones o.fl. o.fl. En þetta er liðin tíð.
Þess vegna, vil ég meina eins og ég hef sagt áður, ef klúbburinn er peningalítill og hefur ekki ráð á því að kaupa fullmótaða og prooven players þá verður að gefa yngri mönnum meiri sjens til þess að þeir verði að manni. Annars lenda menn í því að liðið skortir breidd og sömu menn taka allt of marga leiki á öllu sísoninu. Ég get ekki séð það sem framfaraskref að kaupa enn einn Josemi, Voronin eða Degen. Af vherju ekki að gefa Kelly, Nemeth eða Plessis frekar fleiri sjensa?
Nr. 11 Árni Jón
Ég held nú bara að þetta sé orðið töluvert erfiðara í dag og það hefur orðið gríðarleg aukning á Englandi í aðfluttu vinnuafli, þ.e. það er mun erfiðara fyrir unga breta að komast upp í gegnum akademínua heldur en það var.
Liverpool hefur vissulega náð nokkrum góðum upp í gegnum sitt unglingastarf þó mig minni nú að Fowler hafi verið að tala um bretana í Liverpool liðinu.
Rob Jones er t.d. frá Southamton og James frá Watford. Redknapp var líka tvö ár í Bournemoth áður en hann kom á Anfield.
Ef við værum að stóla á Kelly, Plessis og Nemeth þá væri alveg jafn mikið röflað yfir því að við værum að nota krakkana og stóla of mikið á þá. m.ö.o. það er afar erfitt að finna lausn sem er ekki skotin niður um leið og á móti blæs. En ef við sleppum nú Nemeth sem var mikið meiddur og virtist hafa gott af því að komast á lán þá er á móti hægt að segja að N´Gog sé aldeilis að fá séns núna og Insua hefur náð að brjóta sér leið úr varaliðinu. Þetta eru guttar sem Benitez hefur verið að kaupa og vonast er eftir að skili sér upp mjög reglulega.
8 Maggi
Mér finnst við eiga marga góða 15-20 milljóna leikmenn (þess virði núna).
Reina (veit ekki allveg hvað það fæst mikill peningur fyrir markmenn en mér finnst hann þess virði),
Johnson, Aquilani, (nýkeyptir á 17m)
Mascherano og Kuyt, (búnir að vera dálítilli lægð)
Benayoun búinn að vera góður og að sjálfsögðu Gerrard og Torres (50-100m).
Síðan er Carragher ekkert að verða seldur.
Væri ekki nær að horfa á þetta þannig að núverandi hópur hafi kostað 84m og þá leikmenn sem voru hjá LFC áður en Rafa tók við (Gerrard og Carra teljast ekki með), það er:
Dudek, Harrison, Kirkland, Luzi, Babbel, Biscan, Finnan, Henchoz, Hyypia, Ostemobor, Riise, Traore, Vignal, Cheyrou, Diao, Hamann, Kewell, Le Tallec, Murphy, Partridge, Potter, Smicer, Welsh, Baros, Diouf, Heskey, Mellor, Owen, Pongolle og Cisse (Lfchistory.net hópurinn 03/04 + Cisse).
Menn mega vissulega deila um verðmæti þeirra en engu að síður þá fengust peningar fyrir þá og við misstum þjónustu þeirra í staðinn. Hópurinn í dag (án G & C), það er:
Cavalieri, Gulacsi, Reina, Agger, Aurelio, Darby, Degen, Dossena, Insúa, Johnson, Kelly, Kyrgiakos, Skrtel, Aquilani, Babel, Benayoun, Lucas, Mascherano, Plessis, Spearing, El Zhar, Kuyt, N’gog, Torres, Vororin, Eccleston (LFChistory.net – má bæta við hann og einhverjir uppaldnir en… you get the point),
kostaði þá 84m + leikmennina sem voru taldir upp hér að ofan því Rafa tók við þessum “verðmætum” og þar með peningunum sem fengust fyrir þá. Svona ef við erum að ræða þetta út frá Rafa, ekki Liverpool, eins og titillinn bendir til. Mætti svo auðvitað bara taka upphæðinar sem fengust fyrir þessa leikmenn út til að fá tölugildi á það sem Rafa hefur eytt í núverandi hóp.
Það breytir því ekki að Rafa hefur gert gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum, sérstaklega í ljósi fjárhags og reksturs LFC, sem er í besta falli hlægilegur miðað við Utd. Hópurinn í dag er stjarnfræðilega betri en sá sem Rafa tók við og sennilega enginn stjóri í heiminum sem hefði getað gert hann að jafn góðum hóp og Rafa hefur gert með það fjármagn sem hann hefur haft. Ferguson hefur alltaf þurft að eyða helling til að ná árangri og kaupir að jafnaði 1 lélegan fyrir helling fyrir hvern góðan sem hann kaupir, líka á helling (og þetta fer versnandi með aldrinum hjá kallinum).
Mér finnst þessi grein samt vera svolítið í þeim tilgangi að svara þeim sem gagnrýna Rafa, en hún er fjarri því að vera aðeins ádeila á leikmannakaup. Það verður held ég varla deilt um gæði Rafa á leikmannamarkaðnum frekar en taktískt innsæi hans í leikinn, þó menn séu að leita allra leiða til að sverta hann og oft ósanngjarnt hvað er sagt og skrifað enda þeir sem segja og skrifa misgáfaðir. Það breytir því ekki (nú er ég sennilega að fara út fyrir efnið) að Rafa er þrjóskur þó hlutirnir ganga ekki. Ef hann myndi fá 10 mörk á sig í leik í 20 leikjum í röð, öll úr hornspyrnum myndi honum ekki detta í hug að hætta svæðisdekkingu (og nú er ég ekkert alfarið á móti henni, þó mér finnst maður á mann hentugra enda afar óheppilegt þegar stórir menn geta valið sér dekkara). Hann vill sömuleiðis aldrei gera óþvingaðar skiptingar fyrr en eftir helst 90 min, og talandi um skiptingar, þá held ég að það geri enginn verri skiptingar í þessari deild en Rafa. Litlu liðin eru oft á tíðum að reynast Liverpool erfiðust og sjaldan man ég eftir skiptingu eins og miðvörður út, sóknarmaður inn. Þetta eru skiptingar sem aðrir stjórar toppliða þora að taka. Þetta verður hreinlega að fara að breytast.
Annars er nokkuð sláandi að sjá að Liverpool hefur eytt rúmum 2m punda (nettó) síðan 07/08 tímabilinu lauk. Ég hafði ekki pælt í því áður. Það er sennilega ekkert úrvalsdeildarlið sem hefur eytt minna nema kannski Arsenal sem er einsdæmi í fótboltaheiminum hvað varðar leikmannamál. Þessir Kanar ættu nú að sjá sóma sinn í því að selja félagið undir eins, án þess að vera að reyna að hagnast á því. Það verður vonandi að næstu eigendur Liverpool verði að þessu útaf áhuga, frekar en til að hagnast.
Off topic…
Humm…séð hið skemmtilega myndband, síðan fær allavega sérstakar þakkir
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=83298
Mögulega bitrir united menn
Þetta er nú ekki svona fyndið! (FHS sjá líka nr. 7 )
Þetta er samt líklega lengsta lag sem ég hef heyrt United mann syngja
Annars fannst mér þetta nú mun smellnara þó það tengist ekki Liverpool að öðru leiti en að það er púllari sem syngur 😉
Ég meinti að við værum bara með einn almennilega striker og síðan gúrku-strikera með honum. Rafa hefði alveg getað notað peningana öðruvísi og verið með annan quality striker í liðinu. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og hún er að kosta okkur mikið. Mark Lawrenson bendir m.a. á þetta. Rafa er í heildina afar fær stjóri en hann er samt að gera töluvert af mistökum.
http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/columnists/mark-lawrenson/Rafa-Benitez-s-failure-to-buy-Fernando-Torres-backup-could-cost-him-dear-article213481.html
Í heildina séð er Rafa í rauninni alls ekki að ná einhverju meiru út úr liðinu en hægt væri að ætlast til. Að Liverpool hefði verið að lenda neðar en í 4. sæti á undanförnum árum (sem reyndar gerðist eitt árið) væri í raun algjör skandall. 2-4 sæti er lítið annað en svipuð niðurstaða. Ef hann hefði siglt liðinu í fyrsta sætið hefði hann gert eitthvað sem væri ef til vill umfram getu liðsins eða væntingar stuðningsmanna.
Stefán.
Ég er bara alls ekki sammála þessu, Crouch hefði nú verið ansi góður back up striker, en hann bara gat ekki borgað honum nógu há laun til þess að hann mundi vera eftir í Liverpool sem varamaður. Keane var ekki tilbúinn að vera varamaður fyrir Torres. Það er ástæða fyrir því að sum lið eru með toppmenn á bekknum. Þeir borga þeim há laun fyrir að vera þar, eitthvað sem liverpool á greinilega ekki efni á. Ætla nú ekki að fara að kenna RB um það að stjórnendur vilja ekki borga há laun
Annars verð ég að taka undir með honum Sigkarli. Það er sumt sem RB gerir sem ég bara skil ekki, Voronin í byrjunarliðið, þessi endalausa þrjóska með skiptingar. Það má gagnrýna RB fyrir ýmislegt en ég held að með leikmannamál þá á hann bara þessa gagnrýni ekki skilið.
Lawrensson er nú enn einn gaurinn, er punkturinn ekki að komast til skila að ef það væru peningar.. þá væri backup!
Super: Væriru til í að rökstyðja mál þitt, því hingað til hafa þau rök sem ég hef séð stangast á við þessar fullyrðingar þínar. Liðiðin raðast ekki í sæti í deildinni eftir því hve mikill skandall það þætti að þau lentu neðar, né eftir væntingum eða óskum stuðningsaðila liðanna.
Vegna meiðsla Torres væri tilvalið hjá RB að setja Babel sem fastan striker í liðinu. Þ.e. byrja alla leiki. Ef ekki núna þá hvenær?
Ég held að ógæfa Liverpool fór í gang þegar við fengum tvö Kúreka frá bandaríkjunum til þess að taka við liðinu og þeir sjá ekki leikmenn heldur penninga. Þeir eru að setja liðið í skuldasúpu og held ég að áhættan sé sú að við séum líklegri að nálagast Tottenham og Aston Villa heldur en Chelsea og Man utd.
Ég held með Benitez og hef alltaf stutta hann og ég geri mér grein fyrir erfileikjum í leikmanna málum. En það sem margir eru að gangrína hann fyrir er hvernig liðið spilar inná vellinum með þessa leikmenn sem hann hefur. Maður skilur stundum ekki skiptingarnar og finnst varnarleikurinn í ár(sem hefur verið okkar styrkleiki undanfarinn tímabil) hafa verið skelfilegur.
Ég vona að Benitez nái að koma okkur aftur í gang á þessu tímabili.
Videóið sem babú benti á er náttúrulega miklu betra.
Þið leyfið vonandi United manni að leggja sitt til í þessum þræði, þó það sé í til lítils að bera í bakkafullan lækinn þegar kemur að félagaskiptum.
Staðreyndin er einföld. Liverpool er með betri hóp og betra byrjunarlið en þeir voru með árið 2004, en það er ekki frétt. Ekki frekar en að hópurinn sem United er mun betri núna en hann var 99. Flestallir skríbentarnir sem eru að tjá sig um félagaskipti þessara tveggja liða eru Lundúnamenn og mjög hlutdrægir þegar kemur að liðunum fyrir norðan. Það er ekkert annað en kraftaverk að fá Torres á þetta klink sem Liverpool fékk hann á en það fellur að sjálfsögðu í skuggan á þeim lélegu kaupum sem Benitez hefur gert. Að sama skapi er ekki mikið tillit tekið til þess að United fékk Evra og Vidic á um 12 milljónir því það er meira “fútt” í fréttum um að Sir Alex sé búinn að missa touchið þegar kemur að leikmannakaupum.
Varðandi Nani og Anderson þá er talað um að þeir hafi komið á um 14-16 milljónir hvor. Það er náttúrulega gífurlega mikill peningur fyrir 19 og 18 ára gutta. Nani hefur ekki staðið undir væntingum en Anderson þegar hann hefur spilað hefur spilað mjög vel(undantekningin því miður úrslitaleikurinn gegn Barca í vor). Það er til marks um traustið sem Sir Alex ber til þeirra að þeir voru báðir settir inn á undir lok framlengingarinar gegn Chelsea í meistaradeildinni og tóku báðir víti í vítaspyrnukeppninni.
Hvað varðar væntingarnar sem stuðningsmenn Liverpool hafa finnst mér eðlilegt að menn búast við 1. sætinu á hverju ári, hvort sem það sé raunsætt eður ei. Bjartsýni er hlutur sem allir eiga að leyfa sér.
ég hef aldrei horft á leik með mínu liði hvort sem það er Man Utd, Selfoss, Árborg eða Ísland(svona þegar ekkert annað er í boði) og búist við tapi, ég hef alltaf reiknað með sigri.
Svo eiga orð Ívars Bjarklind alltaf við þegar liðið manns tapar: “þetta er jú bara fótbolti.”
Nú er Ronny Whelan kominn í hópinn sem gagnrýna leikmannakaupin hjá Rafa svo að við og Souness erum ekki alveg einir um þessa gagnrýni á Rafa.
Og þessi langloka hérna sem er öllum opin á netinu breytir engu um mína afstöðu,Rafael Benitez er kominn á síðasta snúning og á að fara helst sjálfvilgjugur svo að ekki þurfi nú að fara að láta hann hafa 20 millur fyrir heimfluttninginn ,hann á það bara ekki skilið.
12 Babú:
það má vel vera að það séu meiri kröfur, en staðreyndin er sú að framleiðsla góðra unglinga / leikmanna frá Melwood hefur nánast stöðvast. Rafa hefur keypt unglinga inn sem hafa komist í gegn en mun færri en þeir sem keyptir hafa verið. Ég vil ekki kenna breyttum atvinnureglum á EB svæðinu um, samkeppnin er jú hröð og verður harðari.
Egó: Hlutfall uppaldra leikmanna á RAFA tímanum og síðari hluta Houllier tímans hefur snarminnkað frá því sem áður var. Það veldur mér áhyggjum og vonandi fleiri púllurum að þetta sé þróunin. Carra (31 árs) og Gerrard (29 ára) eru einu fastamennirnir í liðinu sem koma frá Melwood.
Og ég get lofað þér því að það er mun gáfulegra að hætta að púkka upp á rassíða vorónina og kýriagósa og láta guttana taka stóru leikina. Það getur ekki verið góð þróun að dæla inn málaliðum með smátt Liverpool hjarta.
Annað sem er vont er að þá verðum við að kaupa að okkur þá þessa 23+ leikmenn sem eiga að mynda afburðarlið sem er mjög vond stratigía, hún er bæði dýr og ekki vænleg til árangurs. Og ég er ekki að sjá gö og gokke sem eiga klúbbinn geta staðið undir því.
Er stundum að velta því fyrir mér, hvað menn sem vilja láta Rafa fara vilja í rauninni gera. Hafa menn einhverjar hugmyndir um nýjan stjóra og þá hvað viðkomandi myndi gera nánast peningalaus. Held að það yrði ekki auðvellt að fá topp stjóra nema að geta tryggt honum einhverja X upphæð til leikmannakaupa. Persónulega fynnst mér að menn ættu að leyfa þessari meiðslahrinu að ganga hjá. Ef ekki tekst að breyta gengi liðsins þá, þá geta menn farið að ræða uppsögn Rafa ekki fyrr. Persónulega fynnst mér ákveðin móðursýki koma upp í hvert sinn sem Rafa stýgur feilspor.
Má ekki líka ræða aðra þjálfara eins og t.d. Hughes og ef allt er eðlilegt þá hlýtur að vera yfirþyrmandi pressa á Ferguson að vinna í dag, ef ekki þá gæti verið orðið styttra í Liverpool en Chelsea fyrir hann eftir helgina.
Eins er mikið talað umm framherjamál félagsins, að ekki sé til backup fyrir Torres, en ef maður spáir til dæmis í það sem margir hafa skrifað hér á þessa síðu þá höfðu allir svo mikla trú á Babel að hann myndi stíga upp o.s.frv. held að Rafa hafi einfaldlega haft sömu trúnna.
Skulum nú ekki gleyma því að á gullöld Liverpool frá 1974 – 1991 kom ENGINN upp úr unglingaliðinu sem einhverju máli skipti.
Ian Rush sá eini sem kom í gegnum varaliðið. Út af hverju. Út af ýmsu en fyrst og síðast því að það þarf meira en efnilegan leikmann til að leika fyrir besta eða næstbesta lið Englands.
Gæfa Fowler, McManaman, Redknapp og síðar Owen, Carragher og Gerrard var auðvitað sú að liðið okkar var í besta falli miðlungslið sem mátti við að tapa leikjum og stigum vegna unglingamistaka.
En nú eru að koma upp menn sem njósnarar Rafa fundu ytra og síðan heimamenn sem að unnið hefur verið með. Jay Spearing mun fá einhver ár til að reyna sig og Martin Kelly mun verða aðalliðsleikmaður.
Gerard Houllier lagði enga áherslu á unglingastarfið og á hans tíma hrundu unglinga- og varalið LFC, fyrst og síðast því þjálfarinn hafði minni áhuga á því að byggja upp unga menn og framtíðarlið en að ná skammtímaárangri, sérstaklega eftir hjartaáfallið sitt!
Með virðingu fyrir þeim góða Púlara!!!
Ég vil benda mönnum á að það er fyrst tímabilið 2007-2008 sem Rafa fer að kaupa unga og efnilega leikmenn að ráði til félagsins. Frá því hann tók við og fram að því tímabili keypti hann ekki marga en þá fór hann a losa sig við leikmenn frá Houlliertímanum sem hann var ekki ánægður með. Í staðinn voru keyptir leikmenn sem hafa verið að koma upp, t.d. Insua og Nemeth (missti næstum heilt tímabil vegna meiðsla) svo einhverjir séu nefndir. Nú fyrst eru þessir leikmenn að verða nógu góðir fyrir aðalliðið og það eru margir mjög efnilegir á leiðinni. Ef þið horfið á leiki með unglinga- eða varaliðinu er margt spennandi að sjá.
Rafa sagði á sínum tíma að hann yrði að leggja áherslu á að finna unga efnilega leikmenn því Liverpool hefði ekki efni á að kaupa dýra leikmenn á hverju ári. Að mínu viti erum við á réttri leið í uppbyggingu liðsins þó auðvitað vildum við geta keypt dýra góða leikmenn. Það er bara ekki veruleikinn í dag.
Hvað varðar enska uppalda leikmenn þá virðast þeir ekki vera til í þeim gæða- og verðflokki sem æskilegt er og það er afleitt. Á sínum tíma var áhugi á bæði Theo Walcott og Aron Ramsey en þeir voru allt of dýrir miða við að þurfa að bíða í kannski 2-3 ár eftir að þeir yrðu aðalliðsmenn. Arsenal hafði efni á því og því lentu þeir þar. Unglingarnir eru nefnilega líka mjög dýrir ef þeir hafa sýnt eitthvað. Eina liðið á Englandi sem hafði efni á Wayne Rooney á sínum tíma voru ManUtd og þeir keyptu hann á 27 milljónir punda 18 ára! Það er lúxus!
Tommi #24, þegar maður er farinn að segja “við Souness”, þá er þetta bara búið spil og ekki hægt að taka neitt alvarlega meira sem kemur úr þeirri átt 🙂
Annars flott samantekt Babú, flott lesning.