Yfirvegaður málflutningur…

Ég vaknaði í morgun alveg ofboðslega reiður yfir tvennu sem varðar Liverpool, og hugsaði með mér að ég ætti að skrifa einhverja þrusugrein hérna inn um þetta tvennt sem mér fannst ég þurfa að ræða eftir gærdaginn: frammistöðu liðsins og gagnrýni Einars á Pellegrino.

En síðan sá ég að Paul Tomkins á RAWK.com var búinn að skrifa miklu, miklu, miklu betri grein en ég hefði nokkurn tímann getað skrifað um þessi málefni.

Grein þessi er ein sú lengsta sem ég man eftir að hafa lesið um Liverpool FC og þótt hún byrji á smá upprifjun úr stjórnartíð Shankly þá fjallar hún nær eingöngu um ástandið í dag og nýliðna hryllings-viku liðsins okkar.

Sérstaklega legg ég til að þú, Einar, lesir það sem hann segir um Pellegrino og Morientes. Ég skal meira að segja kippa hér út lykilmálsgreininni, að mínu mati, fyrir þá sem nenna ekki að lesa alla greinina:

>Then there’s Pellegrino, whose introduction has reeked havoc to our defensive stability. Did Rafa need to make changes at the back?

>Carra and Sami had been doing extremely well, having struck up a fine understanding, but we’ve kept very few clean sheets; tending to concede one (often costly) goal every game. It made sense to add another proven winner to the backline, and some valuable experience ?? but of course this has caused some uncertainty, and a lack of pace.

>It’s very rare that you change the backline and it reap instant dividends; is it teething problems, or a sign of something more serious? The problem is that Pellegrino may already have done irreversible damage to his reputation, and lost the faith of the fans. The Argentine had a nightmare at Southampton, but Warnock ?? who all the fans wanted to see given a game, as a local and a gritty Brit ?? was equally culpable on both goals. But Pellegrino copped all the blame.

>Unfortunately, too many people will have now made their mind up about Pellegrino, and closed off any chance of changing their opinion; just as they did with Nunez after his inauspicious start, before he began to show real signs of improvement. Nunez, Morientes and Pellegrino all have suffered from making their debuts in English football when the season was already well under way, and when they were lacking match practice. It’s only made their task that much harder.

(feitletrun mín)

Lesist: Stephen Warnock átti alveg jafn mikla sök í báðum mörkum Liverpool í gær og Pellegrino. Í fyrsta markinu taka Southampton menn innkast og eru skyndilega á auðum sjó á hægri kantinum. Þaðan kemur fyrirgjöfin sem Hyypiä tekur og sendir til Pellegrino. Hann er síðan allt of seinn að hreinsa, og hreinlega kærulaus, þannig að þeir fá dauðafæri og skora. Í seinna markinu eru Warnock og Pellegrino báðir um 5 metrum framar í varnarlínunni en Hyypiä og Carragher, sem skilur hálft varnarsvæðið eftir óvarið og því fá þeir aftur auðan sjó upp hægri vænginn. Fyrirgjöfin kemur fyrir þar sem Crouch skallar boltann í markið af stuttu færi.

Warnock var tekinn útaf í hálfleik og eftir það áttum við ekki í vandræðum með kantmenn Southampton. Pellegrino lék allan tímann. Á laugardaginn fyrir viku var það sendingargeta Pelle fram á við sem sveik hann illilega, en hann hafði Louis Saha í vasanum í 90 mínútur í þeim leik og ef ekki hefði verið fyrir mistök Dudek hefðu United líklega ekki náð að skora í þeim leik. Í gær gerði Pelle tvö slæm mistök sem bæði kostuðu mörk, og enn var sendingargeta hans fram á við frekar slæm, en það þýðir ekki að við getum leyft okkur að úthrópa hann sem “versta Liverpool-leikmann allra tíma” og eitthvað slíkt.

Hitt málið er síðan frammistaða liðsins í síðustu leikjum, og sér í lagi gegn Burnley á þriðjudaginn:

>Look at what has backfired for Rafa this week. The team that was sent out against Burnley let him down; there were four full internationals in our team, and a whole host of U21 internationals who we’ve been hearing about ‘breaking through’ for the last few years. The same kind of line-up had done brilliantly at Millwall and Tottenham, and on paper this was an easier game. One totally inexcusable mistake cost us the game (as a manager, how do you legislate for such stupidity?), and while we were very poor, the players ?? including a selection of young Brits, who should have been hungry for the chance ?? failed to show either the requisite amount of fight or composure. It was not disrespecting the cup, but it was not the club’s finest hour in the competition, either.

(aftur, feitletrun mín)

Nákvæmlega. Benítez framdi enga glæpi með því að senda það lið út á völlinn gegn Burnley sem hann gerði. “Glæpurinn” fólst í því að þessir 11 leikmenn sem þann leik léku, urðu sér og félaginu til skammar með einhverri lélegustu frammistöðu sem við höfum séð lengi, lengi, lengi. Og samt fékk Benítez nær alla skömmina.

Ég mæli bara eindregið með því að menn lesi alla greinina hans Tomkins. Þessi gæji er að verða einn besti penninn á netinu í dag um Liverpool-málefnin og eftir þennan lestur þá líður mér eiginlega miklu betur. Ekki af því að hann afsakar eitt eða neitt, ekki af því að hann málar hlutina einhverjum rósrauðum litum ímyndunarveikinnar – heldur af því að hann minnti mann á það af hverju við verðum að vera þolinmóð á þessu fyrsta tímabili. Rafa og þjálfaralið hans eru að stjórna liði í fyrsta sinn á Englandi í vetur – og hjá okkur eru núna alls sjö leikmenn sem eru að spila sitt fyrsta tímabil á Englandi. Svo ekki sé minnst á meiðslin. Þannig að það var eiginlega augljóst að þetta yrði aldrei jafn gott tímabil og í fyrra – en á móti kemur að við getum búist við miklum framförum á næsta tímabili.

Endilega lesið þessa grein og sjáum svo hvað mönnum finnst.

6 Comments

  1. Ég sagði nú að ef dæma ætti Pellegrino af þessari viku, þá væri hann sannarlega lélegasti varnarmaður, sem ég hefði spilað fyrir Liverpool. Eeeen ég veit vel að það er hann auðvitað ekki, þar sem hann hefur leikið vel fyrir sín gömlu lið.

    En mitt vandamál með Pellegrino var ekki endilega mörkin. Það voru þessar lygilega lélegu sendingar hans. Ég hef aldrei séð varnarmann dæla jafnmörgum gjörsamlega tilgangs- og árangurslausum sendingum fram á völlinn. Það er hans vandamál. Plús það já, að hann er slappur í vörninni. Og ég er EKKI sammála því að hann hafi verið sannfærandi varnarlega gegn United.

    Ég kommenta kannski betur á þetta síðar, en núna handbolti.

  2. Já ég veit þú tókst það fram … en fannst samt eins og það hefði alveg mátt gagnrýna fleiri fyrir lélegan varnarleik í gær. Warnock og Riise voru til dæmis hræðilegir – bæði sóknar- og varnarlega – í fyrri hálfleik. Þá var Carragher allt of seinn að dekka Crouch í seinna markinu.

    Annars langaði mig bara að benda á þessa grein hans Tomkins, sem mér finnst alveg frábær. Ætti að vera skyldulesning fyrir alla Liverpool-aðdáendur svona daginn eftir þessa hrylliviku okkar. 😉

  3. Jæja, Kristján búinn að lesa greinina hans Tomkins.
    Fín grein. Ýtarleg. Mætti heita Vörn Benites!

    Sammála flestu sem þar stendur. Ég sagði fyrir leikinn gegn Burnley að ég dáðist af hugrekki og staðfestu Benites að tefla fram ungu strákunum. En ég sagði líka að ef leikurinn myndi tapast þá myndi hann hljóta bágt fyrir. Þetta sagði ég vegna þess að ég veit hvað enskurinn er tilfinninganæmur þegar kemur að FA -Cup. 😉

    Ég stend við hlið Benites í gegnum súrt og sætt þessa leiktíð og þá næstu. Annað er ekki sanngjarnt. Mér líkar líka frábærlega við þennan geðþekka mann. Hvernig hann kemur fyrir á blaðamannafundum er alveg stórkostlegt. Hann sigrar með reisn og hann tapar með reisn.

    En það er með þetta samband eins og öll önnur sambönd!!! Maður er ekki alltaf sammála.
    Ég er til dæmis ekki sammála að taka Carra úr miðverðinum. Sagði það strax og ljóst var að Finnan var meiddur. Ég er enn þeirrar skoðunar.
    Ég er ekki heldur sammála að taka Traore út úr liðinu fyrir mistökin gegn Burnley. Þegar ég setti upp liðið á Liverpool spjallinu fyrir leikinn gegn Southampton þá óskaði ég mér Traore í bakvörðinn. Það sem ég er að segja með þessu er að það er hægt að styðja (elska :blush:) einhvern en vera ekki alltaf sammála honum.

    Ég er engan veginn búinn að mynda mér skoðun á Pellegrino. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Benites að ýta Carragher úr miðverðinum fyrir hann. Sérstaklega eftir að hafa séð hann á móti Burnley. Mér finnst það deginum ljósara að hann er ekki tilbúinn í slaginn. Hvað er að því að tefla honum fram með varaliðinu í nokkur skipti?? Hafa hann á bekknum með aðalliðinu og láta hann berjast fyrir stöðunni sinni??? Það sama hafði ég að segja um Josemi.

    Grein Tomkins tekur hart á þeim áhangendum sem gagnrýna harðlega. En það má ekki gleyma að þessar sömu tilfinningaverur eru fljótar til að hrósa og dáðst af “idolum” sínum þegar vel gengur.

    Ég orðaði þetta fínt á Liverpool spjallinu í dag. “Þetta eru fæðingarverkir hjá Liverpool”.

    Þó svo að ég gagnrýni stjórann minn þá er ég líka fyrstur manna til að verja hann gegn áhangendum annara liða og öllum þeim sem koma með lélegar upphrópanir eins og hann sé “glataður” stjóri eða þaðan af eitthvað verra.

    Rafael Benitez er frábær Manager og ekkert fær mig til að trúa öðru núna.
    Ég er ekki búinn að gleyma hvernig hann tók Arsenal (og Chelsea for that matter too) í nefið.

    Þrátt fyrir þessa hörmulegu viku þá hlakka ég til framtíðarinnar með Liverpool. Ég er að vísu dálítið kvíðinn fyrir næsta leik :confused: en eitt er víst. Ég verð límdur fyrir framan skjáinn 🙂

  4. Ég hef ekki sagt neitt slæmt um Pellegrino hingað til nema hvað þetta með “Kick & Run” stíl liðsins eftir að hann kemur inní vörnina. Hann getur ekki verið slappur varnarmaður þar sem hann var fyrirliði Valencia á einhverjum tímapunkti undir stjórn Herra Benitez.

    Einnig er það með Burnley leikinn fræga að framkvæmdastjórinn fær alltaf skammirnar fyrir það liðsval sem hann setur á skýrslu og sendir inná völlinn. Hinsvegar er það ekki honum að kenna ef leikmenn gera sig að fíflum inná vellinum. Það er virkilega PIRRANDI og þá meina ég PIIIIIIRRRRRRAAAAAAANNNNDIII (mundi gera feitletrað ef ég gæti) að heyra það að Benitez gerði mistök og hann sé að hæðast að elstu bikarkeppni í heimi og bla bla bla bla bla bla FUCKING BLA! Afhverju er ekki litið á þessa helvítis leikmenn sem spiluðu eins og fífl í leiknum og í þeim undanförnu 3 leikjum ???? Fólk ætti að hugsa sig virkilega um áður en það dæmir í staðinn fyrir að bara hoppa til með einhverja Judge Judy stælar og dæma Herra Benitez á gjörðum hans leikmanna. Þetta er bara hópurinn sem hann hefur yfir að ráða og í raun eru of fáir af “Pellegrino” eða “Morientes” í liðinu til að þetta lið geti farið að lyfta sér upp úr þessari lægð.
    SKAMMIST YFIR LEIKMÖNNUNUM EN EKKI BENITEZ!

  5. Ég er engan veginn búinn að mynda mér skoðun á Pellegrino. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Benites að ýta Carragher úr miðverðinum fyrir hann. Sérstaklega eftir að hafa séð hann á móti Burnley. Mér finnst það deginum ljósara að hann er ekki tilbúinn í slaginn. Hvað er að því að tefla honum fram með varaliðinu í nokkur skipti?? Hafa hann á bekknum með aðalliðinu og láta hann berjast fyrir stöðunni sinni??? Það sama hafði ég að segja um Josemi.

    Er nokkuð sammála þér JónH, en hvað varstu að meina með þessari málsgrein? Séð hvern á móti Burnley?

  6. Fyrirgefðu Garon, þetta átti að vera Man. Unt.
    Ruglaðist aðeins :blush:

Santiago Solari?

Lið vikunnar