Eftir alveg hryllilegan októbermánuð þar sem við eingöngu náðum að vinna lítið lið í deildinni en tapa of mörgum öðrum leikjum treystum við því að með mánaðamótunum sem um garð eru gengin hefjist nú allt annað gengi okkar manna. Þó vissulega sé ýmislegt óljóst í leikmannamálunum ætlumst við samt til að stigasöfnun hefjist af krafti á ný mánudagskvöldið 9.nóvember þegar nýliðarnir úr Birmingham City mæta á Anfield Road.
Liðsskipanin
Ég held að sjaldan áður hafi ég þurft að velta eins mikið fyrir mér hugsanlegu byrjunarliði. Maður lítur á fréttir nokkrum sinnum á dag til að fylgjast með meiðslafréttum, ekki síður þegar ljóst er að við missum tvo leikmenn í leikbann í þessum leik.
Eins og mál líta út núna er Gerrard enn að fara hægt í gang á æfingasvæðinu og Torres í meðferðum milli leikja, Johnson og Kelly á hægri leið til baka, en Aurelio, Riera og Skrtel eru farnir að æfa af nokkrum krafti. Svo hvað skal nú segja? Ég hugsa að Rafa verði alveg til kl. 18:45 að velta því fyrir sér hvernig hlutir líta út og þess vegna hlakka ég til að sjá hvað ég fæ marga rétta!
Ég tippa semsagt á þessa útkomu!
Johnson – Kyrgiakos – Agger – Insua
Mascherano – Lucas
Benayoun – Kuyt – Babel
Torres
Á bekknum sátu: Cavalieri – Aquilani – Skrtel – Riera – Aurelio – Gerrard – N’Gog.
Ég hef því trú á því að Johnson og Torres verði “fixaðir” upp til að spila og þess vegna verði bekkurinn fullur af mönnum semmögulega geta komið inná í hluta úr leik. Gerrard verður settur á bekkinn og notaður ef við erum í vandræðum.
Þetta gæti auðvitað orðið kolrangt, Skrtel gæti komið inn, en ég hef þó trú á því að Rafa reyni að hræra lítið í varnarlínunni frá Lyon sem, þrátt fyrir mistök í lokin, lék ágætlega lengst af leiknum. Masch og Lucas einu heilu kostirnir á miðjunni og halda stöðunni, ég held að Voronin detti alveg út úr hóp og Babel fái að byrja, en mögulegt er líka að Aurelio verði settur í byrjunarliðið og þá á vinstri kant.
Ég held svo að Aquilani fái allavega hálftíma og kæmi mér ekki á óvart þó við fáum möguleika á að fagna innkomu hans allverulega!
Mótherjinn
Mótherjar morgundagsins eru nýliðarnir í Birmingham City, sitja í 15.sæti með 11 stig. Búnir að spila fimm útileiki, vinna einn og tapa fjórum. Einu stigin á útivelli hingað til komu 19.september í Hull.
Liðið er samansafn gríðarlegra reynslubolta sem margir hverjir eru komnir vel á fertugsaldurinn, Maik Taylor, Stephen Carr, Lee Bowyer, Barry Ferguson, Lee Carsley og Kevin Phillips og yngri manna sem sumir hverjir hafa “match winning ability”, eins og James McFadden, Liam Ridgewell og Cameron Jerome.
Framkvæmdastjórinn, hinn fimmtugi Alex McLeish, leggur upp með öflugum varnarleik liðsins í heild en reynir að hitta á öflugar skyndisóknir. Liðið hefur í raun byrjað ágætlega í vetur, voru t.d. óheppnir að vinna ekki Manchester City um síðustu helgi, klúðruðu þá víti í 0-0 jafntefli.
Pressan
Er auðvitað á okkur! Skelfilegt gengi að undanförnu og heimaleikur gegn nýliðum þýðir samanlagt að það er alger lífsnauðsyn að skila þremur stigum í okkar hús. Eftir ofboðslega neikvæða umræðu um Rafa Benitez fram að Lyon leiknum hefur umræðan eilítið snúist með honum og þeirri staðreynd að við eigum í vandræðum þegar ásarnir okkar tveir, Torres og Gerrard eru ekki á fullri ferð.
En heima gegn liðum eins og Birmingham (með fullri virðingu auðvitað fyrir þeim) er algerlega klárt að við heimtum það að nú verði mögulegt að fara í vinnuna á þriðjudagsmorgun án þess að þurfa að svara ólíklegasta fólki sem spyr mann hvort maður hafi ekki hugsað um að hringja sig inn veikan!!!
Útkoman
Ekki auðveldur leikur sem endar 3-1 þar sem Aquilani setur thunder af 20 metrum í blálokin. Það mun svo þýða góða útkomu í nóvember og byrjunina á betri tíð með blómahaga!!!!
KOMA SVO!!!!!!!
Ferguson er í banni hjá Birmingham.
Við tökum þennan leik 2-0 og minkum munin á Man utd niðrí 4 stig þar sem þeir tapa í dag.
United var að tapa 1-0 (æji leiðinlegt) og því getum við minnkað bilið í 4 stig með sigri á morgun jafnframt því að koma okkur í 4 sætið. Koma svo, þetta er skyldusigur.
Já, Man Utd tapaði áðan fyrir Chelsea og eins og SiggiE ætla ég að spá 2-0 sigri okkar manna þar sem Torres og Benayoun setja fyrir okkur.
Þurrka tíðinni er hér með lokið og nú hefst sá tími þar sem stigum mun rigna inn hjá okkar elskaða 🙂
er ég sá eini sem fannst sigur chelsea mjög slæm úrslit fyrir okkur og bara deildina alla ???
ég er alveg sáttur við UTD tap m.v. stöðu okkar í deildinni nú, þetta eykur möguleika á 2. sæti. Reynum við 1. þegar staða okkar batnar.
En hvernig er með Ferguson, maður skyldi nú halda að það færi að hitna undir honum ??? Eftir allar hans fjárfestingar í leikmönnum…. , en þeir hafa tapað bæði fyrir Liverpool og Chelsea á síðustu vikum og aðeins tapað 4 stigum minna en Liverpool.
Liverpool gengur HRIKALEGA og allir brjálaðir útí Benitez en það munar samt ekki meira á United og Liverpool. Það er eitthvað bogið við þetta.
M.v. það sem mitt minni rekur til eru menn sem hafa kostað umfram 10 mGBP hjá mr. Ferguson: Evra, Ferdinand, Nani, Anderson, Carrick, Haergraves, Berbatov, Rooney, Valencia, Ronaldo, sem er reyndar seldur og örugglega fleiri.
Hjá okkur: Torres, Babel, G. Johnson, Mascheraon, Aquilani sem ekki er byrjaður að spila af neinu viti og Alonso sem er farinn.
Góð samantekt Babu um leikmannakaup Benitez í nýlegum pistli – það hefði verið fróðlegt að sjá sambærilegt fyrir kaup og sölur Ferguson á leikmönnum Untied fyrir sama tímabil og samanlegt verðmæti leikmanna Liverpool og United þegar Benitez tók við Liverpool. Það verður að horfa á heildarmyndina og Benitez hefur gert vel. Ég hafna þó ekki athugasemdum SigKarls og fleiri sem átta sig ekki alltaf á innáskiptingum Rafa.
Niðurstaða: Ferguson hlýtur að verða rekinn á morgun eða mikil gagnrýni að koma á liðsval, leikmannakaup hans o.s.frv.
Það hitnar aldrei undir Rauðnef. Hann og Wenger eru einu órekanlegu stjórarnir í deildinni. Og þeir eiga það alveg inni.
Nei nú fraus í helvíti, Ferguson kvartar yfir dómaranum í tapleiknum gegn Chelsea! Hefur það gerst áður 🙂
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/8349614.stm
Er ekki kominn tími á Ferguson. Hann missti besta leikmainn sinn frá því í fyrra og hefur bara keypt einhverja vindla í staðinn. Ferguson er búinn að tapa í nóvember fleiri leikjum en Benitez tapaði allt tímabilið í fyrra í enskku deildinni.
það kom berlega í ljós í dag að Chelsea er með mikið betra lið en United. Það er ekki eins og United eigi ekki peninga, málið er bara að Ferguson gat ekki keypt þá leikmenn sem þarf til að gera United að alvöru liði í samanburði við Chelsea.
Svo er það fótboltinn sem Ferguson spilar, varnarlegasiðnnað 4-5-1. Þetta skipulag hæfðir miðlungsliði í ensku deildinni. Arsenal spilar miklu skemmtilegri bolta en United. Svo er það vörnin hún er eins og gatasigti.
Ég spái því að Ferguson verði rekinn ef hann vinnur ekki næsta leik.
Voðalega er Fergie í nöp við dómara þessa dagana, alltaf þegar þeir tapa þá er það dómaranum að kenna. Fannst reyndar dómarinn ekki eiga sinn besta dag, átti t.d. að reka Evans útaf fyrir að smella tökkunum í bringuna á Evans.
smella tökkunum í bringuna á Drogba átti það að vera.
Í sambandi við Chelsea – United leikinn. Ég held að ég sé búinn að finna leiðinlegri leikmann en Drogba og það er Johnny Evans. Þvílíkur njóli maður hélt frekar með honum heldur Drogba. Það hefur ALDREI gerst áður.
Evans átti að fá beint rautt fyrir það að setja takkana í kassann á Drogba.
Stórmerkilegt að maður taki upp hanskann fyrir Drogba.
Þvílíkur njóli maður hélt frekar með honum heldur en Evans. Það hefur ALDREI gerst áður.
Sko, ekki nóg með það að við náægumst United að þá eru Chelsea ekkert ósigrandi neitt. En auðvitað þarf Liverpool að spila betur og vonandi náum við að vinna á morgun og vonandi förum við vel í gegnum landsleikjahæéið.
skondið að heyra menn kommenta hérna um heitt sæti fergusons .. hann verður ALDREI rekinn !! hann hættir eftir þetta tímabil ..
Sælir félagar
Ég er sáttur við sigur Chel$$$ á Mu. Af tvennu illu er betra að hafa þá bláu í efsta sæti en Rúdolf og félaga.
Auðvitað var þetta dómaraskandall. Mu hefur aldrei tapað leik öðruvísi. Ég er samt hræddur um að skorpulifur Rudolfs hafi versnað við tapið. En hvað mér er sama.
Þá að leiknum annað kvöld. Uppstilling Magga er ekki verri en hver önnur þar sem Voronin er ekki í liðinu þá er ég ánægður. Þar fyrir utan er ekkert annað í stöðunni en vinningur.
Við förum hægt af stað í vinningshrinunni sem lýkur ekki fyrren í vor og vinnum þennan leik 2 – 1. Það merkilega gerist að Masc hittir markið og skorar fyrra markið. Hann þarf síðan aðhlynningu til að ná sundur munnvikunum sem mætast í hnakkanum á honum. Fyrsta bros hans á leiktíðinni nær hringinn. Babel setur það næsta og svo skorar Kýrkossinn eitt sjálfsmark til að detta ekki út úr karakter.
Það er nú þannig.
YNWA
Held nú að þetta sé kaldhæðni hjá mönnum hér að ofan varðandi Ferguson.
Ha ha ha Sigkarl, þetta komment hjá þér er með því fyndnara sem ég hef lengi lesið 🙂
Snillingur.
‘Eg ætla nú bara rétt að vona að sigur hafist í þessum leik,því okkur veitir ekki af svolítilli uppörvun eftir allar hamfarirnar undanfarið . Ég á líka von á því að stjórinn verði sókndjarfur því að honum dugir ekkert minna en stórsigur til að hressa aðeins upp á CVið sitt .Ég gæti alveg trúað því að ítalinn komi til með að byrja sinn fyrsta leik ,því þetta er ekta leikur fyrir hann til að byrja að mínu mati þegar allt kapp verður lagt á sóknarleikinn.
Ef okkar mönnum tekst að skora snemma verður þetta létt,en ef markið lætur bíða eftir sér verður þetta erfitt og Birmingham meiga bara alls ekki skora fyrst ,því þá gæti hlaupið panik í manskapinn og það er eitthvað sem LFC má ekki við í augnablikinu.
Kaldhæðni…, jú vissulega á maður ekki von á að Ferguson verði rekinn eða að umræðan fari af stað og þetta er því eins og það er…..
En…, þeir hafa aðeins tapað fjórum stigum minna en Liverpool sem fær gríðarlega gagnrýni og þá einkum þjálfarinn en hann hefur haft miklu meiri fjármuni til ráðstöfunar til leikmannakaupa. Og þeir hafa nú líka haft heppnina með sér…..
Nei, Ferguson verður ekki rekinn og blöðin fjalla örugglega ekki um það en það er ótrúleg einstefna í gagnrýninni.
Og þetta dómaravæl Ferguson……, það þarf að taka á þessu.
Sko, með fullri virðingu fyrir Rafa Benitez þá er það ósköp skiljanlegt að maðurinn sem hefur unnið deildina síðustu þrjú tímabil fái minni gagnrýni en Benitez.
Menn eru að útúða Fergie hérna, akkuru tala menn ekki frekar um leikinn á morgunn frekar, ef þið eruð ekki búnir að taka eftir því á hefur Man U ekki stillt upp sömu vörninni í allan vetur. menn einsog Wes Brown og Evans eru að spila aðeins of vel að mínu mati. Og það er aðeins einum manni að þakka, þegar að Fergie hættir, þá er þetta skíta lið búið spil. hann er maðurinn á bak við góðan árangur þeirra síðustu 15 ár. Benitez verður bara að fara horfa í eigin barm og njóta virðingu leikmanna, hvort sem þeir heita Gerrard eða Kyrgiakos. Þú spilar vel ef þú veist að stjórinn hefur trú á þér, Benitez virðist bara ekki vera að ná því besta úr leikmönnum að mínu mati. En vonandi fer þessu að ljúka og það strax á morgunn.
Grellir, ég get nú ekki séð að nokkur hérna sé að úthúða Ferguson þó vissulega flestir hérna elski að hata hann 🙂
Hitt er þó alveg rétt að hér hefur orðið þráðrán sem er óvirðing við fína upphitun Magga og biðst ég afsökunar á mínum þætti í því.
YNWA.
Miðjan okkar er veikasti hlekkurinn á þessu sísoni þannig að ef Aqualiani fær meira en 20 mínútur á miðjunni þá munu menn loksins sjá afhverju við höfum verið að tapa leikjum hingað til. hann mun sýna okkur hversu mikilvægt það er að hafa sóknarþenkjandi mann á miðjunni sem gerir það að verkum að færin koma á færibandi. Og þegar Aquaman er á miðjunni þá getum við alveg hvílt Torrez á móti liði eins og Birmingaham. Það er nóg að hafa hann, Ngog og Yossi Benayoun inn á til að klára dæmið. En þessi leikur byggir fyrst og fremst á ákvörðunum Benitez í leiknum sjálfum. 3-0 verða samt að öllum likindum lokatölur.
(Innsk. KAR: Ummælum breytt, nöfn tveggja leikmanna löguð úr uppnefnum í þeirra réttu nöfn. Vinsamlegast sýnið virðingu í athugasemdum ykkar.)
Ég vona að mínir menn taki sig saman í andlitinu og rúlli yfir þetta birmingham lið á morgun. Það er komin tími fyrir þá að skila frábærri frammistöðu og stórum sigri. Ég heimta 5-0 sigur. Torres með 3, Kuyt 1 og Benayoun 1.
KOMA SVO LIVERPOOL ! ! ! ! ! ! !
Lykilinn að sigri á morgun er að vörnin haldi hreinu eg held að það eigi eftir að gera kraftaverk fyrir sjálfstraustið eg meina liðið er buið að fa a sig 16 mörk það sem af er timabilli og eg held að það se komið nog er það ekki min spa 1-0 torres reddar 3 stigum og við siglum i 5 sætið.Koma svo Liverpool 🙂
Hafliði og Jón, ég henti ummælum ykkar út vegna þess að þau voru svör við óviðeigandi athugasemd Kidda Keegan, sem ég hef einnig lagað. Ég vil minna Kidda Keegan og aðra á að skítkast og uppnefni leyfast ekki á þessari síðu.
Þá að leiknum. Mér líður eins og þetta eigi að vera auðveldur sigur og að við munum jafnvel refsa Birmingham fyrir slæma gengið okkar undanfarið, en þó þori ég engan veginn að spá okkur sigri eins og liðið hefur leikið undanfarið. Við gætum verið miklu betri í þessum leik og svo ákveðið að eyðileggja fyrir sjálfum okkur varnarlega með því að gefa mark. Svona eins og gegn Lyon (tvisvar), Fulham, Chelsea, og fleirum undanfarnar vikur.
Þannig að ég spái 1-1 jafntefli í þessum leik. Vona að ég hafi samt rangt fyrir mér.
Sæl ÖLLSÖMUL
Þetta verður HRIKALEGUR LEIKUR, stór SIGUR OG allir happy 😀 😀 😀
Ekki nokkur spurning 😉 KOMA SVO ÖLL SÖMUL
LIVERPOOL LIVERPOOL LIVERPOOOOOOOOOL LIVERPOOL LIVERPOOL LIVERPOOOOOOOOOOOOL LIVERPOOL LIVERPOOL LIVERPOOL L I V E R P O O L
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Það verður enginn Gerrard og Torres verður á bekknum. Þá verður Johnson ekki með heldur. Aguilani fær einhverjar mínútur.
Við vinum en ekki með neinum stæl enda liðið vængbrotið og rúið sjálfstrausti. En 3 stig eru 3 stig og vonandi styttist í Gerrard og Torres í fullu formi og auk þess er ég eins og aðrir orðin spenntur fyrir því að fara að fá Aguilani inní þetta. Ef Bednítes væri ekki svona fastur í Lucas/Masherano þá hefði ég viljað sjá Aguilani fá að byrja, fínt að fá að byrja heima gegn fyrirfram frekar auðveldum andstæðingi og sennilega leikformslaus Aguilani betri en menn sem villast þegar þeir koma fram fyrir miðju.
Ég vil að Benítez hvíli Torres í kvöld, því undir venjulegum kringumstæðum ættum við að ráða við þetta lið án hans. Að vísu hefur síðastliðinn mánuður ekki geta talist sem venjulegar kringumstæður en ég tel það áhættunar virði að hvíla kappann í kvöld.
Leikurinn fer 3-0, N’Gog, Benayoun og Kuyt skora mörkin.
Við megum þakka fyrir sigur.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!
http://www.youtube.com/watch?v=0ffXEaSWqJM
Fyrir okkur púllara 🙂
Fowler ertu að grínast. Ferguson hefur gert léleg kaup í gegnum tíðina en einhver góð eru líka. Held að það blindi bara menn að Ferguson nær árangri þrátt fyrir slöku kaupin, það er annað en Benitez hefur gert. Árangurinn endurspeglar getu liðsins. Einfalt og dagsatt. Menn eru alltaf að horfa á þessa stóru leiki, en málið er bara að litlu liðin eru svo vanmetin í þessu. Eins og í fyrra Livarpool með flest stig milli 4 stóru eða 14 og united með 5. En samt vann United. Stríðið er ekki unnið með sigri í einni orustu.
Talandi um að það séu meiðsl hjá okkur og þunnskipað liðið, ég sé ekki betur en Herra Benítez sé í byrjunarliði hjá Birmingham, í senternum. Kallinn greinilega skellt sér í gallan til að þeir nái í lið, Sammy Lee hlýtur þa´að stjórna á bekknum fyrir hann.
Finnst jafnvel líklegt að kallinn setji hann ef Kyriakos er í vörninni hjá okkur.
Þurfum helst að fá Liðssigur í kvöld, þar sem allt liðið spilar sem ein heild. Þurfum að minna á okkur og hvers vegna lið eiga að vera hrædd við að mæta okkur, ég spái frábærum 3-0 sigri þar sem kuyt verður með stórleik. Hann skuldar okkur einn frábæran leik. Væri frábært að sjá macherano og Aquiliani byrja saman á miðjuni með Gerrard fyrir framan sig. Ég vona svo að Ngog fá að byrja og Torres komi inn á ef þess er þörf.
Koma svo Afram Liverpool.
Benitez talar um að vandamál Aquilani sé leikæfingin – er þá ekki tilvalið að byrja að vinna í því, væri til í að sjá hann byrja leikinn, þó svo að hann myndi ekki halda út í nema 60-70 min.
Ég ætla að spá okkur 4-0 sigri í leik þar sem við spilum loksins eins og við eigum að gera, setjum tónin í upphafi með marki Kuyt.
Koma svo !! YNWA
Náttúrulega nokkuð ljóst hvað þarf að gerast til að við tökum deildina
http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/got-not-got/The-secret-of-Liverpool-s-success-a-yard-and-a-half-of-bristles-article216751.html
Rafa fattaði þetta fyrir 4 árum og núna er kominn tími til að menn fylgi
Sammála Brúsa.. Ekki vanmeta yfirnáttúrulega krafta mottunnar.
Ég myndi frekar vilja sjá Skrtel í engu formi (þó hann sé búinn að vera slappur í leikjum vetrarins) frekar en Grikkjan, þar sem Kyrgiakos er að mínu mati hrikalega slappur leikmaður!!! Einnig vegna þess að framherjarnir hjá Birmingham eru öskufljótir, þá sérstaklega Benitez, eiga einfaldlega eftir að labba framhjá Grikkjanum. Vonandi munum við stjórna leiknum frá fyrstu til síðustu og framlína Birmingham ekki komast í takt við leikinn.
Spái 2-0 sigri okkar manna með tveimur frá Torres! 🙂 YNWA
“I am really surprised because some people have played football for years and they don’t understand that the manager has more information. When you are front of the TV and you just talk without knowing facts you haven’t a clue.”
Taki til sín þeir sem við á.
Ég er sammála þeim hér að ofan sem vilja að Torres byrji á bekknum. Hann er ekki heill og því er óþarfi að taka of mikla áhættu. Ef við erum að skíta upp á bak eftir 55-60 mín leik þá á að setja hann inná og vona að hann klári þetta. Ég vil helst bara sjá N’gog einan uppi á topp með Yossi fyrir aftan sig. Við hljótum að vinna þennan leik, það kemur eiginlega ekkert annað til greina. Ég ætla að spá okkur 3-1 sigri.
Ef Torres og Gerrard þurfa í aðgerð, þá bara skil ég ekki afhverju það er verið að bíða með það. Þetta á bara eftir að versna og þeir verða enn lengur frá. og það er e-h sem ég óttast hvað mest. Og þessi meiðsli hjá liðinu hlítur bara að vera útaf of miklu álagi. Skil ekki hvernig svona margi leikmenn geta meiðst strax á fyrstu leikjum tímabilsins. það er ekki allti lagi þarna á æfingasvæðinu. Og auðvita á að henda Aquilani inní byrjunaliðið ef ökklinn á honum er góður, því leikæfingin kemur ekki nema með að spila leiki. þetta eru nú engin geimvísindi, og í þokkabót er Lucas búin að skíta uppá bak hjá þessu liði og ég skil bara ekki afhverju Benitez er ekki búin að henda honum í varaliðið. hrein hörumung að horfa uppá þetta andleysi í manninum, hefur ekkert sjálfstraus og mun aldrei vera sá maður sem ræður úrslitum fyrir LFC. En ég er sestur fyrir framan sjónvarpip, áfram LIVERPOOL!
Þú hlýtur að vera að grínast Grellir. Lucas er búinn að standa sig mjög vel það sem af er tímabili og er sennilega búinn að vera einn okkar traustustu manna.
ok, nefndu mér einn leik þar sem hann hefur ráðið úrslitum? Afhverju erum við að fá svona mörg mörk á okkur? Miðjan er í hnotskurn, ég er ekki að segja að Masch sé búin að vera e-h góður, en hann var allavena virkilega góður í fyrra og ég veit hvað í honum býr. En Lucas var alveg skelfilegur á síðasta tímabili og hefur alls ekki byrjað vel á þessu tímabili. Svo einfalt er það nú, miðjan er lykilinn að árángri og Lucas er svo sannarlega ekki að sýna okkur það því miður. Hann er kannski góður leikmaður en hann hefur ekki sýnt neinn stöðuleika fyrir liðið og þess vegna vil ég ekki sjá hann í liðinu. En þetta er bara mín skoðun og þú hefur þína skoðun.
Veit einhver hvort gerrard verði með???
Já vona svo innilega að þessi “slæmi” kafli sé búinn hjá liðinu og liðið fari nú að braggast. Vona innilega að Aquilani byrji inn á með Lucas sér við hlið og Mascherano vermi aðeins tréverkið því að tveim slæmum finnst mér hann vera búinn að vera mun verri en Lucas. 2-0 og Kuyt með bæði.
Grellir, Lucas rúllaði upp Manure miðjunni núna síðast þegar við tókum þá í bakaríið og var einn af lykilmönnum okkar í þeim sigri. Þetta er einmitt það tímabil sem hann er loksins farinn að sýna stöðugleika, hann hefur vissulega átt 2 slaka leiki en í restinni af þeim hefur hann verið mjög góður.
Mascherano á hins vegar mikla gagnrýni skilda því hann hefur ekki verið svipur hjá sjón og hefur alls ekki verið stöðugur á þessu tímabili.
Svo skil ég ekki alveg hvað þú ert að meina með því að segja að miðjan sé í hnotskurn? Hlýtur að vera að misskilja orðatiltækið.
Að sjálfsögðu á Italinn að byrja kemst varla í leikæfingu með því að sitja 74 mín. á bekknum. Annars getur maður átt von á öllu.
jájá sjáum bara til hvernig Lucas Leiva spilar í kvöld.. maðurinn er fínn varnalega, en hann virðist vera hræddur við að fá boltann stundum. Og ég sagði aldrei að Masch væri búin að vera góður, því þeir 2 eru gjörsamlega búnir að skíta uppá bak í vetur. En það sem Masch hefur fram yfir Lucas er að hann var virkilega góður í fyrra, því þá hafði hann Alonso til að spila með. En núna hefur hann engan nema Lucas. það er nú ekkert að ástæðu lausu afhverju Barcelona vill fá þennan litla snilling. Hann hefur kannski ekki sýnt sitt rétta andlit í vetur en var frábær í fyrra. Finst bara Lucas ekki henta Enska boltanum, og það er bara mín skoðun. En sjáum hvað setur í kvöld 🙂