[STAÐFEST](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N147545050120-1036.htm)!!: Leeds hafa samþykkt tilboð Liverpool í Scott Carson og hann VILL koma til Liverpool. Hann er á leiðinni í læknisskoðun í dag. Blaðafulltrúi Liverpool segir:
>”We have agreed terms with Leeds for Scott Carson. He will come to Liverpool today for a medical and to discuss personal terms.”
Þannig að Carson hefur greinilega valið Liverpool framyfir Chelsea. Hann ætti væntanlega að geta spilað gegn Southampton um helgina. Það verður spennandi að sjá hvort hann verði valinn fram fyrir Jerzy Dudek.
Flott mál með Carson 😀 ég var að lesa slúður á gras.is að við værum að fara að selja/lána Baros, ég trúi þessu enganveginn en vill fá staðfestingu um að þetta sé kjaftæði, takk! 😯
Það er ágætis regla að trúa ekki því, sem gras.is setur inn. Þeir skanna ALLA bresku fréttamiðlana og virðast líta á þá ALLA jafna og án nokkurrar gagnrýni.
Dragðu djúpt andann og pældu bara sjálfur í því hversu miklar líkur eru á að Liverpool láni Baros til FIORENTINA!!! Nota bene, ekki Real Madrid, ekki Barcelona, heldur FIORENTINA!!! Jamm, líkurnar eru semsagt núll.
Djöfulsins snilld.
Ekki veitir af góðum fréttum núna á þessum síðustu og verstu. Vonandi erum við að tala um nýjan Casillas!
Líkurnar á því að Baros verði lánaður til Firoentina eru jafnmiklar og Kolbrún Halldórsdóttir yrði utanríkisráðherra. Sem sagt engar.
Einnig geta menn hugsað um líkurnar á að Baros fari til Fiorentina svona:
Hjá Liverpool fær hann að spila í Meistaradeildinni í vor, berjast um 4. sætið í deildinni og líklega/hugsanlega úrslitaleik í bikarkeppni á Millennium Stadium í Cardiff.
Hjá Fiorentina er hann ekki öruggur með byrjunarliðssæti, sem nýr leikmaður, og þeir eru dottnir út úr bikar og um miðja deild. Ekki í Evrópukeppnum í ár.
Haldið þið að hann vilji fara, jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að við leyfðum honum að fara???
ANNARS: Snilld með Carson! Einmitt það sem við þurftum til að létta lund okkar eftir þriðjudagsvesenið … :biggrin:
Takk strákar. Ég bara fékk í magan þegar ég sá þetta þótt að þetta væri á gras.is, hugsaði með mér No way! getur ekki verið.. en gott að fá staðfestingu from da pro’s hérna 🙂 :biggrin:
Eitt varðandi Baros sem segir algjört stopp á þessar pælingar. Baros er í raun EINI topp klassa strikerinn sem höfum sem getum spilað í meistaradeildinni á þessu tímibili fyrir okkur. Hvorki Cisse né Morientes munu spila með á móti Leverkusen. Sem þýðir að líkurnar á því að Rafa samþykki það að lána Baros eru nákvæmlega engar.
Það eitt að fjölmiðlar skulu hafa verið að birta þetta án þess að hugsa út í svona hluti segir okkur það eitt að blaðamenn hugsa sjaldnast um þá hluti sem þeir eru að skrifa um!
Ég er að velta fyrir mér þessum ummælum hjá honum Rafa okkar en hann segir þetta meðal annars:
“The fans need to understand we can’t play four competitions at the top level with the same players. It’s impossible.”
Mér er spurn, af hverju er það ekki hægt? Liverpool sigraði allt á níunda áratugnum og örugglega með helmingi færri leikmenn en eru til staðar núna. Þá voru leyfðar 2 skiptingar ef ég man rétt frekar en ein. Núna eru leyfðar 3.
Hvað hefur breyst svona mikið? Leikirnir eru í 90mín. núna eins og áður. leikmennirnir eru 11 í liði núna einnig. Keppnirnar eru svipaðar og áður.
Hvað vill Rafa marga leikmenn og í hvaða klassa? Eiga þeir allir að vera í heimsklassa og í þeim verðflokki?
Smá hugleiðingar :rolleyes:
Þegar Liverpool var að vinna allt fyrir 20-30 árum þá kepptu allir á “jafnréttisgrundvelli” jafn margar skiptingar, jafn margir leikir osfrv. Núna spila toppliðin líka marga leiki, fá jafn margar skiptingar og allt það, en TOPP toppliðin eiga breiðari hópa og geta því hvílt sína menn meira, Liverpool gætu örugglega reynt að spila í öllum keppnum með bara 16 manna hóp (plús meiðsli) en þegar líður á tímabiliði myndi það bara sjást að hin liðin væru í betra formi vegna þess að leikmenn þar spiluðu færri leiki.