Heiðarleiki í fótbolta

Þetta er Nuno Claro, markvörður CFR Cluj frá Rúmeníu (sem léku í Meistaradeildinni í fyrra) í deildarleik nýlega. Hann er skiljanlega alveg steinhissa á því að dómarinn skuli hafa séð nokkuð athugavert við þetta, enda var hann klárlega bara að reyna við boltann!

Þetta er föstudagsfyndið vikunnar, alveg klárlega (nema þú sért sóknarmaðurinn sem brotið var á). Hver segir svo að fótbolti sé ekki heiðarleg íþrótt? 😉

24 Comments

  1. Þetta minnir á brot Toni Schumacher á Patrick Battiston á HM 82. Fyndið hvað markmaðurinn skilir ekkert í þessu rauða spjaldi.

  2. “I switch off the volume of Sky,” Benitez joked to Sky Sports News. “I think they both have a fantastic record as a manager so the fans they know really well what they say.”

    Rafa Benitez að svara ummælum Souness og Klinsmann.

    Snilld! Sorry þráðránið!!!!

  3. Markmaðurinn er ósnertanlegur, það vitum við auðvitað allir, þessir dómarar!!!!

  4. Maður verður eiginlega að taka undir með Magga (#10) – þetta var klár árás á markvörðinn, enda sóknarmaðurinn að veitast að honum með þessum þvílíka hraða. Sparkið var því bara sjálfsvörn!

  5. þessi ummæli rafa eru ein þau smekklegustu og skemmtilegustu sem ég hef séð lengi. þvílíkur meistari.

    hins vegar þurfa bæði hann og liðsmenn stórveldisins að hysja upp um sig brækurnar og fara að skila punktum í hús.

  6. Við sigrum Arsenal á sunnudaginn drengir. Allir eru nú voðalega mikið að drulla yfir Liverpool og ég heyrði meira að segja í dag frá Man Utd manni að þeir “vorkenna okkur” pínulítið miðað við gengið í ár. KLÁRAÐU MIG EKKI, við þurfum enga helvítis vorkunn. Þetta verður erfiður sigur en við vinnum Arsenal á sunnudaginn drengir.

    Svo finnst mér sóknarmaðurinn ýkja þetta aðeins. Ég meina markmaðurinn rétt kemur við hann.

  7. Þetta er skýrt og klárt dæmi um hvernig leikaraskapur er að drepa nútímafótbolta 🙂

  8. Rólegur á ýkjunum, er þetta fjarskyldur frændi Drogba?

    Kom einmitt hérna inn til að athuga hvort það væri kominn sér færsla yfir það sem Benitez sagði við SKY í dag. Djöfuls hittni og IN YO FACE var þetta comment hans! Þetta er eins og ef Höddi Magg og Gaupi væru að drulla yfir eldmennsku Jóa Fel…

  9. Ef það er einhver sem á að halda kj….. um stjórnun L’pool og hvað þá að gagnrýna léleg kaup þá er það Souness. Tók við meistaraliði Liverpool og tókst á örfáum árum að gera það að algjöru miðlungliði með snillingum eins og Istvan Kozma, Mike Marsh, Paul Stewart, Julian Dicks, Torben Piechnik, Mark Walters og fleirum. Seldi síðan alvöru leikmenn eins og Peter Beardsley, Steve Staunton, Steve McMahon og Houghton sem áttu nóg inni.
    Þá átti hann möguleika að kaupa Roy Keane á sínum tíma en taldi hann ekki henta í Liverpool þar sem hann taldi hann vandræðagemsa. Hann og Redknapp hefðu verið flottir saman á síðasta áratug á miðjunni.

    Þegar Souness yfirgaf liðið var liðið algjör brunarúst!! Í minningunni er þessi tími hans undir stjórn Liverpool eins og Móðuharðindin í sögu Íslendinga.

    Ekki gleyma því heldur að Souness er í fyrsta sæti í Hall of fame worst signings þegar hann fékk “frænda” Weah, Ali Dia til Southampton. Óborganleg saga.

  10. Souness keypti Nigel clough á 2,2 mills

    Á sama tíma kaupir Rauðnefur Cantona á 1,2 mills

    Spot the difference?

  11. Ég held að menn megi diskotera Rafa þótt að þeir hafi ekki gert góða hluti sjálfir , ég td, má dæma tónlist þó að ég sé ekki að gera einhverja sérstaka hlui þar. það er staðreynd að Rafa hefur alls ekki verið að gera góða hluti undanfarið og kallinn er þrjóskari en ands,,. Menn tala um plan B en hann er varla með plan A. Rafa verður að hlusta á aðra(sem mér finnst hann ekki gera) og breyta um taktík td, skiptingar og fl. Vonandi vinnum við á morgun og TORRES er kominn í gang enda sá eini sem hittir á markið og svo verður ítalinn að fara að spila sig í gang,,, ef Rafa tímir að nota´nn, koma svoooooo

  12. Rafa bannaði þeim það ekki Már, kom bara með sína skoðun á þeirra gagnrýni eftir að vera spurður sérstaklega út í þessa tvo aðila sem eru dregnir í SKY studioið gagngert til að drulla yfir LFC og stjórann. Souness grípur hvert tækifæri til þess og hvað er verið að draga Klinsman í þetta, maðurinn sem var hugsaður eftirmaður Rafa, fenginn inn til að gera hið sama. Topp gaur.

    Sá eitt í grein sem er sérstaklega svekkjandi m.t.t. hvað hann gerði okkur :p

    The Liverpool manager also wanted to sign Stevan Jovetic from Fiorentina, before the Montenegro striker scored twice against his team in the Champions League, and Matthew Upson of West Ham, only to discover both were out of the club’s financial reach. Asked if his net spend was nothing this summer, Benítez replied: “Yes.”
    http://www.guardian.co.uk/football/2009/dec/12/rafael-benitez-liverpool-finances
    Önnur um sama efni: http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article6953994.ece

  13. Ég er ekki að segja að Rafa banni þeim það, en hann fer að tala um þeirra ferill í staðin fyrir að réttlæta sína takta og ræða um það sem er að gerast NÚNA en ekki það sem gerðist fyrir löngu síðan. Koma svo LIVERPOOL. 😉

  14. Maður hálf vorkennir Rafa eftir að hafa lesið Guardian viðtalið/greinina.

  15. Sælir félagar
    Mér finnst Rafa svara Souness af mikilli kurteisi og “hælir” honum að verðleikum. Hvað á hann svo sem að gera. Ekki fer hann að reyna málefnalega umræðu við harðhaus eins og Souness. Sé ekki tilganginn í því. Svona smjörklípuaðferðir í anda DO (ætli DO og Souness séu vinir) eru þess eðlis að þær eru ekki svaraverðar og allra síst málefnalegra svara.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. Þetta var ekki neitt, látið ekki svona hahahaha …….. Váááááá þetta er rosalegt !

Kristján Gauti búinn að skrifa undir…

Arsenal á morgun