Liðið komið – Aquilani byrjar

Liðið er komið fyrir leikinn gegn Fiorentina í kvöld og er það sem hér segir:

Cavalieri

Darby – Skrtel – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Benayoun – Gerrard – Dossena
Kuyt

**Bekkur:** Reina, Kyrgiakos, Carragher, Spearing, Aurelio, Pacheco, Torres.

Spes lið. Aquilani byrjar eins og búist var við og Lucas, Johnson, Riera og fleiri fá frí, auk Carra, Torres og Reina sem eru á bekknum. Dossena sýnist mér vera á kanti.

Verður fróðlegt. Áfram Liverpool!

28 Comments

  1. Löngu biðinni er lokið, mest spenntur fyrir að sjá Aquilani í þessum leik. Knock on wood að hann meiðist ekki við fyrstu prófraun. Skiptir máli að klára þetta með stæl, sýna framá að við séum sterkari en þetta Fiorentina lið og eigum heima í 16 liða úrslitum.

  2. Ég hefði alveg viljað hvíla Kuyt líka. Ég er hins vegar ánægður með að Gerrard sé inná, því hann þarf að spila sig í leikform. Það verður líka frábært að sjá Aquilani.

  3. Afhverju er Benayoun, Agger, Mascherano, Kuyt og Gerrard látnir spila þennan leik, gjörsamlega óskiljanlegt. Henda frekar Pacheco og Spearing í laugina.

  4. Vonandi fer enginn útaf meiddur og það væri líka gaman að sjá Pacheco fá 20mín +

  5. Hverja hefðu menn samt viljað sjá fyrir Kuyt?
    Klárlega ekki Torres (þó að hann megi koma inn á ef aðstæður leyfa), Pacheco er efnilegur en klárlega ekki tilbúinn að leiða framlínuna. Ngog er fyrsti kostur á meðan Torres er meiddur svo að ekki stendur til að taka sénsinn á honum. Þá stendur eiginlega bara Kuyt eftir.

  6. Flott lið. Frekar sterkt en samt ekkert svakalegt. Menn eru að fá fín tækifæri.

    Er Babel ennþá meiddur, eða hefur hann fyrir víst spilað sitt síðasta fyrir okkur?

  7. Ef að Pacheco kemur inná þá mun hann koma inná fyrir Benayoun eða Insúa. Ég tel það vera þar sem að A) Benayoun er ekki mikilvægur hlekkur í vörn í föstum leikatriðum og B) Insúa hefur ekki mikla hæð og þar af leiðir ef hann fer útaf mun Dossena fara í bakvörðinn og Pacheco fram.

  8. Jæja, á einhver góður einstaklingur link á leikinn (sem ég get horft á á Mac??) – hann er ekki sýndur hérna í sænska sjónvarpinu og andskotinn hafi það, ég nenni ekki að fara á barinn.

  9. Einar settu upp Veetle í fljótheitum. Það virkar á mac. Finnur pottþétt Veetle link á atdhe.net og myp2p.eu
    Kosturinn við Veetle er að það er ekki sér app eins og sopcast heldur er hægt að horfa á veetle linka í firefox/safari/whatever browser.

  10. Dossena á kantinum er frábært, okkar besti kostur á vinstri, hefur bara staðið sig vel í þeirri stöðu. Spái honum titlinum maður leiksins.

  11. Fyrir áhugasama þá var kiev að skora á annari mínútu eftir aukaspyrnu…á móti Barcelona.

  12. Ja hérna, Barca á leið út úr keppninni. Ekki slæmt að mæta Barca og Juve á leiðinni að Europa League title 🙂

  13. eins og staðan er núna er það reyndar Inter sem er á leið úr keppni

  14. Xavi var að jafna fyrir Barca. Nú þarf Kiev að skora 3 mörk í viðbót til að komast áfram.

  15. Þetta er flott kerfi hjá okkur og myndi jafnvel virka hefði ekki gleymst að setja sóknarmann inná!!

  16. Það er átakanlegt að horfa á greyið Dirk Kuyt, djöfull er maðurinn dapur þarna einn upp á topp….. Annars er þessi fyrrihálfleikur búinn að vera eins og síðustu leikir, við með boltann en erum ekki að skapa nokkurn skapaðan hlut. En samt jálvætt að við séum yfir 🙂

  17. Eru fleiri að sjá Pacheco sem ágætis valkost til að koma með eitthvað óvænt inn af bekknum þegar við eigum í erfiðleikum með að skora… búinn að vera fínn það sem af er…mikið í boltanum og hleypur hraðar en meðalbakvörður… sem er meira en hægt er að segja um aðra kantmenn Liverpool

  18. þeim er alveg fyrirmunað að klára þessa leiki…þvílíkt karaktersleysi hvað eftir annað.

  19. 2-1 fyrir Fiorentina…sjitt hvað ég er svekktur. Ég verð þó að viðurkenna eitt að það að áhorfendur á leiknum kyrjuðu strax YNWA eftir markið yljaði mér um hjartarætur. Þessi leikur var vel spilaður af okkar hálfu, jú, við gáfum fiorentina of mikið svæði en framávið vorum við hættulegir, sköpuðum færi auk þess sem liðið virtist ekki vera jafn hátt því að senda boltann aftur á markmann með tilkomu kreatívs miðjumans (Aquillani).

  20. held að það sé alveg kominn tími á að menn fari að læra að skammast sín í þessu liði! getið röflað það sem þið viljið um þennan þjálfara en það er deginum ljósara að leikmenn eru bara ekki klárir andlega í þessa leiki og endilega athugið það að þetta er atvinnumenn og það á ekki að þurfa sleikja þessa gæja upp! leikmenn eru bara með hausin langt upp í rassgatinu! er ekki að segja samt að benites eigi ekki hlut í máli það eru bara svo margir leikmenn að spila langt undir þeim standart sem þeir eru vanir! það er ekki endalaust hægt að kenna benna um allt! leikmenn eiga líka taka hituna og það eru margir sem koma þar til greina!

Fiorentina á morgun

Liverpool 1 – Fiorentina 2