Moro og Pelle byrja inná!

Jæja góðan daginn allir Púllarar nær og fjær! Laugardagsmorguninn er genginn í garð og hann hefst á athyglisverðum fréttum. Byrjunarlið Liverpool gegn Man U í dag er sem hér segir:

Dudek

Carragher – Pellegrino – Hyypiä – Traoré

García – Gerrard – Hamann – Riise

Baros – Morientes

BEKKUR: Harrison, Warnock, Núnez, Biscan, Pongolle.

Nýju drengirnir byrja. Þetta þýðir allavega eitt öruggt: Ryan Giggs hefur sig lítið í frammi í dag. Hann hefur aldrei náð að geta neitt gegn Carragher, sem hefur hann jafnan í vasanum. 😀

Svo er bara spurningin hvenær í leiknum Morientes skorar!

Come on you Reds! Áfram Liverpool! Kominn tími til að rústa þessum Júnæted-vitleysingum!!!

11 Comments

  1. Óvænt að sjá Pellegrino byrja inná og kannski einnig Morientes en líklega er Finnan meiddur og þess vegna kemur Pellegrino í byrjunarliðið og Rafa hefur viljað láta Moro spila frá fyrstu mín. í leiknum.

    Ennfremur átti maður alveg eins von á því að Traore myndi detta út og Nunez vera á hægri kantinum og Garcia á þeim vinstri en við erum með þjálfara sem sér um að taka þessar ákvarðanir… og stundum eru þær meira tilfinning og ekkert meira um það að segja.

  2. Ok núna er búið að gefa Dudek næga sénsa… Ég meika ekki fleiri leiki með hann né Kirkland í markinu…

    Við verðum að kaupa markmann STRAX

  3. Mín skoðun: þetta fór eins illa og hugsast gat! Dudek gerði mikil mistök!
    Rooney skoraði!
    við töpuðum….

    ÓÞOLANDI OG HELGIN ER ÓNÝT!

    TAKK FYRIR EKKI NEITT

  4. Cudichini inn! Ég var byrjaður að vera ánægður með Dudek enn svo gerir hann svona mistök í miklvægum leik sem kostar okkur stig!

  5. 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡

  6. ég vorkenni bróður mínum og vinum hans sem voru á leiknum 😡 ef ég mundi vera á leik gegn MU sem mundi tapast þá mundi ég týnast í nokkrar vikur

  7. Já ég vorkenni þeim líka. Ég var á tapleik á Anfield gegn United fyrir 7 árum síðan og það eyðilagði það sem eftir var af ferðahelginni … maður var í gjörsamlega engu stuði til að skemmta sér.

  8. Dudek gerir enn ein mistök – leikmannamarkaðurinn er opinn!

    Kannski er það ?blessun í dulargervi? 🙂

    Takk fyrir góðan vef.

  9. Jamm, ég held að Rafa sjái alveg það, sem við sjáum. Vonandi að þegar að Carson er núna kominn til Chelsea, þá sé einhver sjens að þeir selji Cudicini.

Man United á morgun!

Liverpool 0 – ManU 1