Blackburn á morgun

Eftir góðan útisigur á Everton í síðustu umferð er komið að næsta leik Liverpool. Okkar menn munu freista þess að halda nýhafinni sigurgöngu áfram er þeir heimsækja Blackburn Rovers á Ewood Park síðdegis á morgun.

Af Blackburn-liðinu er fátt að segja. Þetta lið vann titilinn fyrir fimmtán árum eða svo, féll fljótlega eftir það, kom upp aftur og hefur synt í meðalmennskuvötnum undanfarin ár. Metnaðurinn var svo alveg að drepa menn þegar besti knattspyrnustjórinn fyrir utan alla hina, “Big” Sam Allardyce, var ráðinn stjóri þar fyrir nokkrum árum. Allardyce hófst strax handa við að breyta Blackburn í líkamlega sterkt, baráttuglatt og gjörsamlega vangefið óþolandi lið (eins og hans er von og vísa) og hefur tekist ágætlega upp í þeim efnum.

Þetta lið sló Chelsea út í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins sl. miðvikudag og ættu því að vera í smá vímu fyrir vikið. Hvort það er gott eða slæmt fyrir okkar menn á eftir að koma í ljós, en það er þó ljóst að þeir unnu þennan Chelsea-leik ekki af því að þeir voru betri (gátu ekki unnið manni fleiri í 70 mínútur) heldur af því að Carlo Ancellotti klúðraði sínum málum. Engu að síður eru menn hátt stemmdir á Ewood Park og þykjast ætla að vinna annað stórlið á morgun. Við sjáum til með það.

Af Allardyce er það annars að frétta að hann gekkst nýverið undir hjartaaðgerð og mun stýra liðinu í fyrsta skipti eftir hana á morgun. Það er því óhætt að hann verði sérlega viðkvæmur fyrir stórhættulegum handbendingum Rafa Benítez og því ætla ég að vona að sá spænski sýni tilætlaða virðingu á morgun og sitji bara og þegi í 90 mínútur. Annars klagar Sam í Alex.

Blackburn-liðið er annars fullskipað, eða því sem næst. David Dunn hefur verið eitthvað tæpur síðustu daga og er ekki búist við að hann geti leikið þennan leik, en maður veit þó aldrei. Aðrir eru heilir og því ætti Blackburn-liðið að geta sparkað svolítið hressilega í allt rauðklætt á morgun. Gott hjá þeim.

Af okkar mönnum er það að frétta að Ryan Babel er enn meiddur, sem og Martin Kelly. Fernando Torres hefur æft að undanförnu og gæti leikið þennan leik, en þó er ég ekki viss um að Rafa noti hann frá byrjun. Sama gildir með Alberto Aquilani, sem hlýtur að fara að fá fleiri mínútur, en þó er ég ekki viss um að hann byrji.

Ég ætla að tippa á að Rafa haldi áfram með óbreytt lið frá leikjunum gegn Debrecen og Everton. Það lið hefur unnið báða leikina og haldið hreinu í þeim báðum þannig að það er ekki til mikils að breyta:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Aurelio
Ngog

**Bekkur:** Cavalieri, Skrtel, Dossena, Aquilani, Benayoun, Riera, Torres.

Sem sagt, sterkt byrjunarlið og sterkur bekkur með möguleikum á að henda Litla Prinsinum, Litla Gyðingnum, Stráknum og Albert Riera (okkur vantar uppnefni fyrir hann) inn ef við lendum í að þurfa mark. Naglbíturinn og The Doss sjá svo um varnarhliðina. Cavalieri sendir kærustunni SMS á meðan leik stendur.

**MÍN SPÁ:** Þetta verður baráttuleikur. No shit. Það gæti orðið eitthvað um harðar tæklingar og jafnvel illindi á milli manna eins og Diouf og Liverpool-liðsins. No shit. Engu að síður held ég að okkar menn verði ofan á að lokum, enda með meira sjálfstraust nú en undanfarnar vikur og vel úthvíldir á meðan Blackburn-liðið lék 120 mín. + vító í miðri viku.

Við vinnum þennan leik 3-1. Mascherano setur að sjálfsögðu eins og eitt stykki Lampard-mark, Ngog skorar líka og svei mér þá ef þessi Fernando-gæji minnir ekki á sig. Diouf skorar fyrir þá, af því að það er aldrei hægt að leyfa manni að njóta góðrar máltíðar án þess að fá niðurgang á eftir.

Áfram Liverpool!

34 Comments

  1. hef tru à ad Gerrard mæti til leiks um helginna og vilji fagna sigri i 500 leik sýnum med liverpool

  2. Já, tsjææææll.
    Daniela Cavalieri er fæææææn !

    Annars leggjast leikir gegn feita Samma aldrei vel í mig svo það er ágætt að ég verð fastur á fyrsta jólaballi pattans !

  3. Skemmtileg upphitun verð ég að segja : )
    En ég held að þetta verði tæpt hjá okkur, vinnum með einu marki.

  4. Ég myndi helst vilja fara í 4-4-2 enda á N’gog erfitt með að spila einn á toppnum í núverandi kerfi. Það er bara einn leikmaður hjá okkur sem getur spilað einn á toppnum og gert það vel og það er auðvitað Torres en ég held að hann muni ekki byrja þennan leik enda kannski óþarfa áhætta á móti grófu liði Blackburn en sterkt að hafa hann á bekknum.
    Ég ætla að spá okkur 0-3 sigri þar sem Gerrard mun fara hamförum í sínum 500 leik fyrir Liverpool.

  5. mér sýnist þetta vera sama lið og var á móti everton, sem var ekki sterkt eða velspilandi lið, en við unnum þá og tökum þetta núna, vona að liðið hafi skoðað myndbönd frá leiknum og lagi það sem laga þarf….

  6. Aurelio/Ngog út og Riera/Yossi inn á kantanaog Kuyt fram (að því gefnu að Torres byrji ekki inná) og þá er ég mjöög sáttur.

  7. Ég legg til að Albert Riera verði kallaður Alma í Nælon. Þau eru bæði með svona fiska augu

  8. Stressaður fyrir þennan leik… eins og reyndar alla leiki síðan í september. En ég held að það verði verulega hart keyrt á okkur en þó ég sjái okkur alveg geta haldið hreinu þá finnst mér ekkert benda til þess að stjórinn sé að bæta sóknarleikinn eitthvað. Veit ekki hvort það er bara því Torres er frá en við ættum að geta skapað okkur miklu fleiri færi en við sýndum í slökum leikjum gegn Debrecheni og Everton.

    Spurning um að henda Danielu Cavallieri inn fyrir Kuyt og athuga hvort það opni ekki einhverjar smugur í vörninni fyrir þá sóknarþenkjandi menn í Liverpool sem hafa sýnt eitthvað af viti í vetur :o)

    YNWA

  9. Hvernig væri að henda Lúkas út og Gerrard í hans stöðu og Rieira inn fyrir Aurelio og Benayoun í holuna hans Gerrard. Þetta hljómar mikið sókndjarfara lið og ég tala nú ekki um að setja Aqua man inná þegar Rafa vill taka Benayoun eða Rieira útaf. YNWA

  10. “Ég ætla að tippa á að Rafa haldi áfram með óbreytt lið frá leikjunum gegn Debrecen og Everton. Það lið hefur unnið báða leikina og haldið hreinu í þeim báðum þannig að það er ekki til mikils að breyta”

    -Tja, ekki nema fyrir þær sakir að liðið hefur verið arfaslakt í þessum tveimur leikjum. Vonandi koma Riera og Youssi inn og Ngog og Insúa út. Aurelio fer í bakvörðinn og Kuyt í strikerinn. 0-0 í hálfleik, Torres og ítalska vatnsundrið mæta svo eiturferskir til leiks í seinni hálfleik og tryggja okkur sigur.

  11. Snilldar upphitun KAR

    Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir þennan leik, við erum bara með mikið betra lið en Blackburn og þeir hljóta að fara finna eitthvað fyrir þessum 120.mín frá því í vikunni þegar líður á leikinn.

    Byrjunarliðið held ég að verði meira svona:

    Reina

    Johnson – Carragher – Agger – Insúa

    Benni Jón – Mascherano – Lucas – Aurelio
    Gerrard
    Kuyt

    Ég er alls ekki að segja að ég vilji hafa þetta svona samt enda er Kuyt eins og sjá má einn á toppnum miðað við þetta. Það virðist bara ekki mega hvíla hann og því óttast ég að hann komi til með að hamla sóknarleiknum á morgun, en þó auðvitað setja 1-2 mörk (enda les hann Kop.is).

    Efa að Torres byrji leikinn og sama á við um Aquaman. Ég tippa á að vörnin verði eins og í síðustu 2 leikjum, við verðum að fara fá smá stöðugleiki þar og því setti ég Insúa aftur inn þó ég hafi verið búinn að taka hann út fyrir Aurelio.

    Að sama skapi held ég að Benitez geti ekki hugsað sér að byrja leik án þess að hafa Aurelio í liðinu og því tippa ég á að hann verði áfram á vinstri kantinum þrátt fyrir að hafa ekki sýnt nokkurn skapaðan hlut frekar en hægri kanturinn undanfarna leiki.

    Benayoun eða N´Gog verða svo í liðinu og með eindöldu úllen dúllen doff tippa í frekar á ísraelan og Kuyt fari þannig upp á topp.

    0-2 sigur með mörkum frá Kuyt og N´Gog

  12. Flott upphitun. Er sammála þessu liði hjá Kristjáni Atla, nema að ég held að Benayoun komi inn fyrir Aurelio. Væri líka til í að sjá Aquilani fá svona 30 mín, það þarf að koma honum í leikform.

    Ég held líka að Gerrard verði góður á morgun. Hann er búinn að fá viku núna til að hvíla nárann og er að spila sinn leik nr.500 fyrir klúbbinn.

    Ég spái 2-0. Við höldum hreinu 3 leikinn í röð. Gerrard og Agger skora.

  13. Nr. 14 Ziggi

    Það er nú ágætlega verið að fjalla um þetta eins og þú bendir á! Kannski hrærir KAR einhverju saman þegar af þessu verður, ef ég er að skilja þetta rétt þá er ekki búið að skrifa undir neitt ennþá.

  14. Ólafur, þarna er það. Quagmire skal það vera. 😉

    En já … ég er eiginlega að bíða eftir að einhver annar skrifi um Kristján Gauta því ég efast um að nokkrum manni muni líka við það sem ég hef um málið að segja. Hvorki FH-ingum né Púllurum. 🙁

  15. Sælir félagar

    Það eina sem ekki má róta er vörnin – og þó. Ég gæti hugsað mér Aurelio í stað Insua í vinstri bak. Insua er búinn að vera firnalélegur undanfarið og ef Aurelio verður í bakverðinum þá kemur einhver annar á vinstri kantinn sem er ofboðslega gott.

    Annars ánægður með upphitun Kristjáns Atla og líklega hefur hann rétt fyrir sér að Rafa breytir engu frá síðasta leik þó enginn hafi verið ánægður með leik liðsins nema hann og liðið.

    Afhverju að kalla hann (stjóra Bb.) stóra Sam. Hann er ekkert stór nema á tvennan hátt. Hann er með eindæmum kjaftstór og svo er hann feitur eins og rostungur. Mætti því ekki kalla hann rostungskjaft frekar en Big Sam. Nei nei ég segi bara svona.

    Ég get hinsvegar trúað ykkur fyrir því félagar ef það fer ekki lengra að ég er áhyggjufullur fyrir hvern leik okkar manna. Spái samt sigri en hann verður ekki auðsóttur né stór. 1 – 0.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. Jesús Pjétur hvað það er hægt að draga á langinn þennan HM drátt!
    Hætta þessu kjaftæði og dilliatriðum og draga!

    • Jesús Pjétur hvað það er hægt að draga á langinn þennan HM drátt! Hætta þessu kjaftæði og dilliatriðum og draga!

    Þetta var svo langdregið að það var orðið skemmtilegt aftur, svona Lion King í þessu og hver fílar ekki Lion King 🙂

    Gaurdian annars að vanda alveg með þetta:

    5.55pm Charlize’s accent has gone mad. She sounds like Alan Rickman playing a Euro-terrorist. And she’s kind of playing it for laughs like it’s the Oscars. Now they’re officially welcoming the teams for some reason.

    5.59pm Yes, Charlize, four teams in eight groups. Where has she been? Doesn’t she read the papers? Oh. It’s a kind of act. Soon, soon, I promise. Jerome is now explaining what a ball is and how you kick it and what “a goal” means. Or something. Who do they think is watching this? Martians? Get on with the draw.

  17. 20 Insua búin að vera lélegur ? Nú verð ég að vera ósammála þér vinur 🙂

  18. Reyndi að horfa á þennan drátt, gafst upp eftir 10 mín, alveg hrikalega langdregið 😛

  19. 23 Insúa hefur klúðrað of mikið af dekkingum sem hefur orsakað mörk. að mínu mati á að vera búið að setja hann á bekkinn fyrir löngu síðan

  20. Ég verð að vera sammála því að Insúa er ekki búinn að vera góður í undanförnum leikjum. Hann byrjaði tímabilið vel, en síðan hefur ekki mikið gerst. Mér finnst alveg spurning að setja hann á bekkinn og gefa Aurelio eða Degen tækifæri.

  21. satt Insua er engan vegin búinn að vera góður í síðustu leikjum.

  22. Það er aldeilis kominn tími á að Aquilani fái að spila.
    Vona svo innilega að hann byrji inná á morgun til að koma með meiri creativity í sóknarleik liðsins. Hef trú á Aquilani og JM saman á miðjunni. Skil ekki af hverju hann hefur þurft að bíða svona lengi eftir að fá að spila. Hann er búinn að vera á bekknum í meira en mánuð.

  23. Alls ekki sammála að Insua hafi verið slakur að undanförnu. Vissulega er hann sterkari sóknar- en varnarlega en slíka bakverði hefur Liverpool löngum átt og eiga að vera með urrandi sóknarbakverði. Var t.d. nálægt því að skora í síðasta leik.

    Með tvo varnarmiðjumenn í liðinu verður að mínu mati að spila með sóknarbakverði báðum megin. Þegar Aquilani fer að koma inn í liðið spái ég að Aurelio fái meira að spila.

    En Insua er að mínu mati einn efnilegasti vinstri bakvörður í boltanum í dag.

  24. Það er hægt að orða þetta þannig að Insúa hafi byrjað tímabilið betur en hann hefur spilað síðustu 4-5 leiki. Hann hefur klikkað á dekkningu sem hefur orsakað nokkur mörk. En hann er samt mjög efnilegur og þessvegna held ég að það sé rétt að láta hann spila áfram. Hann er ansi öflugur sóknarlega og á móti Blackburn þá er það algjörlega málið. Ég skil líka alveg þá afstöðu Benítez að setja Aurelio fyrir framan hann. Hann er með frábæra sendingagetu og svo hjálpar hann mun betur til í vörninni heldur en hinir leftararnir okkar.
    En til að halda áfram með spádóma sem rætast, nú verður það Lucas sem skorar sigurmarkið. 1-0 fyrir okkur.

  25. Ég vil sjá Riera í stöðu Aurelio. Hann er okkar besti vinstri kantmaður þó svo hann sé ekki eins varnarsinnaður og Aurelio. Mitt mat er að Insua eigi að vera vinstri bakvörður enda framtíðarmaður í þessari stöðu. Láta hann spila eins mikið og mögulegt er. En ætli liðið verði ekki eins og í síðustu tveimur leikjum. ÉG hef trú á að Gerrard sýni sitt rétta andlit í þessum leik. En leikurinn verður erfiður enda Blackburn erfiðir heim að sækja. Það er bara spurning hversu mikil þreyta situr í þeim eftir erfiðan og langan deildarbikarleik s.l. fimmtudag. Liverpool tekur þetta.

  26. Hvar er hægt að horfa á þennan leik niðrí miðbæ, verð fastur í skólanum og kemst því hvorki heim né á players 😀

    Annars hamrar Gerrard inn svona 500 stykki í tilefni dagsins!

  27. Það er snilld að horfa á leiki á English pub…
    Góður bjór og nóg af skjám.

  28. Já, fór þangað um daginn en þá voru þeir með hljóðið úr United leik, það sökkar frekar, er enginn góður Liverpool friendly staður

    takk fyrir svarið 😀

One Ping

  1. Pingback:

Fagnið hans Bullard

Liðið gegn Blackburn