Ég ætlaði upphaflega að senda þetta inn sem svar við kommentum í leikskýrslufærslunni. Hins vegar þá er sá svara hali orðinn ansi langur (3600 orð), þannig að ég ákvað að stofna nýja færslu, þar sem mér fannst menn vera orðnir full þunglyndir í sínum kommentum. Allavegana, þetta var svar við [þessu kommenti](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/15/15.00.57/#10334).
Ég átta mig nefnilega ekki alveg á þessari röksemdarfærslu.
>Athyglisvert að *liðið ræður ferðinni í leikjum gegn Chelsea og United* án þess að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Þetta segir manni að liðið er ekki í sama klassa og toppliðin.
(Skáletrun mín): Þetta sýnir mér að það er stigsmunur á þessum liðum, en ekki klassamunur einsog Óskar vill halda fram. Það sýnir hversu gríðarlega okkur hefur farið fram á síðasta ári að við erum að dóminera Chelsea, Arsenal og að vissu leyti United. Í Arsenal leiknum gerðum við það með okkar tveim bestu miðjumönnum og því unnum við. Í hinum leikjunum var aðeins Gerrard með og það gerir úrslitamuninn að mínu mati.
Jú, við erum ekki alveg jafngóðir og Chelsea og Arsenal, en það er ekki svona gríðarlegur munur og margir halda fram. Aðalmunurinn á United og Liverpool í gær var að mínu mati sá að Roy Keane lék sinn besta leik í marga mánuði en að sama skapi gat Steven Gerrard ekki nokkurn skapaðan hlut. Það þýðir þó ekki að allt í einu sé Liverpool liðið orðið slappt.
Ég er alveg sammála að það er mikið áhyggjuefni að við getum ekki skapað okkur nógu mikið af færum. Það hefur að mínu mati mikið með það að gera að Riise og Hamann eru ekki nógu skapandi leikmenn. Riise á að vera í bakverðinum og Hamann á bekknum. En við erum hins vegar með meidda leikmenn, sem gætu leyst þessar stöður mun betur, það er Kewell og Alonso.
Við megum ekki tapa okkur í neikvæðninni þótt við höfum tapað 1-0 á móti United. Við höfum núna án efa leikið tvo okkar lélegustu leiki í vetur á móti Man U og það er vissulega frústrerandi fyrir okkur aðdáendur, en það dregur samt ekki úr þeim mikla árangri sem hefur náðst. Munið að á móti Chelsea í janúar þá yfirspilaði Chelsea liðið okkur og við skoruðum úr einu almennilegu sókninni okkar. Í ár yfirspiluðum við þá, en þeir skoruðu úr einu almennilegu sókninni sinni.
Það fyndna við þetta er að í fyrra þá sögðu allir að Liverpool væru svo heppnir að skora úr einu sókninni því Chelsea hefði dóminerað leiknum.
Núna þegar hlutverkunum var skipt, þá eru allir að hrósa Chelsea fyrir að skora úr einu sókninni sinni og þetta Liverpool lið er allt í einu orðið ómögulegt fyrir að *dóminera leiki* og ná ekki að skora mark!
Við þurfum að skapa okkur fleiri færi og nýta þau, sem við fáum, betur. Það er alveg ljóst. En við megum ekki alveg gleyma í öllu Morientes hype-inu að hann var að spila sinn fyrsta leik með nýju liði, eftir að hafa þjálfað með liðinu í viku. Owen var búinn að þjálfa með hópnum í marga mánuði áður en hann átti sitt debut fyrir Liverpool og það var Morientes líka búinn að gera þegar hann skoraði á sínu debut-i fyrir Real Madrid.
Við erum á réttri leið, en við megum ekki heldur gleyma því að við höfum klikkað á að skora gegn þeim tveim vörnum, sem eru að spila best í enska boltanum, Man U og Chelsea. Okkur tókst ekki að skora, en það hefur öðrum liðum ekki heldur gengið vel með að undanförnu.
Ég er sammála því sem þú segir, Einar. Annað sem mér finnst eftirtektarvert í þessu er að ef þú berð hóp sóknarmanna hjá liðinu um þetta leyti í fyrra saman við hópinn í ár, þá lítur það svona út:
Fyrra: Kewell, Smicer, Le Tallec, Cheyrou, Murphy, Diouf, Owen, Heskey, Baros, Pongolle, Mellor.
Núna: Kewell, Smicer, García, Núnez, Alonso, Riise, Cissé, Morientes, Baros, Pongolle, Mellor.
Það sem hefur breyst hér er að Riise hefur fengið nýtt sóknarhlutverk og er farinn að skora mörk reglulega, Alonso er kominn inn í stað Murphy og er miklu MIKLU beri, og síðan það að við erum með meiri breidd í hópnum bæði í framlínunni og af sóknarmiðjumönnum.
Í fyrra var það Owen/Heskey combóið sem var nær alltaf notað, og Baros fékk að koma inn sem varamaður ef þeir voru ekki að spila vel. Pongolle fékk bara séns ef tveir framherjar voru meiddir, annars ekki.
Í ár er Morientes nýkominn, Cissé búinn að skora 3 mörk áður en hann meiddist, Baros 11, Mellor 5, Pongolle 4, García 4, Riise 5 og Gerrard 8.
Fyrir mér sýnir það aðeins eitt. Miðjumennirnir okkar (að Kewell undanskildum) eru að skora meira en í fyrra, og það eru fleiri miðjumenn að skora. Þá erum við að treysta á fleiri en einn framherja í markaskoruninni, sem er líka mjög jákvætt.
Ég hef engar stórar áhyggjur. Nú, degi seinna hef ég aðeins pælt betur í þessu og maður sér það að þótt tvær bestu varnir Englands hafi getað mætt á Anfield og haldið hreinu, og síðan Birmingham í einhverjum fríkí tapleik, þá höfum við annars vegar skorað á meira og minna öll lið sem hafa mætt á Anfield.
Það munu koma dagar þar sem við höldum hreinu á erfiðum útivöllum, og það munu koma dagar þar sem topplið mæta á Anfield og halda hreinu. En aðalmunurinn er sá að spilamennska liðsins í ár er gjörbreytt frá því fyrir 12 mánuðum síðan. Það er allt annað að sjá liðið, þótt við höfum ekki náð að skapa neitt á móti United í gær (sem er þeim meira til hróss heldur en okkur til háðs – vörnin þeirra í gær var bara algjörlega gallalaus!).
Ég hugsa að maður reyni bara að anda rólega og bíða eftir næsta deildarleik … þá verður Morientes aðeins kominn betur inní hlutina á Mersey og Rafa búinn að ná að skipuleggja spiliið aðeins betur til að gera ráð fyrir Morientes í spilinu…
Það kemur alltaf annar leikur eftir tapleik, það er það besta við þetta allt saman…
Hjartanlega sammála þessu, Kristján Atli. Það stendur yfir uppbyggingarstarf á Anfield og Herra Benitez á eftir að versla fleiri leikmenn í hópinn sem geta leyst þau hlutverk af hendi sem hann vil að liðið geri. Ég t.d. séð fyrir mér að við erum svona 2-3 leikmönnum frá því að veita Chelsea og Arsenal keppni um titilinn. Það sem best er í þessu máli er að Herra Benitez er ekki hræddur við að gefa ungu strákunum séns sem gerir aðeins gott fyrir liðsheildina og gerir hópinn stærri en áður. Þetta hafa Arsenal og M** U** gert í gegnum árin og eru að græða á því núna. Ef Saurinn hefði ekki byrjað á þessu á sínum tíma væri M** U** ekki lengur í topp 6. Það er alveg á hreinu!
Það sem pirrað hefur mig mest í vetur varðandi hópinn er það að þrátt fyrir að liðið sé farið að spila betur en undanfarin ár (undir vitleysingnum) þá erum við samt ekki að spila af sömu getu eða lágmarksgetu í öllum leikjum sem þýðir að okkur vantar jafnvægi í spilamennskuna. Einn leikinn getum við spilað svo skemmtilegan og hugmyndaríkan sóknarleik að andstæðingarnir eiga ekki séns. Hina stundina erum við að hlaupa og hlaupa og hlaupa en án alls árangurs en samt með yfirburði út á vellinum.
Þarna kemur einmitt hlutverk Herra Benitez og mun hann halda áfram að kaupa leikmenn í þær stöður sem hann telur að þurfi menn í. Þegar meiddu mennirnir koma til baka erum við komnir með gífurlega sterkan hóp sem getur keppt við þessi lið (að viðbættum þessum 2-3 nýju mönnum).