Maður er orðinn hálf desperate eftir einhverjum góðum fréttum af Liverpool eftir þessa hræðilegu viku. Ensku slúðurblöðin slá því upp á baksíðum (einsog eftir hvern einasta tapleik) að nú vilji Gerrard fara frá Liverpool. Ég nenni ekki að skrifa um þetta. Mörg blöð eru þó að orða Kaka við Chelsea í sumar og segja að hann sé aðalskotmark Mourinho, EKKI Gerrard.
En Daily Star er þó með athyglisverða frétt. Daily Star er ekki með vefsíðu, en aðrir miðlar svo sem [Sporting Life endursegja fréttina þeirra](http://www.sportinglife.com/story_get.dor?STORY_NAME=Sporting_Life/05/01/23/manual_083207.html). Samningur Solari við Real Madrid rennur út nú í sumar og hann hefur lýst því yfir að hann vilj fara frá Real Madrid. En þetta er svosem bara slúður.
Allavegana, varðandi Solari þá var hann í lok 2004 orðaður [við Barcelona](http://edition.cnn.com/2004/SPORT/football/12/31/spain.solari/) en hann neitaði þeim sögusögnum. Enda ekki sniðugt að vera í opinberum viðræðum við Barca þegar þú ert leikmaður Real Madrid.
Síðan þá hefur hann verið orðaður sterklega við Man U, AC Milan og Internazionale, en menn halda því fram að hann vilji helst fara í enska boltann. Núna eru Daily Star semsagt að halda því fram að Solari vilji helst fara til Liverpool vegna spænskra áhrifa þar (Solari er Argentínumaður). Hann gæti því samið við Liverpool strax en myndi koma í sumar, nema að Liverpool væru til í að borga eitthvað fyrir hann.
Solari er 28 ára gamall vinstri kantmaður, hann hefur átt erfitt með að slá Luis Figo útúr liðinu í ár. Hann er fastur maður í argentíska landsliðinu, þrátt fyrir að hann hafi dottið útúr hópnum á HM 2002.
ég hef alltaf verið mikill aðdáandi solari og væri vel sáttur við að sjá hann í liverpool búning…
hann er reyndar eins og garcia og kewell, maður sem hefur spilað vel á vinstri kanti hjá liðinu sínu þegar hann hefur spilað… tekur menn vel á og á góðar fyrirgjafir og skorar stundum mörk… en á hann eftir að enda eins og garcia og kewell??? mæta til liverpool og geta svo ekki neitt…….???
veit því ekki alveg hversu spentur ég er fyrir honum… :confused:
(Ekki að ég sé að kvarta yfir því að þið flytjið þær fréttir sem þið sjáið)
Voðaleg er ég nú orðinn þreyttur á leikmannaslúðri og leikmannaspekúleringum. Ég efast um að Liverpool sé að fara að kaupa fleiri menn og þá vonandi ekki fleiri spánverja, það er orðið nokkuð ljóst að þeir þurfa meira en mánuð til að aðlagast enska stílnum. Ég bíð spenntur eftir því að janúar glugginn lokist svo leikmannaslúðrið minnki aðeins. Þá geta kannski einhverjir slúðurmiðlar farið að fjalla um leikstíl og skipulag frekar en næstu milljarða stjörnuna.
Við höfum nú ekki fjallað um nærri allar fréttir af leikmönnum. Að undanförnu er Pablo Aimar sá eini, sem við höfum fjallað um sem hefur ekki komið til liðsins.
Þannig að við höfum síjað all verulega útúr þessu slúðri. Þetta var nú meira sagt til að reyna að koma fram með eitthvað gott mitt í öllu þessu þunglyndi 🙂
Hvað varð annars um Pablo Aimar fréttirnar. Var þetta bara bull eða er eitthvað verið að spjalla við hann.
Enda var ég ekki að kvarta yfir efnisvalinu eða skrifunum hér, ég er bara pirraður á “þessi kemur og bjargar” fréttir og spjall sem gegnsýrir almennt umtal um Liverpool í dag (ekkert frekar hér en annarstaðar). Ég hef fulla trú á því að sá hópur sem (er heill) núna geti betur og að Benitez eigi nóg inni.
Solari er einhver vanmetnasti leikmaður sem ég veit um! Ég er alveg viss um að Real myndi skora meira ef hann væri alltaf í liðinu! Ekta vængmaður með góðar fyrirgjafir og frábær skot! Já takk segi ég! 🙂
Það sést nú bara á pistlinum ykkar um þetta mál að íþróttafréttamenn í heiminum í dag eru að reyna að hitta á eitthvað “skúbb” og þess vegna “bjuggu þeir til” þessa frétt. Að sjálfsögðu er hann orðaður við LFC út af “spánar inflúensunni” sem fyrir er og að sjálfsögðu vill hann koma til okkar en skrýtið þar sem hann er Argentínumaður :biggrin: En persónulega væri ég til í að fá hann til okkar þar sem hann og nánast hver og einn einasti leikmaður frá Real Madrid getur bætt þetta blessaða lið okkar. Amen.
Ok, hérna er fréttin komin líka varðandi Solari og er þetta farið að verða ennþá greinilegri frétt en ekki “slúður”
http://www.tribalfootball.com/january/englshnews3230105.html
Megi þessi frétt verða til og það hið fyrsta! 🙂
Tribalfootball.com er ekkert annað en slúður og því er þetta ekki ennþá frétt.
Já, ég veit. En þeir eru einfaldlega (einsog hinir miðlarnir) að miðla sömu fréttinni uppúr Daily Star. Þeir eru uppsprettan og hinir miðlarnir einsog Tribal, BBC og fleiri eru bara að apa upp eftir þeim sömu fréttina.
Það er álíka líklegt að Kaka fari frá Milan í sumar og að ég fari í kynskiptiaðgerð :rolleyes: