Ég hef lengi haldið því fram að Roy Keane sé geðveikur.
Hann virðist nú hafa sannað þá kenningu mína með því að rita um það í ævisögu hvernig hann vísvitandi reyndi að meiða Alf Inge Haaland í leik í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta mál byrjaði allt með því að Keane reyndi að brjóta á Haaland þegar Norðmaðurinn lék með Leeds. Keane tókst ekki betur upp en það að hann meiddist sjálfur. Haaland rauk upp og messaði yfir Keane og skammaði hann fyrir að vera að gera sér upp meiðsli. Keane var hins vegar illa meiddur og missti af öllu keppnistímabilinu.
Keane fyrirgaf Haaland aldrei það að hafa staðið yfir honum og því var hann ákveðinn í að hefna sín. Hann hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi ætlað að meiða Haaland þegar þeir mættust rúmu ári síðar. Keane, sem átti engan möguleika að ná boltanum sparkaði þá í hné Haaland, sennilega eitt ljótasta brot, sem sést hefur.
Keane segir í bókinni um brotið
Eftir þessa tæklingu, sem átti sér stað fyrir tæpum tveim árum hefur Haaland nánast ekkert getað spilað fótbolta.
Það er augljóst að menn, sem gera svona hluti eiga ekkert erindi í efstu deild enska fótboltans. Að mínu mati ætti að útiloka Keane frá keppni það sem eftir er tímabilsins, svipað og var gert fyrir hinn geðsjúklinginn hjá United, Eric Cantona.
Þar sem Keane spilar fyrir Manchester United verður þó sennilega ekkert gert í málinu.
Hér er pistill á Soccernet um málið