Liðið á móti Everton

Jæja, liðið sem mætir á Goodison er komið. Það er óbreytt frá síðasta leik

Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Aurelio, Gerrard, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Riera, El Zhar, Skrtel, Kyrgiakos.

Reina

Johsnon – Carra – Agger – Insúa

Mascheran – Lucas
Kuyt – Gerrard – Aurelio

Ngog

Bekkurinn: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Riera, El Zhar, Skrtel, Kyrgiakos

Semsagt, enginn Torres í hópnum. Þetta lið á að vera alveg nógu sterkt til þess að klára þetta ömurlega Everton lið. Ég segi að við vinnum 1-3 í dag.

63 Comments

  1. Er þetta ekki sama lið og hóf leikinn í Ungverjalandi ? Þar með er mér alveg hætt að litast á blikuna fyrir þennan leik. Hvenær fá annað hvort Masch eða Lucas hvíld ? Það er orðið nokkuð augljóst að sóknarlega hafa þeir tveir saman ekkert fram að færa og þar með er lítil sem engin miðjuuppbygging í sóknarleiknum. Það þýðir á mannamáli vondur sóknarleikur.

    Maður spyr sig líka hvenær Aquilani fái að spila. Ég geri mér grein fyrir því að líkur á meiðslum í þessum eru miklar, en kommon, þetta er karlmannsíþrótt og ef menn geta ekki tekið við nokkrum hraustlegum tæklingum hafa þeir lítið í ensku deildina að gera. Hann er a.m.k. tveimur mánuðum á eftir áætlun hverju sem það er um að kenna … Hann hlýtur allavega að vera alveg gáttaður á meðferðinni sem hann er að fá. Það mun hreinlega sjóða á mér ef hann fær ekki a.m.k. 30 mín. í þessum leik.

  2. þetta lið var ekki neitt sérlega gott síðast segja menn, sá ekki síðasta leik????

  3. Þetta er 1-0 tap. Svo einfalt er það. Held að Rafa hafi einhverja árattu fyrir því að sjá Javier og Lucas skora í sama leik og hættir ekki að stilla þeim saman fyrr en það tekst.
    Þessi liðsuppstilling finnst mér ekkert nema ræfilsleg. Mjög ósattur við Rafa núna.

  4. Ég rtúi þessu bara ekki, hvenær ætlar Rafa að láta Aqulani spila alveg með ólíkindum. Er að hora á upphitunina og Leifur Garðas Everton frík segir að vörn Everton sé ekki góð, en það skipti ekki máli þar sem þeir eigi auðveldan leik fyrir höndum…. djö verður gaman að heyra í honum eftir leikin þegara við erum búnir að vinna 0 – 3…. Áfram Liverpool…

  5. Hvað með frekar að gefa Kuyt smá frí og leyfa Benayoun að spreyta sig á hægri kantinum. Einnig undarleg að spila með tvo varnarsinnaða miðjumenn endalaust sem bæði skila litlu í sóknarleikinn og það er nú heldur ekki eins og það geri okkur sterka varnarlega. Þurfum við virkilega tvo leikmenn til að gegna einni stöðu?

  6. Jæja,, Hvar er taktíski snillingurinn sem stjórnaði Valencia? sem gat komið anstæðingum á óvart með nýju leikkerfi leik eftir leik. Ég er algjörlega að verða grænn í framan af þessari djö…… þrjósku og/eða hugmyndaleysi Rafa. Er hann algjörlega ráðalaus eða er hann bara svona viðbjóðslega þrjóskur að hann ætlar bara að spila þetta kerfi þó ALLIR sjái að þetta er ekki að ganga. Huglaus uppstilling. Jæja vonandi að menn taki þetta á hugarfarinu í dag.
    KOMA SVO!!!!!

  7. Gerrard hefur bara ekkert að gera í holunni með þessa miðjumenn, það er staðreynd lífsins en Rafa virðist bara ekki átta sig á þessu. Ég fatta ekki afhverju einn besti miðjumaður englands fær ekki að spila á miðjunni lengur ????

  8. Frábært! Kannski er þetta leikurinn sem bæði Javier og Lucas skora í!!

  9. ekki gott move hjá Lucas að sleppa því að mæta í leikinn og láta okkar menn spila einum færri!

  10. guð minn almáttugur erum við í alvörunni að fara að pakka í vörn núna, sýnist n’gog vera sá eini sem er eftir í sókninni hjá okkur eftir að við komumst yfir.

    Hversu oft hefur það virkað vel hjá okkur á þessu tímabili að reyna að halda forystunni með 1 mark?

  11. Eru menn gjörsamlega blindir? Talandi um að Lucas sjáist ekki? Ef það vantar einhvern í þennan leik er það fyrirliðinn Steven Gerrard sem ekki hefur sést.

  12. Nákvæmlega 22. Þetta komment Kobbah #19 er mjög lýsandi fyrir það viðhorf sem menn hafa til Lucas, algjörlega óháð þvi hvernig hann eða liðið spilar. Menn hafa líklega ekkert gáfulegt fram að færa og grípa því til gamla trikksins gagnrýna eitthvað.

  13. þetta er örugglega með leiðinlegri hálfleikjum sem maður hefur séð, eins gott að sá siðari verði eitthvað skárri.

  14. everton eru miklu betri aðilinn í þessum leik !!!! hvar er gerrard ????? á hann ekki að vera potturinn og pannann í þessu liði !!!!??? á miðjuna með manninn hann er bara einn í heiminum þarna frammi og gerir ekkert !!!!!!!!!!

  15. Þarf Lucas ekki að taka Marcherano á hestbak til að dekka Fellini?

  16. Spurning að hleypa ítalanum í leikinn og taka Gerrard út af.
    Hann er alveg týndur …
    Masch og Lucas hafa haft nóg að gera! og sinna því bara vel.
    Kuyt gæti líka alveg notað bekkinn í seinni hálfleik.

  17. Við eigum nákvæmlega ekkert skilið útúr þessum leik… þeir vinna bókstaflega alla skallaboltana og seinni boltann! Everton lítur út fyrir að vera heimsklassalið í dag!! Þetta er hálf vandræðalegt, en einsog ég spáði þessu þá jafna þeir í uppbótartíma! Ef Reina væri ekki í markinu værum við ekki að vinna. Menn eru gjörsamlega steingeldir!

  18. Er þetta e-ð að skána í seinni hálfleik?
    Með við netlýsingar er Pepe að halda okkur á floti….

    eitt skemmtilegt komment sem ég rakst á í lýsingu BBC á leiknum….
    1455: Yep, here comes the Frenchman now, replacing Jo – who was flagged offside as he ran to the dug-out. Not really.

  19. frábær skipting hjá Benitez, eini sóknarmaðurinn okkar tekin útaf fyrir miðjumann. Það á greinilega að halda þessu í 1-0 einsog síðustu 2 mánuði, bara vonandi að þetta verði ekki honum að falli enn eina helvítis ferðina!

  20. vá hvað þetta er pirrandi djöfull er þetta ógeðslega lélegt hvar eru okkar menn og uppstillinginn hjá honum eru við að spila á móti liði sem er efst i deildinni eða botnbaráttuni þeir fara að jafna nuna á næstu min

  21. Það er agalegt að horfa á þetta Liverpool lið þessa dagana.

    Hörmung að horfa upp á þessa knattspyrnu.

  22. Fyrir áhugamenn um fantasy-deildina þá er Reina kominn með 8 saves og 8 stig í leiknum…. endar örugglega í 11 stigum (3 bónus) ef þetta fer svona.

  23. frábær skipting hjá Benitez, eini sóknarmaðurinn okkar tekin útaf fyrir miðjumann.

    Kuyt er sóknarmaður og hann var færður upp á topp.

    Það á greinilega að halda þessu í 1-0 einsog síðustu 2 mánuði,

    Já, Benayoun og Riera eru einmitt svo varnarsinnaðir!

  24. Það er bara ekki gaman að horfa á Liverpool spila síðast liðna mánuði.

  25. Riera með skot sem endar með því að sóknarmaðurinn Kuyt skorar.

    Benitez veit ekkert um fótbolta!

  26. Ég er farinn að átta mig á því æ betur að það er leiðinlegt að horfa á þetta Liverpool lið. Að maður skuli, helgi eftir helgi horfa á þetta lið spila 90 mínútur af vélmennafótbolta sætir furðu.

    Við erum með stjóra sem hefur enga ástríðu fyrir leiknum og sést það á spilamennsku liðsins aftur og aftur. Rafa er að mínu mati blindur og endanlega mættur á endastöðina með þetta lið.

    Ég er gjörsamlega kominn með uppí kok af þessari vofuspilamennsku aftur og aftur.

    Hendið Aurélio, Insúa, Kuyt, Lucas á ruslahaugana.

    Ég skil ekki þessa ákvarðanir hans Rafa. Kuyt er eins og massaður Stuart Ripley, maðurinn hefur ekki vott af gæðum – ekki vott!!

    Lucas og Masch eru álíka skapandi og ef við myndum hafa Neville systurnar á miðjunni hjá okkur. Mascherano er margfalt betri í sínu hlutverki. Lucas er brassi for crying out loud – hvað viltu fá þegar þú verslar þér brassa? Viltu ekki fá þessa dæmalausu tækni og frjóu hugsun sem leikmenn hafa verið þekktir fyrir?? Eða viltu fá brassa sem er margrómaður fyrir að vera steríll í öllum aðgerðum og hafa í raun enga sterka hlið, sem benda má.

    Insúa er gjörsamlega lamaður varnarlega, sé hann sem ódýra útgáfu af Aurélio. Mínús spyrnurnar….

    Vissulega er hann ungur en og er ég reiðubúinn að gefa honum séns áfram, en ég sé strax að hann hefur ekki þetta líkamlega aspect (hraða, snerpu, sprengikraft – sem ég vil sjá). Allt liðið nánast er uppfullt af leikmönnum sem hafa ekki ekki hraða né kraftinn til að sprengja upp leikinn og nýta sér góðar leikstöður til hins ýtrasta

    Ég er gjörsamlega kominn með nóg af þessu!! Þetta er hroðalegt og engan vegin Liverpool sæmandi að láta þessa spilamennsku viðgangast… Kuyt að skora, en vitiði ég get varla fagnað þessu – þar sem við eigum þetta ekki einu sinni skilið. Enn ein löng sending/kýling…það er það sem þeir geta!

  27. Jæja.

    Erum komnir úr fallhættu.

    Förum væntanlega á þetta rönn sem allir hafa talað um síðustu tvo mánuði.

  28. Já.. bíð spenntur eftir að blindir síðuskrifara þessarar síðu taki sig til í ánægju sinni og skrifi jákvæðan og fallegan pistill um þennan dæmalausa og fallega sigur okkar á Everton…..

    Þetta er gjörsamlega rotið og væri gaman að sjá siðuskrifara fjalla um þetta lið á þeim einu réttu nótum sem ber!! Að reka skuli Rafa og þetta lið bútað niður og sent á þá sem vilja þiggja…..

  29. Á því miður ekki kost á að sjá þennan leik og mér sýnist ég ekki vera að missa af miklu. Samt sem áður verð ég að segja að miðað við það sem gengið hefur á síðustu vikurnar þá er sigur í dag er fyrir öllu sama hversu ljótur sem hann verður. Vonandi að endurkoma El Nino og Aquilani rífi síðan upp spilamennskuna í framhaldinu.

  30. Eftir að Yossi og Riera komu inná breyttist sóknarleikurinn. Virkilega ánægður með innkomuna hjá þeim!

  31. Eru menn gjörsamlega bilaðir?

    Hafið þið ekki fylgst með rimmum Liverpool og Everton í gegnum tíðina?

    Það hefur ekki alltaf verið fallegur fótbolti. Þessi viðureign snýst um baráttu. Dómarinn leyfði Everton að fljúga inn í tæklingar í upphafi leiks og Everton menn pressuðu gríðarlega stíft.

    Þegar menn tala um að reka Rafa og selja leikmenn, hafa þeir þá Steven Gerrard með í þeirri upptalningu? Hann hefur verið einn allra slakasti maður vallarins.

    Og svo væla menn yfir því að sigurinn sé ekki verðskuldaður. Hafa töpin og jafnteflin öll verið sanngjörn?

  32. útafhverju fær Aquliani að spila hvað er i gangi hann fær ekki einu sinni að spila sig i form með varaliðinu vill að þessi þjálfari fari að svara hvað er i gangi með hann

  33. Rafa og skiptingarnar – hvað getur maður sagt!?!? Maðurinnn er snillingur

  34. Ég trúi ekki að menn ætli að nota þennan leik til að sanna snilli Benitez. Ég skammaðist mín hálf partinn fyrir að vera Liverpool aðdáandi þegar ég horfði á þetta.

  35. Það er enginn að tala um að það sé alltaf réttlæti í fótbolta og þú (Matti) þarft ekkert að fræða mig um hvernig spilamennska í þessum Derby-einvígjum tíðkast! Ég er að tala um spilamennsku liðsins í gegnum þessa martraðarleiktíð í ár og í raun go veru síðustu ár þegar maður fer að pæla í þessu…

    Þetta batterí er gjörsamlega staðnað að mínu mati. Við getum ekki stjórnað fótboltaleik og höfum í raun aldrei náð því síðan Roy Evans var við stjórnvölinn. Ef við berum okkur saman við Chelsea, Man U og Arsenal þegar þau spila við þessi litlu lið – þá er spilamennska þeirra á allt öðru leveli enda samansafn af svo MIKLU betri fótboltamönnum…eins leiðinlegt og það er að þurfa að viðurkenna það!

  36. 40 Unnur Oddur. Afhverju í ósköpunum ertu að lesa þessa síðu og pistla þessara blindu síðuskrifara. Væri ekki nær að þú stofnaðir síðuna http://www.rekumrafa.is og héldir henni úti af þeim myndarbrag sem þú vafalaust gætir ekki gert? Gætir þá allavega skrifað þá pistla sem þú vilt lesa í stað þess að krefjast þess að Ritstjórn Kop.is skrifi skv. einhverri línu sem vanþekking þín á knattspyrnu hefur leitt þig inná.

  37. höfum við ekki oft verið að biðja um sigra þegar við spilum ekki vel? well? gjöriði svo vel hérna er eitt stykki sigur í leik þar sem við spilum ekki vel! Alveg ótrúlegt hvað menn eru ennþá kröfuharðir eftir síðustu 11 leiki (auðvitað á alltaf að krefjast sigurs, en það er nákvæmlega það sem við fengum í dag).

  38. Ég skil ekki hvað þarf til að gera ykkur ánægða. Við unnum góðan sigur í dag. Kannski ekki áferðarfallegur bolti sem við spiluðum í dag en sigur engu að síður.

    3 STIG Á TÖFLUNA!!! Það er það sem skiptir máli.

  39. Jóhann… ég les þessa síðu þar sem ég kalla mig Liverpool mann. Ég vil gjarnan heyra hvað við mínar skoðanir fékk þig til að grenja í mér og benda mér á að tjá mig annarsstaðar. Þetta kommentakerfi hlýtur að vera til þess gert að tjá skoðanir sínar?? Ekki satt?? Eða viltu kannski að allir séu á kafi með tunguna uppí endaþarminum á honum Rafa og hvor öðrum??

    Gerir þú virkilega ekki meiri kröfur til Liverpool en þetta? Ert þú sáttur við tímabilið eða þessi síðustu ár? Ertu sáttur við leikmannakaup Rafa síðustu ár?

    Virkilega gott framtak með þessa síðu..

    Það sem ég er að segja er að það á ekki fríkka hlutina eitthvða með innantómu jákvæðishóli aftur og aftur. Það er eitthvað mikið að og búið að vera í langan tíma og ég bið menn einfaldlega um að spara ekki gagnrýnina þegar hún á rétt á sér…..

  40. Liðið var hundlélegt framan af leik en mér fannst það eiga ágætis spretti eftir innkomu Riera og Yossi. Þetta eru auðvitað leikmenn sem eiga að byrja í hverjum leik. Svo fáum við kannski einherntímann Aqua á miðjuna með Masc og Torres aftur fram og þá gætum verið að dansa.

    Þetta var baráttu leikur sem við unnum 2 – 0. Ekkert mikið hægt að kvarta yfir því. En hvað er samt málið með allar þessar spyrnur út í loftið hjá Liverpool, er 1985 ?

  41. 3 stig á töfluna já.. gott mál

    En ég skil ekki þessa blindni – það er hægt að telja þessa sigra sem við höfum tekið sannfærandi og af einhverjum krafti á fingrum annarar handar. Við erum betri en það að þurfa að fagna svona sigrum hægri vinstri

    Það er ekki að ástæðulausu að við erum að tapa þessum stigum gegn Sunderland, Birmingham og fleiri liðum í þessari deild -það er akkurat af því að við gerum ekki nóg, byrjum of seint og klárum þessi lið ekki af þeim krafti sem við gætum….og þegar við mætum með þessa hluti til leiks en uppskerum samt ekki þá er ansi oft hægt að rekja til þess að við höfum ekki nægjanleg gæði innan okkar vébanda…

  42. Ég tók mig til og taldi sendingar frammávið hjá Dirk Kuyt. Kuyt hefur iðulega verið gagnrýndur fyrir að hægja á sóknarleik okkar með endalausum sendingum til baka. Í öllum leiknum átti hann 7 sendingar(plúst tvær hreinsanir) framávið, 4 í fyrri hálfleik og 3 í þeim seinni. Allar aðrar sendingar hans voru til baka. Þessi talning mín er auðvitað engin stóridómur en mér finnst þetta segja meira en mörg orð um leikmann sem á að vera einn af okkar aðal sóknarþennkjandi leikmönnum.

    Og Matti, Gerrard var slakur í dag já, engin spurning. En ég held að hann eigi inni smá kredit hjá okkur stuðningsmönnunum. Lucas stóð sig vel, en hann gerði þó ekkert stórkostlegt og það er hans versti galli. Þetta er góður leikmaður en hann er ekki virkilega góður á neinu sviði.

    Á sama tíma og ég er ánægður með stigin þrjú þá var engin breyting á spilamennsku okkar og það veldur mér áhyggjum. Og þeir sem segja hjarta Mascherano ekki vera á réttum stað ættu að horfa á fagnið hans aftur í dag!

  43. 2-0 sigur og liðið hélt hreinu. Bara mjög jákvætt að vinna þennan leik miðað við að Everton var klárlega betri aðilinn og miðað við gengi liðsins á þessari leiktíð. Nú er bara að byggja á þessu og taka næsta leik á móti Blackburn. Rafa og þeir leikmenn sem við höfum hafa alla getur til að snúa við blaðinu. Aquilani kemur inná þegar þjálfarinn telur hann tilbúinn. Það kemur að því.

    Ekkert svarsýnistal.

  44. Og Matti, Gerrard var slakur í dag já, engin spurning. En ég held að hann eigi inni smá kredit hjá okkur stuðningsmönnunum.

    Ég er einfaldlega að benda á að ef menn ætla að blóta leikmönnum fyrir að standa sig ekki er rétt að byrja á þeim sem eru verstir, ekki velja alltaf sama blóraböggulinn.

  45. Greyið Matti farðu nú að hugsa um e-h annað, ef þú ert farin að huga að því að selja Gerrard þá ert þú ekki búin að fylgjast nógu vel með Liverpool síðustu 10 ár. Maðurinn er búin að halda þessu liði uppi ! En hann getur ekki alltaf verið besti leikmaðurinn inná vellinum, enda hefur hann ekki menn sem eru í sama gæða flokki og hann með sér. síðan er ég alveg sammála með Kuyt, hann sendir nánast undantekningar laust boltann tilbaka og það fer í mínar fínustu.

  46. Kæri Grellir, að sjálfsögðu hef ég ekki minnsta áhuga á að selja Gerrard. Ekki vera svona tregur.

    Ég einfaldlega að benda á að ef menn vilja fara splúndra þessu Liverpool liði vegna spilamennskunnar undanfarið hlyti fyrrnefndur Gerrard að vera ofarlega á lista, svo slakur hefur hann verið á tímabilinu.

  47. Unnar Oddur
    “Jóhann… ég les þessa síðu þar sem ég kalla mig Liverpool mann. Ég vil gjarnan heyra hvað við mínar skoðanir fékk þig til að grenja í mér og benda mér á að tjá mig annarsstaðar. Þetta kommentakerfi hlýtur að vera til þess gert að tjá skoðanir sínar?? Ekki satt?? Eða viltu kannski að allir séu á kafi með tunguna uppí endaþarminum á honum Rafa og hvor öðrum??”

    Það var ekkert við þínar skoðanir sem fékk mig til þess að “grenja” í þér. Heldur að þú gerir einhverja kröfu um að síðuhaldarar sem eru blindir á hvað er rétt í þínum heimi skrifi grein sem þóknast þér. Með því að kalla þá blinda er líklegt að þér finnist þeirra skoðanir ekki þér þóknanlegar. Því velti ég upp þeirri spurningu hvort það væri ekki til einhver vettvangur þar sem skoðanabræður þínir koma saman og eru sammála um allt og alla ( ég forðast að nota endanþarmssamlíkinguna þína enda er ég fullorðinn)? Það er frekar þannig að þú sért að krefjast þess að allir séu sammála þér en að eðlileg skoðanaskipti eigi sér stað. Ég gaf aldrei neitt út á mína skoðun á Rafa eða nokkur öðru né gagnrýndi ég þína ákvörðun. Ég hef aftur á móti gaman af því að lesa skoðanir síðuhaldara þó ég sé ekki alltaf sammála þeim. Bestir finnst mér Þeir Einar og Kristján, báðir eru á mjög svipuðum stað og ég gagnvart Rafa. Því finnst mér sjálfsagt að þeir fái að skrifa þær greinar sem þeir vilji án þess að vera kallaðir blindir eða gagnrýndir á annan hátt fyrir sína skoðun.

    “Gerir þú virkilega ekki meiri kröfur til Liverpool en þetta?” heilt yfir jú, en ég geri ekki meiri kröfu til Liverpool í derby slag en sigur. “Ert þú sáttur við tímabilið eða þessi síðustu ár?” mjög sáttur við síðasta ár og það sem hafði leitt að því, ég hefði viljað sjá annað skref en það er eitthvða bakslag, tel að Rafa geti komið okkur á rétt ról aftur. “Ertu sáttur við leikmannakaup Rafa síðustu ár?” Já, Torres, Alonso, Mascherano, Reina, Agger, Johnson, Insúa, Kuyt, Ngog, Riera, Aquilani. Þetta eru bara þeir leikmenn sem ég er sáttur við óháð öllu öðru. Svo hefur verið margfarið yfir það umhverfi sem þjálfari Liverpool hefur þurft að starfa í, það mun ekki batna með nýjum stjóra og óvíst hvort hann geti gert það sem Rafa hefur gert.

  48. Skrýtið að segja að Everton-liðið sé ömurlegt. Með Arteta í formi, þá eru þeir ekki mikið lakari en Liverpool.

Everton á morgun

Everton 0 – Liverpool 2